Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 6
Konan við lyppu- lórinn ótrúlegustu brösum út um allar jarðir. Honum var oftar en einu sinni vikið frá vegna afglapa og varð að sigla til Kaupmannahafnar að endurheimta embætti sitt. Tvi- vegis varð honum það á í ölæði að bíta bændur í Kollafirði svo að sá á þeim, og sams konar frávik frá mannsæmandi hegðun hafði hon- um orðið á í Kaupmannahöfn á námsárunum. Af ýmsu,'sem hann hefur skrifað, sést, að hann hefur verið óvenju þröngsýnn maður. Auðsöfnun var honum vel að skapi, en jafnvel það hafa þau hjónin líklega átt aðskilið og reynt hvort um sig að fara á bak við hitt. Hinar tíðu fjarvistir sýslumanns og langferðir munu ekki hafa verið Ástríði á móti skapi. Þótt hún væri ekki að staðaldri hög að gestum, kom þó fyrir þegar maður hennar var sem lengst að heiman, að hún fékk heimsóknir sem voru henni skapfelldar og vitjuðu gamalla minja í geði hennar. Erlendur Sigurðsson hafði siglt til Kaupmannahafnar skömmu eftir aðskilnað þeirra og tekið lögfræði- próf. Þegar hann kom heim aftur giftist hann og fór að búa á Brekk- um í Skagafirði. Hann fékk aidrei neitt embætti, var fremur fátækur og átti auk þess hvorki aðfagna barnaláni né farsælu hjónabandi. Vera má að hann hafi verið einn þeirra manna, sem þykir fótur sinn jafnan fegurstur þegar hann ber þá að heiman. Eitthvað dró þennan skagfirska bónda í ferðalög vestur á Strandir, þegar yfirvaldið var í lang- ferðum sínum; kannske hafa það verið hans sólarlandaferðir þótt ýmsum þyki kallt við Húnaflóa. Eitt er víst, hann kom mun rfkari heim aftur því það er haft fyrir satt að húsfreyjan á Felli gæfi honum ómælt af auðæfum sínum. Eina dóttur eignuðust þau Ástríður og Halldór, sem hét Guðrún. Hún var sögð miklu mildari til orðs og æðis en foreldrar hennar og reyndi þrá- faldlega að lægja hinar hátypptu öldur, sem þau reistu hvort gegn öðru. En þessi góða dóttir með friðarfánann í hendi, varð þeim ekki lengi til yndisauka. Nálægt ferm- ingaraldri var henni komið til menningar norður að Espihóli til föðurbróður síns Jóns sýslumanns Jakobssonar og konu hans, Sigríð ar Stefánsdóttur, en þau voru for- eldrar Jóns Espólíns eins og kunn- ugt er. Þaðan giftist hún séra Einari Bjarnasyni Thoriacius, presti á Grenjaðarstað, 21 árs gömul, og andaðist rúmu ári siðar í janúar 1 784 og barn er hún hafði þá nýlega alið lést einnig um svipað leyti, svo og maður hennar, sem sagður var Ijúfmenni mikið. Þar með var klippt á niðjatal þeirra Fellshjóna. Þegar Bjarni Halldórs- son sýslumaður á Þingeyrum and- aðist upphófst mikil deila milli barna hans um arfinn, enda eftir talsverðu að slægjast. Einn bróðir- inn, Páll, hafði flutst til Þýzkalands og gjörst þar mikill lærdómsmaður, hans er ekki getið í sambandi við arfskiftin, en hin voru auk Ástríðar, Þorbjörg húsfrú í Víðidalstungu og Halldór Vídalín, klausturhaldari á Reynistað, faðir þeirra bræðra, sem urðu úti á Kili. Þeir Halldór og Jón vísilögmað- ur, eiginmaður Þorbjargar, vildu gjöra Ástríði arflausa vegna barn- eignar hennar í lausaleik. Það tókst ekki, en varð mikið málastapp og urðu óviðkomandi menn að skerast í leikinn. Eitt átakanlegasta dæmið um kappgirni þeirra systkina í fjár- málum var, að þau létu flytja inn stóreflis legstein til að setja á gröf gamla mannsins, en deildu svo hart um kostnaðinn aðsteinninn komst aldrei lengra en i Höfðakaupstað og var notaður þar fyrir gangstéttar- stein. Ekki kyrrðist í sambúðinni hjá þeim Fellshjónum þótt árin færðust yfir, og þegar Ástríður var nokkuð á sjötugsaldri svali svo um samlyndi þeirra, að nú skildi hún við hann fyrir fullt og allt og fór norður að Reynistað til Halldórs bróður síns. Er sagt hún tæki með sér alla peninga þeirra Halldórs og ýmsa dýrgripi auk þess sex alklæðnaði kvenna. Þótti Ragnheiði mágkonu hennar mikið til um þessa vönduðu búninga í eigu svo tötralegrar konu. Ekki átti Ástríður miklum vinsældum að fagna á Reynistað. Sá eini sem hændist að henni var bróðursonur hennar, Benedikt Vidalin, stúdent. Tók hún miklu ástfóstri við hann og gaf honum af gripum sínum og peningum. Nú andaðist Halldór bróðir Ástríðar en Benedikt sonur hans gifti sig og flutti að Viðimýri; vildi Ástriður fyr- ir hvern mun fara með honum þangað, en kona hans aftók að hafa hana. Hún var nú komin á efri ár, auðurinn fór þverrandi og ráðum fækkaði; eitt var þó eftir, en það var að leita á náðir yngri systur sinnar Þorbjargar i Viðidalstungu, sem þá var orðin ekkja og bjó þar í húsmennsku. Hún tók nú Ástríði á heimili sitt og veitti henni skjól og aðhlynningu siðasta áfangann. Framhald á bls. 21 © TVÖ LJOÐ eftir Jón frá Ljárskógum PARODIA í allan dag hefir sólskinið sindrað um bæinn og söngurinn ómað um bláheiðan, tæran geiminn, í allan dag hef ég raulað léttustu Ijóð min og langað mest til að faðma að mér allan heiminn. Og ég er vist alltaf að mæta forviða fólki, sem forvitnislega piskrar og gefur mér auga, ég hlæ bara að þvi og held svo áfram að syngja, ég held mér sé sama um þessa gömlu drauga! í dag er ég aftur ungur, fagnandi drengur, sem ofsakátur dásemdar lífsins nýtur — í æðum mínum ólgar sú bernskugleði, sem alla ryðbrunna siðvenjufjötra slitur. Undur og skelfing er annars gaman að lifa! Allt er hlæjandi af sólskini daginn langan, svo að jafnvel faðir vor Ingólfur Arnarson brosir, sem er þó að jafnaði heldur byrstur á vangann! — Og söngur minn hljómar út yfir stræti og stíga og streymir sem lofgjörð út í sólheiðan daginn og brosleitur spyr ég unga, agndofa stúlku: — Er yður Ijóst, að vorið er komið í bæinn? SKOHLJOÐ Ég reika einn um auða, veglausa strönd, og umhverfis mig er rökkur og grafarkyrrð, og það er einnig húmað um hugarins lönd, og hjartans titrandi þrá er í myrkrunum byrgð. Ég reika einn í rökkursins skuggaþröng og reyni stöðugt að flýja skóhljóð mín sjálfs, sú barátta mín er orðin erfið og löng og aldrei hefir mér tekizt það nema til hálfs. Ég reika einn um auða, veglausa strönd, og yfir mig hvelfist rökkrið, dapurt og hljótt . . Ó! gott á sá, er svífur um draumanna lönd og sefur vært og áhyggjulaust ■ nótt! því á langri nótt er svo margt sem ásækir mig og minnir á allt það, sem ég varð að sjá á bak. Til lengdar fær enginn víst umflúið sjálfan sig né sorgarinnar hljóðláta fótatak. Jón frá Ljárskógum lézt úr tæringu, aðeins 31 árs gamall, árið 1 945. Hann varð samt þjóð- kunnur maður, bæði fyrir frábæran söng í MA-kvartettinum og Ijóð sín, sem mörg voru gerð við sönglög og urðu þessvegna á hvers manns vörum. Jón var rómantískt og til- finningaríkt skáld og á skömmum ferli hans eru auðsæ þroskamerki. Almenna bókafélagið hef- ur nú gefið út Ijóð Jóns og Steinþór Gestsson á Hæli skrifar þar ágætan formála um skáldið. Um Ijóð Jóns segir Steinþór svo: „í þeim er að finna lofsöng skáldsins til fegurðarinnar og gleðinnar. Á erfiðum stundum kveður hann sig í sátt við lifið og dauðann." Meðfylgjandi Ijóð sýna þessar tvær hliðar á skáldskap Jóns frá Ljárskógum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.