Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 8
Kafli úr bökinni SAFETY LAST eftir Brian Powers-
Water um vankanta ö flugöryggi í Bandarikjunum
ÖRYGGIÐ
ER AU KA-
ATRlÐl Fyrri hluti
Hér segir af Edda Ijönheppna
v. • • » 10 Ws
ED QUINN fæddist og ólst upp í
miðstéttarhverfi í Brooklyn í
New York. Níu ára gamall heill-
aðist hann af flugi og hefur verið
viðriðinn það upp frá því. Hann
byrjaði að safna flugvélalfkönum
og þegar ekki komust fleiri fyrir í
bókaskápnum hengdi hann þau
neðan í loftið þar til varla varð
lengur komizt inn í herbergið.
Ed var lágur vexti og grannur
og lagði því aldrei stund á fþrótt-
ir, scm tóku mestan frítíma
flestra skólabræðra hans. Ed átti
sér aðeins eitt áhugamál og það
var flug. Hann vann í nýlendu-
vöruverzlun eftir að skóla lauk á
daginn og auk þess í keiluspils-
stofu. Allar helgar var hann hins
vegar úti á Brooklyn Air Park,
flugvclli þar í nágrenninu. A
nokkrum fresti tókst honum að
safna átta dollurum. Fyrir það
mátti fá hálftfma kennslu í flugi
og í hvert sinn, sem Ed hafði
önglað saman þessari upphæð tók
hann reiðhjól sitt og brunaði út á
flugvöll. Scxtán ára flaug hann
einflug. Flugtímum hans fjölgaði
jafnt og þétt og von bráðar hafði
hann fjörutiu tíma að baki. Hann
var þá þegar búinn að verja sex
hundruðum dollara til flugnáms-
ins. Og nú var hann reiðubúinn
að þreyta próf til einkaflug-
mannsréttinda.
En þá skall hcimsstyrjöldin á
og Ed varð að hætta náminu í bili.
Hann sá sér þó nýjan leik á borði;
nú gæti hann orðið herflugmað-
ur. t júní árið 1941 þreytti hann
mörg og þung próf og stóðst þau
öll — og komst í herskóla. Hann
var nú orðinn liðsforingjacfni.
Að vísu gazt honum Iftt að þeirri
tilhugsun, að hann kynni að lenda
í bardögum og verða fyrir skot-
um. Betur leizt honum á það að
fljúga fyrir borgun.
Hann varð að sæta nokkurri
skólavist áður en hann fengi að
fljúga. Námið reyndist honum
erfitt og hann náði með naumind-
um forprófi, sem Ijúka varð áður
en kæmi að fluginu sjálfu. En
hann komst i flugskólann. Þar
flaug hann fyrst vél svipaðri
þeirri, sem hann hafði reynt áður.
Iionum gekk í betra meðallagi í
flugskólanum þangað til kom að
öðru stigi. Þá átti hann fyrir
höndum að fljúga vél af gerðinni
BT-13; hún var fjórum sinnum
aflmeiri en hann átti aðvenjast og
mælaborðið öllu flóknara viður-
eignar. Var ijóst, að nú yrði Ed að
taka á honum stóra sínum.
Fyrstu stundir manns í nýrri
vel eru ævinlega erfiðar. Engar
tvær vélar eru eins f flugi og
stundum eru menn lengi að kynn-
ast nýjum vélum. Þegar Ed hafði
lokið hámarkstfmum fyrir ein-
flug kom kennari hans að máli
við hann og kvað framfarir hans
ekki nógu góðar. Yrði hann til
öryggis sendur í prófflug með yf-
irforingjanum.
Það fór um Ed þegar hann
heyrði þetta. Varð hann altekinn
prófhræðslu, sem oft kemur f
flugmenn fyrir prófflug. Þegar
dró nær lokafluginu var hann orð-
inn svo illa haldinn að hann vissi
naumast sitt rjúkandi ráð. Hann
stóðst ekki flugprófið og var að
lokum gerður skytta. Gegndi
hann því starfi til stríðsloka.
Hann var leystur frá herþjón-
ustu árið 1945. Þótti honum sem
hann hefði hreppt i11 örlög í flug-
hernum, en var jafn ákveðinn og
áður að verða flugmaður. Hann
hélt aftur til Brooklyn og fékk
vinnu á flugvellinum þar. Hann
vann mikið og lagði fyrir hvern
eyri, sem hann gat til þess að geta
greitt fyrir flugtíma. Hann fór að
gera sér góðar vonir. Hann var
aftur kominn á loft eftir langt
hlé, og hann sá fram á atvinnu-
flugmannsréttindi, því að nú var
hann búinn að afla sér þess, sem
þurfti til að verða aðstoðarflug-
maður hjá flugfélagi. Reit hann
öllum flugfélögum, er honum
komu f hug og sótti um starf við
sitt hæfi.
Nú var það af, sem áður var, er
honum þótti skemmtilegast alls
að fara út á flugvöll; nú gat hann
naumast beðið þess að komast frá
flugvellinum heim til sin og gá f
póstkassann að svarbréfum frá
flugfélögunum. Hann fékk svo
sem svarbréf. En því miður voru
þau öll á eina lund. Enginn vildi
ráða hann. Flestir höfðu það helzt
á móti honum, að hann hcfði fáa
flugtíma; þeir voru aðeins fjögur
hundruð, þegar þarna var komið
sögu.
Ed hafði jafnan við hendina
stórt spjald, þar sem skráðar voru
starfsumsóknir hans í réttri röð
og merkti hann jafnóðum við þær
á listanum, er hann fékk svör frá
flugfélögunum. Hann var vongóð-
ur framan af og staðráðinn í því,
að gefast ekki upp, þótt biési á
móti. En undirtektir manna viö
umleitunum hans voru heldur
daufar og útlitið varð æ dekkra.
Ed varð æ þyngra í skapi og þar
kom, að hálfgcrð örvænting greip
hann. Hann velti því jafnvel fyrir
sér að gerast búverkamaður eða
fara að fljúga um á Iftilli rcllu
með auglýsingaborða í eftirdragi,
eins og tíðkast í Bandaríkjunum.
Loks fékk hann bréf frá
Eastern Airlines. Var hann vin-
samlega beðinn að mæta til við-
tals í skrifstofu félagsins í Man-
hattan. Hann varð frá sér numinn
af fögnuði. Þarna var komið tæki-
færið, sem hann hafði beðið.
Brátt yrði hann atvinnuflugmað-
ur. Hann gekk undir forpróf í
New York og stóðst þau. Svo var
hann sendur f læknisskoðun á La
Guardia og loks kvaddi yfirflug-
stjórinn hann á sinn fund.
Ed kom á tilsettum tíma.
„Charlie Pratt heiti ég. Fáðu þér
sæti“, sagði yfirflugstjórinn.
„Þakka yður, herra“, svaraði Ed
tyllti sér á stólbrúnina, spennti
greipar og klemmdi saman fót-
leggina. Honum þótti sem hann
væri kominn aftur í herskólann.
„Vertu rólegur", sagði yfirmað-
urinn. „Þú ert ekki í hernum
lengur. Eg sé annars á umsókn-
inni, að þú hefur lengst af verið í’
almennu flugi. Hvað um flugtíma
þinn í hernum?“ Nú fór að fara
um Ed. Hann svaraði ekki sam-
stundis, en velti því fyrir sér
hvort hann ætti að segja sannlcik-
ann eða Ijúga og lifa eftirleiðis f
voninni um það, að flugfé-
lagsmenn kæmust aldrei að sann-
leikanum í málinu. Vinur hans
einn, Charlic Root að nafni, hafð
hrökklazt úr flugskóla. Hann sótti
síðan um starf hjá Pan American
og sagði mönnum þar, að hann
hefði aldrei flogið í hernum.
Hann var sendur í forskóla og var
hálfnaður ■ námi, þegar upp
komst um hann og hann var rek-
inn fyrir þá sök að Ijúga í
umsókn. Ed þorði ckki að hætta á
þctta og tók hann þann kost að
segja satt frá öllu.
„Ég átti í cngum vandræðum
með J-3 Cubvélarnar, herra",
sagði hann. „Það var ckki fyrr en
ég átti að fljúga BT-13, að mér fór
að ganga erfiðlega". „Hvað var
að?“ spurði yfirmaðurinn. „Ja,
mér tókst bara ekki að læra á
vélina á þeim tíma, sem mér var
gefinn. Og kennarinn sagðist ekki
geta gefið mér lengri frest. Þetta
var í stríðinu, tíminn var naumur
og mcira er ekki um það að
segja". „Hvcrnig dettur þér þá í
hug, að við gctum gcrt nýtan flug-
mann úr þér?“ spurði yfirmaður-
inn. „Þú veizt Ifklega, að við gcr-
um ekki minni kröfur en herinn.
Öryggi farþega okkar gengur fyr-
ir öllu“. Ed laut fram f sætinu.
„Pratt flugstjóri", sagði hann.
„Ég veit, að flugtimi minn er
skammur og vélarnar, sem ég hef
flogið, eru hálfgerð barnaleik-
föng. En ég er sannfærður um
það, að ég get orðið góður flug-
maður. Alla ævi hefur mig langað
að verða atvinnuflugmaður. Ef
þér gefið mér tækifæri til að
sanna getu mína mun ég ekki
bregðast yður“.
Pratt las umsókn Eds öðru
sinni. Eftir stundarkorn lagði
hann hana frá sér og sagði: „Mér
þykir hreinskilni þín og þolgæði
aðdáunarverð. Ég ætla að hætta á
þetta; þú mátt byrja í skólanum
eftir hálfan mánuð“. Ed varð
himinlifandi. Hann stökk á fætur
og þrýsti hönd Pratts svo, að það
var engu Ifkara cn þarna hefðu
fornvinir hitzt eftir langan að-
skilnað. „Þakka yður fyrir, flug-
stjóri", sagði Ed hvað eftir annað.
„Þetta er mikill greiði. Ég mun
ekki gleyma honum".
Nú var Ed Quinn ekki bráð-
skarpur. En hann hafði það fram
yfir marga sína Ifka, að honum
var það Ijóst. Hann hóf námið af
miklu kappi og slakaði aldrei á