Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 16
Lágkúra opinberrar umræðu Virðingarleysi fyrir stjórnmálamönnum og valdastofnunum þjóðfélagsins hefur orðið æði áberandi á undanförnum misserum. Þetta hef- ur færzt í vöxt víðar en á íslandi, en hefur hér fengið á sig býsna afkáralega mynd, sumpart vegna fámennis og uppáþrengjandi andlegs návigis. Hér er hægt að halda uppi margra vikna umræðum um skattamál einstaklings, án þess að nokkur botn fáist i það, hvort hann hefur raunverulega haft rangt við. Efni i margra ára þras eru húsakaup annars, án þess að nokkur kæri sig sérstaklega um kjarna málsins, og enn annar burðast með grænar baunir. Maður verð- ur uppvis að því að kaupa sér sumarbústað, og óðara er hakkavélin komin i gang. Hér eru fórnarlömbin jafningjar á því leyti, að engu máli skiptir. hvar i flokki þau standa. Þessi börn þjáningarinnar eru í pólitik og eru þar með komin út fyrir friðhelgi einkalífsins. Hér er ekki verið að mæla bót óviðurkvæmi- legu athæfi í skjóli áhrifa i þjóðfélaginu, heldur krefjast þess, að brigzl um ávirðingar séu á rökum reist og að hægt sé að fylgja slíkum málflutningi eftir, í stað þess að láta sitja við dylgjur einar. Slikt veldur ekki aðeins skaða þeim, sem fyrir verður, heldur einnig og kannski enn frekar þeim, sem taka beinan eða óbeinan þátt i að þyrla upp moldviðrinu. En hverju er um að kenna? Almenningur hér á landi er ekkert verr innrættur en gengur og gerist annars staðar, og þaðan af síður heimsk- ari. Vart verður þvi heldur trúað, að stjórnmála- menn séu á lægra plani hér en i nálægum löndum. En það er þetta linnulausa og eilifa skítkast, sem löngu er orðið lenzka hér og setur svip sinn á alla stjórnmálaumræðu. Stjórnmálamennirn- ir, a.m.k. margir hverjir, eiga hér ekki sízt sök. Því miður virðast allt of margir þeirra skoða starf það, sem þeir eru kosnir til að gegna, sem einhvers konar kappleik. Sá, sem er duglegast- ur að klekkja á pólitískum andstæðingi, skorar flest mörk i leiknum, og i stað þess að ganga að verkefnum, sem biða úrlausnar, sóa þeir kröft- um og dýrmætum tíma í að berjast hver við annan. Og eins og á knattspyrnuvellinum esp- ast leikmennirnir við hróp og köll áhorfenda. Sá er bara munurinn, að stjórnmál eiga ekkert skylt við skemmtun og dægradvöl. Til þess er of mikið i húfi, og það er hvorki i þágu nokkurs einstaklings né þjóðfélagsins í heild, að haldið sé uppi svo fánýtu hjali um þau og raun ber vitni. Rakalaus þvættingur, dylgjur og illmælgi eiga ekkert skylt við hið frjálsa orð, eins og margir þeir, sem mest fer fyrir á þessu sviði, virðast álita. Réttindum til tjáningar og skoðanaskipta á opinberum vettvangi fylgir ábyrgð, og þeir, sem ætlast til, að mark sé á þeim tekið, verða að sýna, að þeir séu færir um að axla þá ábyrgð. Hið frjálsa orð er ein mikilvægasta forsenda þess, að lýðræðið geti þrifizt, en það er vand- meðfarið. Þeir, sem misnota það sér til fram- dráttar á sviði stjórnmála, verða sjaldan lengi í sviðsljósinu. Nýlega er farið að gera tilraunir til að greina blaðamennsku í gagnrýna blaðamennsku og rannsóknarblaðamennsku. Kostuleg umræða um þetta fór fram í sjónvarpi nýlega, og var þar meðal annars reynt að flokka ófrægingu og rógburð undir annað hvort. En slikt á ekkert skylt við blaðamennsku, og vist munu flestir i þessari stétt vilja frábiðja sér að vera bendlaðir við slíka iðju. Þess háttar „blaðamennska" er verri en engin á sama hátt og villandi eða beinlínis rangar upplýsingar eru verri en engar upplýsingar, þótt þetta hafi þeir að engu. sem þurfa fyrir hvern mun að koma vöru sinni í verð, — annað hvort fyrir peninga eða ímynd- aðan pólitískan hagnað. Blaðamenn eru handhafar valds, sem þeir hafa ekki verið kosnir til að fará með eins og stjórnmálamenn. Þessu valdi fylgir ábyrgð, en þegar það er falt fyrir hagsmuni, sem annað hvort eru fólgnir í peningum eða áhrifum á stjórnmálasviðinu, er það misnotað. Hér með er ekki sagt, að blaðamenn eigi ekki að vera annað en einhvers konar ritvélastjórar. Blaða- menn hljóta að hafa skoðanir, eins og annað fólk, og þeir hljóta fremur en ýmsar aðrar stéttir að koma þeim á framfæri, eðli málsins samkvæmt. En bæði rannsóknarblaðamennska og gagnrýnin blaðamennska hljóta að miða að sama marki, — að leiða i Ijós það, sem satt er og rétt, og byggja jákvæða gagnrýni á stað- reyndum. — Áslaug Ragnars. ATRií)- 1 s >7 1 M. ' | P r,V 11,' 5 & W&Í&fí «Sy lUc i * *TJ l- •—'71 * ‘ *^*T HMft' T-rfíP- S>y'K - Tftt-F) —> KiKFN ] 5*- v Ad/ / V 'TjjÞ (. RKlP H PC,- ,t-l i nr 01 VH R- t Vfiff) -rec,- U MO 1 K 5T/IPA HEIMfZ YiíZ- BiBL'm 5?1L Hc R- ruev/J Fo|<- Föeur H EY KoFM r n t \se-x ewD- /<M 6, t íu H'aP' 1 i-p fflNC- AUR FÆÆ>- l R lui- Fr yo KK- A©f| 1 tílAð- Ud fo$- MAFM OKU- 14 R K\;£N- O v' ft B'oK' iTf\ F*tR T/eiR EiUÍ ffZ v LL- K»> AJfl ÍTMX. lltK / ■ EFR Fhmdií) 4>úR. msR EKkY BCR hnfthJKTS- NftFN 'fp.C E'/ÐTfi -rmCít- ; n> ör ' s# Ko F'iKtn 1 áfclli- N H FM <5u-£> P-eírv.U- ■ VoWDuP FkkaR > Uúá- ofiait-JH -*■ HINR ; ► Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu n E — ' i* ' ' :--j I . »• -• ■ 1 s 5 K A jr u A 5VÍ F A K s TZ E f> —> u A a R N A R 1« T YTsA HfU \u\ A T 1 ,p T 'o R Á Tir t- { A U R S ’L X R r n 5T|IV«J x> flt" frtr*. R T L rrnn. 1 fif.T- T / N s> P Kfí? 5 A Cit 4. »1 Á T A L .D 1 ;t« c • n > V »f tí L A u N A R a b ■ *\ T A á L T e L c, A T SiJ H a: J' 1 A U i> iÍAH&fi ’-.S Aul L A F A R Á N) Á L A ■ •i u N L A u d u R r/iHfi Ý S u £ K A R A (rlHKI Kiy«r- '1 S “We A N A R A N tT- Tf 1 A R vid’- obr 6, L A T A Vfiux A i> A L fwi>- L KVct' mR S H Á C, 1 itm- Hl3 L 6. j £> A -fr’ívM Al í winnÁK s A L u R A T V A T 1 „jjj' » o SfS’ H«utl I N A R A A T £ T 1 fcoM H> •R fc £ / N R A1 a A N VATKJ1 FLáUM’ A A AJ £ “ff £ A L A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.