Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Síða 12
Ástamál Göbbels Framhald af bls 11 Og án þess að hafa beðið tjón á mínum siðsama líkama og minni frómu sál gat ég ekið heim f ríkisbifreiðinni á tilsettum tfma, aðstoðarmönnum mínum, sem biðu heima, til mikils léttis. Samband þeirra var síðan áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Zarah Leander fór síðan til Svíþjóð- ar 1943 við fyrsta tækifæri, sem samningur hennar við Ufa bauð. Göbbels bauð henni þá gull og græna skóga, en það er önnur saga, hún þáði ekki, og þá varð hann ofsareiður og hún hrædd í fyrsta sinn. Myndir hennar voru settar í bann. Og þá víkur sögunni að hinni djúpu og hreinu ást Göbbels og Lida Baarova, sem „Welt am Sonntag" birti viðtal við fyrir nokkrum mánuðum undir fyrirsögninni: „Þessa ást hafa menn aldrei fyrirgefið". Það hefst þannig: „Göbbels átti margar ástkonur, en enga hefur sambandið við hann skaðað jafnmikið og mig," segir leikkonan Lida Baarova. Húnernú 61 ársað aldri. Þessi fyrrverandi kvikmyndastjarna hjá Ufa hef- ur skrifað endurminningar sínar og vonast til að eiga afturkvæmt á leiksviðið. R.W. Fassbinder hefur ráðið hana til að fara með hlutverk í leikritinu: „Hin beizku tár Petru Kant". Það urðu að líða 22 ár frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar, áður en hún vogaði sér fram á svið leikhúss í Dússeldorf. Hún hafði verið stimpluð sem „skandala-stjarna", og þó að lifið hafi fyrir löngu þvegið af henni nazismann, lauk frumsýn- ingu í Graz 1967 með uppþoti. Henni var tekið með svei-hrópum og blístri, og við aðaldyr leik- hússins var spjald, þar sem stóð með rauðum stöfum „Baarova — Göbbels". Hin tékkneska leikkona líður enn fyrir ást sína á úbreiðslumálaráðherra Hitlers. Fram að þessu hafa allir útgefendur hafnað endurminningum hennar, af þvi að hún sé of pólitisk. En Baarova segir: „Líf mitt hefur verið endalaus pólitík. Þau urðu örlög manneskju, sem lenti í einræðisríki." Meira vill hún ekki segja. Hún óttast viðbrögð svissnesks forlags, sem ef til vill er enn að hugsa um að gefa endurminningar hennar út. Það er henni lítil huggun i dag, að Göbbels hafi á sinum tíma meira að segja verið reiðubúinn að segja af sér embætti hennar vegna. „Hann vildi skilyrðislaust giftast mér og gerast sendiherra í Japan. Að ég hafi verið hin eina, sem hann virkilega elskaði, staðfestir reyndar Albert Speer í endurminningum sínum, „Dagbók í Spandau"," segir Lida Baarova. Hún lifir í stöðugum ótta og öryggisleysi. Blaða- snápar eru á höttunum eftir henni. „Þeir viija fá sem nánastar upplýsingar varðandi ástasamband okkar Göbbels. . ." „Ekki er Elisabet Taylor að kjafta frá þvi, hvernig Richard Burton sé í rúm- inu." Hún er fámál um endurminningar sínar, og um Göbbels segir hún aðeins sér til varnar. „Hvernig átti ung stúlka eins og ég að geta staðizt mann, sem heillaði milljónirá þeim tima?" „Auk þess var ég kjáni þá," viðurkennir Baa- rova. „Ég hafnaði boði frá Metro- Goldwyn Mayer árið 1937. Fyrir þá yfirsjón var aldrei hægtaðbæta." Ástarsamband hennar við Göbbels fer enn t taugarnar á fólki. „Sérstaklega hef ég orðið vör við, að fólk getur ekki skilið, af hverju Göbbels hafi ekki getað verndað mig gegn ofsóknum Gestapó. En hann hafði í rauninni engin áhrif. Hann var aðeins hlekkur í keðju einræðis. Alveg eins og stjórnmálamennirnir í Kreml í dag." Þessi staðreynd veldur því, að Baarova hyggst umskrifa nokkra kafla endurminninga sinna. „Ég get senni- lega aldrei útskýrt það nægilega vel, hvað einræði í rauninni táknar." Hann hefur verið meiri kallinn þessi Göbbels. En vafalaust hefur Lida Baarova verið saklaus og einföld stúlka. Zarah Leander hefur aftur á móti alltaf vitað, hvað hún vildi. Sveinn Ásgeirsson. Tvær aðalstjörnurnar f þáttum Prúðuleikaranna, froskurinn Kermit og Fossf bangsi. Höf- undur þeirra (sá með skeggið) vinnur að þessum þáttum sfn- um 10 klukkustundir á dag. Börnin hans fimm sjá þættina fyrst og segir hann að þau sáu góður mælikvarði á hvort vel hafi til tekist. Mynd frá verkstæðinu. Þarna sést Iftið brot af þeim tólum og tækjum sem til þarf til að gefa brúðunum Iff. Glaðir góðkunningjar úr sjón- varpinu, sem varla er þörf á að kynna nánar. Prúðuleikararnir eru að verða einhverjar vinsælustu sjónvarpsstjörnur bæði vestan hafs og austan. 1 Frakklandi hefur t.d. farið fram könnun á vinsældum þeirra og kom þá í ljós að 17% áhorfenda kjósa að horfa á þá, þó að á sama sjón- varpstfma sé um að velja aðrar rásir með vinsælum kvikmynd- um eða skemmtiþáttum. Höfundur brúðanna, Jim Henson að nafni, er amerfskur og má hann sannarlega vel við una. Brúðurnar hans eru orðn- ar um 400 talsins af ýmsum stærðum og gerðum og eru þær allt frá 20 cm og upp f 4 metrar á hæð. Hreyfingum þeirra er stjórnað með prikum og svo til ósýnilegum strengjum. Frosk- inum Kermit stjórnar einn maður. Hann sendur undir sviðinu og stingur hægri hendinni upp f höfuð frosksins. Vinstri hendinni heidur hann um prik sem er tengt út- limunum og þannig er þeim stjórnað. Stóru brúðunum, t.d. bangsanum Fossie, þurfa tveir að stjórna. Annar annast svip- brigði með hægri hendi og vinstri handlegg (framfót) stjórnar hann með þeirri vinstri. Hinn stjórnandinn sér svo um hægri handlegginn. Leikni brúðanna er þvf mjög undir samspili þessara tveggja komin og má með ólfkindum tefjast hve vel tekst. Við stærstu brúðurnar þarf oft að notast við þrjá eða fjóra stjórn- endur og auk þess flókinn véla- búnað. Stjórnendur hafa fyrir aug- unum undir sviðinu sjónvarps- skerm þar sem þeir sjá brúðurnar og það gerir þeim kleift að samræma tal, hreyf- ingar og svipbrigði. Þetta mun þó hægara sagt en gert. Við gerð brúðanna hefur Jim Henson notað jöfnum höndum hugvit sitt og tæknikunnáttu. „Ég er mjög vandlátur á val stjórnenda“, segir hann. „Skil- yrði er ekki fyrst og fremst eða eingöngu að þeir hafi lokið námi við brúðuleikhús. Þeir verða líka að vera góðir leikarar, þeir þúrfa að hafa góða tækikunnáttu, þeir verða að hafa góða söngrödd og loks verða þeir að kunna fyrir sér í dansi“. Þetta eru meiri kröfur en gerðar eru til venjulegra leikara. Þó hefur honum tekist fram að þessu að finna fólk, sem þessum hæfileikum öllum er gætt, en oft æfir hann það í tvö ár áður en hann trúir þeim fyrir brúðunum. Jim Henson er sjálfur handritahöfundur þáttanna. „Ég reyni að hafa gamanið sjónrænt eftir því sem kostur er“, segir hann, „þvf oft er erfitt að koma talaðri fyndni yfir á önnur tungumál. Ég kæri mig ekki um að flytja neinn boðskap með þessum brúðum, en legg eingöngu áherzlu á að menn megi hafa gaman af. Með brúðunum vil ég draga upp myndir af fólki eins og fólk er flest. Sumar eru góðum eigin- leikum gæddar, aðrar ekki eins góðum eins og gengur. Þannig er lífið. Sjálfur heillast ég helzt af þvf jákvæða í kringum mig. Ég býst við að ég megi kallast bjartsýnis- maður. Lífið hefur leikið við mig — fram að þessu að minnsta kosti“, segir Jim Henson og brosir út f annað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.