Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 11
Tréskurðar mynd eftir Árna Elfar Arni Ola DUL- SKYGGNI BARNA Sigurður J. Árness ættfræðing- ur var fæddur ( Eystrahreppi 1878. Honum voru þau forlög bú- in að alast upp hjá vandalausum og varð þá að hrekjast bæ frá bæ. Voru vistirnar misjafnar, eins og þá var títt, en yfirleitt bar hann gott orð þvf fólki, sem hann dvaldist hjá, þvf að flestir hefðu reynst sér hugulsamir. En hann var ekki eins og önnur börn, og þess fékk hann þráfaldlega að gjalda. Hann var rammskyggn frá barnæsku, sá daglega sýnir, er enginn annar fékk greint, og þessi ónáttúra skyldi barin úr honum. Eflaust hefir fólkið viljað honum vel með þessu og tafið að nauðsyn bæri til að hann væri vaninn af þessu, svo að hann yrði ekki hérviltingur með aldrinum. Af tómum skilningsskorti beitti það hann harðýðgi, og það varð til þess, að hann gerðist innhverfur og reyndi eftir mætti að hylma yfir það, sem fyrir hann bar. En sýnirnar bar fyrir hann eftir sem áður. Ég kynntist Sigurði fyrst þegar hann var um áttrætt. Sagði hann mér margt frá æviferli sfnum, og birti ég sumt að þvf f bókinni „Aldaskil". Þar segir frá þvf, að skyggni hans helst alla ævi, hann fékk margskonar vitranir og var draumspakur. En þar segir ekki frá þvf, er fyrir hann bar f æsku, en sú reynsla var merkileg. Og vegna þess, að fátt hefir verið ritað um skyggni barna, skal nú rif juð upp ein saga, er hann sagði mér, og reynt að þræða frásögn hans sjálfs. Þegar Sigurður var 8 ára að aldri, var honum komið fyrir í Efra-Langholti hjá hjónunum Helga Björnssyni og Guðrúnu Halldórsdóttur. En þar var hann ekki nema árið, þvi næsta vor skildu hjónin samvistir og var barninu þá komið fyrir f Laxár- dal. Atti Helgi bóndi að flytja hann þangað. Þeir lögðu á stað í góðu veðri og var fyrst haldið að Sólheimum í Hrunamannahreppi, því að þar skyldi fengin ferja yfir Stóru- Laxá. A Sólheimum bjó þá merk- ur bóndi, sem Eiríkur Jónsson hét, maður hreinn og beinn í skapi og sópaði að honum. Hann bauð gestunum inn og þáðu þeir það. Settust þeir þar saman á rúm, en á rúmi gegnt þeim sat tvítugur sonur Eirfks, Jón að nafni, og varð Sigurði starsýnt á hann, því að honum þótti maður- inn mjög gjörfulegur, hæglátur og sviphreiun, nokkuð holdugur og rjóður í kinnum. En það þótti Sigurði furðulegt, að hann sá sæ- grænni kúlu skjóta upp úr höfði piltsins og óx hún óðfluga þar til hún náði yfir allt höfuðið eins og kollhúfa. Svo hjaðnaði hún og hvarf jafnskjótt aftur. Ekki þorði Sigurður þá að minnast á þetta. Þjegar þeir höfðu hvílt sig góða stund, var gegnið niður til árinn- ar og báti hrundið á flot. Setti Eiríkur Sigurð upp f skutinn og skipaði honum að halda sér fast, svo að hann hrykki ekki fyrir borð. Helgi stóð í framstafni, en Eiríkur settist undir árar og reri knálega yfir ána. Sigurður horfði á Helga og allt I einu sýndist honum heiðblá kúla koma upp úr höfði hans, og fór um hana eins og hjá Jóni rétt áður, að hún virtist breiðast yfir allt höfuðið og sfðan hjaðna eins og hún hyrfi aftur inn f höfuðið. Þeir stigu á land á rennsléttri grund handan árinnar, og er þeir Helgi voru tveir einir, ætlaði Sig- urður að segjq honum frá þessum sýnum sinum og vita hvort hann gæti gefið nokkra skýringu á þeim. Helgi hafði alltaf verið honum góður, og því treysti Sigurður honum manna best. En rétt í því er hann ætlaði að hefja máls á þessu, var sem fótunum væri kippt undan honum og hann skalll marflatur á grundina. Vegna byltunnar gleymdi hann alveg þvi, sem hann hafði ætlað að segja, svo Helgi fékk aldrei að vita það. En þessir tveir menn dóu báóir næsta vetur. Helgi varð sóttdauð- ur, en Jón drukknaði í fiskiróðri af Eyrarbakka. Sigurður minntist þess hve fag- urt sér hefði Þótt að horfa heim Framhald á bls. 15 einn af forystumönnum þeirrar hreyf- ingar og fyrsti forseti Alþýðusam- bandsins. Hann var einn af fyrstu nemendum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Merkur maður og góðvilj- aður. Synir hans voru Hendrik Ottós- son fréttamaður og rithöfundur og Kristinn Ottósson útgerðarmaður í Grimsby, sem allir íslenzkir togara- menn þekktu. Við Vesturgötu 32 stendur stórt, glæsilegt steinhús. Það hús reisti Páll Matthíasson skipstjóri. í húsi, sem á þeirri lóð stóð áður, bjó Sigurður Símonarson, fyrsti skútuskipstjórinn í Reykjavík, einnig tengdasonur hans, Ásgeir Þorsteinsson skipstjóri, fyrsti formaðurÖldunnar. Hannvarfaðir Herdísar konu Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns. Rannveig móðir hennar giftist síðar Páli Mattíassyni, því Ásgeir féll frá kornungur maður og varð öllum harmdauði. Á Vesturgötu 34 bjó Símon Svein- bjarnarson skipstjóri, faðir bridge- spilaranna Halls og Símonar Sím Iðnaðarmenn og smábændur Við Vesturgötu bjuggu ekki ein- vörðungu sjómenn, þótt þeir öðrum fremur settu svip sinn á hana. Þar bjuggu einnig frábærir iðnaðarmenn og smábændur. Minnisstæðastir eru mér þeir heiðursmennirnir Þorsteinn Jónsson járnsmiður á Vesturgötu 33 og Otti Guðmundsson skipasmiður, er bjó þar sem áður var Sveinsbakarí. á horni Vesturgötu og Bræðraborgar- stígs, Guðlaugur Torfason skipasmið- ur, Slmon Beck skipasmiður, er bjó í norska húsinu að Vesturgötu 40, og - Guðmundur Gislason skipasmiður, sem bjó á númer 30 í austurendan- um. Frá Guðmundi munu komnir þrir ættliðir skipasmiða. í vesturenda númer 30 bjó Einar Jónsson skósmíðameistari, mikill sæmdarmaður. Ekki má heldurgleyma Pétri Jóns- syni blikksmiðameistara, sem var mikill hagleiks- og dugnaðarmaður. Hann bjó á 22. Synir hans voru blikksmiðirnir Kristinn og Bjarni Pét- urssynir, sem allir þekkja af stórdrift. Þeir bræður reistu sér hús á Vestur- götu 46. Það eru einkenni á Vesturgötunni, að þótt flest húsin séu komin til ára sinna þá hafa þau ekki nöfn, heldur númer. Ástæðan er sú. að þegar gatan er eiginlega grundvölluð, er um leið farið að númera hús í Reykja- vík í fyrsta sinn. Það var helzt vestast í bænum, þar sem hús hétu eitthvað, nema náttúrlega Hliðarhús og kotin þar i kring, sem nú eru horfin. Götuhús hét nr. 50. Þar bjó Pétur Þórðarson skipstjóri frá Gróttu, föður- bróðir minn. Hann var faðir Erlendar 0. Péturssonarforstjóra, sem lengst af var kunnastur sem formaður KR, Knattspyrnufélags Reykjávíkur. Er- lendur er látinn fyrir nokkrum árum, en á systur á lifi Mörtu, sem gift er Guðfinni Þorbjörnssyni vélsmiða- meistara. Þeirra sonur er Pétur Guð- finnsson sjónvarpsstjóri. Vestast i Vesturbænum voru Ána- naust og Selin fjögur, byggð úr jörð- inni Seli. Þau hétu Litla-Sel, ívars-sel, Mið-Sel og Stóra-Sel. Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.