Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Qupperneq 2
Gestirnir eru nýfarnir. Skyndilega orðin þögn í stofunni, þrungin spennu. Annarleg þögn eftir ákafar samræður, mikinn hlátur og tónlist. Raddir og hlát- ur klingja í þögninni líkt og örsmáar, splundraðar agnir, sem valda snöggum', stingandi sársauka, ef þær hitta. Hún byrjar að taka til; fer sér sein- lega. Hellir úr öskubökkum i arininn, tínir saman glös og setur á bakka. Hún nemur staðar með bakkann í setustof- unni miðri. ,,En hvað það verður alltaf kyrrt og undarlegt á eftir“, segir hún, og hallar undir flatt, likt og hún sé að hlusta eftir einhverju. ,,Já“. Hann situr með siðasta glasið sitt, og hefur losað um bindishnútinn. Hún fer með bakkann fram i eldhúsið. Hún er á háhæla skóm og það heyrast háir skellir, er hún gengur um gólfið. Hann heyrir glamra i glösunum, heyrir hana skrúfa frá vatninu, sér hana þvo glösin — og þó sér hann hana ekki. Hann hefur séð þetta ótal sinnum og gjörþekk- ir hendur hennar, líkar hendur barns, seinar í hreyfingum, klaufalegar, óvanar öllu, sem þær taka á. Stundum er ein- hver yndisþokki yfir þessu — og þaó fannst honum reyndar einu sinni — en oftast er það bara þreytandi, gremjulegt. Bara klunnaskapur, ergilegt fum. Hún kemur aftur fram í setustofuna, nemur staðar og stendur kyrr eitt andar- tak eins og á báðum áttum. Svo gengur hún útmeð glugganum og dregur tjöldin frá. Náttmyrkrið er rétt aðeins farið að litast gráu. Þetta er ekki nema örlitil skima. Myrkrið minnir á þéttar, svartar slæður; það er eins og ein þeirra sé í þann veginn að svífa á burt. „Getur nokkur verið glaður eftir, að gestirnir eru farnir?" segir hún. Hún heldur enn um gluggatjöldin. Hjálpi mér, hugsar hann mæddur, byrjar nú dramatíkin enn. „Mér Iíður að minnsta kost ágætlega", segir hann þurr á manninn. „Ég er hæst- ánægður, að gestirnir eru farnir“. Hún svarar ekki strax. Henni er lagið að biða, þegar það á við. „Þú, já“, segir hún svo hljóðlega og andvarpar, svo lágt, að hann verður að geta sér þess til, að hún hafi i raun og veru andvarpað. En hann veit, að hún andvarpaði, hann þekkirþessi andvörp. Hún gengur frá glugganum og enn skellur harkalega í gólfinu. Honum finnst hann hafa haft þessa skelli i eyrunum án afláts allt kvöldið. „Geturðu ekki farið úr skónum?" „Af hverju?“ Af því, aö ég er þreyttur. Dauðþreytt- ur. En af því, að hún stendur þarna og horfir á hann alveg hjálparvana segir hann: „Af þvi, að mér finnst gaman að horfa áþigganga umberfætta". „Þá verð ég svo lítil". „Þú ert lítil“. „Ekki þó minni en Napóleon". Hjálpi oss allir heilagir. Gat hún aldrei svaraö neinu öðru til? Var þetta það lengsta, sem hún komst í andlegheit- um. . . Hann kom sér ekki að því að svara henni. „Já“, segir hún og andvarpar um leið og sezt á sófann. „Ég er lítil og þú ert stór. Stór og gáfaður". Hann drepur i sígarettunni sinni, losar af sér bindið og fleygir því yfir stólbak. „Ég er þreyttur", segir hann. „Dauð- þreyttur'1. Hún situr hreyfingarlaus á miðjum stórum sófanum. „Já“, segir hún. „Það ertu sjálfsagt“. „Já, það er ég“. „Eg sagði það“. Hún hefur lag á því að koma sér af- skaplega undarlega fyrir. Aðrir setjast í hægindastól. I sófum hvíla menn sig, og setjast helzl í þá, ef ekki eru önnur sæti laus. En hún! Þarna situr hún, lítil og þreytt í miðjum þessum stóra sófa! siíur bein í baki, hljóðlát og piinnir helzt á gest, sem er i þann veginn að kveðja. Gæti hún nú ekki farið úr skónum, að minnsta kosti. sett undir sig fæturna og © Þegar gestii eru far rnir nir Eftir Björg Vik látið eins og.. .nú, eins og hún væri að láta liða úr sér. . .eins og hún ætti heima þarna. . .væri þarna. „Nú?“ segir hún og hallar undir flatt og horfir á hann gráum augunum, sem liggja djúpt í höfðinu líkt og inni í dimmum holum. „Ætlarðu þá ekki að fara að hátta?“ Hann kínkar kolli. „Rétt bráðum". Hann leggur augun aftur, hallar höfði aftur á bak, og situr svona. Síðan segir hann; „Á ég að hella í glas handa þér?“ Hún hristir höfuðið. „Nei, takk“, segir hún eftir andartaks- þögn. Hann sezt aftur upp og teygir úr sér. „Þú hefur vonandi skemmt þér í kvöld“. Hann segir þetta án þess að líta á hana. „Já, ég skemmti mér bara vel“. Ilún situr kyrr og virðir hann fyrir sér. „Skemmtirðu þér vel með Markúsi?" í þetta sinn lítur hann á hana. „Já, það gerði ég“, segir hún og lítur hægt af honum. „Ég skemmti mér vel með Markúsi“. Hún tinir svolítið kusk af kjóinum sínum; strýknr litilli hendinni klaufa- lega yfir hné sin. „Hann dansar vel“, segir hún. Hann sýgur upp í nefið. Brosir þreytu- lega, grettur. „Þið dönsuðuð bæði sérlega vel“. Svo einblínir hann á hana. „Veiztu, hvernig þú lítur út, þegar þú dansar svona? Á ég að segja þér það?“ Hún lítur á hann, hallar enn undir flatt, horfir á hann út úr hálfmyrkum tóttunum. „Þú lítur út eins og þig langi mest að verða étin, hrá og í heilu lagi, gleypt lifandi". Hún bærir ekki á sér, en horfir stöðugt á hann rökkvuðum augunum. „Já“, segir hún eftir nokkra bið, „kannski vil ég það“. „Einmitt. Þannig líturðu út“. Hún situr með hendur i skauti; það er eins og hún viti ekki hvað hún á að gera af þeim. Hún situr og virðir þær fyrir sér. „Leiðist þér það?“ „Hvað? Leiðist mér hvað?“ „Leiðist þér, þegar ég lit svona út?“ Það hnussar í honum. Svo geispar hann. „Mfn vegna máttu lita út eins og þér sýnist“. Hún kinkar kolli, og kyngir einhverju. Hvorugt mælir orð frá munni. Þögnin er eins og myrkur milli þeirra. „Ég vildi bara, að ég þyrfti ekki að hanga i þessum samkvæmum þínum. Ég vildi miklu heldur fara að sofa“. Hún situr ekki lengur bein í baki. Hún er orðin hoknari í sætinu. Virðist nærri því sem hún lúti höfði af blygðun. „Þú ert alltaf þreyttur". „Já, það er ég. Þreyttur. Uppgefinn. Uppgefinn af vinnu, þreyttur á fólki. Dauðþreyttur“. Hún fylgir höndum hans eftir með augunum, þegar hann lyftir glasi sínu. Hann drekkur brúnleitan vökvann hægt, og hún horfir á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.