Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Page 13
Jóhannes Kjarval árið Morgunn Iffsins. Eigandi Seðlabanki ís- lands. Sýning með „fína náttúru” 1935. Framhald af bls. 9 Svo vel hefur verið vandað til vals verka að ekki eru nema fáar myndir, sem ekki verða taldar í röð fremstu verka Kjarvals. Meðan hann sjálfur var á meðal okkar, var oft mjög erfitt að koma saman sýningu á verkum hans og jafnvel erfitt að velja verk eftir hann á samsýningar. Hann var — eins og flestir vita — dálítið dyntóttur og átti það til að setja það á oddinn, að þetta eða hitt yrði endilega að vera með á þeirri sýningu, sem um var að ræða i þetta eða hitt skiptið. Stundum var að því fengur, en oft urðu þessar tiktúrur til hins verra. Hann var dálítið sérlundaður á stundum blessaður, og ekki ætíð þjáll í samstarfi, og það er langt síðan ég gerði mér það Ijóst, að hans bestu verkum yrði ekki komið i einn stað, meðan hann héldi skoðunum sínum til streitu. Þessi sýning sannar mér það, að ég hafði haft rétt fyrir mér. Hvað um það! Nú hafa Kjarvalsstaðir staðið opnir i nokkur ár, og að mínum dómi er nú farið inn á rétta braut einmitt með þvi að fá lánuð verk úr einkaeign til sýningar í sölum hússins — verk, sem sjaldan eða aldrei hafa komið fyrir augu almennings, en einmitt á þennan hátt er hægt að gera list Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals lifandi og sterkan þátt í menningu okkar og hasla henni völl, sem henni sæmir. Það var mikil guðs gjöf, að Jóhannes Sveinsson Kjar- val fékk að starfa meðal okkar. Það er lika rétt stefna, sem farið hefur verið inn á, að láta slika sýningu sem þessa standa lengi, allt að þvi hálft árið, eins og ætlunin mun með þá sýningu sem nú býðst okkur. Kjarval sagði stundum að hitt og þetta hefði „fína náttúru". Þessari sýningu á Kjarvarlsstöðum er ef til vill best lýst með þeim orðum. Hafi allir þeir, sem að þessari sýningu standa, bestu þakkir fyrir. Þessar linur eru hvergi nægilegar til að gera þeim verkum Kjarvals, sem nú eru til sýnis, nokkur skil. Hér hef ég aðeins stiklað á stóru, enda var Jóhannes Sveinsson Kjarval það margslunginn persónuleiki i list sinni, að tæpast er nokkur fær um að kryfja það fyrirbæri til mergjar. Afköst hans sem málara voru slik, að enginn veit með vissu nokkrar tölur í því sambandi. Þjóðsagan Jóhannes Sveinsson Kjarval var það mergjuð að hún verður seint afgreidd með skrifuðum texta. Það varð að upplifa hann sjálfan i hinum mikla fjölda gerva. sem hann gat brugðið sér i. Það var ævintýri að hitta Jóhannes Kjarval á götum borgarinnar. Tæki hann ofan, hneigði sig, segði ekki orð, brosti ef til vill, liti til himins og labbaði síðan tein- réttur á brott, hafði eitthvað gerst hið innra með vegfarandanum, sem ekki verður útskýrt með orðum. Valtýr Pétursson. Frá feti upp í flugskeið Framhald af bls. 7 blaðagreinar. Margir lögðu hönd á plóg- inn við a temja hann. Hann var glæsileg- ur hestur en mjög ögrandi og tortrygg- inn. Hann var sendur á Evrópumótið 1970 og ílentist i Þýskalandi. Misjafnar skoðanir á meðferð hesta Menn hafa misjafnar skoðanir á út- flutningi islenskra hesta; en þeir hestar sem fara úr landi eiga ekki afturkvæmt. Hver er þin reynsla af hlutskipti þeirra i öðrum heimkynnum? — Það er rétt að lög mæla svo fyrir að ekki megi flytja þá fremur en önnur dýr aftur til landsins. Ef eftir þvi sem ég best veit, fá þessir hestar góða meðferð og lifa við betri kjör en sumstaðar hér heima ef út í það er farið. Hvernig þeim tekst að aðlagast nýjum staðháttum og loftslagi er ekki hægt að fullyrða. Það er vafalaust einstaklingsbundið eins og með menn. Það er líka umdeilt mál hvernig búið er að útigangshestum hér á landi? — Ég tel að þar gæti stundum nokk- urs misskilnings og vanþekkingar. Vitanlega ættu allir hestar að eiga kost á húsaskjóli og hafa nægilegt fóður. En það er margreynt að hestar standa frem- ur fannbarðir úti heldur en fara i hús sem stendur opið fyrir þá. Fólk sem talar um illa meðferð á útigangshrossum ætti að gana að hesti þar sem hann stendur hálffenntur úti og bregða hendinni und- ir feldinn. Þar er þurrt og hlýtt. íslenski hesturinn býr enn að þeim forna eigin- leika að safna vetrarhárum og vetrar- forða, en vel þarf að gæta þess að ekki gangi of mikið á þann forða. Mörg erlend hestakyn hafa tapað þeim eiginleika, að bjarga sér á útigangi en islenskir eldis- hestar halda honum þótt þeir hafi önnur lífsskilyrði og þurfi ekki á þessum eigin- leika að halda. Það sem oftar veldur því að hestar hér þrífast illa og verða ótót- legir í útliti er, að ekki er hirt nægilega vel um að ormahreinsa þá. Það þarf að gera minnsta kosti einu sinni á ári, en á því vill verða misbrestur. Þetta veldur hestum i mörgum tilfellum meiri ömun en kuldinn. Það þarf ekki að spyrja hvort þú hafir hús fyrir þá hesta sem eru á þinum vegum? — Ég hef hús fyrir þá alla enda eru þeir aldir upp til sölu sem reiðhestar. tslenskir hestar vekja áhuga erlendra hestamanna íslenskir hestar virðast vekja athygli erlendis? Hver er ástæðan? — Ástæðan er m.a. sú að þeir hafa ýmsa eiginleika sem orðnir eru úreltir hjá flestum öðrum hestategundum. Þetta er rannsóknarefni fræðimanna í hestamennsku. Þess má geta að í vor var hér á ferð dr. Isenbiigel frá Sviss. Hann hélt fyrirlestra um þetta efni.' Hann hef- ur sjálfur islenska hesta og i hans heima- landi hélt fólk að þeir væru haltir þegar þeir fóru á tölti. Dr. Isenbilgel leiðir rök að þvi, að upphaflega hafi öllum hestum verið eiginlegt bæði tölt og skeið en þessar gangtegundir hafi verið ræktaðar úr þeim með tilliti til þess að þær hent- Framhald á bls. 16. r— L Ingibjörg Briem 1 ÞU Hvenær kemur þú til min? Þú ert það sem allir þrá. Þú og ég sitt i hvoru lagi Þú og ég erum fær í okkar fagi en sitt af hvoru tagi Þú af hverju felur þú þig einhvers staSar bak við þil? Hver veit nema þú hræðist mig. ég Hvað er það sem ég alltaf vil Kanski það sé þetta bil sem ætið aðskilur mig og þig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.