Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Qupperneq 9
Sagan getur endurtekið sig, því að
enginn veit með vissu, hvar
möguleikar eru á að finna
almenningi ókunn afburðaverk
eftir hinn afkastamikla málara,
sem Kjarval var. Það verk, sem ég
hér á við, er i eigu Frímúrara og
heitir „Haust", eitt magnþrungn-
asta landslagsmálverk, sem ég
þekki frá siðari hluta aldarinnar.
Stórt orð Hákot, en hafi ég rétt
fyrir mér, eru hérengin smátíðindi
á ferð. Ég vissi um annað málverk
i eigu Egils heitins Thorarensen í
Sigtúni af sömu fyrirmynd
(Skagaströnd), en þetta verk kom
mér algerlega á óvart. „Á
Snæfellsnesi" i eigu Torfa
Hjartarsonar kom mér einnig
þægilega að óvörum, öðlingsverk.
Það hefur stundum viljað
brenna við að myndir Kjarvals,
sem gerðar eru i smátiglum eða
réttar sagt i mynstri og ég
stundum hef kallað myndsturstil,
séu kenndar við kúbisma. Sann-
leikurinn er þó sá, að sú mynd-
gerð Kjarvals á ekkert skylt við þá
listastefnu og er mjög fjarri þeirri
hugmynd, er stóð að baki
kúbismanum. En hér á þessari
sýningu gefur að líta litla mynd frá
þvi um 1930, þar sem ekki verður
villst á hlutunum. „Ofurlítil
dugga" er hún kölluð. I þeirri
mynd er það kúbisminn, sem öllu
ræður, og þar fáum við góða
sönnun fyrir því, að Kjarval vissi,
hvað var að gerast í myndlist um-
heimsins, jafnvel betur en hann
vildi sjálfur viðurkenna. Um tilvist
þessarar myndar var mér ekki
kunnugt, og er það enn ein
sönnun þess, að fátt er eins brýnt
og að reynt verði að skrá verk
Jóhannesar Sveinssonar Kjarval.
Sem dæmigerða mynd í mynstur-
stil má hins vegar benda á mál-
verk í eigu Jóns Þorsteinssonar,
„Ágrænum kjól", öndvegisverk.
„Jón Arason og synir hans" er
gullfallegt verk, frá þvi um 1921.
Þar hefur Kjarval verið mjög upp-
tekinn af vissri tegund prímítívrar
ítalskrar listar, og úr þessu verki
má lesa þann skilning, sem hann
hefur lagt i listaverk frá þessum
tíma. Ég man ekki eftir að hafa
séð jafn glögg áhrif frá þessu
tímabili í verkum íslenskra lista-
manna, nema ef vera kynni i verk-
um sumra abstrakt málara, en það
er önnur saga.
' Ekki verður minnst á þessa
sýningu Kjarvals án þess að
staldra við litla blómamynd í eigu
Kristjáns Jónssonar. Þar blasir við
ein hlið Kjarvals. sem sýnir,
hvernig honum gat tekist að stilla
liti sina í það að nálgast grámóðu,
en jafnframt að láta þá tala skýru
máli og beita ógnarkrafti, sem
grípur og fylgir vitund áhorf-
andans. Þetta litla listaverk
sannar, að það er ekki flatarmál
myndar, sem máli skiptir, „c'est
le don qui compte", eins og
meistarinn Matisse sagði. Þannig
mætti lengi skrifa um flest þau
verk, sem sjá má á þessari
sýningu, en sjón er sögu ríkari, og
sýningin stendurenn um hríð.
Ég held mér sé óhætt að telja
þessa sýningu þá bestu og merki-
legustu, sem ég hef séð á verkum
Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals.
Framhald á bls. 13
á er Paul Adair í
ssinu sínu, þegar
viknar f oliubor-
olum. Sfðast fékk
ann tækifæri til að
ýna færni sína,
>egar öðrum tókst
kki að stöðva oliu-
skann úr borhol-
inni i Norðursjón-
im.
Eldsvoðar
eru einasta
ðhugamál
hans
Fægasti slökkviliðsmaður í heimi er
áreiðanlega Texasbúinn Paul Adair eða
„Rauði-Páll" eins og hann er stundum
kallaður. Sérgrein hans er að fást við
eldsvoða sem verða af völdum spreng-
inga í olíuborstöðvum. Hann verður oft
að stofna lífi sínu í hættu en að launum
fær hann milljónir á milljónir ofan.
Um Paul Adair - manninn sem kvaddur er til þegar kviknar
í olíuborholum og enginn rœöur viö að slökkva
Þcgar Paul Adair fer að
heiman til að sinna starfi sfnu
er engu Ifkara en að hann sé að
kveðja konu sfna f hinsta sinn.
Það gæti Ifka verið svo. Hann
stendur svo að segja með ann-
an fótinn f gröfinni annað
slagið. Svo hættulegt er starf
hans.
Hann er lágur vexti, 1,65 cm
á hæð en þéttur á velli, 60 ára
og sfðustu 30 árin hefur hann
sérhæft sig f að berjast við
stór-eldsvoða og þykir lang-
beztur f sinni grein. Enda fær
hann grciðslur eftir þvf.
Margoft hefur hann slasast
og segir sjálfur að varla sé það
bein f hans skrokki, sem ekki
hafi cinhvcrn tfma brotnað.
„Eldsvoðar eru hans eina
áhugamál", segir konan hans
Kemmie, og hún verður að
sætta sig við að sonur þeirra
hefur kosið að feta f fótspor
föðurins og er cinn af sam-
starfsmönnum hans. „Þetta er
það sem þeir vilja“, segir hún,
„og þeir verða að ráða“. Báðir
eru afar hátt lfftryggðir hvort
sem það er huggun cður ei.
Paul Adair hefur Ifka nú
þegar þénað margar milljónir.
Aðalviðskiptavinir hans eru
stóru olfufélögin. Þegar eldur
verður laus við borholur eða
olfuborpalla úti á rúmsjó, er
ekki horft f peningana þegar
ráða á niðurlögum eldsins.
Einu sinni fékk hann 1.8
milljónir marka, en það er
mesta fúlga sem hann hefur
fengið á einu bretti. Þá var
viðureignin við cinn mesta
eldsvoða sem um getur.
Hermdarverkamenn komu fyr-
ir sprengjum við 5 borholur f
Saharaeyðimörkinni árið 1965.
A hverjum degi brunnu þar 15
milljónir kúbikmetrar af gasi
(það hefði nægt mcðalstórri
borg til afnota f eitt ár). Eld-
súlurnar risu 200 metra f loft
upp með ægilegum gný f heila
viku. Geimfarinn John Glcnn
sá cldinn úr geimfari sfnu sem
sveif um jörðu á sama tfma.
Paul Adair kom sér f skyndi
upp heilum flota af tankbflum
sem fluttu vatn út f eyðimörk-
ina. „An vatns getum við engu
bjargað", sagði hann. „Vatn er
okkur jafn nauðsynlegt og súr-
efnið sem við öndum að okkur
— reyndar súrefnið sem nærir
eldinn“.
Fjórar vikur liðu áður en
Paul Adair og menn hans voru
reiðubúnir til atlögu við eld-
inn. Þeir þokuðust f áttina að
eldinum f skjóli við vatns-
strókana úr tönkunum, sem
voru eins og vatnsveggur fyrir
framan þá. Sjálfir sátu þeir f
brynvörðum traktorum og ýttu
á undan sér 15 metra langri
stálgrind. A henni hafði verið
komið fyrir 250 kg af sérstöku
sprcngicfni (C 21) f stáltunn-
um sem varðar voru asbest-
plötum. Þcgar tunnurnar áttu
ekki eftir nema 30 cm að upp-
tökunni, tendraði Paul Adair
kvcikjuþráðinn. Nokkrum
sekúndum sfðar var eldurinn
slokknaður. Við sprenginguna
fyllti jarðvegurinn holuna og
þar með var björninn unninn.
Paul Adair er alltaf á varð-
bergi og ráðgerir fram í tfm-
ann hvernig bezt sé að bregð-
ast við kallinu. Hann er þegar
orðinn þaulreyndur f faginu.
Vfða um heim hefur hann
birgðastöðvar þar sem slökkvi-
tækin bfða notkunar. Með þvf
sparast dýrmætur tfmi.
Hann getur mætt á bruna-
stað með nokkurra stunda fyr-
irvara, þar sem hann ferðast f
eigin flugvél og samstarfs-
menn hans eru áhöfnin. 190
daga ársins er „eldgleypirinn"
að jafnaði á ferðinni.
Hér á norðlægari breiddar-
gráðum er Paul Adair kunn-
astur fyrir aðgerðir til að hefta
olfuflóðið úr borpallinum út af
Noregsströndum fyrr f vor
eins og flestum mun f fersku
minni. Giftusamlega tókst að
stöðva olfugosið, en gffurlegt
magn af olfu barst út um
Norðursjóinn og varð þetta
slys ekki til að auka mönnum
bjartsýni f sambandi við olfu-
vinnslu af sjávarbotni. Þar var
við ramman reip að draga; f
fyrstu hamlaði veður, sfðan
varð of lygnt og hér dugði ekki
að sprengja eins og f Arabfu.
Meðan olfuflekkurinn stækk-
aði, litu menn vonaraugum til •
Paul Adair. Annaðhvort gæti
hann stöðvað olfuflauminn eða
enginn. Og Paul Adair brást
heldurekki vonum manna þar.