Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 9
MENNINA UM LISTA- í hópi þessara fjögurra lista- manna, sem voru tilkvaddir að myndskreyta þjóðsögu, er Örlyg- ur Sigurðsson aidursforsetinn. Hann er svo vfðkunnur listamað- ur, að kynning á honum er öld- ungis óþörf. Um alllangt skeið hefur meginverkefni örlygs I list- inni verið að gera ýma merka landstólpa ódauðlega með portrettum. Auk þess mundar hann pennann annað veifið af mikilli fþrótt, — ýmist fyrir út- gáfuna Geðbót eða Lesbókina. Um Alfreð Flóka má segja það sama, að hann er þjóðkunnur myndlistarmaður og skipar sem slfkur alveg sérstakan sess eins og margsinnis hefur komið f Ijós á sýningum hans. Hann er einn af örfáum hérlendum myndlistar- mönnum, sem leggja alla áherzlu á teikninguna — næstum alltaf f svörtu og hvftu. Arangur Flóka á þvf sviði er framúrskarandi eins og meðal annars hefur margsinn- is mátt sjá f Lesbókinni. Þorbjörg Höskuldsdóttir er meðal hinna atkvæðamestu f hópi yngri myndlistarkvenna okkar. Hún er Reykvfkingur, fædd 1939 og stundaði nám við Myndlistar- skólann við Freyjugötu og sfðar við Akademfið f Kaupmannahöfn. Hún vinnur jöfnum höndum að teikningum og málverki, hefur haldið eina einkasýningu og tekið þátt f mörgum samsýningum. Þorbjörg hefur myndskreytt bæk- ur, t.d. Sturlungu og Laxdælu. Helgi Gfslason er nýliðinn f hópnum og þar af leiðandi alveg ókunnur sem myndlistarmaður. Hann er fæddur f Reykjavfk 1947, nam við Myndlasta- og handfða- skólann á árunum 1966—1970. Sfðan stundaði hann framhalds- nám við Valand Konstskola f Gautaborg árin 1971—76. Hann vinnur sem stendur einkum að skúlptúr og graffk en myndin við þjóðsöguna er trérista. Helgi fluttist heim á sfðasta sumri og kennir nú teikningu við Hóla- brekkuskóla. frekari I ástartilraunum sínum". Tréskurðarmynd eftir Helga Gislason. kvenmaður. Svo um nóttina þegar fólkið var komið á stað settist konan við rúm sitt og fór að lesa í bók, en kertaljós brann þará borði hjá henni. En þegar hún hafði setið þannig um stund komu þrjú börn inn á baðstofugólfið og fóru að leika sér; léku þau sér á marga vegu og færðu loks- ins leikinn upp á pallinn þar sem stúlkan sat og svo fóru þau að klifra upp um hana og leika sér við hana.Hafði hún látið sem hún sæi þau ekki, en nú var hún blíð við þau og klappaði á hendurnar á þeim. Fóru þau þá að fitla í Ijósið; tók hún þá kertið og skipti því í fjóra parta og kveikti á hverj- Gjörðist hann þð um stúf, fékk svo sínu barni hvern kertispart, en hafði einn stúfinn sjálf. Urðu börnin þá mikið kát og hlupu burtu hvert með sitt Ijós. En að stundu liðinni kom inn karl- maður og settist hjá stúlkunni og var mikið blíður í bragði, en hún lét sem hún sæi hann ekki. Gjörðist hann þá frekari ástartilraunum sínum. varð hún þá alvarleg og sagði hon- um væri ekki til neins að fara þess á leit, „því ég sinni al- deilis ekki ástaratlotum þín- um," mælti hún. Sneyptist hann þá og fór því næst í burtu. En að stundu liðinni kom inn kona bláklædd og hélt á stokk undir hendinni; gekk hún að stúlkunni og mælti: „Litlu get ég nú launað þér fyrir það sem þú varst góð við börnin min og ekki góð við manninn minn; samt svo ég sýni lit á því skaltu eiga fötin sem eru í stokknum þeim arna, en varastu nokkur viti hvernin á þeim stendur fyrr en næstu jól eru liðin." Fékk hún stúlkunni þá stokkinn og fór þar eftir burtu. Leið svo til Sjá næstu 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.