Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 2
Persónu-
þroski
°g
ofdrykkja
Glíma við ráðgátur, vanda og verk-
efni er tryggur fylgifiskur mannlegs
lífs. í raun má segja, að flestallar
athafnir mannsins, — ef þær á ann-
að borð bera í sér eitthvað nýtt, —
krefjist endurskoðunar á venjum,
hugmyndum og aðferðum og leiði til
breyttra sjónarmiða og afstöðu. Þetta
er eðli alls lifs.
Frá uppeldislegu sjónarmiði, og í
því samhengi sem hér um ræðir, er
vert að hugleiða, hvernig persónu-
leiki mannsins mótast í þessu tilliti.
Barn er i fyrstu ósjálfstætt og háð
foreldrum sínum, vegna bjargarleysis
sins. Ætlazt er til, að það verði smátt
og smátt sjálfstæðara og virkara og
taki aðlögun sína meira og meira i
sinar hendur, unz það að lokum sem
fullorðinn einstaklingur er fært um að
ráða ráðum sínum og standa á eigin
fótum. Hafa verður þó i huga, að hér
er sett fram líkan að stefnu og loka-
marki persónuþroska, sem samsvarar
tiltekinni þjóðfélagsgerð. Önnur líkön
eru og til, sem henta annars konar
þjóðfélagsháttum. Til þess að ein-
staklingi farnist vel í þjóðfélagi okkar
og öðrum ámóta, þarf hann að vera
tiltölulega sjálfstæður, treysta getu
sinni innan skynsamlegra marka,
hafa til að bera sjálfsvirðingu og ríka
tilfinningu fyrir þvi að honum beri að
marka stefnu lífs síns og leysa þann
vanda, sem upp kemur í einkalifi og
samskiptum við aðra. Sá maður trúir
eða treystir ógjarnan á kraftaverk eða
tilviljanir, og hann hefur litla hneigð
til að kenna öðrum um, þótt sitthvað
gangi verr en skyldi. Samfara þessu
þarf tilfinningalif mannsins að vera i
sæmilegu jafnvægi: hann þarf að
njóta sin í samskiptum við aðra og
geta látið aðra njóta sin. Og afleiðing
alls þessa er „lífsnautnin frjóva ', eins
og skáldið kvað.
Allir vita, að marki sem þessu er
sjaldnast náð til fullnustu. Þetta er þvi
ekki annað en hugsjón um velþrosk-
aðan persónuleika. Fjölda margir eru
þeir, sem alla tíð eru ósjálfstæðir og
öðrum háðir. Þeir sem vantreysta
getu sinni og komast ávallt í varnar-
stöðu andspænis erfiðleikum. Þung-
bært er í slikum tilvikum að taka
sjálfur á sig sök ófara og misheppn-
aðrar lifsstefnu og nærtækt fyrir
þann, sem skipar sjálfum sér lágan
sess, að lita svo á að öll vandamál séu
utanfrá komin, öðrum að kenna, háð
tilviljunum eða sprottin frá meinleg-
um örlögum. En innra fyrir býr samt
engu að siður sú sára og niðurlægj-
andi tilfinning, að maður hefði átt að
gera betur, standa sig betur.
Líf sem þannig er markað, er ekki
hamingjusamt lif, þvi að það er lif á
flótta, lif í vörn. Út úr ógöngum sem
þessum er aðeins ein leið rétt. Hún er
fólgin í auknum skilningi á sjálfum
sér, stöðu sinni og stefnu og átaki til
breytinga í kjölfar sliks skilnings. Sé
persónuröskunin ekki mjög rótgróin
og ekki mjög viðtæk, tekst þetta
stundum ýmist án eða með utanað-
komandi hjálp.
En ef aðeins ein leið er rétt, eru
margar rangar þar sem hætta er á að
menn festist í kviksyndi vandamála.
Það er ekki á minu færi, að rekja allar
þær slóðir um vegleysur lífsins, enda
ekki viðfangsefni þessa greinarstúfs.
En benda má samt á fáeinar blindgöt-
ur. Sú hættulegasta er eflaust algjör
uppgjöf. Menn gefast upp á vanda
lifsins og binda beinlínis enda á það
eða snúa baki við því og hrapa niður í
myrk djúp geðveikinnar, þar sem öll
sjálfsábyrgð hverfur. Hættuminni leið
er taugaveiklunin i öllum sínum fjöl-
breytilegu myndum og stigum. Henni
fylgir oftast viss takmörkun á athafna-
sviði manna, viss vernd, sem keypt er
við verði margvislegra þjáninga. Þá
er og sjálfsblekkingin nauðatið. Stað-
reyndum er afneitað eða þær eru úr
lagi færðar; falskar vonir eru gefnar
sjálfum sér og öðrum; afrek eru upp-
diktuð, ýkt eða stilfærð.
Nú er það ofurskiljanlegt, að fólk,
sem er meira og minna sundrað i
persónuleika sinum, tvirátt og kviðið,
öryggislaust og ósjálfstætt, vantreyst-
ir sjálfu sér og vanmetur, leiti mest til
þeirra lausna, sem næstar eru hendi,
algengastar og mest boðnar fram.
Sérhvert samfélag manna hefur upp
á talsvert safn slíkra lausna að bjóða.
Sumar eru góðar og gagnlegar, aðrar
miður æskilegar og enn aðrar afleitar.
Sem dæmi úr okkar þjóðfélagi má
nefna, að til skamms tima var vinnan
talin „allra meina bót". Þá hefur trúar-
iðkun löngum verið hefðbundin leið
til lausnar á lífsvanda. Skemmtiiðnað-
urinn býður mönnum uppá ótal leiðir
til að gleyma sjálfum sér. Og i tengsl-
um við skemmtanir eða sérstaklega
er áfengi og notkun deyfilyfja ein af
hinum þekktari leiðum. Þar á áfengið
sér langa sögu sem gleðigjafi. Hin
almenna notkun þess byggist að sjálf-
sögðu á því að það deyfir um stundar-
sakir andlegan sársauka, dregur úr
kvíða, losar um spennu og eykur
sjálfstraust. En eins og allir vita, er
áfengisnotkun hættuleg leið. Þær
vonir, sem Baccus gefur eru falskar.
Hann gerir menn háða sér og getur
auðveldlega steypt þeim í glötun. Öll
þau fyrirheit, sem hann gefur snúast
fyrr eða síðar i andstæðu sína.
Einmitt vegna þessarar miklu hættu,
sem fólgin er í notkun áfengis fyrir
þann mikla fjölda fólks, sem hér um
ræðir, er ískyggilegt hversu viðhorfin
i þjóðfélaginu halda þessari gervi-
lausn fast að fólki. Einkum er hættan
mikil fyrir unglinga, sem ekki hafa
glimt til fullnustu við erfiðustu krepp-
ur persónuþroskans. En allur þorri
þeirra ætti að geta fundið rétta leið,
ef áfengisneyslan lokar henni ekki.
Nú eru viðhorfin þau til áfengis, að
það er eins og hvislað sé úr hverju
skoti: „Kjóstu mig". Væri framboðið
minna og viðhorfin önnur, er llklegt
að fjölda fólks gengi betur að finna
sjálft sig og leiðina til farsæls lífs.
Persónuþroska mannsins er ekki
lokið, þó að hann komist í tölu fullorð-
inna. Á fullorðins árum byrjar maður-
inn með vissum hætti nýtt lif, því að
nýjar aðstæður verða til (starf, fjöl-
skylda, þátttaka i félagslífi, sam-
félagsleg ábyrgð), sem taka þarf af-
stöðu til og fella að þeirri sjálfsmynd,
sem fyrir er. Endanleg lífsstefna og
lífsviðhorf mótast sjaldnast að fullu
fyrr en komið er alllangt fram á
fullorðinsár, enda er naumast raun-
hæft að slikt gerist fyrr. Ef undirstað-
an er traust og aðstæðurnar, sem
fengizt er við ekki tiltakanlega flóknar
eða nýstárlegar, eru verkefni sem
þessi yfirleitt viðráðanleg. En fyrir
getur komið, að þau séu þess eðlis,
að þau verði mörgum um megn.
Afleiðing þess verður, persónuleikinn
nær aldrei þeirri festu, sem æskilegt
væri, og getur það lýst sér i ýmsum
myndum m.a. f óeðlilega mikilli
áfengisnotkun.
Margt bendir til þess, að skilyrði
fullorðinna hér á landi til að „Ijúka"
persónuþroska sinum hafi verið eink-
ar slæm á síðari áratugum, raunar allt
frá þvi snemma á fimmta áratugnum.
Þar á ég við þær gifurlegu breytingar,
sem hafa átt sér stað i þjóðfélagi