Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Blaðsíða 15
Helgi Ágústsson við störf í pöntunardeild Kaupfélags Árnesinga þar sem hann vann um langt skeið. .4 Birtingaholt í Hrunamannahreppi um 1890. dyggilega þar eins og annarsstað- ar. ____ Mér er í barnsminni, að mikið var rætt um nýtt áhald, sem kom- ið váeri til landsins og fólk batt töluverðar vonir við. Það var prímusinn, nýtt meistarastykki tækninnar. Faðir minn fylgdist vel með öllum nýjungum og fram- förum og fékk sér prímus við fyrsta tækifæri. Þá var talað um, að nú þyrfti ekki að kvíða kuldan- um framvegis; nú yrði húsið hitað upp með prímus. En eins og allir vita núna, ræður einn prímus ekki verulegum úrslitum í þessu efni og hitt vó þó enn þyngra, að hann eyddi olíu. Um þær mundir var föst venja að á haustin var fengin olia á tvo 20 lítra brúsa og þessar birgðir urðu að endast vetrarlangt.“ „Gamalt fólk hefur sagt frá því, að á þessum árum hafi aldrað fólk og lasburða dægrað, eða ver- ið í rúminu dögum saman, þegar kaldast var. En hvernig leið ykk- ur krökkunum?" „Við fengum stundum kulda- bólgu og kuldapolla, sem svo voru nefndir, þegar göt duttu á bólg- una og draup úr vessi. En það voru til húsráð við þessu meini. Sviðalappir voru þá soðnar sér og myndaðist þá sviðaflot sem aldrei storknaði og var nefnd fótafeiti. Guðrún föðuramma mín gekk ríkt eftir þvi að fá fótafeitina þegar sviðalappirnar voru soðnar og geymdi hana síðan til að bera á kuldapollana á okkur krökkun- um. Þessi fótafeiti var líka borin í kambana, þegar átti að vinna eitt- hvað fínt, til dæmis þráð í skott- húfu. Þannig var brugðist við hverjum vanda með því sem til- tækt var. Um annað var ekki að • ræða. Hvernig heldur þú til dæmis að fötin hafi verið þurrkuð af okkur, þegar við komum inn holdvotir eins og stundum gat orðið? Það gerðist þannig, að við skriðum uppi fyrir ofan Guðrúnu föður- ömmu okkar, en sjálf tók hún blaut fötin og vafði um sig bera, — frá fótum og uppúr. Þannig sat hún og hélt áfram að spinna unz allt var þurrt — og ekki fékk hún einu sinni kvef af þessu. „En um þetta leyti urðu mikil þáttaskil í viðhorfi; einskonar endurreisnartími með feykilegri aðdáun á líkamshreysti og íþróttaafrekum. Barst þetta með ungmennafélagahreyfingunni?" „Já, þetta var vakningaralda, sem fór yfir landið og var komin — eins og alkunna er — að norð- an frá Jóhannesi Jósefssyni, Menn tóku að iðka glímur og sund af eldmóði og frjálsar íþróttir: hlaup, köst og stökk ruddu sér til rúms. Þessu fylgdi eins konar hetjurómantik; sérstaklega litum við upp til þeirra, sem taldir voru heljarmenni að burðum." „Það komst jafnvel í tízku að fara úr fötunum í frosti að vetrar- lagi og demba sér í næstu á. Manstu eftir því“. „Já, ég man vel eftir því. Þeir hörðustu gerðu þetta, menn eins og Sigurður Greipsson í Haukadal og Skúli bróðir minn, sem var okkar fremstur í íþróttum. Við tókum svonefndar Mullersæfing- ar á morgnana, sem nú éru vist úr tízku; sömuleiðis húðstrokur og aflæfingar. Að sjálfsögðu höfðum við ekki bað, en Skúli lét það ekki aftra sér og velti sér þess í stað uppúr snjó. Ég var aftur á móti linur við það. En lyftingar æfðum við með vagnhjólum á öxli. Frá uppvaxtarárum okkar er mér sérstaklega minnisstætt at- gerfi Skúla bróður míns. Hann var með hæstu mönnum á vöxt, vel á sig kominn og vöðvastæltur, enda afrenndur að afli. Hann lagði sérstaklega stund á frjálsar íþróttir, en glímdi líka, synti vel og engan hef ég séð fimari á skautum. En þar að auki var Skúli manna glaðastur á hverju sem gekk, söngmaður góður, skáld- mæltur og hafði yndi af bókum. Hann varð síðar um langt skeið deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands." „Og hetjurómantík aldamót- anna hefur fundið mikinn hljóm- grunn hjá ykkur.“ „Ekki bara hjá okkur, heldur lika sumum þeim, sem eldri voru eins og séra Magnúsi föðurbróður okkar á Torfastöðum, sem var mikill aðdáandi íþrótta og afreka bæði að fornu og nýju. En við Skúli vorum mest í íþróttum, því við vorum elztir. Magnús bróðir okkar á nú læknir í Hveragerði, var líka með, en Guðmundur bróðir okkar minna, því hann var þá kominn utan til náms og Sigurður var mun yngri. Guðmundur bróðir minn var ágætur hlaupari, þegar hann var í Kaupmannahöfn, jafn- vel í fremstu röð, ásamt Jóni Kaldal, sem var þar um sama leyti. Við höfðum íþróttavöll í Birtingaholti, þar sem hét Barna- mói. Það var sléttur blettur og við bjuggum til stökkgryfju og áttum stöng, spjót, kúlu og kringlu. Ekki þarf að því að spyrja að vinnudag- Urinn var oftast bæði langur og strangur. En við létum það ekki aftra okkur. Ég held að foreldrar okkar hafi litið á þetta með vel- vilja. Pabbi hvatti okkur hvorki né latti. Eitt sinn lögðum við Skúli í það stórræði að hlaupa og ganga alla leið til Reykjavíkur — og austur aftur. Ég hef skrifað dálitinn þátt um þá ferð og það er bezt að ég láti hann fylgja með.“ „Nú mundi það verða þeim of- raun, sem eiga þó að teljast á bezta aldri að komast 100 kíló- metra á einum degi, nema kannski þeim einum, scm leggja stund á þolhlaup. Manstu hvers- vegna þið lögðuð þetta á ykkur?" „Það voru áhrif frá Sigurjóni Péturssyni, þeim mikla garpi, sem síðar var kenndur við Ála- foss. Hann var einn af þessum orðlögðu kraftamönnum og út- haldsgóður að auki. Sigurjón hafði hlaupið úr Reykjavik austur á Þingvöll niður með Sogi og síð- an suður aftur. Hann hljóp þetta í áfanga; lagði af stað eftir vinnu i búð og var kominn aftur, þegar opnað var um morguninn og vann til kvölds. Þetta þótti mikið afrek og við vildum láta reyna á, hvort við hefðum ekki sæmilegt úthald lika. Eitt sinn þegar við vorum yngri, hafði Sigurjón Pétursson komið og verið nótt í Birtingaholti, fylgdarmaður kaupmannsins i Liverpool. Við þekktum þennan frækna mann þá af kraftasögum og sögðum mömmu, að annar eins garpur væri áreiðanlega búinn að venja sig af því að sofa undir sæng. Hann mundi i mcsta lagi fleygja yfir sig teppi. Mamma trúði þessu og svo var búið um Sigurjón í gestaherbergi og að- eins teppi I stað sængur. Um morguninn var hann spurður um það, hvernig hann hefði sofið. Þá kom í ljós að honum hafði ekki orðið svefnsamt fyrir kulda; kappanum gat þá orðið kalt eins og venjulegum mönnum." En það var ekki bara hlaupið og stokkið í Birtingaholti á þessum árum. Innan dyra átti tónlistin itök og Móeiður húsfreyja sá til þess að söngur félli ckki niður. Það var viðkvæði hennar, þegar börn hennar vildu gera scr daga- mun á sunnudögum að hvetja þau til að syngja og dansa. Og ekki stóð á henni að taka þátt í þvi. Séra Sigurður Einarsson f Holti segir svo um húsfreyjuna í Birt- ingaholti í formála sem hann rit- aði framan við endurminningar Ágústs Helgasonar: „Móeiður Skúladóttir, kona Ágústs, var á yngri árum með hærri konum á vöxt, kúptar hcrð- ar, en þó ckki lotin. Hún var svipmikil og mjög fyrirmannleg og þótti fríð sýnum, yfirbragðið hreint og failegt. Hréyfingar all- ar léttar og mjúkar .. .A síðustu árum gerðist hún lotin og átti þá erfitt um gang vegna giktar. En höfðingssvipinn bar hún til ævi- loka. Hún var létt og glöð í lund og var auðvelt um að skemmta sér og öðrum. Hún var orðlögð söng- kona og söngvin að sama skapi, hafði söngrödd bæði mikla og fagra. Bogi læknir Pétursson í Kirkjubæ, mágur hennar sem þekkti hana í uppvexti, taldi synd að lofa henni ekki að fara utan til söngnáms. Úr því varð þó ekki, heldur átti ævistarf hennar að verða í því fólgið að verða hús- freyja í sveit og tíu barna móðir.“ Móeiður lék á orgel, en það lýsir tíðarandanum að móðir hennar ráðlagði Ágúst tengdasyni sínum að kaupa ekki orgel handa henni á mcðan þau væru að koma fótum undir sig. Það mundi tefja hana frá búsýslunni. En eftir tólf ára búskap fékk hún orgel. Helgi: „Það var mikið sungið heima og mamma var potlurinn og pannan í því. Hún lærði að leika á orgel hjá Jónasi Helgasyni tónskáldi í Reykjavík, bróður Helga tónskálds. Eftir Jónas er til dæmis lagið „Viö hafið ég sát“, sem var mikiö sungið." „Finnst þér, að móðir þín hafi staðið í skugga föður þíns?“ „Ekki get ég neitað þvi. Það hefur farið fyrir henni eins og fjölmörgum ágætiskonum framá- manna og athafnamanna, sem mikið eru i sviðsljósinu. En með fullri virðingu fyrir framsýni og dugnaði pabba, þá finnst mér að móðir mín hafi ekki verið honum síðri. Kannski þótti mér ennþá vænna um hana, því hún hafði þessa óendanlegu blíðu". „Ágúst í Birtingaholti hefur sjálfsagt oft verið að heiman að sinna félagsmálunum“. „Já, hann þurfti oft að bregða sér af bæ. Hann var frá upphafi formaður Sláturfélags Suður- lands og gegndi því til dauðadags.- Sláturfélagið hafði í för með sér ótrúleg umskipti; áður höfðu bændur orðið að lúta geðþótta einstakra kaupmanna. En það var ekki fyrr en komið var langt fram á þessa öld, að bændur fóru að rétta úr kútnum. „Ágúst faðir þinn var frá Birt- ingaholti. Höfðu forfeður ykkar kannski búið þar mann fram af manni? „Nú búa í Birtingaholti sjöundu ættliðirnir. Magnús Snorrason frá Ási var hinn fyrsti, cn nú býr þar Sjá nœstu 1 síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.