Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 5
Blýantsskissa af Sonju eftir greinarhöf undinn, teiknuð ( fyrravor á borðduk ð Restaurant Philoxenia I New Yorkborg. sem hafa haldið henni sf- ungri. Hún kunni að reka upp skellihlátur þegar 99 prósent fslenzkra kynsystra hennar hefðu snúið upp á sig og snar- móðgazt og orðið leiðigjarnar og gamlar langt um aldur fram. Þarna held ég að leyndardómur- inn f ævarandi æskuskeiði Sonju liggi ásamt meðfæddum náttúru- krafti, frjóum hugsunum, bjart- sýni, lóttri lund og áhuga á mann- lffinu og listinni. Allt þetta og meira til stuðlar að hvatastarf- seminni, grózku og jafnvægi fram til efstu ára. Sonja er listakona á fleiri sviðum en að mála. Hún hefir fengist mikið við portrct- gerð ungbarna um dagana. Á milli þess, sem ég lét augun sveima um heimslistina á veggj- um gaukaði ég forvitnu nefinu til fallegasta listaverksins þarna f skartfbúðinni við Park Avenue, eða til Sonju sjálfrar. Allt var á sfnum stað, ekkert horfið og ekk- ert bætzt við um þyngd og hlut- föll holdarfars. Fæturnir undir frúnni voru ennþá jafn fallegir um form og stíl svo að jafnvel hinir heimsfrægu fætur Marlenar Ditrich voru eins og svínbeygðir gamlir tunnustafir norðan af Raufarhöfn til samanburðar. Léttleikinn f hreyfingum og lima- burður allur var eins og hjá ungri skólastúlku og samræður við Sonju freyddu eins og franskt kampavfn. Hvflfkur þokki eftir öll þessi ár. Lffsreynslan virtizt hafa veitt henni aukinn sjarma, eins og tftt er um margar gáfaðar og skemmtilegar konur. Með sál- rænu innsæi sfnu kann Sonja allra kvenna bezt lagið á að halda uppi eldfjörugum samræðum við karlmenn, svo að jafnvel hrút- leiðinlegum durgum finnast þeir heimsins mestu sjarmörar, húmoristar, skemmtikraftar og kavalerar. Ég hcld, að ég sé einn af þeim, sem henni tókst að dá- Ieiða þannig með nærvcru sinni og töfrandi talanda, og láta mig halda að hún hefði gaman af bull- inu f mér. Þökk sé Sonju fögru fyrir það, sem og allt skemmti- legt, dinnera og dýr vfn f heims- borginni New York að ógleymdri samfylgd á merkustu listgallerý- in þar vestra. Það var ævintýri fyrir mig, fjóshauginn af norður- slóð, að kynnast þessari marg- slungnu fslenzku hcimskonu á Manhattan. Hún er ein fegursta kona, sem þessi þjóð hefur alið, að minnsta kosti er hún fegurðar- drottning númer eitt um endingu og úthald kvenlegrar fegurðar og þokka. Hún talar betri fslenzku en mörg reykvfsk tindiltátan f dag. Hún hefir aldrei afsalað sér fslenzkum rfkisborgararétti og þökk sé hcnni fyrir það. Jafn- framt því að vera ein mesta heimskona og alþjóðaborgari, sem þessi þjóð hefir alið af sér er hún mun íslenzkari hið innra með sér en margar hérlendar stöllur hennar, sem aldrei hafa komið ncma til Mallorku, þessi bjarta og broshýra fslenzka perla við Park Avenue. Eitt af mörgum barnaportrettum Sonju. í Central Park I New York. Teikning eftirÖrlyg SigurSsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.