Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 15
hugskoti 4ood]| jillen HJÁLPAÐU A1BR, L/EKMR! Tþú UERÐUP A£> É6ELSKA Tl/ÆR KOKUK. ) SK/L/Ð U/Ð ALLARKONU, 6ÖRU 1/EóMA G'AFVA HBNN*RAö6 6fíN6A f f(LAU6WR/ 06L'ARU VE6UA ki/axtar/a/s- Æbi inmzr © KiflR Pt H/ZTTU V/£> L'ARU. SARA ER<AREIE>AHLE6A SÚ RÉTTA F/RlR þ/6. ffL H'ARIE)! GOTTAE> K/FEA HARA • „AFHVER/U ER.U SUMAR, KOh/UR S/ETAR06 SAFflRIK- AR 06 A0PAR EMS 06 SÍLP íRJÓMASÓSU?" VEKEU/HUER TIL6AU6UR ME9 \ LÍFIMU, 06 EFSVÚER, AF HVERJU FRU, STUTTU PlLSllV 1 ^uKOMUV U^TISKU? |||| 1 0 Km Kutum ■ynttCAt*. me.. IIN. WM §1 | vYoopy Dul- skyggni barna Framhald af bls 11 til Laxárdals er hann leit bæinn í fyrsta sinn, mörg gulmáluð stafn- þil I iðgrænu túni. En svo varð honum litið á Dalsbjargs brúnina, austur frá bænum, og var eggin kolsvört og skuggaleg að sjá og skaut hún honum óljósum skelk í bringu. Helgi spurði hvernig hon- um litist á nýja dvalarstaðinn, og svaraði Sigurður hikandi, að hér væri staðarlegt heim að líta, „en brúnin á dalnum er óþolandi esp“. Helga þótti svar dregnsins undarlegt og skildi það ekki, og Sigurður gat þá ekki útlistað það nánar. Nú leið og beið og var útengja- sláttur burjaður fram á Inndaln- um. Þá var rigningatíð. Kýrnar héldu sínum vana, að láta leita að sér á hverju kveldi. Eftir einn rigningardaginn fór Sigurður holdvotur að leita þeirra. Skyggni var slæmt og varð hann að fara viða og kom ekki heim með þær fyrr en klukkan tvö um nóttina. Guðrún vinnukona beið eftir hon- um og var nú f illu skapi og húð- skammaði hann fyrir leti og ómennsku. Sigurður svaraði henni engu. Hann var skjálfandi af kulda og flýtti sér heim og inn f baðstofu. Ætlaði hann að snarast sem fyst úr bleytunni og komast upp f mjúkt og volgt rúmið. En rétt f því að hann byrjar að rífa af sér blautu fötin, sá hann bregða fyrir hjá rúmgaflinum hryllilegri mynd af mannshöfði. Var andlitið nábleikt og teygt, eins og það væri afmyndað af óstjórnlegum kvöl- um. Við þessa sýn greip Sigurð geigvæn hræðsla, svo að hann hentist í loftköstum aftur að gaflaði baðstofunnar og faldi hann sig f skoti sem þar var. Þar áttaði hann sig að nokkru, herti upp hugann og gekk aftur að rúm- inu. En þar blasti við honum sama afmyndaða andlitið sem áður og jafnvel enn hræðilegra en fyrr. Sigurður hentist þá í ofboði aftur f skotið og beið þess þar skjálf- andi og titrandi af kulda og hræðslu, að Guðrún kæmi inn, en þá hugsaði hann sér að komast f rúmið hundanna, sem var aftan við rúm Guðrúnar, því að þar myndi hann hafa næga hlýju af hundunum. Þegar Guðrún kom inn, hóf hún þegar að afklæðast. Þá skreiddist Sigurður fram úr skotinu, og er hún sá hann, féllust henni fyrst orð og hendur af hræðslu. Þegar hún sá hver þetta var, hóf hún upp raust sína og var heldur há- værari en vera bar innan um sof- andi fólk: „Hvað er að þér strákur, ertu að leika draug?“ „Alltaf ferðu vers- nandi og endar með því að verða vitlaus." Við þetta vaknaði Jónas og var ekki mjúkur á mannnn: „Láttu strákfjandann eiga sig, okkur má standa á sama þótt hann drepist." Sigurður bað þau vera róleg, því að hann ætlaði að hreiðra um sig milli hundanna. Þetta gerði hann svo og leið sæmilega hjá þeim um nóttina, þvf að þá fór úr honum hræðslan og skjálftinn. Morguninn eftir vaknaði Sig- urður f hundabælinu um fóta- ferðartíma og fannst sem hann hefði náð sér aftur. En nú blasti við ný skelfing. Hann sá hvar Margrét stóð hjá rúmi Sæmundar og hélt um höfuð hans, en hann var með ógurleg uppköst og eng- dist sundur og saman af átökun- um við að kúgast. Sæmundur steig ekki á fætur eftir þetta. A fimmta veikindadegi hans voru þau vinnuhjúin og Sigurður send inn á dal að snúa hey- flekkjum. Var þá brakandi þerrir og heitt í veðri. En vinnutíminn varð ekki lengri en nokkuð fram yfir nón. Þá kom Guðrún Jónas- dóttir að heiman send að biðja þau að koma þegar heim, því að Sæmundur vildi kveðja þau hinstu kveðju, hann væri nú við andlátið. Þá fór Sigurður að gráta og starði nú á dalseggina svörtu, sem þegar hafði boðað honum þessa fregn er hann leit hana í fyrsta sinn.„Brúnin á dalnum var óþolandi esp.“ Þau brugðu skjótt við og fóru heim, en þegar Sigurður leit á andlit hins deyjandi manns, hnykkti honum mjög við, þvf að þarna sá hann sama andlitið og hann hafði séð á rúmgaflinum skömmu áður, afmyndað af þján- ingum. Sæmundur dó meðan þau stóðu yfir honum. Þegar útför Sæmundar var gerð, sá Sigurður aftur sömu sjón- ina, er hann hafði séð við traðar- hliðið skömmu áður. Líkkista var settþverbaka á Grána Sæmundar. Lfkfylgdin gekk á eftir kistunni eftir tröðunum og sfðan eftir götutroðningunum út f Árdalinn. Við húskveðjuna hafði Einar bróðir Sæmundar leikið á orgelið og hann var sá eini, sem gripið hafði f það sfðan Sigurður heyrði orgeltónana nóttina góðu. Húsráðendur í Laxárdal voru þá Sæmundur Einarsson og festarkona hans Margrét Svein- bjarnardóttir. Þar voru í heimili Rannveig móðir Sæmundar, „og var ætfð eins og ljós, hljóð og rólynd". Um Sæmund sagði hann að hann hefði reynst sér sem besti bróðir, en Margrét hefði verið sér „sem indælasta rnóðir". Hjón, sem höfðu flosnað upp frá búskap, voru þarna í vinnumennsku. Hét konan Guðrún Jónsdóttir, en mað- urinn Jónas Jónsson. Þarna var lika annað veifið dóttir þeirra, er Guðrún hét og geðjaðist Sigurði vel að henni, en miður að for- eldrum hennar. Húsakynnum lýsti Sigurður þannig: I sérstakri stofu hafði Rannveig aðsetur sitt. Þar var or- gel og sagði Sigurður að það hefði verið mestu unaðsstundir sfnar er hann sat þar, og Sæmundur lék á orgelið og söng. Aftur af þessari stofu var baðstofan og þar svaf allt hitt heimilisfólkið. Tveir litlir hliðargluggar voru á baðstofunni, en þó var hún nógu björt. Þar inni voru fjögur rúmstæði. I innra rúminu vinstra megin svaf Mar- grét, svo var rúm Sæmundar og hjá honum svaf Sigurður. 1 innra rúminu hægra megin sváfu þau hjónakornin Jónas og Guðrún, en rúmið aftan við þau var ætlað hundunum, en þeir voru tveir. Nú leið fram að túnaslætti. Þá smfðaði Sæmundur forláta hrífu handa Sigurði, og fannst honum nú sem hann væri maður með mönnum. Þegar fór að verða skuggsýnt á kvöldin, kom það f hlut Sigurðar að sækja kýrnar, því að þá hættu þær að koma heim sjálfkrafa. Varð Sigurði oft Ieit að kúnum, einkum ef þoka var og illviðri, og kom þá stund- um ekki heim með þær fyrr en komið var fram yfir háttatíma. Guðrún Jónsdóttir varð þá að vaka eftir honum, því að hún átti að mjólka kýrnar. Var hún þá jafnan óblfð á manninn, er henni þótti hann koma seint. Nú var það eitt kveld, að honum gekk illa að finna kýrnar, en þegar hann var kominn með þær heim undir bæ, sá hann að maður stóð úti f túni við slátt. Gladdist hann við þetta og þótti sýnt að ekki væri jafn framorðið og hann hefði ætlað. En Guðrún var ekki mjúk á mann- inn og meðal annars sagði hún: „Hengslastu strax inn i bólið þitt, svo að þú sért kominn í það áður en dagur rennur." Þá mælti Sig- urður: „Ég ætla fyrst að skreppa út á tún til Sæmundar, hann stendur þar við slátt." Þá um- hverfðist Guðrún: „Hver andskot- inn er í augunum á þér strákur? Þar er enginn maður og Sæmund- ur er sofnaður fyrir lögnu. Snáf- aðu heim og þá geturðu séð það sjálfur.” Sjá nœstu I síöu /^j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.