Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 14
Að eignast sinn eigin tón í HVERRI viku, — og stundum oft — kemur ungt fólk hingað á blaðið með Ijóðin sín. Sumir hafa verið að taka fyrstu fálmandi skrefin í Ijóðlistinni og lizt svo vel á afkvæmið, að það þarf að komast á þrykk og fyrir sjónir alþjóðar sem fyrst. Aðrir koma öllu fremur til þess að fá umsögn. Þeir hafa aðeins sýnt Ijóðin vinum sínum og vinirnir segja ævinlega, að þau séu framúrskarandi góð og verði að komast á prent. í þessu efni er vist varlegt að treysta vinum sinum. Enn eru svo þeir, sem harðákveðnir eru i að verða skáld og hafa gefið út af sér Ijóðakver, oftast á eigin kostnað. Áhuginn er lofsverður en stendur i öfugu hlutfalli við þá dræmu sölu, sem útgefendur telja að sér á Ijóðabókum, þó að eftirminnilegar undantekningar séu á þeirri reglu, — og þá einkum hjá skáldum sem hafa eignast sinn eigin tón. Liklega þykir mönnum skemmtilegra að yrkja sjálfir en lesa Ijóð eftir aðra. Allt um það er sitthvað sameiginlegt með ungu skáld- unum og verkum þeirra, sem fróðlegt er að athuga. í fyrsta lagi yrkja ungu skáldin næstum undantekningarlaust órimað. Þau hafa tamið sér að tala í gátum; maður les Ijóðin þeirra aftur og aftur og er oft litlu nær um það, hvað verið er að yrkja um. Helzt þyrftu að fylgja skýringar eins og með eddukvæðum, en það má að sjálfsögðu ekki og i mesta lagi hægt að toga uppúr skáldinu sem trúnaðarmál, hvað það meinar. Þetta er með öðrum orðum mjög inn- hverfur skáldskapur. Annað megineinkenni þessa skáldskapar er þó miklu alvarlegra. Það felst i þvi, að saman- lagður nýgræðingurinn má heita alveg eins. Sjái maður ekki nafnið, er engin leið að geta sér til um höfundinn eftir að hafa lesið Ijóðin. Þau eru vægast sagt ópersónuleg; að eignast sinn eigin tón virðist vera erfiðast af öllu. Og þetta á ekki bara við um ungskáldin. Jafnvel vel kunn skáld, sem komin eru á miðjan aldur og fast pláss á ellilaunajötu listamannafjár, hafa þvi miður ekki eignast þann tón, sem svo er sterkur og persónulegur, að nafn höfundarins komi sjálfkrafa upp f hugann þegar hendingar eftir hann ber fyrir augu eða eyru. Uppá síðkastið hefur ýmsum verið tamt að gera lítið úr arfleifð aldamótaskáldanna; það er brosað að málæðinu og fjálgleik hugsjónanna; menning sem vex í lundum nýrra skóga, á ekki uppá pallborðið nú um stundir. En ekki þarf grannt að skoða til að sjá að þau áttu flest sterkan, persónulegan tón i Ijóðum sinum, svo ekki leikur vafi á um faðernið. Ein Ijóðlina dugar oft til að þekkja Einar Benediktsson, samanber: „Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf" Kannski er þetta „tröllaukið ílát utanum ekki neitt" eins og eitt af listaskáldunum góðu hefur nýlega komizt að orði um skáldskap Einars. Aungvu að siður náði Einar þessu marki, sem flestum skáldum reynist ofraun. Tökum annað augljóst dæmi: „Og stanzaðu aldrei, þó stefnan sé vönd og stórmenni heimskan þig segi." Meira þarf ekki til að sjá, að þar er Þorsteinn Erlingsson á ferð: Eða þetta: „Jóreikur um vegu viða/veltur fram á himin- skaut." Duga þessar Ijóðlinur ekki til að leiða Grím Thomsen i Ijós, svo ekki verður um villst? Á sama hátt held ég að flestir þeir sem eitthvað eru sjóaðir i kveðskap, þekki á svipstundu tón Jónasar Hallgrimssonar, Bólu-Hjálmars eða Davíðs Stefánssonar eins og tónlistarunnendur þekkja Mozart frá Bach. Þegar skáld eignast sinn auðþekkta hljóm, hefur það náð erfiðasta og eftirsóknarverðasta markinu á listabrautinni. Af öllum þeim skara núlifandi manna, sem á voru landi telja sig skáld með réttu eða röngu, man ég aðeins eftir fimm, sem ættu að vera auðþekktir. En hér verða engin nöfn nefnd. Af því sem berst til Lesbókarinnar Ijóðakyns, þykir mér auðsætt, að öllu erfiðara sé að ná persónulegum tökum á órimuðum Ijóðum. Sumir yrkja órimað i þeirri trú, að það sé auðveldara og geri minni kröfur til skáldsins. Þar er ég alveg á gagnstæðri skoðun. j órimuðu Ijóði er ekki hægt að skýla sér bak við neitt. Smáskáld gæti kannski haldið sér eitthvað á floti „rímsins vegna". En yfir hafsjó hins órim- aða Ijóðs kemst aðeins gott skáld — lifandi. Gísli Sigurðsson Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu oiíir L^ui - in i L« flSK UR ÍODKT /CtfJHl 1 L£NC,l «0 - ZiHlM. Aö e T R i H«TTU V A L V N J) H- '0 L prií.* CHblHC, Ý M s i R ruíLce nev L '0 U R A F A R icirft, íWPJfl K R 1 r (V* A L A l NfíTfí tNDim DvPi l> U R ffiij /f A T T A R <5 R / N P”L'* H/4Í.JA ; APfl L Æ T U R V £ L A £> ií » o i> 1 Bt>uK VoKiíl E r e R 0í'f H A L A M/MMI R A S A IÍT fí LTS hh C L \ T R A K lKHÚfH STó'Pu k b rCfi- - trrJi r viftei VwCflí iTímd M 0 sklu MLJÓÐ K A T A KVÍÍÍ F L A fUCí. pzoPl 5 T R b T U R R * uat>* U N D R A s T MÁr- J 'o L / N i> A R R íVflúd J A T A S A firÁii) IKufltn K N A s ront D A rn *r»g :«-j- K A R F A k /t i n R A u N A R í,ic,e- ÁC, B u 'u A R ÍT*QI (1‘ili‘C. '0 N oMtiem fTiTTú K A R SUÍT Mifi A F fen- Lfí / L 1 N F A L D U R kórfl K A L A mv. H A L T A R TttRT Uma S m 'A R 1 N N A T m 0 $K'L' \£> T » L HeiW STo'- /ngRVCl KHfU L ii ; 9| i/iN pS VetT- NJ RNÍv- U (*- 5^- 1 LL' / M M STk- flWFl KflVT pó Í/5KEM- MTl- UCC. T + jMÁftoLfl ■ * 3bf • X T£« V /Nfi é- cKf?- f?Ei£> gtfl j) Pv'R- A NNfi P/PuR Lf/ií- IR fUCL- AR UmÍ,- \/ l-Ð l í iruf- £ FN 1 \\í irií » MAMNS- Nfl F/vj ÍíQÍ' \£> EtO- SrÆÐ | P Á KAC AF- /v)Æ Ll pl o' £> - höfð- /mLTANÍ ► fiflvu r ré- LfiC\ M BÁRAN BRH- VffC.fi i/eii- ufl kffopp- IR Buc'M ELO- sr/eíi NEM- UR KRF1-' /vinNHS' nrfn U NAf>- UK- 1 h5 N MÍRLM- M R VtE RVC- UTV. \Ð K 1 V KLAFI UR. M A R.CL- L ITT 1 5 RM - hljóðar F4C.ÍF) S-rnFmt HKC,- r&e- LAND- 5P'lO»1 L'tLBCr U(Á joVoTT- )KAfiT- &KlP- HRIHU Jkatt- aff i NN Sk.st. Hna- MvtiR S£K þREP- /N ÉNt>- /HL H6Y- IÐ UhC- \IIP\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.