Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 19
Myndir: Einar Hðkonarson STÚFUR Nafn mitt er Sveinn Helgi, og ég er Sveinsson. Þegar móðir mfn var ung stúlka, kynntist hún jafnaldra sfnum, gjörvileg- um manni. Hann var formaður á báti austur á fjörðum, en fórst f mannskaðaveðri. Hann var talinn vænlegastur ungra manna f plássinu þegar hann lézt, og var mörgum harm- dauði. Mér er sagt að móðir mfn hafi ekki tekið á heilum sér mánuðum saman eftir að hann dó. Sjálf hefur hún sagt mér þá sögu (og mér dettur ekki f hug að bera brigður á hana, af þvf að ég hef aidrei reynt hana að öðru en sann- sögli) að hann hafi komið til sfn nóttina sem hann fórst, sjó- blautur og kaldur, horft á sig stundarkorn en farið sfðan. Á þeirri stund vissi hún til hvaða tfðinda hafði borið. Móðir mfn var greind kona, en kaldlynd, en þó tók ég eftir því, að henni var ávallt Ijúft að minnast Helga unnusta sfns. Eg hlakka ekki til að deyja, sagði hún. En ég hlakka til að hitta Helga. Hún var trúuð kona. Sveinn faðir minn var uppal- inn á næsta firði. Hann þótti karlmannlegur, sumir sögðu að hann hefði verið glæsilegur. Hugir þeirra hneigðust saman. Og þegar þau giftust var sagt að jafnræði væri með þeim. Ég er þess fullviss, að gifting þeirra var girndarráð. Sveinn faðir minn var mesti dugnaðarmað- ur, en harðdrægur. Ég heyrði þau ekki oft skiptast á orðum, hann og móður mfna, samt eignuðust þau 13 börn saman. Ég var elztur. Hjónaband þeirra var gott, að þvf er ég bezt veit. Að vfsu var faðir minn gleðimaður og almannarómur kenndi honum barn með stúlku f þorpinu. Ég held að það hafi ekki komið við móður mfna, enda kenndi stúlkan öðrum manni barnið. Faðir minn var mjög músikalskur. Þegar barnið óx úr grasi, var það einnig músikalskt. Faðir minn sagði stundum við þann sem hafði gengizt við þvf: Það hlýt- ur að vera mikil músfkgáfa ein- hvers staðar langt aftur f ætt- um þínum. Svo kfmdi hann. Sumir gætu haldið að ég bæri nafn Sveins föður mfns, en svo er ekki. Ég heiti eftir Sveini afa mfnum og svo Helga, unn- usta móður minnar. (Ástæðan til þess að ég rifja þetta upp nú er sú, að þó að ég hafi ymt að þessu í ævisögu- broti hef ég loksins gert mér grein fyrir þvf, hver ég er. Eða ætti ég fremur að segja: hvaða hlutverki ég gegndi f Iffi móður minnar). 1 æsku fór ég oft á sjó með Sveini föður mfnum. Þá kynnt- ist ég mörgum einkennilegum og harðdrægum mönnum. Einn þeirra var mér sérstaklega góð- ur og kenndi mér sjó. Ánnar sagði mér margar skemmtileg- ar sögur. Hann var skrftinn, en þó ávallt ljúfmannlegur, ræð- inn og kátur. Hann hafði lent f stórviðri á heiðum úti og kalið á tánum. Þá tók hann sjálf- skeiðung, sem hann bar jafnan á sér og ég sá einhverju sinni f fórum hans, og skar af sér tærnar á vinstra fæti. Þegar hann kom haltrandi til byggða, vall blóð upp úr skónum. Þá var honum boðið innanf jarðar- bakkelsi. Mér hefur aldrei þótt vænt um föður minn. Milli okkar rfkti lftill skilningur, og ég hændist ekki að honum. Hann var hryssingslegur, skammaði mig oft, lét mig óspart kenna á mistökum sfnum, notaði mig eins og hvert annað vinnudýr og kvaddi mig ekki einu sinni, þegar ég fór f fyrsta skipti að heiman. Þá fór ég á vertíð. Þeg- ar ég hafði verið nokkrar ver- tfðir að heiman, hittumst við einhvern tfma á sfld f Siglu- firði. Þar kvaddi ég hann f sfð- asta sinn. Þá var ég orðinn full- orðinn maður og skipstjóri á sfldarbáti. Þú kannt sjó, sagði hann. Kannski kemurðu ein- hvern tfma að notum. Þetta voru hlýjustu orðin, sem hann mælti við mig, svo ég muni. Þegar ég var að alast upp fyrir austan fengu hásctarnir að beita eina lóðina og hirða aflann. Venjulega voru 100 önglar á lóðinni. Við vorum tveir á báti föður mfns, auk hans. Og við beittum 50 öngla á lóðinni. Aflinn sem við feng- um var kallaður stúfur. Ég ætl- aði að kaupa mér skó og der- húfu fyrir stúfspeningana. En ég hef aldrci séð þá. Faðir minn lét sig ekki muna um að hirða þá. Það hef ég aldrei get- að fyrirgefið honum. Eitt sinn vorum við samferða milli bæja. Hann var nokkuð lúinn orðinn og ég gekk svo rösklega að hann var örmagna, þegar við komum á áfangastað. Ilann var kapp- samur maður og lét aldrei und- an. Fyrr hefði hann dottið nið- ur dauður á leiðinni en gefast upp. Þegar hann haltraði f hlað á eftir mér, sagði hann. Helvft- ið þitt! Ég svaraði: Þetta var fyrir stúfinn. Og nú er ég loks kominn að ástæðunni til þess, að ég rifja þetta upp. Einhverju sinni þeg- ar við móðir mín töluðum sam- an á efri árum hennar sagði hún við mig: Þú áttir aldrei að heita Sveinn Helgi Sveinsson. Þú áttir að heita Sveinn Helga- son. Siðan hef ég vitað hver ég er. Ég var ekki f hennar augum sonur föður mfns. Ifún hafði aldrei neinar áh.vggjur af kuld- anum, sem var milli mfn og hans. Ég held fremur að hún hafi alið á honum. Kannski galt ég þess alla ævi að hann vissi hverjum augum hún leit á mig. Ég átti að vera sonur annars manns. Ég veit það nú. Áf þeim sökum fékk ég aldrei tækifæri til að kynnast sjálfum mér. Móðir mfn hafði mikla ást á mér, en það var ekki ég sem hún elskaði. Ekki einu sinni drengurinn, sem átti að bera nafnið Sveinn Helgason. Ég hef alla tfð gegnt hlutverki annars manns. Ég er Helgi unnusti hennar, sem fórst þegar ungur gjörvilegur maður fór niður með bátnum sfnum f aftaka veðri fyrir Áusturlandi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.