Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 7
VESTURBÆRINN Mörk er þekkt hús t Vesturbænum, en þaS stendur á horni Drafnarstigs og Ránargötu, Þarna mun að sögn innan skamms rísa af grunni fjölbýlishús og verður þá þetta gamla virðulega hús að víkja af grunni. Húsið er talið standa við Ránargötu 8 b. Vestan við hið sívirka vélinda” Eftir Jónas Guðmundsson VESTURBÆRINN. Svo nefnum við ákveðinn partaf Reykjavík, eða svæðið fyrir vestan læk, sem reyndar er ekki lengur neinn lækur, þvf hann liggur nú f röri, sfvirku vélinda, og gengur I báðar áttir svartur lögurinn eftir sjávar föllum, þannig að ýmisst rennur úr Reykjavíkurtjörn og I sjó fram, eða öfugt. Rétt einsog kennileitin hafa horfið undir malbik, þá hafa hús verið rifin I Vesturbænum, hús verið byggð og vesturbærinn hefur teygt sig meira til suðurs, yfir Séra Jóhanns tún, yfir Múnkatún, Haga og Dverg og nær vesturbærinn nú suður í Sauðagerði og Austurkot, en það siðarnefnda stendur á sjávar bakkanum framan við Sörlaskjól og Faxaskjól, en Sauða- gerði er f millahverfinu umhverfis sundlaug Vesturbæjar. Mér er það dálitið til efs, þegar rætt eru um vesturbæinn, að menn geri sér almennt grein fyrir þvf hvað um er verið að tala. Eiga menn við Einimel- inn þar sem munaðarfull skrauthýsi betri borgara standa í vel hirtum görðum, eða eiga menn við Iftil, veðruð timburhúsin vestur undir Sels- vör og Ánaaustum? Eða eiga menn við ábúðarfull skipstjórahúsin við Stýrimannastfg og á Vesturgötu, eða eiga menn við þetta allt í einum bunka? Svo mikið er þó víst, að menn silgreina þetta ekki, heldurtala að- eins um dásemdir Vesturbæjarins og fá þeim varla með orðum lýst. Ef rita á um Vesturbæinn vandast málið. Hið ritaða mál krefst nánari skilgreiningar. Saga vorer persónu- saga fyrst og fremst og yfirlýsingar um að einvörðungu „gott fólk" búi f Vesturbænum, tekur maður naumast gildar. Hitt vitum við að þar bjó vammlaust fólk, formenn sem drukknuðu mann fram af manni úti í Faxabugt, skilvíslega liggur manni við að segja og litlu grasbýlin stóðu áfram og augun voru ýmisst full af tárum eða brostu f nýrri von. Lengi vel mátti skipta Reykjavík í þrjá megin hluta Miðbæinn, þarsem kaupmenn og embættismenn höfðu aðsetur sín og klaustur. Þar var þing- ið, svartholið, betrunarhúsið, allar fínu verslanirnar og prestaskólinn, og svo var það Vesturbærinn og Austur- bærinn, þar með talið skuggahverfið. Auðvitað eru þessi mörk ekki glögg heldur. Var Ingólfur Arnarson t.d. vesturbæingur? Flestir munu nú aðhyllast þá skoð- un að Vesturbærinn byrji vestan við Aðalstræti og Suðurgötu, þrátt fyrir vélindað f Lækjargötunni. Embættismenn og efnaðara fólk bjó í miðbænum og neðst í Þing- holtunum, en þar fyrir vestan og austan bjó hitt fólkið f bænum, sjóróðramenn, menn sem veiddu fisk og slógu salta jörðina til blóðs til að reita saman heyforða í skepnurnar til þess að þær mættu hjara með þeim yfir veturinn. Menn sem fóru á skút- um og rifu upp fisk. Eigum við þetta fólk, þegar við tölum um vesturbæingana, eða eig- um við við einhverja aðra? Við byltinguna, sem varð í sjósókn á íslandi um aldamótin, bréyttist mannltfið f Vesturbænum svolftið. Menn hættu að róa úr grýttum útræð- um vestur i Selsvör og vestur á Granda, menn fóru i staðinn á skút- um og togurum. Menn réttu úr kútn- um og húsin hækkuðu víðast hvar. Lika í vesturbænum. Skipstjórar byggðu sér skiparahús og Iffið í bæn- um gekk sinn trollaramannagang og það komu konsúlar I Vesturbæinn, menn með korða og ornament á boðungunum og skúfa á öxlunum. Var það þetta fólk, sem við áttum við, þegar við töluðum um vestur- bæingana? Ég veit það ekki og ef til vill ekki þú heldur. Mörg skáld hafa spreytt sig á Vesturbænum. Það er þeim þó sam- merkt, að þeim lætur betur að lýsa einstökum dæmum, en heild. Menn segja frá trjánum en lýsa ekki skóginum. Ef til vill á þetta rætur sinar að rekja til þess að saga Vesturbæjarins er ekki stjórnmálasaga, heldureru hún tengdari vondri atvinnu en saga t.d. miðborgarinnar og þéringar lögðust af mjög snemma i vestur í bæ. Þannig er það að margar spurning- ar vakna, en mjög fá svör eru til. Ein þjóð ein saga, getum við sagt um þjóðirnar, en hver er saga Vestur- bæjarins? Það er manni til efs. Hún er einstaklingsbundin. Menn létu sér blæða inn að mestu í þessum bæjar- hluta einsog í hinum og óttuðust sveitina meira en gröfina og Iffið meira en dauðann. Vesturbærinn byggðist vestur eftir Vesturgötunni, að þvf er talið er. Hús urðu til í kálgörðum, hús kviknuðu kringum kös, eða stæðu af fiski. Sveitámenn fóru ekki heim til sín aftur úr verinu og hér bjuggu ánauðugir menn, sem þó töldu sig frjálsa. Hér slitu merkilegir menn upp rófurog stungu upp kartöflugarða í æsku sinni. Menn sem síðar slitu upp þorsk í þúsunda tali á gufuknúnum trollurum. Menn sem plægðu niður heilu hraunin með stálskóuðum fót- reipum. Menn sem urðu ríkiraf þvi einu að þeir komust aldrei f búð til að eyða, þvf þeir voru öllum stundum á sjó. Snyrtimennskan var landföst. Hús- in voru hrein, rúmfötin hrein og veð- bókarvottorðin voru hrein. Gamall Reykvikingur lýsti heimils- bragnum hjá fjölskyldu sinni á þessa leið, en hann var fæddur f Vestur- bænum (1893) og ólst þar upp: Dagarnir liðu við vinnu og leiki. Aðallega þó vinnu. Heimilið var fátækt. j þá daga var það siður, að konur tóku heim saltfisk til verkunar. Litlir fisreitir voru-við húsin og kon- urnar og börnin'breiddu fiskinn i sólskinið, og tóku saman ef rigndi. Fiskinum varekið útvegnum til heimilanna og síðan var hann sóttur fullverkaður. Mamma hafði stóran fiskreit þar sem núna er Slippurinn Hérna á lóðinni hafði hún gulrófna- garð, en stóran kartöflugarð vesturá melum, fyrir vestan Elliheimilið. Við krakkarnir unnum að þessu með henni. Fiskreiturinn varð henni nota- drjúgur. Nokkur skuld var á húsinu, en með tekjunum af fiskreitnum gat hún staðið i skilum með afborganir og vexti. Um vinnu var ávallt erfitt. Þó höfð- um við krakkarnir oft smáviðvik hér og þar. Ég komst oft í vinnu hjá Jóhannesi Hjartarsyni, skipstjóra og verkstjóra, sem ól upp Ástu systur. Hann var verkstjóri hjá Milljóna- félaginu og réð menn fyrir það til fiskvinnu. Líka bar ég út blöð og fleira mætti telja. Maður sótti vatn f tunnu í Prentsmiðjupóstinn við Aðalstræti. Tunnuna fluttum við á vagni, en oft varð ég að hvíla mig í Geirsbrekk- unni, þar sem nú er Naustið. Bezta vatnið f bænum var í Prentsmiðju- póstinum og þar var oft ös. Fiskvinna var aðalvinnan. Þar var hægt að beita vinnuafli einsog kven- fólki og krökkum. Einu sinni man ég eftir að ég var að vinna við að taka á móti fiski úr verkun og vigtaði. Ein- hverra hluta vegna var ég einn og hafði ekki blýant, en krotaði með ryðguðum nagla á vegginn. Fiskhúsið stóð nánast þar, sem núna er gyllti salurinn á Hótel Borg. Þá kemur maður inn og spyr hvort ég hafi ekki blýant, en ég kvað nei við, en það gerði ekkert til, því strikin sem ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.