Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Qupperneq 7
Að ofan t.v.: Reynir Aðalsteinsson og Stjarni frá Svignaskarði á land- búnaðarsýningu f Múnchen 1976. Stjarni var Evrópumeistari f tölti f Sviss 1972, en tölt er hápunktur keppnisgreina hjá íslenzkum hest- um á mótum erlendis. Til hægri: Dagurfrá Núpum á Evrópumeist- aramóti f tölti 1975. Knapi: Reyn- ir Aðalsteinsson. Að neðan til vinstri: Sveit fslenzkra hesta, sem sýndi á fandbúnaðarsýningu f Munchen 1976. Þetta eru fslenzk- ir hestar, sem eiga heima f Þýzka- landi og Reynir er eini fslenzki knapinn f hópnum. Til hægri: Þessi mynd birtist á forsfðu danska hestablaðsins „Tölt" fyrir tveimur árum. Reynir er knapi, og hesturinn er Ifklega Dagurfrá Núpum, en ekki er það þó vfst. hestamennsku. Mörgum hættir til að taka þessi atriði ekki i réttri röð. Einkunnarorð islenskra hestamanna mættu vera: — Frá feti og upp i flug- skeið. Það má heldur ekki gleymast, að öll tamning byggist á samræmi milli hvatningar og taumhalds og mikið er undir þvi komið hvernig það tekst. En hvar og hvernig lærðir þú sjálfur aðtemja? — Ég lærði að mestu leyti af hestun- um og mér eldri mönnum, þ.e.a.s. það sem ég kunni þegar þýskur hestamaður, Walter Feldman kom hingað til lands ásamt syni sinum árið 1971. Þeir kenndu hjá Hestamannafélaginu Fáki og ég greip tækifærið. Á Evröpumóti móti hestamanna árið áður, hafði mér orðið það ljóst hvað lítið ég kunni og hvað mikið er hægt að læra í hestamennsku. Ég hafði það mér til afsökunar sem gamall kennari í faginu sagði einhvern- tíma: Að 200 ár tæki að kenna allt sem hægt væri að vita um hestamennsku. íslendingar hafa líka allt aðra reynslu af tamningu og þjálfun hesta en flestar aðrar þjóðir. Þeir hafa aldrei þurft á því að halda að þjálfa hesta til hernaðar, vigaferli formanna fóru ekki fram á hestbaki eftir því sem best verður séð. Sanibland af þvf að ala upp barn og þjálfa fþróttamann Getur þú gert einfalda skilgreiningu á því, hvað felst i þvið að temja hest? — Að temja hest má segja að sé sam- bland af þvi að ala upp barn og þjálfa íþróttamann. Á hestbaki beitir tamn- ingamaðurinn vissri snertingu við hest- inn og hvetur hann með þvi til að nota þá vöðva sem við á eða slaka á öðrum. Hesturinn kann ekki í byrjun fremur en iþróttamaðurinn að nota vöðva sina á réttan hátt. En undir handleiðslu æfðs þjálfara tekst þetta i flestum tilfellum. Tamningamaðurinn þarf að gefa hest- inum frjálsræði innan vissra takmarka þó. Hann verður að laða fram það sem han óskar eftir hjá hestinum; með beinni þvingun er ekki hægt að ná góð- um árangri. Hestar eru misjafnlega gerðir eins og mannfólkið og ekki hentar öllum sama meðferð: Sumir hestar eru örir og þurfa slökun og frjálsræði til að njóta sin, aðrir eru þungir en geta með hjálp og hvatningu náð góðum árangri. Það er eins og með börnin, þau liflegu og kraftmiklu þurfa meira svigrúm, hin dulu meiri örvun. En bæði börn og hest- ar verða að vita hver ræður. Öhjákvæmi- legt er að tamningamaður beiti vissri hörku til að fyrirbyggja frekju og yfir- gang. Hvaða eiginleika þarf tamningamaður að hafa? — Þolinmæði fyrst og fremst, festu og hikleysi. Hann þarf að bera glöggt skyn á skapbreytingar hesta og hafa næmi fyrir hreyfingum þeirra. Það byggist á tilfinningu hans hvað ætla má hestinum að gera, hann finnur hvað hesturinn hugsar, hvað hann ætlar að gera jafnvel áður en hann lætur verða af þvi. Eftir að maðurinn hefur gefið hestinum bend- ingu verður hann að bíða, gefa hestinum tækifæri til að svara henni og veita honum svo viðurkenningu fyrir það sem hann gerir vel. Það má gera með þvi að klappa honum eða gefa honum lausan tauminn augnablik. Það nægir hestinum sem viurkenning. „Oft verður góður hestur úr göldum fola“ Eru dæmi til að ekki sé hægt að temja hest? — Já, það kemur fyrir. Til dæmis koma oft ótemjanlegir hestar úr óræktarstóðum þar sem eingöngu er lagt upp úr kjötframleiðslu. Þar ræktast harka og illt innræti upp af sjálfu sér. Vegna þess að sterkustu og ófyrirleitn- ustu folarnir hafa betur í samskiptum við hryssurnar fjölgar þeim óviðráðan- legu örar en hinum. Skipulögð hrossa- rækt beinist hinsvegar mikið að þvi að útrýma þessum eiginleikum og rækta upp þæga og lundgóða hesta. Sagt er að þú getir fengið hesta til að gera ótrúlegustu hluti. Getur þú nefnt dæmi um góðan árangur með erfiðan hest? — Dæmin eru mörg um, að oft verður góður hestur úr goldum fola, eins og máltækið fullyrðir. En það verður of grobbsögulegt að fara að tala um eigin árangur. Ætti ég að nefna dæmi um erfiðan hest, mundi ég nefna Stjarna frá Svignaskarði. Um hann hafa birtsl Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.