Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 5
Strax á fyrsta ári eftir komu innflytjendanna frá jarðstjörnunni Bllu hófst mikið viðreisnartlmabil. Nýir siðir, nyjar llfsvenjur, ný viðfangsefni og ekki sízt miklar nýbyggingar. Upp risu stór og glæsileg hverfi og viðskipti stóðu meó miklum blóma. Þar sem fjármagn var nóg og sambúðin við inn- flytjendurna með ágætum gekk þessi hraða upp- bygging yfirleitt fyrir sig snurðulaust, þó voru nokkrir þröskuldará leið framfaramannanna og einn þeirra var hús Jakaröndu. Allt I kringum það var risin ný byggð. Sitt hvoru megin við túnblett- inn gnæfðu tvö háhýsi: Hótel og fæðuverksmiðja. Eigendur þessa glæsilegu fyrirtækja stóðu I stöðugu stímabraki viðað koma frú Jakaröndu burt og ná túnblettinum hennar undir sig. Fram- kvæmdastjórarnir sem báðir þekktu frú Jakaröndu síðan þeir voru strákhvolpar og stálu rófum og rabbabara úr garði hennar höfðu reynt flest hugsanleg ráð til að koma henni burt en frú Jakaranda varðist fimlega og átti fullan kistil af bréfum og skjölum sem sýndu eignarrétt hennar ótvfrætt. Auk þess var frú Jakaranda ekki venjuleg umkomulaus gömul kona sem hægt var að ráð- stafa á elliheimili á þeim forsendum að hún gæti ekki hugsað um sig sjálf. Faðir hennar hafði verið háskólaprófessor sem sérhæfði sig I þá litt þekktri grein: samskiptum jarðarbúa við aðrar jarðstjörnur og frú Jakaranda sem reyndar hét Jarþrúður, hafði gefið út margar bækur um sömu efni. Hótelstjórinn og Verksmiðjustjórinn þekktu engan sem hafði lesið þessar bækur og sjálfum datt þeim það ekki i hug. Vandamálið var að frú Jakaranda hafði nokkra sérstöðu hjá innflytjendunum. Þannig var málum háttað að þegar Bllamenn, með pomp og pragt héldu innsiglingu sína til Reykjavikur tróð frú Jakaranda sér hiklaust fram fyrir móttökunefndina og ávarpaði aðkomu- mennina á þeirra eigin tungu. Aðspurð hvernig hún hefði tileinkað sér þekkingu sina svaraði hún því til að það gæti hver sem væri séð í bókum þeim og ritum sem hún sjálf og hennar ættfólk hefði barið saman á umliðnum mörgum áratug- um. . . . sérstaklega voru heimsóknir þeirra tí8- ar á vorin en þá var tilvera frú Jakaröndu þeim óbærilegust. Teikning: Gfsli J. Ást- þórsson. HOS FRO JAKARÖNDU Smösaga eftir Helmu Þörðardöttur Nú höfðu Bílamenn ágæta túlka með sér en það gladdi þá samt stórlega að hitta fyrirslikan skilning og þekkingu og sögðu að þá hefði lengi grunað að Jörðin væri ekki eins afskekt og flestir vildu halda. í skjóli þessara fyrstu áhrifa gat því frú Jakaranda haldiðbæði hinni eftirsóttu eignarlóð sinni og sérvizkulegum lifsvenjum. Ekki varð þó sagt að hún sýndi verndurum sinum nokkurt þakklæti eða virðingarvott, þvert á móti fann hún þeim flest til foráttu ogsagði þá ekki færa með sér neina blessun, tækni þeirra væri að vísu lengra komin en með andans mennt væri nú svo og svo. Auðvitað hirtu fjölmiðlar ekki um gagnrýni gömlu konunnar. íslendingar þekkja sina herra þjóð þegar þeir hitta hana. Þrátt fyrir þessar erfiðu kringumstæður gáfust framkvæmdastjórarnir sem báðir voru dugnaðar- menn ekki upp enda litu þeir á það sem köllun slna aðauka starfsemi stna og stækka fyrirtækin. Teikningarnar að fyrirhuguðum byggingafram- kvæmdum á gamla túnblettinum voru löngu tilbúnar og þessir heiðursmenn fóru saman að þjarka viðgömlu konuna. Sérstaklega voru heim- sóknir þeirra tíðar á vorin en þá var tilvera frú Jakaröndu þeim óbærilegust. Framandi gestirá hótelinu spurðu þá undrandi hvaða lykt þetta væri, og aðrir sem komu að skoða fæðuverksmiðjuna — hina fyrstu þeirrar tegundar á landinu — flöttu nefin á gluggarúðunum og góndu á gömlu konuna sem samkvæmt venjum forfeðra sinna klíndi skit á túnið og hengdi upp feitar grásleppur. Einn sólríkan vordag gengu stjórarnir vel undir- búnir á fund gömlu konunnar, þeir voru venju fremur vongóðir. Hótelstjóranum hafði tekistað láta eyðileggja vatnslögnina að húsinu. Óvart auðvitað! vegna umbóta á hans eigin lóðum, og Verksmiðju- stjórinn hafði með sér ungan framgjarnan lækni sem átti að gefa hagkvæma skýrslu um heilsufar konunnar. Gamla konan tók þeim vel og sagði það fallegt af þeim að koma með lækninn með sér, hún vildi gjarnan sýna honum nýju tennurnar sinar. Læknir- inn sagðist aldrei hafa séð svo fínar tennur i aldraðri manneskju. Frú Jakaranda sagði það væri ekki nema von, þessar tennur hefðu vaxið sér I munni þetta vor, en lengi hefði hún verið búin að bíða þess, svo hampaði hún gömlu gervi- tönnunum sinum framan i stjórana og glotti. Stjórarnir báðu fyrir sér og komu lækninum af sér. Þeir vissu þó ekki hve langt það dygði. En ekki bjuggust þeir við að sú aldraða yrði meðfærilegri þó hún kæmist aftur í heimspressuna í þetta sinn með nýjar tennur. Þeir sögðust í [Detta sinn koma af einskærri umhyggju fyrir liðan hennar. Nú væri hún vatns- laus og ekki væri víst hún fengi haldið rafmagns- línum lengi. Gamla frúin benti út í garðinn og sagði: — Afar ykkar fengu stundum vatn úr brunninum hérna þegar þraut hjá þeim og hvað rafmagn snertir þá hefi ég betri orkusambönd en þið þekkið. Stjórarnir sögðu að hún stæði í vegi fyrir nauðsynlegum framkvæmdum og að öll hennar framkoma væri óþjóðernisleg og skaðleg, hún gegndi engum borgaralegum skyldum og gengi ekki einu sinni undir réttu nafni. Gamla konan sagði að fók sem ekki einu sinni vissi af hvaða hnatterni það væri komið, ætti ekki að vera að fjasa um þjóðerni og hvað nafninu viðviki þá hefðu börnin uppnefnt sig og nafniðfezt við hana. Þeirra eigin feður hefðu verið i þeim barnahópi Hótelstjórinn sagði að nú hefðu þeir breytt teikn- ingunum. Ef frúin vildi láta þeim eftir túnið skyldi henni byggt nýtt hús á þaki yfirbyggingar sem kæmi milli stórhýsanna, þar gæti hún haft smágarð og öll þægindi. — Á sagði frú Jakaranda, kanski lika kú?— Slikt taldist til þæginda einu sinni I Reykjavik. Stjórarnir sögðust tala I alvöru og tilgangslaust væri að vitna aftur í fornöld við þá. Frú Jakaranda sagði að það væri hreint ekki svo langt sfðan sitt fólk hefði átt kýren ekki gæti hún munað svo langt að afar þeirra eða langafar hefðu nokkurn tíma átt kýrbein og hvað sinu húsi viðvéki þá yrði það kyrrt meðan hún þyrfti á þvi að halda. Stjórarnir voru daufir yfir að það gæti nokkuð dregist, fyrst hún hefði fengið nýjar tennur þá væri ómögulegt að vita nema henni bættust fieiri likamlegir brestir og ekki gott að vita nema hún lifði þá. Frú Jakaranda sagði að dauði væri enginn til en hins vegar færi nú að kortast hennar veruskeið á þessum hnetti, þó ætlaði hún að vona að hún gæti borið vel á túnið sitt og komið nokkrum spyrðum á rá þetta vorið. En því skyldi hún lofa þeim að þegar hún flytti skyldi hún taka húsið með sér allt nema hlöðnu grjótveggina. Svo fylgdi hún þeim út og kvaddi þá brosandi á dyrahellunni. Taka húsið með sér, ætli hún sé ekki gengin í barndóm, sagði verksmiðjustjórinn. Nei, sagði hótelstjórinn gneypur, nú er hún búin að hugsa upp eitthvað óþurftarverkið, bíddu bara, ekki bætir það úr. Snemma morguns, nokkru síðar þetta sama vor hittust sjórarnir því hvorugur gat sofið fyrir dugnaði, þó helgidagur væri. Sól vará lofti og sterka gróðurlykt lagði frá garði Jakaröndu. Þeir gengu saman að túnhliðinu. Krossgrindin var enn i hliðinu, rekin saman úr völdum rekaviði en húsið varhorfið. Agndofa horfðu þeirá. Þaðvarekkert eftir nema dyrahellan og hlaðnir veggkamparnir. Verksmiðjustjórinn sagði að þetta væri krafta- verk. — Okkur skin ekkert gott af þvi, sagði hótel- stjórinn, ég hefði ekki átt að láta grafa sundur vatnslögnina, ég mátti vita að kerlingarfárið myndi hefna sin. Daginn eftir var búið að slá upp grindverkum og vinnupöllum á lóðfrú Jakaröndu. Bilamenn höfðu ákveðið að reisa þar nákvæma eftirlikingu af gamla bænum og öllu skyldi haldið við til minningar um frú Jakaröndu sem fyrst mælti við þá á þeirra eigin tungu, — túni húsum, brunni og fiskirám. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.