Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 13
HEIMSPEKI Mynd eftir Braga Ásgeirs son. TARTARASTULKAN. VIÐ LESTUR LAO TZU Já, vinur, einn líður dagur af öðrum unz ellin þig einnig sótt hefur heim. En ef heimspeki þin er haldgóð, er engu að kvíða, þvi að hvorki lif eða dauði fær þá vitund raskað ró þinni. Yao Hó TAOMUNKUR. Styrjöld, dauði og eyðilegging er i öllum áttum, og hvergi frið að finna. I klaustri Chiu Hua stendur Taomunkur umkringdur sínum eigin draumaheimi. Hneigðu höfði biður hann bæn sina frammi fyrir brosandi Guði. Tu Hsun Hao GAMLI MUNKURINN í FJALLMUSTERINU. Á hálmskóm reikar hann um í riki friðarins laus við allt ryk veraldarinnar. Sumar og vetur unir hann með öpum og fuglum skógarins. KÍWERSK yéB Séra Gunnar Arnason þýtíöi nr ensku. í dögun leit eg regnboga á himninum, og við fætur minar flutu angandi lotusblóm á tjörninni. Dáfögur Tartaramær, ekki yfir fimmtán ára brosti töfrandi utan við kráardyrnar. Hún bar af sjalfum blómunum að fegurð — og vissi það. Menn voru alltaf að lita um öxl til að horfa á hana, og hörmuðu, að skuggi hennar en ekki þeir, skyldi fá að hvila við hlið hennar. En þegar ég galt fyrir vínið, sem eg hafði drukkið, var mér Ijóst, að fegurð meyjarinnar hafði verið bætt á reikninginn. Liu K'un. „Þeir, sem tala um veginn þekkja hann vissulega ekki. Svo er mér hermt að Lao Tzu hafi að orði kveðið. En hafi Lao Tzu verið einn þeirra, sem þekktu veginn, — hvers vegna reit hann þá meir en fimm þúsund orða bók? Po Chú I HINN MIKLI HÉGÓMI: í æsku gekk eg i æðri skóla og uppblásinn af ímyndaðri þekkingu leit eg niður á aðra. Æ! Sóað hefi eg þrjátiu árum til einskis og í dag reika eg á strönd lífsins með tómar hendur. Wei Ying Wa Tennurnar er hann búinn að missa, og augu hans hafa daprast af of miklu grúski í helgum ritum. þögn vafinn og genginn i sjálfan sig húkir hann meðal hinna prestanna. Tu Hsún Hao ASKA VINÁTTUNNAR. Ein sit eg á aptni þessum og stari á blómin, og í draumi eg endurheimti árin þau, er eg og þú vorum vinir. Það var skemmtan þín að slá hörpuna og eg rímaði orðin i listug Ijóð. En þetta er nú löngu liðið. Vináttu okkar hefur brugðið eins og tunglskininu og hún er með öllu úti. Chi Lan Yun (Skáldkona) DÆGURDRAUMAR Ár og mánuðir líða hjá á lygnum straumi. Seglið þarna úti á fljótinu, erjafn einmana og hjarta mitt. Fyrst einn einasti vordagur verður ekkikeyptur fyrir allan auð veraldarinnar til hvers er þá að leita hins rauða gulls? Hsi Pei Lan. GAMLI PRESTURINN Þá hann var ungur er hann eiðinn vann. Nú er hár hans snjóhvítt. í þögn og kyrrð hlúði hann ár frá ári að sæði nægjusemi og friðar. Hempan hans er alltaf að trosna og hann staglar hana með nýjum þræði. Hann ýmist eigrar um eða siturfyrir. Og þannig fjarar líf hans út. Tu Hsún Hao. SKILNAÐUR Ástvinur minn yfirgaf mig og fór niður til Yang Chou. Við kvöddumst síðast hér á hæðarbrúninni. Héldumst í hendur og armur hans var um mig vafinn Við horfðum út yfir heiminn. Og alla stund hrundu tárin óhindruð niður vota vanga vora. Óþekkt skáldkona. AD HEILSAST OG KVEÐJAST Ung og blómleg skildist hún við þann, sem hún unni. — Þegar þau hittust aftur var hár hennar orðið hvítt. — Bliknuð. Horfin var fegurð hennar. — En skilnaðartárin virtust ennþá blika í augum hennar. Kao Shih. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg, þá líf og sál er lúð og þjáð lykill eer hún að drottins náð. (Hailgrímur Pétursson). Það var dr. Helgi Péturss er fyrstur manna kvað upp úr með, að hingað til jarðar væri stöðugt aðstreymi krafta, bæði frá hinum góðu og illu máttarvöldum. Þegar allt gengi hér sem öfugast, þegar styrjaldir geisuðu, með öllum þeim ógnum er þeim fylgja, milljóna manndrápum, hungri og drepsóttum, þá væri aðstreymi frá hinum illu máttarvöldum yfirgnæf- andi. En þegar meira mætti sín aðstreymi frá hinum illu máttarvöldum þá væri frið- ur og allsnægtir og aukin menning. Þess vegna riði mannkyninu lifið á, að vera hinum góðu máttarvöldum samtaka og greiða á allan hátt fyrir sambandi við þau. En það er undir hugarfari mannkynsins komið á hvora sveifina snýzt. Með hugsunum sinum skapar mannkynið sér þvi góð eða ill förlög. Annar íslenzkur vitmað- ur, Páll V. Kolka læknir, lét svo um mælt i blaðagrein 1963: „Mannleg hugsun er máttur, blessunarrikur eða voðalegur, eftir þvi hvernig á er haldið". Réttmæti þessara kenn- inga hefir hrjáð mannkyn sannarlega fengið að reyna á þessari öld, þegar hver tilraunin af annarri hefir verið gerð til þess að skapa her heimsveldi með tilskyrk hinna illu máttarvalda. í bókinni „Man the Unknowvn" kemst dr. Alexis Carrol svo að orði, að frá alda öðli hafi menn í öllum löndum trúað á kraftaverk, og kraftaverka- lækningar gerist enn á ýmsum helgum stöðum. En meðframförum visindanna á 19. öld, var reynt að kveða þetta niður og því haldið fram, að kraftaverk gæti alls ekki gerzt. Eðlis- fræðingar og læknar séu enn á þeirri skoðun. En reynsla seinustu 50 ára sýni, að þessi staðhæfing geti alls ekki staðist. Hann segir að einlægar bænir geti gert kraftaverk. og fyrir bænir hafi ótölulegur fjöldi manna fengið bót ótal ólæknandi meina. Þetta sé stórmerkilegt, því að það sýni kraft andans yfir efn- inu.- Kraftaverk eru alltaf að gerast, en einna frægast á þessari öld mun vera „Kraftaverkið hjá Dun- kirk". Það skeði snemma í seinni heimsstyrjöldinni. Þýzki herinn fór sem sem flóðbylgja suður á bóginn og braut niður hina al- kunnu Maginot-línu Frakka, varnarvirkin sem áttu að vera óvinnandi. Brezki herinn, sem þá var kominn yfir sundið, ein- angraðist á söndunum hjá Dunkirk, og var ekki annað sýnna en að þjóðverjum myndi verða leikur einn að tortima honum þar. Þarna var hafnlaus sandströnd og óveður geisaði á sundinu . . Þá var það, að Winston Churchill missti móðinn, hann örvænti um herinn. Hinn harðsvíraði stríðs- maður sá ekki nein ráð til þess að bjarga honum. Hér dugði enginn hernaðar- máttur né stríðskjarkur. Þá var aðeins ein von eftir, að snúa sér til guðs og biðja hann að hjálpa. Og Chur- chill gaf þegar út fyrirskip- an um, að á hverju kveldi skyldi útvarpað klukku- slætti „Big Ben" á undan fréttum, en á eftir klukku- slættinum skyldi fara einn ar mínútu „Þögul bænar- stund" og þá skyldi þjóðin öll sameinast í bæn um að herinn bjargaðist. Og kraftaverkið skeði. Storminn lægði svo fært var yfir Norðursjó og hægt að lenda við hina hafnlausu sanda, þar sem herinn var. Hver fleyta var þá dregin á flot, siglt yfir sundið hern- * I Jtms ) 11 j ■ 4» ÍfeJ 'm Tvö glermálverk úr Kölnardómkirkjunni. Að ofan: Jósef og Maria með barnið, mynd frá 1460—70. Að neðan: Kristur og Maria Magdalena, frá 1470. mriwT'iT \ W f um bjargað þessari þöglu bænarstund var svo haldið áfram. Það er ósköp auðvelt að útskýra þetta sem „hend- ingu". En kraftaverkið fékk staðfestingu að striðinu loknu, þegar farið var að athuga skjöl þýzku her- stjórnarinnar. Þar var þvl haldið fram, að hin þögla bænarstund hefði verið „öflugasta leynivopn Framhald á bls. 24.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.