Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Qupperneq 2
\ I i í Svæðið umhverfis Hafnarfjörð er frá hendi náttúrunnar eitthvert fegursta bæjarstæði, sem völ er á hérlendis. Að vísu er fegurð svo afstætt hugtak, að bezt er að fullyrða sem minnst um það og jafnvel hugsanlegt, að einhverjum þyki enn fegurra á Raufarhöfn eða Selfossi. Látum það gott heita. Það skiptir ekki máli, hvar er fallegast, heldur hitt að það sem landið hefur uppá að bjóða fái að njóta sín. Vel gróið hraun getur verið undraland náttúru- fegurðar eins og til dæmis kemur í Ijós umhverfis Þingvelli og í Hafnarfjarðar- hrauni. Það er vegsemd að eiga þess kost að byggja bæ í slíku byggingarlandi, en eins og venjulega fylgir vegsemdinni nokkur vandi. Sá vandi var prýðilega ieystur hér fyrr meir, meðan jarðýtan heyrði framtfðinni til og menn byggðu íbúðarhús, sem voru að flatarmáli á við tvö barnaherbergi á vorum dögum. Þá réði landslagið bæði legu götunnar og staðsetningu húsanna, en tignarlegir hraunhólar fengu að standa óáreyttir og urðu ásamt með hraunbollunum slíkt efni f skrúðgarða, að tilbúnir garðar af manna höndum verða hégómi einn við hliðina á þeim. Gamli bærinn í Hafnarfirði er sfgilt dæmi um þess- konar byggð og stendur enn f fullu gildi vfðast. Eftir að upp rann steinstypuöld, var haldið áfram í sama anda og ekki hróflað við landinu meira en þörf var á. En með byggingu norðurbæjarins f Hafnarfirði hefjast heldur dapurleg þáttaskil. Að vfsu eru blokkirnar sjálfar og byggðin öll með miklum myndar- brag. En náttúran hefur hreinlega verið afmáð; jarðýturnar látnar slétta allt út svo hægt yrði að framkvæma reglu- stikuskipulagið, sem verður til á kontórum. Þegar þannig er að farið, skiptir aungvu máli, hvort byggt er á uppblásnum melum eða fagurlega grónu hrauni. Gísli Sigurðsson. © VANDINN AÐ BYGGJA Á EINU FEGURSTA BÆJARSTÆÐI LANDSINS Hafnarfjarðarbær sækir fram til norðurs og vesturs og þar er byggt á landi eins og sést hér að ofan: Hraunhólar og hraunbollar meðfallegum gróðri skiptast á. En því miður fær þetta ekki að halda sér og á neðri myndinni sést, hvernig landið lítur út, þegar húsin eru komin upp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.