Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Qupperneq 6
Þuriður J.
Árnadóttir
LISTIN
AÐ
TEMJA
FRA FETI UPP I
FLUGSKEIÐ
Dagurfrá Núpum varð
Evrópumeistari f tölti
1975. Knapi: Reynir
Aðalsteinsson.
Hestamennska á sívaxandi vinsældum
aö fagna sem tómstundagrein. Þaö gildir
ekki aðeins um íslendinga, nágranna-
þjóðir okkar virðast vera sama sinnis.
Orsakir þessa má ef til vill skýra sem
smitandi tiskufyrirbæri en einnig sem
tilraun borgarbúa til þess að viðhalda
lífrænu sambandi við náttúruna.
Eins og menn rekur minni til urðu
Reykvískir borgarbúar fyrstir manna
hér á landi til að endurvekja áhuga fólks
almennt fyrir ágætkíslenskra hesta eftir
að þeir hættu að vera nauðsynleg sam-
göngutæki og hinir þörfustu þjónar
landsfólksins. Þeir hafa nú fengið nýtt
hlutverk og til þeirra eru öðru fremur
gerðar þær kröfur að þeir veiti eigend-
um sínum ánægju. Hestamenn gera sér
því aukið far um að temja hesta sína og
ná leikni í meðferð þeirra.
I þröngri merkingú táknar hesta-
mennska (hoarsemanship) þá listgrein
að temja hesta, með öðrum orðum þá
kunnáttu og leikni sem knapi beitir á
hestbaki til þess að hafa áhrif á viðbrögð
og hreyfingar hestsins sem han á að
stjórna. íþróttin er ævaforn og hefur
verið kennd sem listfag allar götur síðan
á dögum forngrikkja. Víða um heim eru
starfræktir skólar sem veita þjálfun og
þekkingu á hestamennsku. Til skamms
tíma var þessi sérmenntun nær óþekkt
hér, en með vaxandi skilningi hesta-
manna á gildi góðrar tamningar hefur
þörfin aukist fyrir lærða tamningamenn.
Nokkrir menn stúnda nú þessa starfs-
grein og hafa þeir stofnað starfsfélag:
Félag Tamningamanna.
Einn þeirra fáu sem hafa þetta að
aðalstarfi er Reynir Aðalsteinsson. Hann
var við kennslu á vegum Hestamanna-
félagsins Fáks i vor og svaraði þá nokkr-
um spurningum sem gefa hugmynd um
reynslu hans af starfinu og hesta-
mennsku almennt.
Er áhuginn eðlislægur?
Að óreyndu mætti ætla að sá maður
sem gerir hestamennsku að lífsstarfi
sínu hljóti að vera alinn upp í sveit, í
nánum tenglsum við hesta. En svo er
ekki um Reyni. Hann er fæddur í
Reykjavík og kom ekki á hestbak fyrr en
hann fór i sumardvöl í sveit átta ára
gamall. En áhugi hans á hestum kom
fyrr en þá í ljós. Frá þvi hann man fyrst
eftir snerust leikir hans um hesta. Hann
safnaði leggjum og Iék sér með sem
hesta. Móðurbræður hans, sem hann
heimsótti oft léku hesta fyrir hann og
báru hann á bakinu. Afi hans, Jón
Marteinsson frá Fossi í Hrútafirði, var
þá orðinn gigtveikur og stirður en hann
lagðist á fjóra fætur og lék vagnhest
fyrir hann, það var betra en ekki.
Var þetta meðfæddur áhugi eða varð
eitthvað til að vekja áhuga Reynis á
hestum strax á barnsaldri?
— Ég hafði séð myndir af hestum en
hafði engin kynni af þeim fyrr en ég fór
að vera í sveit á sumrin, segir hann. En
eftir það var ég á hestbaki þegar ég gat,
og 15 ára eignaðist ég minn fyrsta hest.
Eg var sérlegajteppinn með hann. Hann
Rakel frá Kirkjubæ á fjórðungsmóti á Hellu
1976. Hún náði beztum árangri af hryssum
fimm vetra og yngri. Knapi: Reynir Aðal-
steinsson.
var úrvals strákahestur, léttur, viljugur
og vitur. Það ýtti mikið undir áhugann.
Með þennan hest kom Reynir til
Reykjavíkur þegar hann kom heim um
haustið eftir sumardvöl á Fossi við Sel-
foss. Hesthúsið var kofi sem hann byggði
inn við Elliðaár í félagi við vin sinn.
Næsta sumar vann þessi hestur til fyrstu
verðlauna á keppnismóti á Hellu. Og
Reynir var sjálfur knapi.
Upp úr þessu fór Reynir a starfa við
tamningar. Sextán ára kom hann á fót
tamningastöð ásamt Sigurfinni Þor-
steinssyni frá Bergstöðum í Biskups-
tungum en þar höfðu þeir aðsetur.
— Það var ekki síst Sigurfinni eldra á
Bergstöðum að þakka hver árangurinn
varð, segir Reynir. Hann var þá orðinn
gamall maður og gat litið hreyft sig, en
hann var alltaf nálægur okkur með góð
ráð og hann lagði grundvöllin að þvi sem
miklu hefur skipt í mínu starfi bæði þá
og síðar.
Þetta fyrirtæki þeirra þótti mikil
bjartsýni i þá daga. En þeir höfðu nóg að
gera við tamningar á meðan á því stóð en
það var ekki nema yfir sumarmánuðina.
Reynir var þá í skóla á veturna.
Gerði hestamennsku að Iffsstarfi í stað
þess að verða bóndi
Skólaganga Reynis endaði með bú-
fræðinámi á Hvanneyri. Hann lauk prófi
þaðan vorið 1964.
— Ég hafði alltaf gert ráð fyrir að
verða bóndi, segir hann. En eftir að ég
lauk skólanum á Hvanneyri var ég við
tamningar hjá ýmsum hestamannafélög-
um. Við sem vorum i þessu þá lifðum
eins og Sígaunar. Margir hurfu frá þvi
til annarra starfa vegna óreglulegs
vinnutíma og ónógrar aðstöðu. Nú er
þetta mikið breytt, atvinnumöguleikar
orðnir stöðugri fyrir reynda tamninga-
menn.
Árið 1967 fór Reynir að Hvítárbakka
og var þar næstu fimm árin. Hann tamdi
hesta fyrir Hrossaræktarsamband
Vesturlands og einnig fyrir hrossaeig-
endur i Borgarfjarðarhéraði.
— Eg var þá orðinn fjölskyldumaður
og með þessu sannaðist í fyrsta sinn að
fjölskyldumaður gat haft lífsviðurværi
af þvi að temja hesta á íslandi, segir
Reynir.
Frá Hvítárbakka flutti Reynir að Sig-
mundarstöðum í Hálsasveit. Hann
keypti jörðina ásamt öðrum manni en er
nú einn orðinn eigandi hennar. Þar býr
hann nú ásamt konu sinni, Jóninu Hlíðar
og f jórum börnum þeirra.
Starfi hans við hestamennsku er þann-
ig háttað, að hann kaupir hesta á vegum
Búvörudeildar SÍS; hann sér að öllu
leyti um þá og annast einnig sölu á þeim.
Hann hefur um 40 hesta á fóðrum að
jafnaði. Framan af vefri vinnur hann við
að temja þá, en alla hesta verður að
temja þar sem enginn markaður er fyrir
ótamda hesta. Þessu starfi fylgir að fara
á hestakynningar og landbúnaðarsýning-
ar sem haldnar eru erlendis og kynna
islenska hesta og afla markaða fyrir
Búvörndeild SÍS. Seinni hluta vetrar og
fram á haust vinnur Reynir við kennslu
hjá hestamannafélögum út um land.
Eftirspurn við kennslu er meiri en hægt
er að anna; í vetur hefur verið stöðug
vinna við kennslu siðan í mars og oft eru
um 40 manns á hverju námskeiði, sem
stendur í viku.
Frá feti — upp í flugskeið
Nær fólk árangri á svo stuttum tíma?
Um það segir Reynir:
— Margir ná verulegum árangri á
fyrsta námskeiði en koma svo gjarnan
næsta ár á annað námskeið. Þá sést
greinilega að mikil framför hefur náðst í
samhæfingu manns og hests með æfing-
unni á þessum tíma. En auk þess veitir
kennslan hestamönnum öryggi og skiln-
ing á meðferð hestsins. Fólk lærir að
þjálfunin verður að byggjast á sann-
girni. Leiða þarf hestinn allt frá feti og
áfram yfir öll stig tamningar áður en
hægt er að ætlast til að hann nái flug-
skeiði, sem er hápunktur íslenskrar