Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 5
yrSakona. Á níunda ári saumaði hún ábreiSu, sem þessi vísa eftir föður hennar var saumuS í: „Níu vetra nú í vor, næmust á íþróttir, Hefur saumað hvert eitt spor, Hólmfríður Pálsdóttir". Þessari efnilegu dóttur kom hanr suður í Skálholt til enn meiri for- frömunar og var hún þar mikil yfir- lætisstúlka. Skólameistarinn i Skálholti var ungur maður og ókvæntur, Bjarni Halldórsson að nafni, nýútskrifaður guðfræðingur úr Hafnarháskóla og hafði gegnt þessu embætti i 3—4 ár þegar hér var komið sögu. Barfundum þeirra iðulega saman á staðnum og þvi oftar sem frá leið, og fór nú sem verða vildi. Nú bar svo til, að Vída- lin lögmaður veiktist á Alþingi vor- uð 1 727 og sá fljótt að hverju dró. Lét hann senda eftir dóttur sinni i Skálholt þvi hann vildi ná tali af henni áður en hann létist. En fátt varð um kveðjuorð, þvi þegar hann sá hana sagði hann aðeins: „Hvern- ig ertu?, guð hjálpi mér", snéri sér svo til veggjar og andaðist litlu síðar. Þaðsem hrelldi gamla mann- inn á bana-beðum var vaxtarlag stúlkunnar, sem bar ótvirætt vitni um hrösun. Þetta sama sumar gift- ust þau Hólmfriður og Bjarni Hall- dórsson, en þar sem barnið fæddist um líkt leyti missti hann prestlega verðung og embætti skólameistara. Ekki löngu síðarfékk hann sýslu- mannaembætti i Húnavatnssýslu og fluttist norður að Víðidalstungu og nokkrum árum siðar að þingeyr- um, þar sem hann bjó til dauða- dags. Hólmfriður andaðist af barns- förum árið 1 736, hafði þá eignast 5 börn, sem lifðu auk einhverra sem dóu strax. Ekki löngu fyrir dauða sinn lenti hún i ákaflega leiðinlegu máli, er hún lét vinnumenn sina tvo flengja stúlku á bænum, sem hún hafði grunaða um ástasamband við mann sinn. Stúlka þessi, sem hét Katrin Tómasdóttir, baslaði við það i þrjú ár að fá rannsókn og dóm i máli sinu. Einhver málamynd varð á þvi að lokum en sýslumannsfrúin kom aldrei fyrir þann rétt, hún var þá þegar gengin til hins efsta dóms. Allt var mál þetta með mestu endemum og komst á tungur mánna um landið þvert og endi- langt. Ástriður var 7 ára þegar móð- ir hennar dó og eftir það ólst hún upp hjá föður sínum og ráðskonum, sem sagt var að hann ætti nokkuð vingott við sumar hverjar. Það fer engum sögum af þvi, hversu henni varð um móðurmissinn en trúlega hefur hún aldrei átt mikilli alúð að máeta hjá föður sinum eða konum þessum. Bjarni sýslumaður var orð- lagður málagarpur og gustmikill héraðshöfðingi svo að fleiri voru þeir, sem óttuðust hann en elsk- uðu. Auðugur var hann og ríkilátur í klæðaburði og lifnaðarháttum og gert var orð á matvendni hans. Hann og gestir hans hafa vafalaust setið að öðrum krásum en heima- fólk ella hefði mataræði hans ekki orðið að ásteitingarst efri árum varð hann svo feitur og þungfær að hann gat hvorki gengið né nokkur hestur borið hann. Þegar Ástríður var nálægt tvitugu hófst hér einn mannskæðasti harðindakafli sem yfir landið hefur gengið. Ótíð, eld- gos, hafís og jarðskjálftar; allt lagð- ist á eitt að skekja lífsandann úr þessari litlu þjóð. Skepnurféllu og fjöldi manns varð hungurmorða. Þótt auður væri i búi sýslumanns- ins hafa þessar hörmungar ekki farið þarfram hjá garði því eitt barna hans, piltur um tvitugt, lést úr skyrbjúg. Ástríður hefur kannske ekki beiniinis soltið en áreiðanlega dregið af þessari reynslu drjúga lærdóma um það, hversu miklu getur varðað, að eiga til hnifs og skeiðar. Hún var nú gjafvaksta mær, falleg með agn i augum, skapmikil svo að frá bar um ungar stúikur, vinafá strax i föður- garði og fór sínar eigin leiðir. Átakamiklum geðsmunum fylgir oft viss þokki, en er vandmeðfarinn og getur auðveldlega breyst i and- stæðu. I ársbyrjun 1 757 réðst að Þing- eyrum ungur Hólaskólapiltur, Er- lendur Sigurðsson frá Brekkum i Skagafirði, til skrifta og þess konar starfa hjá sýslumanni. Honum er svo lýst, að hann var glimumaður og allra manna léttfærastur en staðfestulaus og óeirinn og kann sá hluti lýsingarinnar að eiga betur við hann síðar á æfinni, því varla hefur verið á það reynt þegar hann kom af skólabekk, hver auðna hans yrði. Líklega hefur hann verið einn þeirra manna, sem karlmenn eru fljótir að dæma léttvæga en konur vilja gleðjast með og þjást fyrir ef þvi er að skifta. Nú hækkaði allt skyndi- lega og fríkkaði í Þingeyrarbæ, sól- stafir þrengdu sér hvarvetna inn og annarlegir hljómar fylltu loftið af munúð. Ástríður og Erlendur skópu hvort öðru þetta geislaflóð og tóna- regn og bárust á öldum þess tvö ein og leynilega nokkra mánuði. En svo reið holskeflan yfir, Ástriður fór að þykkna undir belti og föður hennar varð Ijóst hvernig komið var. Er nú svo að sjá, sem Bjarni sýslumaður hafi verið búinn að gleyma þeim svásu stundum á Skálholtsstað, þegar hann sjálfur las forboðna ávexti af gullnum greipum. Hann leysti nú öll bönd af geðofsa sinum og flæddi stjórnlaus yfir mannleg siðferðismörk, sló dóttur sina ófríska til jarðar, sparkaði í hana og tróð hana undir fótum, en Erlendur átti fótum fjör að launa og komst burt af bænum. Hann kom þó fljót- lega aftur, náði fundum Ástriðar leynilega og strauk með hana norð- ur að Hólum til Gisla biskups Magnússonar, sem reyndist þeim vinur i raun og lagði sig fram um að hjálpa þeim. Skrifaði hann sýslu- manni og lagði góð orð til, að hann gæfi samþykki sitt til að þau mættu eigast. En allt kom það fyrir ekki og lét Bjarni sækja dóttur sina norður og flytja hana nauðuga heim. Henni mun nú hafa skilist til fulln- ustu, að hún átti sér engrar undan- komu auðið frá yfirráðum þessa volduga manns. Þann 20. október ól hún barn sitt, dreng sem skirður var Magnús en hálfum mánuði sið- ar var hann liðið lik. Öllu rúin eigraði hún um Þingeyrabæ, sem nú var kaldur og dimmur án sól- stafa og tóna, og skammdegið fór að ytra og innra. Sú heitstrenging hennar var i minnum höfð, að aldrei skildi hún unna nokkrum manni af heilum hug framar og við það stóð hún, enda þótt hún treysti sér ekki til að standa móti vilja föður sins, þegar hann tveimur ár- um síðar valdi henni gjaforð, sem honum þótti við hæfi. Nauðug gekk hún til þess leiks, kalin á hjarta og brynjuð hatri til þessa volduga sam- félags karlmanna og æðri máttar- valda, sem tróð konur undir fótum og lét lítil börn deyja. Þessi lukku- riddari, sem henni var valinn, kom þeysandi vestan af Ströndum einn vordag árið 1 760, og vatt sér beint uppá brúðarbekkinn þvi óþarft var að kynnast væntanlegri eiginkonu, nóg að vita, að hún var erfingi að stórum hluta Þingeyraauðsins og að heimanmundurinn yrði áreiðan- lega umtalsverð búbót. Þetta var Halldór Jakobsson sýslumaður á Felli, þá 26 ára, útskrifaður úr Kaupmannahafnarskóla fyrir 4 ár- um og hafði gegnt sýslumanns- embættinu i 3 ár. í fljótu bragði mætti ætla að þarna hafi faðirinn fundið dóttur sinni álitlegt manns- efni, en sannleikurinn er sá, að þessir valdsmenn tveir einblindu aðeins á auðinn, hvor í annars garði. Jón Espólin segir um þetta hjónaband: „og varð hún honum ill", en þess ber að gæta að Halldór var föðurbróðir Jóns. Að brúðkaupi loknu er ekki beðið boðanna, vorverkin biða og hest- arnir eru heimfúsir i kjarrgresið á Steinadal. Á öðrum degi er riðið i hlaðið á Felli og Ástriður gengur i bæinn staðráðin i að verða vond eiginkona og engum til yndis hér. En í einhverju varð stórlyndi henn- ar að fá útrás, öðru en að ónotast við heimafólk sitt, hún varð að finna vitund sinni nýtt athvarf, þar sem þrátt fyrir allt væri eitthvað til að lifa fyrir og einhver sigurvon. Hinni stórgeðja konu fór eins og fallvatni, sem erstíflað, það hættir ekki að renna en safnar afli og brýtur sér nýjan farveg. Hún ákvað að setja sér auðsöfnun að takmarki, safna jörðum, peningum, gripum og dýrum klæðum. Hún óeitti bæði ágirnd, sem einatt þótti úr hófi, og sparsemi svo mikilli, að stundum varð að fleygja mat sem hafði verið geymdur of lengi. Ekki sóaði hún ígangsklæðum því venjuiega sat hún við lyppulár sinn með skinn- svuntu og rauðan sokkbol á höfði. Halldór sýslumaður var róstu- samur og drykkfelldur og átti í Sjá nœstu síðu I © Þegar uppvíst varð, að Ástríður var þunguð, reiddist faðir hennar, sýslumaður- inn, svo ofsalega, að hann sló hana til jarðar og tróð á henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.