Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 8
„Hér slitu merki- legir menn upp rófur og stungu upp kartöfiugarða í æsku sinni. Menn sem síðar slitu upp þorsk í þúsundatali á gufuknúnum trollurum” Ingimundur Jónsson verkstjóri byggði á sinum tíma húsið Holts- gata 5, sem myndin er af. Ingimundur byggði þetta hús á lóð æskuheimilis síns líklega kring- um 1 895, en Ingimundur var fædd- ur i litlum bæ að Holtsgötu 3. Sá bær hefur nú verið rifinn fyrir löngu. Ingimundur byggði siðan stór- hýsið Holtsgata 1 og þar býrekkja hans Helga Jónsdóttir. Ingimundur seldi Holtsgötu 5 þegar hann byggði Holtsgötu 1 og hafa margir Reykvikingar búið i húsinu siðan. sargaði í vegginn með naglanum sæj- ust vel. Fór maðurinn á brott, en kom von bráðar með blýant og blað og rétti mér. Þetta var Thor Jensen, sá merki maður. Það var nú ekki æsingurinn þar. Einsog áður er sagt, vorum við mjög fatæk. Það var kannski ekkert einsdæmi í þá daga, að fólk væri fátækt. Ekki minnist ég þó þess, að við værum oft svöng, eða hefðum ekki að borða, en það var vissulega algengt í þá daga, þegar um var að ræða fátæk heimili. Matarforðinn var jú, sem allt snerist um, og þegar illa áraði í garðrækt og til sjávar, þá var ekkert til að grípa. Þó vissi ég til þess, að mamma svelti sig til þess að börnin hennar hefðu nóg. Þetta er átakanlegt og maður hugsar til þess með beiskju og sársauka, en svona var þetta. Hún var kjarkmikil kona og þetta blessaðist hjá okkur með góðra manna hjálp. Það er ekki verri tilgáta en hver önnur að halda þvi fram að Vestur- bærinn hafi byggst vestur Vestur- götu, sem talin var „gata út úr bæn- um" Ef til vill nær maður hóflegu sýni með því að skoða Vesturgötuna dálít- ið nánar, athuga hverjir bjuggu þar og hvað þeir höfðu fyrir stafni. Þórbergur Þórðarson, rithöfundur bjó lengi á Vesturgötu 35. Hann segir einhvers staðar að svo sannir aðal- menn hafi leigt honum út, að húsa- leigan varaldrei hækkuð, þótt verð- lag stigi risa skrefum. Kannske var hann fyrstur manna til þess að nefna Vesturbæinga aðal. En svo aftur sé vikið að Vesturgöt- unni, þá ritaði ég einu sinni langt mál um Vesturgötuna eftir gömlum sjómanni og þar segir m.a. á þessa leið: Sjá bls. 10. VESTURBÆRINN þar bjö vammláust fölk, tormenn sem drukknuðu í Faxabugt skilvíslega liggur manni við að segja og Oddgeirsbær, öðru nafni Fram- nesvegur 6 var eitt elsta húsið I vesturbænum og Hklega eini heil- legi bærinn sem telja má frá viss- um tlma í atvinnusögu Reykjavik- ur. Hér bjuggu útvegsmenn, sem réru á opnum skipum, höfðu dálitla grasnyt og kindur og ef til vitl hesta, en fyrst og siðast skip i nausti, sem þeir réru á til fiskjar. Smábátaútvegurinn stóð með miklum blóma fram á þessa öld og Oddgeirs- bær var rifinn í janúar allt fram undir 1 936 var róið úr Xitræðum þar sem nú liggur malbikað stræti meðfram sjónum, Hringbraut i framlengingu út á Granda. Oddgeirsbær var byggður i nú- verandi mynd árið 1874, konungs- komuárið, þegar Þórður Pétursson sjósóknari gifti sig. Þá var núver- andi hús reist milli veggja tveggja sjálfstæðra húsa, sem menn vita ekki hversu gömul voru. Á neðri hæðinni voru þrjú her- bergi og eldhús og sama rými var uppi, þótt heldur væri það þrengri ibúð. Húsið var frá upphafi að mestu f eign sömu fjölskyldunnar. Þórður Pétursson réri úr Sels- vör og áttu þeir í Oddgeirsbæ tvö skip lengi vel. Fiskurinn var verk- aður heima i fiskhúsi og breiddur á reit. Þessu fylgdi mikil atvinna og hafði úrslita þýðingu fyrir við- gang bæjarins. Sumar þessar útgerðarstöðvar eins og t.d. Hliðarhús (við Vestur- götu) voru miklar starfsstöðvar, en ekkert hefur varðveist af minj- um frá þessari miklu útgerðar- stöð, þótt ýms hús, dönsk, séu ofarlega á blaði húsafriðunar- manna. Og t síðasta mánuði var Oddgeirsbær malaður niður því þar á að risa blokk. „Menn h helzt ek flutt héc lifandi”

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.