Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1976, Blaðsíða 14
Eru konur óhæfar í stjómir? Framhald af bls. 13. félaga, einkum á sviði mennta- mála, félagsmála og heilbrigðis- mála. Augljóst er að þar þræða konur, að mestu án undantekninga, hina hefðbundnu götu. Er það vegna kjarkleysis, viljaleysis eða getu- leysis, samkvæmt slagorði kvenna: Þori ég, vil ég, get ég?. Eða eru karlmenn svo yfir- þyrmandi ráðrlkir, að þeir séu ófáanlegir til að láta konum eftir Itök I stjórnartaumunum? Eftirfarandi staðhæfingar, sem nýlega birtust I blaðagreinum (Tíminn 24. okt. og 29. okt. sl.) lýsa mismun á viðhorfi konu og karls I þessu'máli. Hún segir: „Þetta er ykkur sjálfum að kenna, er sagt. Ég vil mótmæla þessari skoðun. Konur eru valdalausar, þær hafa ekki yfirráð yfir neinum sjóðum, sem eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Ég vil minna á samþykkt S.Þ. þess efnis að rlkisstjórnir beiti sér fyrir jafnréttismálum. Ég tel að stjórnvöld eigi næsta leik, að sjá um framkvæmd jafn- réttislaganna." Hann segir: „Stjórnmálin eru möguleiki fólksins til að geta haft áhrif á gang landsmála. Með framtaki einstaklingsins, þ.e. beinum afskiptum eða með at- kvæðisrétti við kjörborðið. Sér- hverjum er það I sjálfsvald sett hve mikil afskipti hann hefur, en allir hafa jafna möguleika á af- skiptum." Hvernig má brúa bilið? Báðar þessar fullyrðingar hafa sannleiksgildi. Spurningin er: Hvernig á að brúa bilið sem á milli ber. Forystumenn I stjórn- málum hafa margoft lýst yfir að þeir óski einskis frekar en að fá konur I samstarf á sem flestum vettvangi. En hvernig má gera ráð fyrir að konur hefji þessa þátttöku? Varla dugir þeim að berja að dyrum hjá karlasam- kundum og spyrja: Megum við vera með I ráðum? Hitt er ljóst, að konur verða aldrei sóttar heim á heimilin eða vinnustaði til að taka þátt I þjóðfélagslegri forystu. Þar verða þær sjálfar að hafa frum- kvæðið. Til þess verða þær að byrja á byrjuninni með þvf, að gera sér ljósa raunverulega stöðu kvenna á hinum ýmsu sviðum jafnréttis; síðan að hefjast handa um að út- rýma þeim vanmætti, sem leiðir af menntunar- og hæfnisskorta þeirra til jafns við karla á fjöl- mörgum starfssviðum. Með öðr- um hætti verður jafnrétti kvenna til atvinnu, launa og forystu ekki tryggt. Hver á næsta leik? Um það má deila hvor aðilinn, stjórnvöld eða konur sjálfar, eigi næsta leik I jafnréttistaflinu, sem ég persónulega vil ekki líta á sem tafl, heldur sameiginlegt verkefni og markmið valdhafa og almennings til þeirra sjálfsögðu mannréttinda, að konur geti staðið jafn réttar I lífsbaráttunni og karlar. En setning laga er ekki einhllt. Launamismunur karla og kvenna á hinum almenna vinnu- markaði nú, leiðir I Ijós takmark- að gildi lagalegra réttinda, á meðan félagslegar aðstæður og efnahagsleg öfl eru andstæð þeim umbótum, sem lögum er ætlað að tryggja, svo enn sé vitnað, I fyrri heimildir. Sameiginleg stefna og vilji til umbóta hljóta að ráða mestu. En nærtækast er að ætla, að stjórnvöld hraði framkvæmdum á þeim lið fyrrgreindar ályktunar Alþingis frá árinu 1971, sem gerir ráð fyrir könnun á því — Hvaða breytingar á rð þjóðfélagsins gætu stuðlað að auknu jafnrétti. Þær kvarta mest. . . Framhald af bls. 3 hafi klökkar kvartanir fram að færa. Hið furðulega er, að þær konur, sem kvarta hvað ákafast, eru hinar daufustu og aðgerðarlausustu í rúminu. Sjónarmið þeirra er þetta: „Það er mannsins mfns að sjá um að ég fái fullnægingu." Og svo ekki meira um það. Siðan verð ég að reyna að út- skýra fyrir þeim, hvað þær allar geti gert til þess að heimta sinn „rétt". Það er vitað mál, að kúrfa hinnar kynferðislegu ertingar mannsins stígur hraðar og brattar en hjá kon- unni. Og það er heldur ekki illum hvötum eða frekju og eigingirni mannsins um að kenna. Náttúran hefur hagað því þannig. En leyfið mér nú að drepa á nokkur atriði í sögu mannkynsins. Þegar maðurinn fjarlægðist frændur sína i dýraríkinu og tók að ganga uppréttur, hafði það einnig áhrif á kynfæri kvendýrsins eða kvenmannsins, skulum við nú segja. Þau færðust meir og meir fram á við. Það hafði hins vegar þrenns konar afleiðingar. í fyrsta lagi gafst kostur á til- breytingarikara samræði. í öðru lagi varð erting hinna kvenlegu kynfæra meiri i vissum stellingum. Og í þriðja lagi ól konan börn upp frá þessu með þjáningum, þvi að lifbeinið færðist til og við fæðingu varð að þrýsta barninu fram um þetta lifbein. En það voru fleiri veigamiklar breytingar, sem áttu sér stað i þessum efnum. Kvendýrin sóttust aðeins eftir eðlun, er þau voru lóða. en nú höguðu konur mannkynsins sér eftir breyttu viðhorfi: Þær tóku eftir þvi, að þær konur voru eftir- sóttastar sem voru tilbúnar i ásta- mök. Þess vegna lærðist þeim að vera alltaf tilbúnar. Og þær gáfu mönnunum það i skyn. Það gera þær annars nú á dögum okkur til ánægju meira en nokkru sinni fyrr. Þær sýna barm sinn og brjóst og læri, mála sig og bera á sig ilmvötn. Allt til að vekja athygli karlmannanna á sér. Hinn stöðugi fúsleiki til eðlunar hjá hinum mannlegu frumkonum hafði þær afleiðingar, að þær voru stöðugt barnshafandi og þörfn- uðust verndar og framfærslu mannsins. Og það þeim mun fremur sem mannabörnin voru lengur háð umhyggju foreldranna en dýrabörn. Milli móður og föður barnanna varð þvi að koma á varan- legu sambandi — annars hefði mannkynið dáið út fyrr eða síðar. Allar þessar breytingar leiddu til þess, sem við köllum ást. Kona og maður mynduðu örlagasamfélag sem bjóst til varnar gegn fjandsam- legu umhverfi og verndaði börnin. Ef maðurinn sinnti hlutverki sínu á réttan hátt, hlaut hann ástrik faðm- lög konunnar að launum. Ef konan hjálpaði honum til að njóta ununar, gerði hann sé far um að láta hana njóta hennar lika. Viðleitni manna til að vera ástrik- ir hefur á þúsundum ára stórlega lengt þann tima, sem ástaleikur tekur. í stað þess að hann tók upprunalega 15 til 30 sekúndur, liða nú hjá flestum mönnum tvær til þrjár mínútur, áður en að sáðfalli kemur. Menn með reynslu geta lengt þann tima verulega. Þeim mun lengri tima, sem ásta- leikurinn tekur, þeim mun meiri likur eru á þvi, að konan fái einnig fullnægingu. Frá þessum sjónarhóli séð, urðum við fyrst virkilega að mönnum á þvi augnabliki, þegar hin fyrsta kona naut ástabragðanna til fulls við manninn. Eiga þá konur sem sagt af náttúrunnar hálfu tilkall til kyn- ferðislegrar nautnar? Visindin neita þvi. Prófessor Alfred C. Kinsey kemst að eftir- farandi niðurstöðu: Gagnstætt þvi sem er um mennina, gerir það konunum ekkert til og skaðar þær ekkert heldur, þótt þær verði án kynferðislegrar nautnar: „Milli kynferðislegra athafna kvenna geta vikur, mánuðir og oft ár liðið, án þess að neitt gerist hjá þeim i þá átt. Þetta á við um sjálfsfróun konunnar, nætur- drauma, sem leiða til ununar, ásta- brögð i hjónabandi og fyrir hjóna- band og kynvillt fyrirbæri." Þetta er rót margs konar félags- legs ósamræmis í kynferðismálum, segir Kinsey. Og vissulega er það satt! Svo sannarlega er nóg um ósamræmi og ósamkomulag í kynferðislegum efnum. Við getum gengið út frá þvi, að hinn venjulegi maður leitist við að vera konu sinni ástrikur og ástúð- legur. Þessi vilji og ósk á djúpar rætur í honum. Margir menn fremja meira að segja sjálfsmorð, af því að þeir geta ekki fullnægt ástar- þrá konunnar. Jafnsterk er frumhvötin að vernda konu og börn, og hún er hjá flestum mönnum skýr og greinileg. Án þess að mögla láta þeir hafa sig að féþúf u og eyðileggja oft heilsu sina, svo að fjölskyldu þeirra vanti ekki neitt. Ef nauðsyn krefur, láta þeir brytja sig niður i styrjöldum til varnar vandamönnum sínum. En rækja konur nægilega vel þær skyldur, sem náttúran hefur lagt þeim á herðar? Ég tel, að það sé aðeins hægt að segja að hluta. Margar haga sér mjög svo ókven- lega. „Kvenfrelsiskonurnar" lýsa mennina andstæðinga sína og það meira að segja erfðafjendur, sem verði að sigrast á. Konur hafna þvi oft að eignast börn, jafnvel þótt maðurinn vilji gjarnan, að þau komi i heiminn. Og margar þeirra, sem eignast börn, taka það ekki 5 mál að hafa þau á brjósti — af áhyggjum út af vaxtarlaginu eða vegna hugsan- legra óþæginda. Konur keppa við karlmenn um störf, sem hentað hafa karl- mönnum betur hingað til: þær gerast vörubílstjórar, logsuðu- menn, járnbrautarstjórar, flugmenn o.s.frv. Það getur bætt afkomu þeirra og eiginmannanna, ef þær eru giftar — en það sem þær missa sem konur, i kvenlegu eðli, vegur oft miklu meir. Flestir menn hafa á sínu starfs- sviði kynnzt hinum ósveigjanlegu, sjúklegu metnaðargjörnu mann- gérðum, sem ganga yfir lík á frama- braut sinni. Þess vegna spyr ég: Hvers vegna ætti maður, sem hefur svo óblíða olnbogamanngerð i rúminu hjá sér, að vera sérlega ástríkur? Af hverju ætti hann með miklum blíðuhótum og atlotum að koma henni til að ná hámarki sem — frá visindalegu sjónarmiði — er eiginlega alls ekki nauðsynlegt? Af því að hann er giftur? En þá skyldum við rannsaka það i alvöru: Hvað þýðir eiginlega hjónaband?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.