Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Page 13
Yves Saint Laurent Framhald af bls. 5 Það er öryggi.“ Og hann bætir við: „Það er ekki þar með sagt, að það sé auðvelt. Maður verður að þola miklar þjáningar, Ifða skelfi- legar kvalir!“ 1 rauninni hefur Yves Saint Laurent aldrei verið Iffið létt. Hann fæddist í Oran, faðir hans var starfsmaður í tryggingafyrir- tæki, og í Alsír bjó hann fyrstu 17 ár ævinnar. Á þessum árum var hann bæði mjög hamingjusamur og mjög ðhamingjusamur. Hann undi sér vel í foreldra- hðsum með tveimur yngri systrum sínum og mörgum frændum og frænkum, sem bjuggu í sama húsi. Fyrir þau hélt hann leiksýningar frá þriggja ára aldri. Fyrst fóru þær fram í litla brúðuleikhúsinu hans, en síðan færði hann út sviðið, svo að það náði yfir allt barnaherbergið, bjó til stórkost- leg leiktjöld og frábæra leikbúninga og jók við leik- skrána, þannig að hún fól einnig í sér verk eftir Cocteau og Moliere. Þegar hann var 13 ára ákvað hann að gera leiktjöld þegar hann væri orðinn stór. Þetta markmið auoveiuaoi honum að standa af sér verstu storma æskuáranna. „Ég var ellefu ára“, segir hann, „þegar ég fór í nýjan skóla. Þar tókst mér aldrei að samlagast bekknum. Ég var veikbyggðari en hinir strákarnir og gat ekki varið mig. Það voru þeir fljótir að uppgötva. Þeir byrjuðu að klfpa mig, stíga ofan á mig, stríða mér — í stuttu máli að kvelja mig. Það gekk þannig í fjögur ár. Ég leið ógur- legar þjáningar. Og ég var mjög einmana. Þetta var andlegt og líkamlegt kvalræði — ég hef aldrei getað gleymt þessum tíma.“ En þó hafði þessi einvera á æskuárunum einnig jákvæðar afleiðingar: „Hún varð til þess, að ég sótti í mig ógurlegan kraft. Ég hét því með sjálfum mér, að ég skyldi hefna mín og verða þeim öllum fremri — á mínu sviði!" I dag, 29 árum síðar, liggur það Ijóst fyrir, að honum hafi virki- lega tekizt það. Eftir stúdentspróf í Oran tók hann einnig að fást við tfzku- teikningar jafnframt því sem hann teiknaði leikbúninga. Átján ára gamall hélt hann til Parísar til þess að kynnast „hand- verkinu“ í tfzkuskóla. Dag nokkurn heimsótti hann Michel de Brunhoff, aðalritstjóra frönsku útgáfu „Vouge“, til að sýna honum teikningar sínar En ritstjórinn tók þegar eftir því, hvað furðulega margt var svipað með teikningum hans og þeirri tízkustefnu, sem Christian Dior hafði einmitt boðað með sýningu sinni fyrir blaðamenn þá um dag- inn, þann sama dag, svo að hann kom þegar f stað á fundi með Saint Laurent og hinum fræga tfzkuhönnuði. Dior réð Yves Saint Laurent til sín samstundis. Þetta var fyrsta skrefið til frægðarinnar. Annað var það, þegar Christian Dior, sem kom mjög vinsamlega fram við Saint Laurent, „en var þó alltaf eins og í órafjarlægð", gerði aðstoðar- mönnum sínum heyrinkunnugt eftir tvö og hálft ár, að hann liti á Saint Laurent sem verðandi eftir- mann sinn. Það var hugsun, sem ætluð var fyrir framtíðina — en fjórum vikum sfðar dó Dior. Yves Saint Laurent, sem þá var 21 árs, tók þá við af honum. 1 janúar 1958 hélt hann svo sína fyrstu sjálfstæðu tízkusýningu. Hún varð stórsigur fyrir hinn grann- vaxna sérlega óframfærna unga mann, sem með dökkröndóttu gleraugun og beinu hliðarskipt- inguna á hárinu var miklu Ifkari aðstoðarmanni á stjórnarskrif- stofu en listamanni En Yves Sant Laurent var ánægður. Hann hafði sigrað. Tveimur árum sfðar lét Dior- tízkuhúsið hinn unga tízkuhönn- uð óhikað fara leiðar sinnar. Hann hafði verið kallaður til her- þjónustu, en síðan verið sleppt til bráðabirgða vegna alvarlegrar taugaveiklunar — og fyrst inn á geðdeild sjúkrahúss. En þegar hann ætlaði að taka aftur upp sín fyrri störf hjá Dior, var annar maður kominn í stól hans: Marc Bohan, scm enn er tízkuhönnuður hjá Dior-fyrirtækinu. Saint Laurent stefndi vinnuveitendum sínum, og tízkuhús Diors varð að greiða skaðabætur. Það var Iftil huggun. Hann hafði að vísu réttinn, cn ekki lengur hciðurinn og sómann sín megin. Haustið 1961 byrjaði hann f annað sinn frá grunni: Hann opn- aði sitt eigið tízkuhús í Rue de Spontini með öflugum dollara- stuðningi Mack J. Robinsons nokkurs frá Atlanta í Banda- rfkjunum — og atorku vinar síns, Pierre Bergé. Pierre Bergé hefur byggt upp fyrirtæki Saint Laurents. Hann er sonur tryggingarstarfsmanns eins og Saint Laurent, er 44 ára gamall, fullur af starfsfjöri, ein- beittur maður, en háttprúður heimsmaður. Hann segir: „Ég hef áhuga á að sameina list og við- skipti — sérstaklega vegna óvissunnar, hinna mörgu mögu- leika á, að manni skjátlist. Ég er maður áhættunnar, spilamaður. Ég tek gjarnan í spil, og ég vinn oftast." Bergé hefur aldrei efast um framgang tizkuhúss Saint Laurents, því að fyrirtækið hefur yfirburði að tvennu leyti: „Hæfi- leikum Yves. Og þá staðreynd, að það starfar, þegar eyða er i markaðnum: Baleciaga er dauður, Dior er dauður, Chanel er dauður, t rauninni", segir hann drýgindalega, „höfum við enga teljandi samkeppni.“ Hið þriðja ágæti hefur fyrir- tækið áunnið sér smám saman: Það hefur fengið orð á sér fyrir að vera framleiðandi tízkufatnaðar fyrir konur með sjálfsvirðingu — sérstaklega fyrir fatnaðinn, sem seldur er undir merkinu „Saint Laurent rive gauche" (Saint Laurent á vinstri bakka). Þessi viðurkenning eða þetta góða orð hefur áhrif á allar fram- leiðsluvörur eða öllu heldur sölu þeirra, sem við tízkuhúsið eru kenndar — nema „Haute Couture", sem að því er Bergé segir, „færa fyrirtækinu alls engar tekjur, heldur þvert á móti vaida þvi útgjöldum". Fram- leiðsla á fatabirgðum fyrir eina einustu Couture-sýningu gleypir þrjá-fjórðu milljónar marka. Aðeins um 10 af hundraði þeirrar upphæðar kemur til baka með sölu á módelunum til ríkra við- skiptavina og á sniðunum til tízkuhúsa (sem þar með fá rétt til að framleiða eflir þeim). Eigi að síður hefur „Hautc Couture“, sem svo oft hefur verið dauðadæmt, rétt á sér frá viðskiptalegu sjónarmiði: Hún er auglýsingastarfsemi tízku- húsanna. Með Haute Couture- tfzkusýningum sínum fá þau ókeypis auglýsingar á hverri „vertíð“ i hundruðum blaða og tímarita. Og þær stuðla jafnframt að aukinni sölu á hinum mikla fjölda vara — frá ilmvötnum niður í skó — sem öll tízkuhúsin Ijá nafn sitt og færir þeim marg- faldlega þá upphæð til baka, sem Haute Couture kostar. Að vísu hannar hvert tfzkuhús þessar vörur eða hefur að minnsta kosti eftirlit með hönnun þeirra, en þau framleiða þær ekki. Það gera fyrirtæki, sem hafa til þess sér- stakt leyfi. Með hinum fínu nöfnum sínum á tugum annarra vara en sínum eigin selja tízkuhúsin fyrst og fremst álit og virðingu: Þau veita milljónum kvenna, sem aldrei á ævinni gætu cignazt cinn Haute Couture-módelkjól, þá ánægjutil- finningu, jafnvel aðeins með sólgleraugum til dæmis, með Saint Laurent-merkinu, að þær séu konur að meiri. Það á um fram allt við um hinn tilbúna tfzkufatnað „Saint Laurent rive gauche", sem selzt mest af öllum framleiðsluvörum Saint Laurents. Yves Saint Laurent hóf að selja þennan tilbúna fatnað árið 1966. Það var á þeim tfma, sem hlutirnir voru farnir að snúast honum í hag að nýju — einnig f einkalífi hans. „Fram að því“, segir hann, „hafði ég aðeins umgengizt fullorðið fólk og var sjálfur gamall. Ég hafði aldrei haft tíma til þess að vera ungur og frjáls. Ég hcf alltaf saknað þess rnikið." En þá, á sjöunda áratugnum, á tfmum „Swinging London" og hippanna og ffkni- lyfjanna vann hann að nokkru leyti upp sín glötuðu æskuár. Hann keypti einbýlishús í Marrakesch („Ég elska Iffið þar — þar stendur timinn algerlega f stað, þar ríkir fullkomið frelsi") og hitti fðlk á borð við Loulou de la Falaise, Paul og Talitu Getty, Mick og Biöncu Jagger og marga fleiri. „Þau komu hvaðanæva", segir maðurinn, sem er þekktur fyrir að vera feiminn og fara ein- förum, „og við héldum stórkost- legar veizlur. Þettá var æðis- gengið lif! Þetta var sprcnging!“ Og hún hafði einnig áhrif á starf hans. „Það var fyrst þá“, segir hann, „sem ég fann minn ciginn stíl. Ég hafði líka fengið ágætar hugmyndir áður — en ég hafði bara ekki fundið réttu lausnirnar í úrvinnslunni." Þá byrjaði hann að gefa tízku- heiminum hverja hugmyndina á fætur annarri. Og ekki aðeins hugmyndir — í rauninni var það frelsi og frjálsræði. Til dæmis frelsi til að hafa barminn beran undir nær gegnsærri blússu. Eða frelsi til að fara f siðar buxur. Fatatízka Saint Laurents, sem hann hannaði á þessu frjálslynda tímabili ævinnar, hlaut gífur- legar vinsældir. 20 sinnum hefur hann síðan sent frá sér slíkar heildarhannanir, og klæðnaður- inn er seldur í 112 „Saint Laurent rive gauche“ -verzlunum um víða veröld, og þar af eru 7 í Vestur- Þýzkalandi, og salan gengur Ijómandi vel. Arið 1972 keyptu þeir Saint Laurent og Pierre Bergé hlut Robinsons, sem hafði hjálpað þeim við að koma fyrirtækinu af stað, og skiptu þannig með sér — eftir því sem Bergé segir — „að Saint Laurent á nauman meiri- hluta'*. Saint Laurent, sem orðið hefur milljónamæringur á þessum árum, segir það hreinskilnislega, að hann hafi notið þess að hagnast svo vel: „Ég gat keypt mér allt, sem mig lysti. Málverk, höggmyndir, húsið f Marrakcsch. Þá hafði ég þörf fyrir svo margt. En þannig er þvf ekki háttað lengur. Ég þarfnast ekki nokkurs skapaðs hlutar: Nú lifi ég mikið nektartímabil." Hinn sæli tími mikils Iffsþorsta er löngu liðinn: Talita Getty lézt á hryggilegan hátt. Annar náinn vinur hans dó einnig — veizlunni á Marrakesch er lokið. Saint Laurent, sem vinir hans segja í spaugi að „hafi komið i heiminn með taugaáfall", lifir aftur eins einmana og nokkru sinni fyrr. Hann sézt sjaldan á meðal fólks. „Ég vil helzt vera einn“ segir hann. „Þegar ég er með öðrum, þá verð ég svo tómur. Þegar ég er einn, þá fyllist ég orku á ný.“ Þó veit hann einnig, að um- heimurinn er ekki óvinur hans. „Óvinur minn“, segir hann, „hann er ég sjálfur. Ég á í eilífu einvigi: ég gegn sjálfum mér.“ Fyrir misseri flutti hann þetta einvígi yfir á nýtt svið. Hann fór að skrifa. „Það er skáldsaga, alls ekki sjálfsævisaga, þó að ég sé sjálfur viðfangsefnið. Þetta er eins konar niðurskipun hugsana minna og tilfinninga." Hann skrifar alltaf, þegar hann hefur tíma til. „Ritstörf", segir hann, „eru heppileg fyrir einmana fólk. Og ég er mjög einmana." Skriftirnar eiga hug hans allan um þessar mundir. „Þetta hefur mig lengi vantað, en ég vissi það bara ekki. Ég hef áður orðið að þola mikla vanlíðan — starf mitt nægði mér ekki lengur.“ Og, eftir nokkra þögn: „Eiginlega vildi ég alltaf gera eitthvað meira en að hanna tízkufatnað“, segir Yves Saint Laurent. Sveinn Ásgeirsson þýddi. Girndarmorðinginn Framhald af bls 11 ..Ég skil nú vist ekki mikið. . "tístir ámátlega i henni. Gyppel stendur upp, gengurað henni með opna möppuna og stað- næmist rétt við hlið hennar. „Nú skal ég útskýra," segir hann. Sú gamla beygir sitt grágræna höfuð niður í borðið og rýnir i skjölin. Gyppel tekur sleggju upp úr tösku sinni, lyftir henni. . . svo skeður það. . . Næsta dag, blöðin. Langar greinar, dökkar og óskýrar myndir af morð- staðnum. Stórt viðtal við frú Rasmus- sen hreingerningakonu, sem kom á hverjum degi og gerði hreint hjá ungfrú Löngren. Þetta er ránmorð, segir lögreglan, jafnvel þótt morðing- inn hafi ekki haft nema 500 krónur upp úr krafsinu. Hálfsystursonur ung- frúarinnar var tekinn fastur sem grun- aður, en sannanir vantar. Fólkið í hverfinu er visst um sekt frændans. „Hann átti að erfa hana, svo það er ekkert spursmál um það!" Næsta morgun finnast blóðug fingraför á dyrahún. Andskotinn, hann hefði átt að vera með hanska. Fingraförin birtast á síðum dagblaða, en finnast ekki í bókum lögreglunnar. Á forslðu slðdegisblaðanna stendur meðstóram stöfum: 100 MANNS ELTA MORÐINGJANN. Útvarpið upplýsir að lögreglan útdeili verð- launum að upphæð krónur 25.000 fyrir upplýsingar um morðingjann kaldrifjaða. Loksins er kominn spenningur I þessa venjulegu leiðinda-tilveru Gyppels. Gyppel dreymir nokkra stund enn. Smám saman byrja þó myndirnar að óskýrast og setningarnar verða merk- ingarlausar, án þess að hann finni fyrir því. Smátt og smátt fellur hann yfir I siðdegislúrinn sinn. Hann sefur vel og áreiðanlega ein- ar 20 minútur. Þá vaknar hann með hægð og geispar. Allt sem hann hugsaði er honum gleymt. Honum líðar illa. í nokkrar minútur liður honum eins og timbruðum manni, svo snýr hann sig út úr slapp- leikanum og fer fram í eldhús. Oh, þetta bévitans Ijós. „Nú, ertu þarna, góurinn," segir kona hans vinalega. „Þú ert alveg á réttum tíma, maturinn verður til bráð- lega." Þannig fremur Friðrik Ingimar Gyppel girndarmorð á hverjum eftir- miðdegi. Það eru ekki margir í nágrenninu sem hafa sloppið við morðfýsnina i höndum hans. Marga hefur hann myrt oftar en einu sinni — til dæmis framkvæmdastjóra Lánasjóðs opinberra starfsmanna, sem hefur oft verið drepinn á hinn grimmilegasta hátt án þess að vita af því. Það er nefnilega hægt að myrða á tvo vegu — önnur leiðin er ólögleg, hin lögleg. Og Gyppel hefur vitaskuld aldrei — að undanskildum örlitlum skattsvikum — framið neitt ólöglegt. Ég, sem þekki hann beturen sjálfan mig þori að veðja að hann er fullkom- lega jafn heiðarlegur og þú og ég.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.