Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 11
VOLKÍVIÐLEGUM Mikill meirihluti íslendinga þekkir aðeins af afspurn þó lífsbarðttu og þau vinnubrögð, sem Geir Sigurðsson frö Skerðingsstöðum segir frö í þessari grein, sem fjallar um nýtingu ð fjarlœgum útslœgjum. Fyrri hluti greinarin'nar birtistí siöasta blaði Þegar bóndi er farinn segir bindingarmaðurinn fólkinu frá áætlun hans. Þá er svo ástatt, að ekki er til slegið hey nema á hálfa næstu ferð, og slægjan fer heldur versnandi. Þó er lítið æðrazt. Fréttin virðist örva hið vinnu- sama fólk. Það vinnur ósjálfrátt meira fyrst á eftir. Sláttumenn- irnir eiga f vök að verjast að láta ekki eftirvinnufólkið ná sér. Þeir slá alltaf tvöfalda múga á sléttum breiðunum. Þeir teygja sig sem mest þeir mega, taka fyrir sína spilduna hvor, og skákir þeirra mætast á miðri breiðinni. Þar er mjór lindarfarvegur, sem nú er að mestu vatnslaus, en meðfram iindinni dálftil deigja í grasrót- inni, að öðru leyti er breiðin þurr. Báðar skákir sláttumanna enda á hinn veginn við kjarrivaxin móa- börð. Víðir og smágresi er fyrir ljáunum, þegar dregur að börðun- um en brok og stargresi úti á breiðunum. Grasrótin er víða leir- borin, og kvistur er nokkur í rót- inni. Ljáir sláttumanna barka í þurrkinum, og eggin viil sljóvgast á kvistinum. Það verður því skammbeitt og slátturinn meira þreytandi en ella. En nú er eng- inn tími til að leggja á ljáina. Þeir verða að vera eins og þeir eru, ef mögulegt er að eggja þá. Og ekki má gera ljáina mjög þunna, þá þola þeir ekki víðileggina, og það vilja hrökkva í þá skörð. Skákir sláttumannanna eru likt stórar. Þeir mætast oftast við lindina á miðri breiðinni og hafa fulla gát hver á öðrum, þvi hvorugur vill dragast aftur úr. Múgarnir eru fremur rýrir á miðri breiðinni en verða gildari, þegar dregur nær börðunum. Þar er líka bezta gras- ið. Sláttumennirnir eru báðir snöggklæddir. Þó að fjallgolan næði um brjóst þeirra og háls þá hefur það engin meinleg áhrif. Hörund þeirra er blakt eftir margra vikna erfiði í sól og vindi. Þeir eru sveittir þrátt fyrir sval- ann. Harðsperrurnar, sem gerðu vart við sig hjá þeim fyrstu daga heyskapartimans, eru löngu farn- ar. Hver vöðvi hefur stælzt og samstillzt þeim bræðrum sínum, sem meiri þjálfun höfðu hlotið áður en sláttur hófst. Þessi þjóð- lega vinna, sláttur með orfi og ljá á greiðfærri jörð verkar á hrausta menn líkt og holl leikfimi. Hún tengir likamsvöðvana í samstilla heild, sem lyftir grettistaki á mælikvarða aðstæðnanna. Við slíka vinnu er verkamaðurinn ekki þræll, þrátt fyrir langan vinnudag heldur sinn eiginn herra. Hann nýtur unaðar hins holla erfiðis. Honum brennur kapp í kinn, og hugarheimur hans víkkar. Hann samstillir þrek sitt og verklagni. Hann er vígdjarfur á orrustuvelli en nýtur unaðsríks friðar um leið. Hin samræma þjálfun íslenzkra sláttumanna, sem undir heiðum himni hafa samstillt lífsorku líkama og hug ar hefur óefað haft jákvæð áhrif ekki aðeins á líkamlegan þroska þjóðarinnar, heldur einnig á þroska skapgerðarinnar, þrótt hennar og reisn. Um leið og véla- menningin útrýmir þessu alda- gamla starfi úr einum aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar hverfur eitthvað, sem vafasamt er hvort vegið verður og metið sem verð- ugt er. Sláttumennirnir á fjallinu keppa ekki aðeins hvor við ann- an. Konurnár eru á næstu grösum með bindingarmanninn á hælum sér. Þær taka fyr- ir hverja spilduna af ann- arri og eru furðu hraðvirk- ar. Bindingarmaðurinn leggur niður reiði á hentugum stað og fer svo að binda sátuna sem bíður hans. Á meðan setja rakstrarkonurnar á hið nýlagða reipi. Þannig sækist verkið undra fljótt, ekki með stórvirkri vél- tækni heldur með hagnýtingu mannsorkunnnar og haganlegum vinnubrögðum. En allur hópurinn er að keppa við húsbóndann. Hvað verður hann lengi á leiðinni? Hann mun áreiðanlega sækja sig, þegar líður á daginn, fyrst hann ætlar að fara fjórar ferðir. Miðdagsmaturinn verður ekki borðaður fyrr en búið er að binda á þriðju ferðina, þó klukkan verði þá orðin sex. Sláttumennirnir hafa öðru hvoru auga á hinu fólkinu. Það er að ljúka við spilduna. Það er auð- sjáanlegt að alltaf dregur saman. Þeim þykir þetta leitt, þó það sé í raun og veru afsakanlegt, þar sem stúlkurnar eru þrjár á eftir þeim tveimur og njóta þess að borið er á reipin. En bindingarmaðurinn slær líka að morgninum og stund- um á kvöldin ef honum vinnst tími til. Nú er aðeins ein spilda eftir órökuð og á henni einungis fjórir heilmúgar. Hverja stund verða þær að raka þessa spildu? Sláttu- menn mætast á miðri breiðinni og bera saman ráð sin. Þeim kemur saman um, að þetta ljáarhorn muni duga til þess sem vantar á þriðju ferðina. En ef það á að takast að ná heyi á fjórðu ferðina og þeir eiga að ganga til hvildar i kvöld með fullum sláttumanna- heiðri, þá verði að leita einhverra annarra ráða en að hjakka þarna á þessum hálfsneggjum þangað til kvenfólkið kemur og vinnur sitt leiðindaverk. Skammt frá breið- um þeim, sem nú er heyj- að á, er hrjóstrug flatneskja. Hinumegin við hana er stór stararflói, sem áætlað er að flytja sig á innan skamms. Eft- ir þessum flóa rennur lit- ill lækur. Þegar kemur að hinu hrjóstruga svæði, breiðir lækurinn úr sér og rennur í gegn- um það. Meðfram farvegi lækjar- ins hefur myndazt sund, sem er vaxið hringabroki, og tengir það slægjulöndin saman. En vegna þess, að vatnið leikur þarna alltaf um jarðveginn, er sundið nokkuð blautt og grasið sinulaust, þó þarna sé ekki slegið nema þriðja hvert ár. Sláttumönnunum dettur það snjallræði í hug að leggja nú þegar í þetta sund. Þeir ganga til rakstrarfólksins og tjá því fyrir- ætlun sina. Þessu er tekið bæði vel og illa. Allir viðurkenna að með þessu móti sé einna fljót- legast að ná heyi á kvöldferðina. Grasið er hvergi meira en þarna og auk þess fer minna i hverja sátuna af þvi heyi, sem er sinu- Iaust og rakt. En þarna er galli á gjöf Njarðar. Vegna þess að þarna er votlent, verður að bera baggana nokkurn spöl þangað sem hestarnir geta komizt að. Þetta er þó samþykkt án mikilia ráðagerða, enda ekki tími til að halda málfund. Slátturinn í sund- inu er hafin, og verkið sækist fljótt og vel. Hringabrok á röku, kvistlausu engi hefur löngum þótt æskilegur vettvangur fyrir hinn kappsama sláttumann. Þegar klukkuna vantar stundarfjórðung i sex, er rakstrarfólkið búið með ljána niður á breiðunum. Það hefur lokið við að raka upp á ferðina og á afgangs 15 föng. Gengið er hratt í áttina að tjaldinu og hugsað gott til að heilsa upp á íslenzka búmat- inn, þó engar séu þar brasaðar krásir. Harðfiskur, skyrhrær- ingur, brauð og smjör er kjarngóð fæða, sem lætur ekki mikið yfir sér en er vei við hæfi vinnu- flokksins, sem lokið hefur erfiðum starfsáfanga. Oft hefur verið horft í þá átt sem húsbóndans var von, einkum þó seinasta hálftímann. Hann leið þó svo að enginn sást á heybands- veginum. En þegar fólkið hefur verið fimm mínútur inni i tjald- inu, kemur húsbóndinn og fer greitt. Bindingarmaðurinn, sem er i óða önn að rifa fisk sinn úr roði, leggur orðalaust frá sér mat og hníf og hraðar sér í áttina að heysátunum. Það er nokkuð hart að gengið að hafa ekki matfrið eftir allt stritið, en skyldan og vaninn hafa slíkt að engu. Seinasti áfangi dagsins er langur að venju. Nóni og miðaftni er slegið saman til að drygja tímann. Broksundið er svo loðið að hægt er að saxa úr múgunum. Það sækist því fljótt að fá nóg hey á _kvöldferðina. Þegar sláttumennirnir hafa slegið helm- inginn af sundinu, láta þeir þar við sitja, leggja frá sér orfin og hjálpa hinu fólkinu. Þeim kemur saman um, að þeir hafi slegið fimmtán votabandshesta á tveim- ur klukkutimum, og þykir það góð eftirtekja. Klukkan 9 um kvöldið hefur verið lokið við að binda á alla hestana og sést þá samstundis til húsbóndans. Hann hefur verið fljótur i ferðum. Þegar fólkið er setzt að í tjald- inu, segir bindingarmaðurinn frá fyrirsögn húsbóndans um vinnu- brögð næsta dags. Veröi stór- rigning eiga stúlkurnar að slá á breiðunum, en piltarnir að fara niður með læknum, slá bakka hans og þær harðvellisbrekkur, sem eru meðfram honum. Ef ekki verður komið rakstrarveður um miðjan dag á allt fólkið að fara til grasa í nokkra klukkutíma og koma svo i fyrra lagi heim. „Hvað á að gera við grösin?“ spyr sá, sem gengið hefur með grasið í skónum. „Hafa það innan í leitarskóna og nota afganginn i slátur," segir ein stúlkan. „Verður alls ekkert reitt heim á morgun," spyr önnur. „Ekki ef það verður veður eins og húsbóndinn spáir. Hann spáir stormi og rigningu i nótt og að minnsta kosti fram yfir hádegi á morgun,“ segir bindingarmað- urinn. „Hamingjan góða. Ætli það verði huggulegt að vakna i fyrra- málið. Það er þó bót í máli, að það er laugardagur." Þannig er skrafað á meðan neytt er kvöldverðar. En um það leyti sem allir hafa tekið á sig náðir i tjaldinu, og svefnmókið sígur á augu hinna þreyttu, falla fyrstu regndroparnir á tjaldið. Þeir falla strjált fyrst en fljótjega verður regnhljóðið að samfelld- um dyni. Þessi óvinsælu og oft kaldlyndu systkini, stormurinn og rigningin, gerast heimakomnir gestir í hinum afskekktu híbýl- um. Af þeim stendur óviðkunnan- legur gustur svo að sumum verður ekki svefnsamt fyrst í stað, en hinir eru þó fleiri, sem falla fljótt i svefn og tekur að dreyma drauma sína. Þó að hversdagsleikinn hafi löngum sett svip sinn á viðlegur við heyannir á fjöllum uppi, þá hafa þó oft gerzt þar smásögulegir atburðir, sem lifa i endur- minningum fárra einstaklinga nokkur ár eða áratugi en falla svo sem fölnuð blöð í djúp gleymskunnar. Hér verður að lokum sagt frá tveimur slíkur við- burðum, sem minningin hefur geymt á sjötta áratug. Elztu núlifandi menn muna vafalaust eftir sumrinu 1918, og þeir, sem yngri eru, hafa heyrt þess getið. Áhrif frostavetrarins á undan birtust þá I ríkum mæli í kalskellum lítilla túna og einnig á engjum víðsvegar um landið.Gras- spretta á túnum var víða slík, að 300 hesta tún gáfu af sér 50 hest- burði af töðusalla, sem líktust helzt snöggleginni há. Þá var óspart leitað til fjallanna og sinu- bornir brokflóarnir leitaðir uppi, þó þeir væru svo fjarlægir að ekki væri hægt að fara með heylestina nema 2 ferðir á dag. Á bæ, sem ég þekkti til á, var farið á fjall til heyskapar 20. júli og fjallhey- skapnum ekki hætt fyrr en 14. september, og voru nytjaðar slægjur, sem ekki hafði verið Framhald í bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.