Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 17
Eitt mesta þjóðþrifaverk, sem Ágúst í Birtingaholti beitti sér fyrir var stofnun Sláturfélags Suðurlands. Áður hafði hann beitt sér fyrir stofnun rjómabúa, sem voru millikafli i búnaðarsögunni. Á myndinni sést, hvernig hús Sláturfé- lagsins litu út í upphafi, en höfundur þeirra var Jens Eyjólfsson bygginga- meistari, sem byggði mörg falleg hús og sagt hefur verið frá i Lesbók á þessu ári. Myndin er tekin á hestvagnatima- bilinu; bilar ekki komnir til sögunnar. Egill Thorarensen i Sigtúnum. Um hann segir Helgi: „Mér þykir Egill svip- mestur allra þeirra, sem ég hef kyhnzt hér. Það var svo margt i honum. Hann var alveg einstakur í persónulegri við- kynningu, höfðingi heim að sækja og búinn óvenju rikulegum persónutöfr- um". verið talsvert ólík. Mér finnst að pabbi hafi haft meira frá alþýð- unni; honum var búsýslan efst í huga og áhuginn á umbótum var einlægur. Mamma hafði léttari skapgerð og við höfum áður minnst á yndi hennar af söng. Hún kunni mikið af lögum; það voru dönsku lögin, sem þá flæddu yfir landið með aldamótakveð- skapnum. Þegar við krakkarnir vorum háttuð, söng hún yfir okkur fullum hálsi eins og óperu- söngkona. Hún hafði háa og fal- lega sópranrödd. Ekki erfði ég þessi raddga’ði, en sum okkar gerðu það, til dæmis Magnús, sem er ágætur söngmaður. En Sigurður bróðir okkar er án efa músíkalskastur okkar og ég tel alveg víst, að hann hafi erft þá gáfu frá móður okkar. Sigurður var farinn að semja lög strax eftir fermingu. Oddur tengdafaðir minn í Kegin á Eyrarbakka ólst upp í Fljötshlíðinni og sagði, að þar um slóðir hefði löngum þótt talsvert höfðingjasnið á þeim Móeiðar- hvolsmönnum. Þeir höfðu marga til reiðar og fóru greitt. Þegar mikill undirgangur heyrðist í Hlíðinni var sagt, að nú væri annaðhvort jarðskjálfti í aðsigi eða Móeiðarhvolsbræður á ferð. Mér hefur alltaf fundizt góð lýsing á þessu fólki í minningar- grein, sem þeir séra Jón Thorar- ensen og Eiríkur Einarsson frá Hæli skrifuðu eftir mömmu. Þar segir svo: „Hún hlaut það bezta úr ætt sinni, en konurnar i henni eru ljúfar, gáfaðar og elskulegar, en karlmennirnir margir virkjamikl- ir brokkarar, sem geta slitið gjarðir". ’ „Það hefur sennilega verið minni hætta á, að faðir þinn, Ágúst í Birtingaholti, sliti gjarðir. En hann átti hiutdeild að sérstæðum millikafla í búnaðar- sögunni og þar á ég við rjóma- búin.“ „Já, rétt er það. Bæði var hann í fremstu röð bænda í umbótum á jörð sinni og í félagsmálum bænda einnig eins og eldri menn muna. Og fyrst ég nefni félagsmál hans, þá hygg ég að honum hafi ekki þótt vænna um neitt, sem hann kom á en stofnun rjómabú- anna. Að þeim var hann upphafs- maður. Rjómabúin gerðu það að verkum, að menn tóku að fá peninga í aðra hönd, en þeir höfðu varla sést síðan sauðasöl- unni lauk litlu fyrir aldamót. Þegar þetta gerðist, varð að flytja allar vörur að og frá búi á klökk- um, en smjörkvartélunum varð naumast komið frá sér á þann hátt. Þá gerðist það — og einnig fyrir forgöngu pabba — að Hreppa- bændur tóku sig saman um að gera vagnfæra braut upp öll Skeið; — frá Flóaveginum, sem þá var kominn og upp í Hrepp. Allt var þetta sjálfboðavinna og engin verkfæri notuð önnur en skófla kvisl og járnkarl. Og þegar Friðrik 8. konungur kom til ls- lands sumarið 1907, voru menn fengnir á kostnað landsjóðs til að ryðja vagnbraut upp Hruna- mannahrepp, um Biskupstungur til Geysis og áfrarn út með Hlíð- um, allt til Þingvalla. Svona voru fyrstu vegirnir lagðir og þarmeð má segja að samgöngur hafi orðið til. Ég tel að þessi frumstæða vegalagning sé eitthvert mesta framfaraspor, sem ég hef orðið vitni að, og með þessu var lagður grundvöllurinn að vagnatímabil- inu svonefnda, sem stóð næstu 20 — 30 árin, eða allt til þess að bílarnir leystu þá af hólmi. Ekki gekk átakalaust að koma rjómabúunum á laggirnar; skiln- ingur og áhugi á framförum ekki allsstaðar fyrir hendi. Pabbi minnist ekki mikið á þetta i end- urminningum sinum, en þó eru þar fáeinar setningar, þar sem segir svo: „Ég heyri enn, eftir tugi ára, fyrir eyrum mér mótbárurnar, sem menn báru fram, er ég hreyfði fyrst hugmyndinni um stofnum félagsskapar um smjörgerð í lík- ingu við það, sem tiðkaðist í ná- grannalöndunum. Það þyrfti stór- fé til áhaldakaupa, engin skil- vinda væri til, enginn vagn, engir vegir, miklar tafir mundu verða frá heyskapnum við að flytja mjólkina eða rjómann á hverjum degi til búsins og smjörið viku- lega til Reykjavíkur". Rjómabúin voru sérstakur kapi- tuli í búnaðarháttum eftir alda- mótin en þau lögðu upp laupana í fyrra stríðinu sökum breyttra að- stæðna. Rjómabúið í Birtingaholti stóð fram til 1916 eftir því sem mig minnir. En eftir það var lögð áherzla á dilka og kjötfram- leiðslu." „Þú segir að það hafi verið mik- ill gestagangur I Birtingaholti. En manstu til þess að móðir þ(n hafi setið til borðs með gesturn?" „Nei, þar nefnirðu annað úr tíð- arandanum, sem hefur breyzt. Þá tíðkaðist ekki, að húsmóðirin sæti til borðs með gestum og mamma var þar engin undantekning. Sá venjulegi háttur var á hafður, að pabbi settist inn og ræddi við gestina, en móðir mín kom með góðgerðir til þeirra. En hún blandaði sér lítt í samræðurnar. Það breytti engu þótt gestirnir væru nákomnir frændur eða jafn- vel bræður hennar." „En var heimilið í Birtingaholti að einhverju leyti sérstakt?" „Þó ég segi sjálfur frá, þá hygg ég að svo hafi verið. Það var frá- brugðið venjulegum sveitaheimil- um og það lá í því, að hjá okkur mættist gamli og nýi timinn meira en annarsstaðar. Víða ríkti gamli tíminn þá einn og óskiptur á sama hátt og verið hafði frá ómunatíð. Leyfar gamla tímans birtust hjá okkur í þessu gamalkunna bað- stofulífi, þar sem unnið var af kappi og einhver tók að sér að lesa. Þarna i baðstofunni í Birt- ingaholti voru rakaðar gærur og fléttuð reipi og unnið að tóvinnu. Heimilið var stórt; um 25 manns á sumrum og 20 á vetrum. Sama vinnufólkið var í Birtingaholti ár- um saman og sumt ævilangt. Til dæmis um kaup og kjör vinnu- fólks má geta þess að uppúr alda- mótum kostaði kvensöðull 30 krónur, en árskaup vinnukonu var þá 25 krónur. En jafnframt þessu var pabbi í fararbroddi í öllu sem við kom vélanotkun og ræktun. Hann eignaðist fyrstu sláttuvélina í of- anverðri Árnessýslu — það var árið 1904. Túnið var að mestu slétt, en óslægt vegna ágalla fyrstu sláttu- vélarinnar. Verksmiðjan lagfærði síðar þá ágalla. En pabbi átti þá og nytjaði Brúnavallakot á Skeið- um, sem var góð heyskaparjörð; fékk þaðan kúgæft hey og þar varð sláttuvélinni komið við. Hey- fengurinn frá Brúnavallakoti var reiddur á klökkum allar götur upp að Birtingaholti og tók þrjá klukkutima að fara hvora leið. Stundum var borið á uppundir 30 hestum. Þá fór pabbi um klukkan þrjú að nóttu og tíndi saman láns- hesta af bæjununt til viðbótar vió eigin hestakost. Þá var ntiðað við að geta lagt af stað um fótaferðar- tíma. Seinna var allt flutt á vögn- um; fimm kaplar hafðir á hverj- um og venjulega flutt á fimm vögnum. Nú er það gamalt fólk eitt, sem man eftir engjaslætti. Hann er að gleymast þjóðinni. Ég man fyrst eftir mér á engjum um aldamótin; venjan var að við krakkarnir fær- um að standa á engjum meó fólk- inu átta til tíu ára gömul. En við fengum að sofa framundir dag- mál. Þá var í gildi sú gamla og fasta venja, að allir borðuðu úr sömu matarfötunni. Fólkið settist á þúfnakolla umhverfis skyrdall, baunafötu eða grautarfötu, sem flutt var að heiman til okkar á engjarnar. Það var fyrst á öðrum tugi aldarinnar, að til komu disk- ar handa hverjum og einum, — og þóttu fordild fyrst, en látið gott heita. En það er ekki hægt að minnast þessara tíma án þess að engjarnir komi þar við sögu. Hjá okkur var langt á engjar og farið ríðandi til. og frá. Oft var ævintýri sem ekki gleymist að ríða heim af engjum á kvöldin. Við vorum mörg og ung, niikið sungið og oft með öllunt röddunt og liklega hefur það hljómað þokkalega. Grun hef ég um, að nágrannafólkið, sem einn- ig var á heimleið í rökkrinu, hafi hlustað eftir ómnum í kvöldkyrrð- inni. Á þessum stundum mun ein- hverntíma hafa orðið til hjá Sig- urðí bróður okkar: „Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti hún var að koma af engjunum heim. Það var í ágúst að áliðnum slætti, og nærri aldimmt á kvöldunum þeim.“ Og svo framvegis. Þetta heyrist raulað jafnvel framá þennan dag.“ „Já, þetta hefur verið sambland af bliðu og stríðu og margar skemmtilegar stundir þrátt fyrir ailt. En mikla fyrirhyggju hefur þurft til að sinna öllum þörfum svona stórheimilis?" „Það var hvorttveggja, að mikið þurfti til heimilisins og mikla fyr- irhyggju. Eftir því sem nú tíðkast mun fæðið hafa verið nokkuð ein- hliða. Þar bar langsamlega mest á mjólkurmat og saltmeti, kjöti og fiski. Nýmeti var hinsvegar að- eins til í skantman tíma á haustin og aldrei siður að skera sauð i jólamat eins og sumstaðar mun hafa tíðkast. 1 sambandi við jólin er mér sérstaklega minnisstæð ár- leg athöfn, sem ævinlega fór fram svo sem viku fyrir jól. Það var þegar móðir okkar steypti kertin. Þá var látið heitt vatn i bullu- strokk og bráðinni sauðatólg hellt þar ofaná. Vatnið gegndi því hlut- verki að halda tólginni bráðinni. Búnir voru til kveikir eða rök úr svonefndu ljósagarni og þeim dif- ið í tólgina þar til gildleikinn var nægur. Fyrst og fremst bjó mamma til sérstök jólakerti handa öllum á heimilinu; þaö voru stór og myndarleg kerti, — kölluð strokkkerti og um leið bjó hún til dása, en svo voru nefnd smákerti, sem þægilegt var að hafa til að bregða upp ljósi. Þetta var ekki öðruvisi en gerð- ist á bæjum. Hinsvegar var eitt í Birtingaholti, sem ekki var venju- legt. Þar á ég við, að á kvöldin sat pabbi a-ði oft við skriftir. I endur- minningum sinum nefnir hann santlals 208 menn, sem hann skrifaðist á við og átti sjálfur 1926 bréf frá þeim. Á siðari árum sin- um gerði hann sér það til skemmt- unar að fara yfir bréfasafn sitt og segir svo í endurminningum sín- um: „Enga tölu hef ég haft á þeim bréfum, sem ég hef skrifað þess- um mönnum á móti, en ég býst við að þau hafi ekki verið færri, því að ég gerði mér það að óbrigðulli venju að svara bréfum“. En þrátt fyrir erfiðið entist pabbi vel og gekk bæði að úti- vinnu og skriftum, þegar hann var kominn-á níræðisaldur. Hann var að upplagi mikill þrekmaður, en aldrei lagði hann stund á iþróttir, — enda voru þær ekki til nema sem hugtak í hans ung- dæmi. Öll umhugsun snerist unt vinnuna; það mátti ekki tefja sig nokkra stund á neins konar óþarfa — slik var vinnukergjan. „En svo átti það fyrir þér að liggja að starfa f meira en þrjá áratugi með Agli Thorarensen við kaupfélagið á Selfossi. Hvenær kynntistu Agli fyrst?“ „Það ntun hafa verið á bænda- námskeiði viö Þjórsárbrú voriö 1913. Hann var þá aðeins 16 ára gamall og átti heima í Kirkjubæ. Við vorum frændur; Grímur faðir hans i Kirkjubæ var móðurbróðir ntinn. Ég man vel eftir Agli á þessu námskeiði, þótt ekki væri hann eldri. Mér virtist hann þá frískur strákur og óprúttinn. Sið- ar, eftir að Egill hafði ætlað sér aö verða skipstjóri en fengiö berkla og orðið aö hætta á sjó, setti hann upp verzlun við Ölfusá og þá voru ekki önnur hús þar en Tryggvaskáli, Ilöfn, gantla banka- húsiö og Sigtún, þar sem Egill var með búðina. Ég hafði verzlað við kaupfélag- Framhald á bls. 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.