Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 4
Us. Þegar Ástríöur kom aö Felli haföi sö sem hún unni veriö rekinn frö henni og barniö hennar var döiö. Hún var kalin ö sölinni og ökvaö aö veröa vond eiginkona og húsmööir. Og þaö heit efndi hún. KONAN VIÐ LYPPULARINN Mögnuö íslenzk örlagasaga effir RAGNHEIÐI VIGGÖSDÖTTUR þegar ég var að alast upp í Kolla- firði í Strandasýslu á árunum eftir 1920, var hinn gamli og þá aflagði kirkjustaður Fell, sá bær í sveitinni, sem bar að líta upp til og sína meiri lotningu en öðrum stöðum. Lífs- reglur af þessu tagi voru ekki lagð- ar með boðum og bönnum, tæplega ymprað á þeim með orðum, fremur gefnar til kynna með svip og fasi. Þessi atferlisfræðsla gamla fólksins var ekki alltaf meðvituð, hvorki af þeim sem veitti eða viðtók, en komst til skila og gróf um sig. Þarna hafði bernskukirkja ömmu minnar og afa staðið og var orðin stór og undarlega björt í endur- minningunni. Vinirnir, sem lokið höfðu vegferð sinni og verið sveip- aðir mildarlíni, voru græddir inn í hörund þessarar jarðar. Þar hafði sorg og gleði átt sér einn farveg — kirkjuferð á jólum, jarðarför á sum- ardegi — sama svið, sömu tónar og söngur og allt löngu fallið að einum ósi, svo ekki greindi framar milli gleði og sorgar. Þessi staður var í senn elskaður og virtur og allt sem honum viðkom hlaut að vera gróm- laust og gott. Ég heyrði oft talað um fólk, sem hafði búið á Felli, mikilhæft fólk, sem ekki gleymdist þótt árin iiðu. Góðar og göfugar konur og fallegar heimasætur, sem allar litlar stúlkur vildu líkjast og þóttust vera í leikjum sínum. En innan um safn þessara minninga um góðkvendin, velktist ein óljós mynd eða hugboð um húsmóður, sem ekki hafði setið þennan stað með þeirri samofnu reisn hugans og auðmýkt hjartans sem vera bar. Hún var ágjörn og nisk, erfið í sambúð, naum við hjú sín og illa þokkuð af bæ og á, þetta var orð- sporið, sem eftir lifði. En af hverju var þessi kona, sem þó var mikils háttar að ætt og stöðu, svona vondrar gerðar? Það vissu menn ógjörla, hún var aðflutt úr öðru héraði, var í þessum ham þegar hún kom, beint af brúðarbekknum og henni jókst ekki jafnaðargeð með árunum, þótt hún sæti löng- um hljóð og ein við lyppulár sinn. Löngu síðar fór ég að reyna að þræða veg þessarar konu, hún hafði þá legið í gröf sinni hálfa aðra öld, svo að ekki var auðvelt að setja sig í spor hennar. Umhverfið var mér kunnugt og hugleikið en aldar- farið framandi og dulið. Það sem helst vísaði veginn til skilnings var sú sannfæring að tilfinningalíf manna muni hafa verið um flest svipað þá og nú, eðlishvatirnar þær sömufrá upphafi og viðbrögð manna við harkalegum áföllum af manna völdum ekki frábrugðin þótt aldir beri á milli. Þungar raunir af öðrum toga voru hins vegar gjarn- an færðar inn á viðskifti við æðri máttarvöld og flokkuðust undir ráð- stafanir, sem hlutu að vera mikill vísdómur og réttlæti, þó ekki lægi það í augum uppi fávísum þolend- um. Auðgirni er vel þekkt fyrirbæri enn i dag og níska hefur kannske að vissu leyti verið nauðsyn fyrr á timum, þegar svo margir voru ör- bjarga og leituðu fast á þá, sem eitthvað áttu til. Harðýðgi margs- konar, meðal annars foreldra við börn sin, á sér engar hliðstæður núna við það sem algengt var þá. Algjört skipbrot í ástamálum má hafa verið konum örðugri raun þá en nú, þar sem um val á brautum kvenna var ekki að ræða, gifting mátti heita eina leiðin. Ég hefi búið mér til mynd af þessari konu, litla óskýra mynd úr þeim fáu dráttum, sem ég hef getað aflaðtil hennar. Hún liggur hér fyrir framan mig á borðinu og með hjálp pennans ætla ég að reyna að skýra hana upp, kannske fegra hana örlit- ið eða að minnsta kosti lykja hana augum með samúð. Þau fáu orð, sem ég hef fundið um hana á prenti eru öll i þá veru að lýsa skapbrest- um hennar og ágirnd, á útlit hennar og gáfnafar er aldrei minnst. Það hefur því líklega hvorugt verið til vamms. Hún hét Ástriður Bjarnadóttir, fædd í Viðidalstungu árið 1 729 og hefur þá liklega verið önnur i röð þeirra systkina því það fyrsta fædd- ist örugglega sumarið 1 727 og er þessi saga til þess. Páll Vidalin lögmaður i Viðidalstungu átti eina dóttur barna, sem hann unni mjög og sparaði ekkert henni til frömun- ar. Þessi telpa hét Hólmfriður og var þegar í bernsku frábær hann- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.