Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 4
Helgi Gfslason. Myndirnar tók eiginkona hans, Hallgerður Arnórsdóttir, en hún stundaói nám f Ijósmyndun f Gautaborg á sama tfma sem llelgi var f skóianum. HEIMMEÐMÉR VIÐHORF— en engan isma GIsli Sigurðsson rœðir við HELGA GÍSLASON myndlistarmann, sem stundaö hefur listnðm við Valandskölann I Gautaborg og efnir nú til sýningar ð höggmyndum og grafík í Norrœna Husinu. Þegar myndlistarmaður lætur lokið samfelldu tfu ára námi og efnir til fyrstu sýningar sinnar, hlýtur það að skoðast sem merkur áfangi og einskonar uppgjör við sjálfan sig, þegar náminu lýkur og starfið tekur við. Þannig er um Helga Gfslason, sem sýnir um þessar mundir verk sfn f Norræna Húsinu; höggmyndir og graffk. Helgi heyrir til yngstu kynslóð þeirra mynd- listarmanna, sem eitthvað láta til sfn taka; fæddur f Reykjavfk 1947, en ættaður úr Eystri- hrepp f Árnessýslu. Helgi stundaði nám við Myndlista- og handfðaskólann og var þar á ofan veturlangt f framhalds- deildinni sem átti að verða vfs- ir að fslenskri akademfu. Að þvf búnu lá leiðin út til Svf- þjóðar, þar sem Helgi fékk skólavist f Valand Konstskola í Gautaborg og kom heim sfð- sumars f fyrra, fáeinum mán- uðum eftir að náminu lauk f Svfþjóð. Af þessari kynslóð, sem fædd er uppúr strfðslokum, er Helgi trúlega sá sem þrautseigastur hefur verið f þeirri elju að mennta sig f listaskólum. Aðrir úr þessum aldursflokki hafa farið skemmri skólaleið; tekið einn vetur á danska aka- demfinu, eða farið á framhalds- námskeið til Amerfku. Og einn úr þessum hðpi, sem hvað mest hefur orðið áberandi, Gunnar örn, hefur alls ekki f listaskóla komið. Þannig velja menn ýmsar leiðir að markinu, sem er einfaldlega að gera góðar myndir. Uppá sfðkastið hefur Helgi lagt megináherzlu á skúlptúr og graffk og efnir einmitt til sýningar á þesskonar verkum. Segja má að þarna sé afrakstur- inn af skólaverunni f Svfþjóð; verk sem Helgi hafði heim með sér og var sannarlega enginn handtöskufarangur, stórir skúlptúrar og lágmyndir. Þrjátfu þesskonar verk eru á sýningunni og graffkmyndir að auki. Aðspurður um skólann sagði Helgi, að mjög mikil aðsókn væri að honum; til dæmis hefðu 260 manns sótt um nú I haust.og aðeins 11 komust inn. Valand Konstskola er annars listaháskóli, sem rekur upp- runa sinn allt aftur til 18. aldar og hefur starfað f anda hinna hefðbundnu akademfa. Skóla- gjöld eru engin þvf Gautaborg stendur straum af kostnaði og sænska rfkið mun f þann veginn að yfirtaka skólann núna. Eftir stúdentaóeirðirnar sem urðu f Parfs 1968, tóku við gagngerar breytingar f frjáls- ræðisátt hjá mörgum skólum f Evrópu, ekki sfzt listaskólum. Þær sögur hafa gengið að frjálsræðið hafi stundum sett allt venjubundið skólastarf úr böndunum og af Valand- skólanum spurðist út hingað, að þar væri pólftfsk þrætubók látin sitja f fyrirrúmi, ellegar það, hvort maður væri Maoisti Marxisti eða Trotskfisti. Helgi telur að slfkar fregnir skrumskæli mjög veruleikann, og séu f jarri sanni. — Og er þá ekkert til f þvf, sem stundum heyrist og var Ein af graffkmyndum Helga. Myndin er unnin f litum og nýtur sfn þess vegna ekki til fulls hér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.