Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 10
VESTUR- BÆRINN Vesturgatan í upphafi hét Vesturgatan Hltðar- húsasttgur, eftir lögbýlinu Hlíðarhús- um, sem voru eitt sinn sjötti parturaf allri Reykjavfk, en með undarlegum hætti komst jörðin í eigu Helgafells- kirkju á Snæfellsnesi og var f hennar eigu í meira en hundrað ár, unz Reykjavík hreppir hana aftur úr hönd- um Hólmara með eignaupptöku, eða eignarnámi, til að sinna vaxandi land- þörf fyrir bæinn. Það mun hafa verið fagurt i Hlfðar- húsum, grösug tún bylgjuðust þar sem nú standa Ránargata, Bárugata og Öldugata, en tún Hlfðarhúsa og Landakots náðu saman, vestar voru svo blautar mýrar og draugalegar fjörur. Hliðarhús höfðu uppsátur fyrir báta sína í Grófinni til forna. Og dagar liðu. Nafnið á Hlfðarhúsa- stíg breyttist i Læknisstig, þegar Jón Thorsteinsen reisti Doktorshúsið f túni Hlíðarhúsa. Umferðin jókst um göt- una og nafn hennar breyttist. Doktorshúsið stóð síðar við Ránar- götu 1 3. Það var synd að það hús skyldi fyrirfarast í höndum okkar. Það var merkilegt hús, því að þar var ekki einasta læknissetur, heldur var þar lika til húsa fyrsti stýrimannaskólinn í Reykjavík, hjá Markúsi Fr. Bjarnasyni sem eignaðist húsið í sinni tíð. Fór kennslan fram í lítilli viðbyggingu við húsið, sem nefnt var Knallettan. Hlfðarhúsastígur hélt ekki nafninu Læknisstígur lengi, því árið 1 880 var gerð nafnbreyting á nokkrum götum í Reykjavik. Klúbbgata hét héreftir Aðalstræti, sem það heitir raunar enn, Langafortóv hlaut nafnið Austur- stræti og Læknisstígur hlaut nafnið Vesturgata. Jafnframt fengu hús f Reykjavík númer. Það er nokkur eftirsjá að Hlfðar- húsastígsnafninu, enda þótt maður vildi naumast sleppa Vesturgötunafn- inu. Yfir orðinu Hlíðarhús er einhver skáldleg reisn og töfrar, sem ef til vill hafa lifað áfram i Vesturgötunni. Til eru fáeinar dálaglega gerðar myndir af hinum fornu Hlfðarhúsum og það leynir sér ekki af þeim, að staðarlegt hefur verið að Hlfðarhúsum. Meðal þeirra, sem teiknuðu mynd af Hlíðar- húsum var doktor Jón Helgason og sýnir hún okkur myndarlegan bæ, með ellefu stafþilum, og Jón var áreiðanlegur og randvar doktor. Jafnframt því, að Vesturgatan hlaut sitt endanlega heiti, var ákveðið aðframlengja götuna til vesturs, milli húsa Péturs Gíslasonar og Sels, f beina stefnu. Pétur var faðir Gfsla læknis Péturssonar og hafði reist þarna fyrsta steinhúsið f Vesturbæn- um, sem núna er númer 52. Að Seli bjó í þennan tíma Jakob Steingríms- son. Jafnframt því, að ákveðið var að ryðja götuna vestur, var líka ákveðið að hún skyldi hafa tvær þvergötur og er önnur þeirra Ægisgata, en hin er víst ógerð ennþá. Þannig voru slegn- Bræðraborgarstfgur 39, hét áður Kaplaskjólsvegur 39. Húsið var byggt skömmu eftir aldamótin, eða nánar til tekið árið 1903. Árið 1905 keypti Páll Jónsson það er hann fluttist hingað til bæjarins. Hann varfrá Hornafirði. Kona hans var Elfn Hjartardóttir. Við hittum að máli frú Valgerði Pálsdóttur, en er nú ein á lífi af fjórum börnum þeirra Páls Jóns- sonarog Elfnar Hjartardóttur. — Húsið hét aldrei neinu sér- stöku nafni, sem er dálftið óvenju- legt, það var aðeins nefnt Kapla- skjól 39. Götuheitinu varsíðar breytt, og er gatan nú kennd við Bræðraborg, alla leið niður undir Hringbraut. — Faðir minn stundaði mest sjó- mennsku og tengd störf útgerð. Hér voru f gamla daga fiskreitir út um allt. Við höfðum aldrei neinar skepn- ur, en Þórarinn á Melnum, hafði ávallt kindur a.m.k. Við höfðum þó hænsni á tímabili, en það höfðu svo til allir þá og svo höfðum við garð. ar tvær flugur í einu höggi, séð var fyrir vaxandi landþörf bæjarbúa og samgönguæð var tryggð milli Kvosar- innar annars vegar og Seltjarnarness hins vegar. Vesturgatan var einnig álitin gata „út úr bænum" til vesturs. Nú er þetta orðið að veruleika áttatíu árum síðar, því kominn er malbikaður vegurfrá vesturenda Vesturgötu að Mýrarhúsupn, þar sem heitirSólar- lagsbraut. Hlíðarhús stóðu þar sem nú standa húsin Vesturgata 24—26. Síðasta húsið af garnla Hliðarhúsabænum stóð þar sem nú er horn Ægisgötu og Vesturgötu. Það var vestasta húsið og stóð enn fram yfir 1 930. Þegar Reykjavík hafði endurheimt Hlíðarhús, hófst smíði Vesturgötu fyr- ir alvöru. Þó voru fyrir nokkrir moldar- í gamla daga voru fiskreitir við hvert hús á þessum slóðum og krakkarnir voru vaktir fyrir allar aldir til þess að breiða fisk, þegar þannig viðraði. Þetta var hluti af Iffsviðurværinu á þeim tíma að verka saltfisk. Pabbi varð ekki langlffur, hann dó f spönsku veikinni árið 1918. — Ég flutti úr húsinu árið 1 939, er við systkinin byggðum úti á Reynimel. Höfum við búið þar síð- an en nú er ég ein eftir. Bræðraborgarstfgur 39 hefur nú nýlega skipt um eiganda en þá seldi ég bæinn. Ef til vill verður byggt þarna stórhýsi, hver veit, en tfminn verður að skera úr um það. — Var gott að búa þarna? — Þetta var ekki stórt hús, en það er traustbyggt. Það er eftir- tektarvert að þessi gömlu timbur- hús virðast standa af sér öll veður, en það gera nýju húsin hinsvegar ekki öll. Þessi hús geta því enzt lengi, ef þeim er þolanlega haldið við og eru vernduð gegn fúa, sagði Valgerður Pálsdóttir að lokum. bæir og örreytiskot, sem fljótlega hurfu eða aflögðust og í staðinn komu timburhús og steinbæir, og Vesturgatan varð sjómannagata. Það yrði af langt mál að rekja hvernig Vesturgatan byggðist, enda varla á mínu færi að rekja það út í hörgul, en • ýmsir hafa ritað um þetta, til að mynda Árni Óla rithöfundur og ýmsir fleiri. Það var út af fyrir sig skiljanlegt að sjómenn sæktu í lönd við Vestur- götuna undir hús sín og bæi, því þeir vildu hafa sjávargötu skamma. Gömlu skútuskipstjórarnir og afkom- endur þeirra mynduðu þann kjarna, sem oft er í gamni og alvöru nefndur Vesturbæjaraðallinn. Ekki vegna eigna sinna eða umhverfis, heldur þykir þetta fólk hafa tamið sér sér- stæðan lífsstil og verið trúrra hefð sinni og uppruna en aðrir menn. Hér hækkaði húsaleigan slðast, sagði meistari Þórbergur. Hinar ytri að- stæður til góðs eða ills náðu hingað seinast. Kreppan og þytvindar stríðs- gróðans sneyddu hér að mestu hjá garði og Vesturgatan varð sjómanna- gata. Gaman er því að rifja upp fáeina fbúa hennar, er settu svip sinn á götuna, á samtíð sína um og upp úr aldamótum, allt til vorra daga. Fyrst skulu þá talin Hlfðarhús. Þótt þar byggju helzt tómthúsmenn og útvegsbændur, fremur fátækir flestir, er þaðan margt merkra Reykvfkinga komið. Frægastur er ef til vill Jón Ólafsson frá Hlíðarhúsum. Hann stundaði hér mikla útgerð og lét bæj- armál mikið til sín taka. Hann var einn af hluthöfunum f Fanney, fyrsta þilskipinu, sem Reykvfkingar eignuð- ust. Annars voru tveir nafnar f Hlfðar- húsum, sem oft er ruglað saman. Hinn var Jón Þórðarson í Hlfðarhús- um, sonur Þórðar borgara í Borgara- bænum. Þórður borgari Guðmunds- son var hafnsögumaður og einn af þeim fyrstu, erfengu borgarabréf hér í bænum. Bær hans stóð þar sem nú ereitt Ijótasta port f Reykjavík, bak við Glasgow-lóðina. Þar sem bærinn stóð stendur nú ryðbrunninn skúr. Þórður þessi átti sex börn, fimm syni og eina dóttur, Björgu, er siðar giftist Jóhannesi Zoéga, bróður Geirs Zoéga. Synirnir voru Guðmundurá Hóli, Jón í Hiíðarhúsum, Péturf Odd- geisbæ, Þorkell í Grjóta og Sigurður f Steinhúsinu. Jón Þórðarson frá Hlíðarhúsum gerði út fjölda opinna skipa frá Reykjavík og hann varð að reisa Vest- urgötu 21 A til að geta hýst alla sjómenn sina. Frá Þórði borgara eru komnar miklar ættir f Reykjavík. í Hlfðarhúsum bjó Jónas smiður faðir þeirra bræðra Ársæls kafara og Þórhalls heitins Jónassonar stýri- manns, sem lengi vará strandferða- skipunum. Ársæll kafari samdi og gaf út „Verklega sjóvinnu", eina ágæt- ustu bók, sem út hefur komið á fslenzku fyrir sjómenn. Þá fæddist f Hlfðarhúsum Þórður Ólafsson, faðir Sigurðar heitins Þórðarsonar, tón- skálds og stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur. Þá var Sighvatur Bjarna- son bankastjóri ættaðurfrá Hlíðarhús- um. Þannig geta margir rakið ættir sfnartil Hlíðarhúsa og það margir merkustu menn. Á Vesturgötu 26 átti heima Geir Sigurðsson skipstjóri. Þjóðkunnur maðurá sinni tíð, f. 8. sept. 1873. Geir Sigurðsson var fæddur f Hjörsey á Mýrum, sonur Sigurðar bónda þar og oddvita, Jónssonar. Sigurður missti allan bústofn sinn f fjárfellinum frostaveturinn mikla 1881 og flutti þá til Reykjavfkur með konu og barnahóp, eignalaus með öllu. Geir var einn greindasti sjómaður í Reykja- vík og skrifaði frábæra rithönd. Hann átti um árabil sæti í stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Öldunnar og var lengst af ritari, einnig varð hann eins konar upphafsmaður síldveiða fyrir Suðurlandi síðla vetrar og á vorin. Ævisögu hans ritaði Thorolf Smith fréttamaður. Á Vesturgötu 29 átti heima Ottó Nóvember Þorláksson. Hann var skip- stjóralærður, en sóttist ekki eftir frama á sjó, heldur helgaði verkalýðs- hreyfingunni ævistarf sitt. Hann varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.