Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 13
En staðfest lög og störf jafn- réttisráðs munu þó ekki ein saman tryggja stefnumörkun á at- vinnu- né launasviði. Þar ræður mestu sú stefna, sem konur sjálf- ar taka til skólanáms og undir- búnings að lífsstarfi, starfsvalið sjálft. Um rfkjandi námsstefnu hjá stúlkum og piltum segir í skýrslu Námsbrautar: — Piltar og stúlkur á aldrinum 7—15 fra fá nokkurn veginn sömu undirbúnings- menntun. — í gagnfræðaskólum Reykjavfkur er heildarhlutfall kynja nokkuð jafnt. En eftir það skiptast leiðir svo sem sjá má á eftirfarandi: Piltar fara m.a. i tækniskóla, vélskóla, iðnskóla, flugskóla, sjómannaskóla og bændaskóla en f þeim skólum eru yfir 90% nemenda karlar. Stúlkur velja sér starfs- menntun einkum á sviði heimilis- starfa og barnagæslu. 1 Fóstur- skóla, Hjúkrunarskóla, Hús- mæðrakennaraskóla, Ljósmæðra- skóla, meinatæknideild Tækni- skóla, sjúkraliðanámi og röntgen- tækni eru nemendur nær ein- göngu konur. Skólaárið 1972—3 voru 60 konur meðal nemenda Iðnskólans í Reykjavfk og voru 51 þeirra f hárgreiðslu. Hér ráða einstaklingarnir stefn- unni: Valið er frjálst Enn segir f skýrslu Námsbraut- ar: — Meðal þeirra starfa, sem konur gegna lítið eða ekkert, eru tæknistörf, vísindastörf, stjórnun, sjómennska samgöngustörf, varð- störf og ýmiskonar iðnaðar- og verkamannastörf. Félagslegar hefðir og menntunarskortur kvenna eru meðal orsaka þessarar verkaskiptingar. Þótt fleiri konur gangi nú mennta- veginn, halda þær yfirleitt inn á fáar og afmarkaðar brautir. En konum fer nú hlutfallslega meira fjölgandi en körlum í menntaskólum landsins. Þegar rannsókn fór fram voru um 30% af stúdentum við Háskóla Islands konur. Þar er frjálst val einnig en konur velja hinar hefðbundnu námsgreinar að miklum meiri hluta. Þær velja fremur hug- vfsindi en karlar hins vegar raun- vfsindi eða eins og segir í nefndri skýrslu: — I heimspekideild hafa fram að þessu verið um helmingur allra kvenstúdenta við háskólann. Þar hika konur einnig við að breyta stefnunni í náms- og starfsvali. Þó eru að koma fram athyglisverðar og ánægjulegar breytingar á háskólamenntun kvenna. Samkvæmt rannsókn hefur konum fjölgað f ýmsum greinum að miklum mun, svo sem læknisfræði og lögfræði auk raun- greina, líffræði og jarðfræði svo eitthvað sé nefnt. Ef til vill bendir þetta til þess að háskólamenntaðar konur muni ganga á undan með góðu fordæmi fyrir kynsystur sfnar til þess að stiga skrefið til fulls I jafnréttis- baráttunni. Þjóðfélagsleg forysta eingöngu f höndum karla I þeim hluta fyrrnefndrar skýrslu sem fjallar um þjóðfélags- lega forystu segir svo: — Alþingi, embættiskerfi, sveitarstjórn, stjórnmálaflokkar, hagsmuna- samtökin: hin þjóðfélagslega for- ysta er nær eingöngu f höndum karla. Konur koma aðeins að nokkru marki við sögu á áhrifa- minni sviðum: í stjórnum ein- stakra hagsmunasamtaka og ráð- gefandi nefndum ríkis og sveitar- Framhald á bls. 14. ’ínstrt situr Skúli J. Pilmason horninu til vl Futltrúar ASt. VSt ogVinnumálasambandsins meb riVisstjórnlnni Rikissbórn Oeirs Hallg,ín,ssona, ^!f íslands Jón Arnald' Krá aftalfundi Sambandsins aÖ Bifröst. Eysteinn Jónsson, stjórnarformaftur. f ræftustól og til hliöar viö hann Erlendur Einarsson. lorstjori og Agust Þorvaldsson. fundarstjóri. 1— 1 h f M 1 P8 mfwf Æ I Jón Pálsson ORÐ BLEKKING- ANNA eins og regn sem fellur f myrkrinu og enginn sér ert þú ástin mín eins og bárur á spegilsléttu vatni er bregða á leik við þara og steina f fjörunni ert þu ástin mín sem enginn sér eins og andvari sem hvislast á við stráin og blómin [ logninu ert þú ástin min sem sérð mig ekki eins og sólargeisli sem sleikir börnin er leika sér I fjörunni ert þú ástin mín og ég sé þig ekki eins og ilmur af fallegu blómi og ég finn ekki ert þú ástin mín sem kvelur mig eins og augnatillit lifs og fegurðar sem stara ímyrkrinu ert þú ástin min eins og regn sem fellur og enginn sér nema nóttin STEF VIÐ ÁST orð blekkinganna renna af vörum stjórnmálamannsins eins og á i leysingum og stöðvast ekki þó að frost sannleikans blasi við þér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.