Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 6
Þegar klæðið var rakið i sundur sðu menn tavfta gufu leggjaupp frá þvi. Teikning: Eirfkur Smith. „SVEITIR EYDDUST í SVARTA- DAUÐA” / / Ami Ola skrifar um pláguna miklu, sem stundum hefur verið svo nefnd: Drepsóttina Svarta dauða, upphaf hennar og afleiðingar og ýmiskonar þjóðsögur, sem upp komu eftir á íslenzk náttúrufegurð á engan sinn líka. Hvar sem þú ferð um landið fyllist sál þín unaði af því einu, að horfa á þessa fegurð. En farirðu viða, þá hlýtur þú þó að reka þig á ýmislegt, sem stingur i stúf við þetta. Hvarvetna muntu rekast á gamalgrónar bæjarústir, og hug- ann gripur þá ósjálfrátt söknuður og sorgarkennd, því að hvert ein- asta eyðibýli minnir þig á harm- sögu þjóðarinnar, sem þetta fagra land hefir byggt. Hvert einasta eyðibýli er tákn um ósigur. Þegar þú stendur hjá slíku eyði- býli, fer ekki hjá því að marg- breyttar hugrenningar vakni þér í brjósti. Hér hefir einhverntima verið fagurt og búsældarlegt, og þess vegna hefir einhver forfaðir þinn haslað sér völl hér I lífsbar- áttu sinni. Siðan hefir ef til vill verið búið hér öld fram af öld. Innan þessara hrundu veggja hef- ir lifað hver kynslóðin fram af annarri, sungið hér sin sigurljóð og kveðið sinar raunabögur. Hér hefir verið barist fyrir lifinu og öll föng sótt í greipar misgjöfullar náttúru. Hér hefir verið glaðst og grátið. Hvaða fólk skyldi hafa átt hér heima? Þú leitar upplýsinga hjá kunn- ugum mönnum. Nafn bæjarins er ekki gleymt, en fólkið, sem þar bjó, er gleymt, yfir því hvílir margra alda huliðsblæa. Þig lang- ar til að vita hve langt er síðan hér var búið. Og þá bregður undarlega við. Svarið mun oft verða á þessa leið: „Þessi bær fór í eyði í Svartadauða“.— Ekki er víst að svarið sé rétt, en það sýnir, að enn, eftir 574 ár, eru eigi gleymd þau hervirki, sem Svartidauði gerði hér, enda þótt saga hans hafi ekki verið rituð svo rækilega sem mörg önnur stórtíðindi, er hér hafa gerzt. Sagnir herma, að Svartidauði hafi fyrst komið upp í Babylon. Þar voru menn að grafa upp gaml- ar rústir í leit að fornminjum, og gaus þar upp mökkur af svörtum smáögnum, sem svifu í loftinu. Veiktust menn þegar er þeir önd- uðu þessu að sér. Fyrstu einkenni sýkinnar voru þau, að menn fengu hnerra, sem urðu æ ákafari þar til menn fengu blóðspýting og dóu þá um leið. Þessi drepsótt breiddist óðfluga út sem logi yfir akur. Geisaði hún um meginland Evrópu um og upp úr miðri 14. öld og var með firnum mannskæð. En ekki náði hún að berast til íslands að því sinni. Nafn sitt, Svartidauði, á hún að hafa fengið af því að hún blossaði upp meó svarta rykmekkinum I Babylon. Til Islands barst drepsóttin árið 1402. Þá um sumarið kom út Islenzkur kaupmaður á eigin skipi. Hann hét Einar Herjulfsson og tók höfn við Hrafneyri í Hval- firði. Ekki er þess getið, að pestin hafi gert vart við sig I skipinu á leið hingað, heldur er sagt, að hún hafi borist með bláu klæði, sem var í varningi hans. Það mun hafa verið venja Skál- holtsbiskupa, að láta menn sina sitja fyrir kaupskipum nær þau komu til landsins, til þess að ná sem beztum kaupum og ná í þær vörur, er biskupsstólinn helzt vanhagaði um. Svo var og að þessu sinni. Var sendur átta manna höpur frá Skálholti til Hvalfjarðar, og var fyrir þeim Óli Svarthöfðason kirkjuprestur. Ekki er nú vitað hve lengi þeir voru að skipi, en þeir voru við- staddir þegar bláa klæðið var rak- ið sundur, og sýndist þá öllum sem bláa gufu legði upp af þvi. Þegar þeir höfðu lokið erindum sinum, heldu þeir á stað heimleið- is en þeir komust ekki langt, ekki lengra en inn i Botnsdalinn. Þar önduðust þeir allir. Þetta voru fyrstu mannlifin sem hin ban- væna pest krafðist hér á landi, en þau urðu fleiri. Espólin segir í Árbókum sinum: „Ætla eg ekki fjarri fara, er sumir mæla, að fyrir þá plágu hafi verið hundrað þúsundir manna tólfræð I landi hér, en ei dáið minna en tveir hlutar". Sam- kvæmt þessu hefir landslýður all- ur þá verið 120.000 manna, en dáið hafa 80 þúsundir. Nú að undanförnu hafa borist fréttir um glfurlegt manntjón af vöidum náttúruhamfara víða um lönd. I hinum miklu jarðskjálft- um, sem heimsóttu Filipseyjar fyrir skemmstu, fórust átta þús- undir manna. Og I jarðskjálftun- um I Kina er gert ráð fyrir að tugi þúsunda hafi farist. Okkur blöskrar að heyra þessar tölur, en þó er þetta ekkert á -móti mann- dauðanum hér á landi á árunum 1402—1404, sé miðað við höfða- tölu. Ef Klnverjar hefði nú átt að verða fyrir jafnmiklu áfalli og Islendingar urðu fyrir I Svarta- dauða, þá hefði þeir átt að missa 500.000.000 — fimmhundruð milljónir manna! Beri menn þetta saman, skilst þeim ef til vill betur en áður, hvílíkur vágestur Svarti- dauði var hér á landi. Það er því auðskilið, að þjóðin hefir verið lömuð eftir heimsókn hans. Svartidauði gerði sér heldur engan mannamun, líkt og hungur- vofan, þegar hún hefir farið um landið og níðst á alþýðunni. Hann hllfði engum heldur sópaði hann burt höfðingjum og helztu menn- ingarfrömuðum. Til þeirra má telja biskupinn á Hólum, ábótana i Viðey, á Helgafelli og IÞykkva- bæ og abbadlsina á Kirkjubæjar- klaustri. Þá hrundu og niður prest'ar og kennimenn, og til marks um það er sagt, að þá er mannfallinu lauk, hafi ekki verið eftir i Hólabiskupsdæmi nema 3 prestar, og 3 djáknar, og einn munkur á Þingeyrum. Talið er, að annálaritun hefjist fyrst hér á landi á 13. öld. Gerðust þá ýmsir fróðleiksmenn til þess að rita annála, og þá, sem varð- veizt hafa, gaf Gustav Storm I Kaupmannahöfn út árið 1888. Eru þeir 10 talsins. Þetta eru kallaðir hinir fornu annálar ís- lands, og lýkur þeim fyrir alda- mótin 1400. Einn af þessum annálum ritaði Einar prestur Hafliðason á Breiðabólstað I Vesturhópi (og var hann einnig höfundur Lárentiussögu). Þessi annáll er kallaður Lögmannsann- áil og nær hann fram til ársins 1393. Enginn annálanna nær þvl, að segja hörmungasögu Svarta- dauða, en með honum lagðist annálaritun niður og var ekki tek- in upp aftur fyrr en um siðaskifti. Þó hefir einhver fróðleiksmaður tekið sér fyrir hendur að semja viðbót Lögmannsannáls og nær sú viðbót til áranna 1392—1430. Er þetta nú talinn sérstakur annáll og nefndur Nýi annáll, og er hann prentaður fyrstur I annálaútgáfu Bókmenntafélagsins. Enginn veit nú hver er höfund- ur þessa annáls, en afrit af honum hefir Brynjólfur biskup Sveins- son fengið I hendur og er talið líklegt að það afrit sé komið frá Vigfúsi sýslumanni Jónssyni á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. „Allur annállinn virðist bera með sér, að hann sé ritaður samtlmis viðburðunum, eða því sem næst, og verður hann að teljast meðal hinna merkustu heimildarrita frá þeim tímum“, sagði dr. Hannes Þorsteinsson. Þessi annáll er eina samtlma heimildin um aðfarir Svarta- dauða hér á landi, og til hans hafa allir seinni tima annálaritarar orðið að leita. í annálnum segir þetta: „Gekk sóttin um haustið fyrir sunnan land með svo mikilli ógn, að aleyddi bæi víða, en fólkið var ekki sjálfbjarga, það eftir lifði i mörgum stöðum. Aleyddi þá þegar Skálholtsstað að lærðum mönnum og leikum, fyrir utan biskupinn sjálfan og 2 leikmenn. I Kirkjubæjarklaustri dó Halldóra abbadís og 7 systur, en sex urðu eftir. Eyddi þá staðinn þrisvar að þjónustufólki, svo að um siðir mjólkuðu systurnar kú- fénaðinn, þær er til voru, og kunnu flestallar litið til, sem von var, er slikan starfa höfðu aldrei fyrri haft. Kom þar til kirkju hálf- ur átti tugur hins sjöunda hundr- aðs dauðra raanna, svo talið varð, en síðan varð ekki reiknað fyrir mannf jölda sakir, svo deyði margt slðan. Einnig eyddi staðinn I Þykkvabæ þrisvar af mannfólki, svo ekki var eftir nema 2 bræður (munkar) og einn húskarl staðar- ins, og hann bar matinn fyrir þá og þá til komu. — Eyddi þá enn staðinn I Skálholjá tíma að þjón- ustufólki. Deyðu þar þá þrír prestar og mestur hluti klerka. Tveir prestar lifðu eftir“. Þá er þess getið að sóttin var svo bráð, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, „þar til rer heitið var þremur lofmessum, með sæmilegu bænahaldi og ljós- bruna; item var lofað þurföstu fyrir Kyndilmessu, en vatnfasta fyrir jól ævinlega; fengu síðan flestir skriftamál, áður en létust". Ekki er minnst á hvar þetta heit var gert, hvort það var á Alþingi, eða á báðum biskupsstólum. Til skýringar á þessu heiti má geta þess, að lofmessur voru sungnar til heiðurs einhverjum dýrlingi; þurfasta þýddi, að þá mátti ekki bragða annað en þurmeti, forðast kjöt og heitan mat vatnfasta þýddi, að þá máttu menn ekki láta neitt koma inn fyrir sinar varir nema vatn og brauð. Sagt er að sóttinni hafi ekki linnt fyrr en um páska 1404. En mestur hefði manndauðinn verið 1403. 1 nokkrum annálum, sem eru skráðir löngu seinna, eru frásagn- ir af Svartadauða. Þar segir, að pestin hafi verið svo bráðdrep- andi, að þótt 15 menn færi með 2—3 llk til grafar, þá komu ekki nema þrlr eða fjórir lifandi heim. Þá var manndauðinn svo mikill I Norðurlandi, að þar gjöreyddust margar sveitir af fólki, og ekki voru nema tvö börn eftir lifandi I Bárðardal. í sumum sögnum seg- ir, að plágan hafi ekki komið á Vesturland, en „hún gekk þar eigi síður en annars staðar“, segir Espólin. Lifðu þá aðeins tvö ung- menni í Aðalvík og Grunnavík. Þau fóru hvort um sig að leita manna og hittust þá á förnum vegi. Slðan urðu þau hjón og voru kölluð Helga beinrófa og ögmundur Jötukúfur. 1 Ölafsfirði dóu allir nema tveir smalar, er hétu Teitur og Sigga. Þegar fjörðurinn fór svo að byggjast aftur, varð stundum ágreiningur um jarðir og landamerki. Var þá jafnan leitað vitnisburðar þeirra, og af þessu er sprottinn tals- hátturinn: „Þá kemur nú til Teits og Siggu“, og mun hann kunnur um land allt. Ekki gat hjá því farið, að ýmsar þjóðsögur kæmi á kreik um þess- ar ógurlegu drepsótt. Ein sögnin er sú, að þá er Svartidauði hafði geisað yfir Norðurálfuna, en hafði ekki komið til Islands eins og fyrr er sagt, þá reiddust Finn- ar þessu og kölluðu hið hrópleg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.