Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 13
Guðrún Jóhannsdóttir Hækkandi sól Við göngum mðt hækkandi sól, sól, sól og sjáum hana þýða alt sem kól, kól, kól. Enn á ný göngum við búend- ur þessarar litlu eyju norður undir heimskauti mót hækk- andi sól, daginn er farið að lengja, skammdegið á undan- haldi. I margar aldir hafa íslend- ingar beðið þessara tfmamóta með ómældri þrá. Vetrarsól- hvörf það hljómar alltaf jafn yndislega f hugum okkar, það léttir skapið þvf við vitum að senn lifnar allt að nýju af vetr- ardvalanum. En fyrr á öldum var þetta orð þýðingarmeira tslendingum en nú f dag, það bar með sér sjálft Iffið fyrir okkar hrjáðu og vanmáttugu þjóð, sem sveipuð var myrkri f aldaraðir. Við sem nú lifum, getum tæpast gert okkur f hugarlund hvað myrkrið gat orðið svart, þegar ekki var einu sinni hægt að kveikja ljós, en við ættum að geta skif- ið hversu mikils virði birtan var þessu fólki, hún endur- nærði einnig hið innra. Sálar- Iffið styrktist og elfdist til stórra muna við sólarljósið sem aðeins roðaði hæstu tinda en það boðaði meiri birtu og lengri dag innan tfðar. Þvftfk gleði hlýtur það að hafa verið þegar sólargeislinn lék létt um vanga þar sem set- ið var f gömlum bæ undir súð með svo smáum gluggum, að blessuð sólin næstum þurfti að þrengja sér þar inn og spyrja með sinni alkunnu hógværð hvort hún mætti tylla sér andartak á súðina, bara rétt efst til að byrja með. ÖII eigum við það sameigin- legt að við erum að leita ham- ingjunnar. Við ferðumst óra- vegu og leggjum á okkur ómælt erfiði, við krefjumst og heimtum hver af öðrum meiri Iffsgæða, við stingum jafnvel sjálfsvirðingunni f kofforts- andraðann og geymum hana þar þangað til seinna ef okkur dytti f hug sem alsendis er óvfst að taka hana til handar- gagns. Þetta er trúlega bara mann- legt. Ég er ekki fær um að dæma það, en stóra spurningin er, ef við gefum okkur tfma til að hugleiða hana. Er þetta f raun og veru hin sanna ham- ingja. Leggjum við ekki of mikið uppúr glysi og prjáli, jafnvel óheiðarleik til að öðl- ast hamingju? Væri ekki rétt að fhuga vfsukornið að tarna; það skyldi þó aldrei vera að ekki reyndist sannleikur f þvf: — Hamingjan býr f hjarta manns höpp eru ytri gæði Dyggðin ein má huga hans hvfla og gefa næði.— Og hvað er svo það sem veit- ir mesta gleði og ánægju f lff- inu, það er svo ótal margt. Ein- hvern veginn finnst mér það hljóti að vera ðsegjanlega mikilvert að geta gefið öðrum lftið brot af sjálfum sér; þess- ari tilfinningu gefum við helst útrás f sambandí við lftil börn þar birtist öll okkar elska og umhyggja, kannski fyrir það, að við þurfum ekki að óttast að barnið geri gys að okkur. Það þarfnast ástar og kærleika og það sem meira er það endur- geldur okkur það. Þetta er lfka engin sýndarmennska. Litla sonardóttir mfn gaf mér dýr- mætustu jólargjöfina á sfðustu jólum, bara með þvf að brosa og horfa á mig fufl sakleysis og trúnaðartrausts. Barnið hefur ekkert annað til að gefa og þvflfk hamingja sem það gefur okkur. Mætirðu vini þfn- um á götu, gefðu honum þá ofurlftinn hluta af sjálfum þér. Það er alveg ótrúlegt hverju glaðlegt viðmót og hlý- legt orð getur áorkað. Þær eru áreiðanlega ekki útf hött þess- ar Ijóðlfnur Einars Ben: „Er nokkuð jafn helsnautt f heims- ins rann og hjarta sem aldrei neitt bergmál fann“, eða þetta: „Eins getur eitt kærleikans al- mættugt orð fshjarta kveðið frá dauðum“. Það væri synd að segja að þeir væru ekki margir gim- steinar fsfenskrar ljóðlistar. Voru það lfka ekki einmitt þessi fögru og kraftmiklu Ijóð aldarmótaskáldanna, sem vöktu með þjóðinni þann eld- móð og baráttuvilja, sem fyfti henni upp yfir gráan hvers- dagsleikann f átt til betri daga, bættra lffskjara og þess frelsis sem hún þráði. Já sannarlega höfum við fengið frelsi. Við tölum fjálg- lega um sjáifstæði, þjóðarstolt og fleira. En meðan við lifum eins hátt og raun ber vitni um, finnst mér við ættum að láta þjóðarstoltið f það minnsta liggja á milli hluta. Þjóðin, það ert þú og ég. Það eru ekki bara framámennirnar f þjóð- félaginu sem móta þjóðina; það eru Ifka vað og ekki hvað sfst. Og meðan styrkir og bænafé er það, sem setur mark sitt á lifnaðarhætti hárra og lágra, álft ég að frelsinu sé einnig hætta búin. Við erum nefnilega ekki það heppin, að enginn vilji eiga tsland. Það gæti komið til mála þegar búið er að veðsetja fleiri kynslóðir fram f tfmann, að við gætum ekki staðið við skuldbindingar sem misvitrir menn hafa ætfað þjóðinni að standa undir. Það skeði fyrir langa löngu að Kristján III. Danakonungur ætlaði að láta Englandskonung hafa tsland upp f skuld. Is- lendingar voru þá svo heppnir að enginn fengur þótti f land- inu og þaðan af sfður f þraut- pfndri þjóð, svo þvf var hafn- að. Nú vitum við öll, sem kom- in erum ofurlftið til ára, að það mundi enginn slá hend- inni á móti tslandi uppf skuld, svo mikilvægt sem það nú er. Þjóðmálaskörungar okkar f dag hvar f flokki sem þeir standa, mega gjarna vita og skilja að almenningur er ekki með bundið fyrir bæði augu og leggur ekki blessun sfna yfir hvað sem er. Það er óum- deilanlega fskyggilegur halli á vogarskál þjóðfélagsins. Um áramót eru uppgjör skatta og skyldna, ekki bara f þjóðfélag- inu heldur lfka hið innra með okkur sjálfum. Um hver ára- mót ætlum við að bctrumbæta lifnaðarhætti okkar og verða betri og nýtari borgarar, og öll vonumst við til að hljóta meiri hamingju og meiri Iffsgæði. En skyldi þetta hvortveg'gjs ekki eínmitt vera nær en okk- ur grunar. Að vfsu þarf að koma til annað mat á lffshátt- um okkar. Við þurfum að fara f koffortshandraðann og ná f hluti sem þar hafa rykfallið allt of lengi. Manngildið og sjálfsvirðinguna. Jón Hjartarson KYN- SLÓÐA- BIL MorgunblaðiS 11. janúar 1 977. „Greinarhöfundur telur mikla óhæfu að leigja útlendingum íslensk- ar laxveiðiár, ég er honum ekki sam- mála um það, ég tel það eðlilegt, enda veitir ekki af að fá þann gjald- eyri sem hægt er í þjóðarbúið." Signerað Veiðifélag Laxdæla Elts G. Þorsteinsson Hrappsstöðum. BÆNDAMENNING Laxá f Dölum er leigð öllum nema Islendingum. HAGMÁL Undanrennuduft er útflutningsvara ef uppbæturnar borga sig. GJALDEYRIS- TEKJUR Lóan er 300 grömm. Kanski vilja Ameríkanar étana Elis. ef áfengisneyslan lokar henni ekki. Nú eru viðhorfin þau til áfengis, að það er eins og hvíslað sé úr hverju skoti: „Kjóstu mig". Væri framboðið minna og viðhorfin önnur, er liklegt að fjölda fólks gengi betur að finna sjálft sig og leiðina til farsæls lífs. Persónuþroska mannsins er ekki lokið, þó að hann komist I tölu fullorð- inna. A fullorðins árum byrjar maður- inn með vissum hætti nýtt líf, þvi að nýjar aðstæður verða til (starf, fjöl- skylda, þátttaka i félagslifi, sam- félagsleg ábyrgð), sem taka þarf af- stöðu til og fella að þeirri sjálfsmynd, sem fyrir er. Endanleg lífsstefna og lifsviðhorf mótast sjaldnast að fullu fyrr en komið er alllangt fram á fullorðinsár, enda er naumast raun- hæft að slíkt gerist fyrr. Ef undirstað- an er traust og aðstæðurnar, sem fengizt er við ekki tiltakanlega flóknar eða nýstárlegar, eru verkefni sem þessi yfirleitt viðráðanleg. En fyrir getur komið, að þau séu þess eðlis, að þau verði mörgum um megn. Afleiðing þess verður, persónuleikinn nær aldrei þeirri festu, sem æskilegt væri, og getur það lýst sér í ýmsum myndum m.a. í óeðlilega mikilli áfengisnotkun. Margt bendir til þess, að skilyrði fullorðinna hér á landi til að „Ijúka" persónuþroska sínum hafi verið eink- ar slæm á siðari áratugum, raunar allt frá því snemma á fimmta áratugnuijn Þar á ég við þær gifurlegu breytingar, sem hafa átt sér stað í þjóðfélagi okkar, og má nefna þess fáein dæmi. Öll hlutföll milli hefðbundinna at- vinnuvega hafa raskazt, nýjar at- vinnugreinar hafa risið upp, ný tækni og vinnuaðferðir hafa komið til sög- unnar. Við höfum búið við sifellda verðbólgu allan þennan tíma. Þjóðin hefur tvöfaldast að höfðatölu. Miklar tilfærslur hafa orðið milli stétta, og miklir flutningar milli landshluta og byggðarlaga. Upplýsingastreymi bæði innan lands og við önnur lönd hefur stóraukizt og gjörbreytzt. Augljóst má vera, að öll þessi ósköp hafa mikil áhrif á þá kynslóð, sem var að ná fullorðinsaldri á fimmta áratugnum og nú er hin ráðandi kyn- slóð. Hún lifir t bllt öðrum heimi en þeim, sem hún ólst upp t. Við henni blasti sú staðreynd að þurfa að takast á við verkefni, sem hún var alls ekki búin undir að mæta og þar sem enga leiðsögn var að fá frá hinum eldri. Hvernig hefur henni tekizt að leysa þau verkefni,- sem féllu i fang hennir Sjálfsagt misjafnlega vel. Vissulega hefur allmörgum einstaklingum tekizt að gera upp hug sinn og finna fót- festu i hinu mikla ölduróti, þó að hinir séu áreiðanlega mun fleiri, sem eiga enn ólokið meiriháttar verkefnum. Sé þetta rétt, ætti það að setja svip sinn á þjóðfélagslífið. Við skulum litast örlítið um. Hefur t.a.m. tekizt að finna nýtt gildismat á öllum þeim sviðum, þar sem hið fyrra hrundi? Hefur þjóðfélagið og þegnar þess fengið siðferðislega festu? Hafa myndazt reglur um samskipti manna? Hafa viðhorf til fjármála fengið fastan grundvöll? Hafa menn komið sér saman um réttláta stéttaskipan? Öll þessi atriði eru einkar mikilvæg, og skýr og ótviræð viðhorf eru hverjum manni nauðsyn. Erfitt er að hugsa sér mótaða lifsstefnu án þess að afstaða sé tekin. En því miður er það kunnara en frá þurfi að segja, að siðferðisleg upplausn er harla almenn. Mæli- kvarði rangs og rétts er æði reikull. Samskipti manna eru óörugg, t.a.m. vitum við ekki lengur hverjum (eða hvort) við eigum að þéra eða þúa eða hverjum við ættum að sýna virðingu öðrum fremur. Og ekki eru viðhorfin til fjármála á föstum fótum. Allir vita að heimskulegt er að spara, en er þá að sama skapi viturlegt að eyða? Um fátt er meira deilt en réttláta stétta- skipan, þ.e.a.s. þann kapítula, er að launamálum snýr. Mér virðist litill botn hafa fengizt i þau mál og ekki hilla undir lausn. Nú er það að sjálfsögðu ekki nema eðlilegt að breytingar, sem eru bæði hraðar og viðtækar valdi erfiðleikum. Það er ekki annað en við má búast. En afleiðingarnar fara að líkindum mikið eftir því, hver viðbrögð ein- staklinganna eru við hinum breyttu aðstæðum. Hér virðast algeng við- brögð hafa verið þau, að slá sem flestu á frest, láta hverjum degi nægja sína þjáningu i tiltölulega áhyggjulausu kæruleysi. Af þessu hlýtur að leiða visst andlegt tóma- rúm, hugboð um fánýti og tilgangs- leysi allra hluta. Þetta tómarúm er svo reynt að fylla með mikilli ástund- an skemmtana og áfengisneyzlu. En það eru til aðrar og betri leiðir, einkum þær sem fólgnar eru i skiln- ingi á þvi hvernig vandamál einstakl- ings og samfélags eru samflettuð, og þvi samfara virk afstaða og þátttaka i mótun samfélagsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.