Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Síða 11
ingarstofnunin heyrði svo undir Upplýsinga- og útbreiðsluráðuneytið, en æðsti maður þess var Jósef Göbbels. Kvikmyndafélagið „UFA", sem stofnað var 1917, var hið stærsta sinnar tegundar [ Evrópu, fram að slðari heimsstyrjöldinni. Það var ekki þjóðnýtt fyrr en 1942, þó að aukið eftirlit væri haft með því, eftir að stríðið brauzt út. Austur- þýzka ríkisfyrirtækið „Defa" yfirtók kvikmyndaver- ið eftir stríðið, en 1957 var stofnað nýtt kvik- myndafélag í Vestur-Þýzkalandi undir nafninu Ufa. Á valdatíma nazista, 1 933— 1 945 voru gerðar 1097 kvikmyndir í Þýzkalandi, eða um 90 á ári. Rannsóknarnefnd Bandamanna, sem til þess var skipuð að kanna þessar myndir, felldi þann úr- skurð, að 141 af þessum 1097 kvikmyndum væru „umdeilanlegar frá pólitísku sjónarmiði". 96 þessara mynda voru gerðar samkvæmt pöntur Göbbels sem „nauðsynlegar fyrir ríkið". Útkomar verður því sú, að á valdatima Göbbels hafi verið gerðar 96 áróðursmyndir, 45 „aðrar umdeilanleg- ar" og 956 ópólitískar. Þetta eru í rauninni athyglisverðar tölur og sýna, að Göbbels var ekki allur, þar sem hann var séður. „Nazistískt hugarfar má ekki vera nein afsökun fyrir listræna vangetu," er haft eftir Göbbels við eitthvert gullið tækifæri. Þetta ber að hafa í huga i heild, þegar minnzt er á Zöruh Leander, sem réðst til Ufa með samningi til sex ára 1937, en síðar átti hún eftir að líðc mjög fyrir það hjá löndum sínum i Svíþjóð. En Ufa var í rauninni að leita sér að sinni Gretu Garbo, þegar þeir komu auga á hana. Hún fékk ekki heima í Svíþjóð nema lítið brot af þeirri viðurkenn- ingu, sem henni hlotnaðist erlendis sem listkonu, svo að ekki sé minnzt á launagreiðslur. Endur- minningar hennar komu út fyrir aðeins fimm árum, og þar segir hún á einum stað: — „Sænska syndin" er kannski fólgin í kynlifi, áfengisneyzlu og sjálfsmorðum, um það get ég ekki dæmt. En ég veit af eigin örum, sem mig klæjar enn í, að sænska erfðasyndin er smámuna- semi, öfundsýki og illkynjað stærilæti. Það skal þó tekið fram, að þessi sænska erfða- synd „drap" ekki listakonuna, og það eru ekki nema sex ár, síðan hún söng við geysilega hrifningu i Vestur-Berlin. Hún virtist þá 20 árum yngri en hún var, sagði blaðamaður Dagens Nyheters. Þessa konu ætlaði Göbbels eitt sinn að forfæra. Hann hefur hvorki skort kjark né sjálfsálit gagn- vart konum, þvi að Zarah Leander var 179 sm. á hæð, þrekvaxin með stóra fætur og hendur og stórt, en einkar vellagað andlit. Sannleikurinn er sá, að þegar maður horfði á hana, kom manni ekkert ógurlega á óvart þessi djúpa, dimma rödd. Zarah Leander hafði þá verið nokkur ár í Þýzkalandi og var orðin stórstjarna, en þau Göbb- els höfðu oft hitzt, þar sem hann var hennar æðsti yfirmaður og fylgdist persónulega mjög vel með kvikmyndatökum, þar sem hann var mikill áhuga- maður um þá listgrein burtséðfrá allri pólitik. Hún var jafnvel ástríða hjá honum. Zarah segir frá þessu atviki i kafla, sem heitir: „Og þarna sat Göbbels og spilaði á píanó." Hún segir þar einnig frá þvi, er þau hittust fyrst, en það var ekki fyrr en eftir frumsýningu á þriðju kvik- mynd hennar í Þýzkalandi, að hann bauð henni til ráðuneytis síns, en þá fylgdu lika boðinu 40 rauðar rósir. Henni var vísað inn til ráðherrans og segir í bók sinni: „Bak við þetta stóra, stóra borð í þessu stóra, stóra herbergi sat þessi litli, litli maður. Hann var í sólskinsskapi." Samtal þeirra varð fljótt óþvingað, þau töluðu mest um kvikmyndir, og því lauk í gáska. Hún segir, að þau hafi vitað, hvers konar fólk þau væru — alls ekki eins og þau litu út fyrir að vera I bíóum eða blöðum. Þetta varð til þess, að hún gat verið hreinskilnari við hann i framtíðinni. Hún segir, að fræg saga af fundi þeira sé sönn og hafi einmitt gerzt á þessum fyrsta fundi þeirra snemma I september 1 938: Göbbels virtist liggja eitthvað á hjarta, sem „Leikið þér á píanó?" spurði Göbbels sænsku leikkonuna Söru Leander. Reyndar lék hún á píanó og miklu betur en Göbbels. Hann gerði ítrekaðar tilraunir í þá átt að ná ástum hennar, en eftir því sem hún sjálf segir, hafði hann ekki árangur sem erfiði. Á myndinni hér að neðan sést Sarah Leander árið 1937 og myndin við píanóið var tekin árið 1931. hann ætti erfitt með að segja, en þegarég bjóst til að fara, sagði hann — Frú Leander, mér virðist nafn yðar svolitið gyðinglegt, Zarah? — Og yðar, ráðherra? Jósef? Og svo fórum við að skellihlæja. Svo skeður það einn góðan veðurdag, að Zarah Leander fær boðskort frá Göbbels til „óbrotins samkvæmis". Aðstoðarmenn hennar reyndu að grennslast fyrir um það í ráðuneytinu, hvaða tignir gestir ættu að vera þar, fengu þeir engar upplýs- ingar. Hún var sótt i ríkisbifreið, Mercedes-Benz, löng- um og svörtum bíl eins og til jarðarfarar, segir hún. Leiðin lá til Villa Schwanenwerder (Svana- hólmur). Þjónar með steinrunnin andlit tóku á móti henni og fylgdu henni gegnum stofur og sali. Það var mjög hljótt i húsinu, svo að það virtist ekki geyma glaða gesti í samkvæmi. Einhvers staðar heyrðist í píanói, eins og einhver væri að æfa sig á alltof erfiðu heimaverkefni. Skyndilega opnuðust vængjadyr að illa upplýstum sal: Herra ríkisráð- herra, frú Leander. Og þarna sat Göbbels og lék á píanó! — Ráðherra, sagði ég, kem ég of snemma? Heima í Svíþjóð erum við stundvis, á sekúntunni. — Það erum við Þjóðverjar líka. Innilega vel- komnar! Líkar yður Chopin? — Jú, en ég skil ekki. . .Hvar er hitt fólkið? — Það verða engir aðrir. Ég hugsaði mér, að við tvö skyldum eiga notalegt kvöld saman, hvila okkurfrá amstri og spjalla saman. . . Nú skildi ég, af hverju aðstoðarmönnum mínum hafði þótt boð Göbbels dularfullt. Göbbels: — Það var vals eftir Chopin, sem ég var að spila. Ég: — Já, mér heyrðist það. . .Ráðherra, mætti ég kannski spila hann fyrir yður? Göbbels:— Leikið þérá pianó? Zarah kveðst hafa setzt við píanóið til að vinna tima. Vals Chopin í ass-moll kunni hún frá barn- æsku, en Göbbels hafði spilað hann illa. „Svona á þessi vals að hljóma," sagði hún ófeimin. Göbbels var ánægður á svipinn. Zarah segir, að hann hafi virzt kunna vel að meta, að hún hafi talað við hann öðruvísi en aðrir. Enginn þorði að mótmæla honum, og það getur Ifka orðið leiðigjarnt. Siðan segir hún orðrétt: „Meðan ég var að spila, fór ég að hugsa um allar þær sögur, sem gengu af Göbbels, og ekki sízt í filmverunum. Þær fjölluðu allar um áhuga- mál hans: kvikmyndir og ungar kvikmyndastúlk- ur. Það urðu hneyksli, sem voru þögguð niður. eftir því sem hægt var. Það bárust undarleg fyrirmæli um skipun hlutverka i sumar kvikmynd- ir. Æðsti maður þýzka kvikmyndaiðnaðarins sýndi álit sitt á leikkonum með því að fela þeim hlut- verk, sem þæráttu mjög sjaldan skilið. Jósef Göbbels beitti hinni óþokkalegu og lítil- mannlegu aðferð frá „hrossakaupatimabili” kvik- myndanna (og leikhúsanna, þegar sumar dömur unnu sig liggjandi upp í hlutverk, samninga og metorð, af því að „hrossakaupmennirnir" kröfðust endurgjalds í friðu. Það var almennt talað um samband Göbbels við hina undurfögru, tékknesku stúlku Lida Barova, sem þó hafði alls enga hæfileika sem leikkona. Löngu seinna las ég um það, að f þeira tilfelli hefði verið um gagnkvæma, djúpa og hreina ást að ræða. En þetta kvöld á Svanahólmi varekki um neina mikla og ósvikna ást af beggja hálfu að ræða, það er þó víst. Þetta var þriðja flokks freistingar- sviðsmynd og í þokkabót mjög einfeldnislega gerð. Risastór lampi með silkiskermi varpaði gulri birtu á minar löngu hendur, meðan ég spilaði á píanóið. Kertaljós blöktu í einu horninu. Blóm voru úti um allt. Silkipúðar á stærð við sængur í sófanum. Chopin. Nú vantaði bara hálslangar flöskur í isfötum og glitrandi kristalsglös. Það leið ekki á löngu, áður birgðum af flöskum var ekið inn. Allt var fullkomnað." Þegar ekki var lengur hægt að teygja úr Chopin, sneri hún sér að Göbbels og sagðist vera búin að strita allan daginn og væri satt að segja glorsoltin. Hún hefði haldið, að hún væri að fara í sam- kvæmi, en hvort hún gæti fengið eitthvað að borða. Göbbels var ekki vitlausari en svo, að hann sleppti því að reyna að gera kvöldið, eins og hann hafði hlakkað til að það yrði. Fyrst var samtalið fremur stirrt, en svo lagaðist það. Meðal annars kom þetta fram: — Að hugsa sér, sagði ég sakleysislega, ég las það ekki fyrir alls löngu í ensku blaði, að þér væruð Machiavelli vorra tima, ráðherra. Ég skil það ekki. . . — Hvað segir þér? Mér þykir þér eigi svo litið áræðnar, frú Leander! — Nú, hvernig þá? Machiavelli — var hann ekki mikill stjórnvitringur? Ásinn hátt? Og þá rak Göbbels upp þennan rosahlátur, sem ég undraðist alltaf jafnmikið. Svona mikill hlátur í svona litlum kalli! — Eiginlega ætti ég að reiðast yður, frú Leand- er. En ég get það ekki. Þér eruð svo skemmtilega ósvífnar. Framhald á bls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.