Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Page 8
í
AtUmJ u:
Ocx'dn
lona
NORTHERN ^ íf#
iRELAND ~ J
'M s
^elfast.
ds
SCOTLAND
.Edínburgh
Norlh
Scii
Jh leA
Croagh PatrickjSKL, afMan;
Ga“ Dublin ik
Aran (slands l '■
IRELAND ENGLAND
Skellig ■■'a;
Michael
London*
Conw3.il [ 'ni/hsh ChunnA.
BELGiUM
Paris’i*-
france
Keltar hafa ekki blandast algerlega, en kosið að búa út af fyrir sig í
fremur • afskekktum héruðum Frakklands og Bretlandseyja. Þessi
svæði eru auðkennd með dökkum lit á kortinu og eru Bretanískagi á
Frakklandi, Wales í Englandi, hálöndin og Hebrideseyjar í Skotlandi
og þrír útkjálkar á írlandi. Auk þess á sér stað endurvakning
keltneskrar tungu á Cornwallskaga og eyjunni Man.
Lífið var blóðugt og skemmtanirnar vöru blóðugar. Að lokinni
vel heppnaðri orrustu var efnt til átveizlu og þar hámuðu
keltneskir stríðsmenn í sig villisvín og drukku óslcitilega. Þá
útdeildi foringinn stundum besta bitanum til fræknasta bar-
dagamannsins, en oft var valið dregið í efa og Ieiddi það af sér
hólmgöngu upp líf og dauða.
Gísli
Sigurðsson
tök saman
Minjar um Kelta. A eyjum undan Irlandsströndum
getur að líta minjar eins og hér sjást: Leifar af krossi
frá því nokkru fyrir landnám tslands og vegghleðslur.
Ilér mun hafa verið munkaklaustur, sem víkingar eða
aðrir sjóræningjar hafa lagt í rústir.
Keltar: Járnsmiðir Evröpu
HVAÐ HEFUR C
Sumir hafa grunsemdir um, að uppruni ís-
lendinga sé ekki alveg eins Ijós og ætla mætti eftir
lestur Landnámu og íslendingabókar. Komu
norrænir víkingar hér að numdu land og voru það
einkum og sér í lagi írar, sem fyrir voru. Margir ala
með sér grunsemdir um að við séum þrátt fyrir allt
skyldari írum, en talið hefur verið og að írskir
forfeður okkar hafi ekki bara verið þeir þrælar
írskir, sem víkingar höfðu með sér út hingað.
Þrátt fyrir velsæld og langsetur á skólabekkjum,
er víst ómögulegt að telja ’íslendinga fágaða þjóð.
En skyldi það sambland af eirðarleysi, frekju,
skorpudugnaði og listrænum tilþrifum ýmiskonar,
fremur vera komið frá Ölvi, barnakarli, sem svo var
nefndur vegna þess að hann nennti ekki að leika
sér að barnadrápum — eða eru þessir eiginleikar í
ríkari mæli irskir. Sé svo, er liklegt að þessa
eigihleika — og kannski marga aðra i fari þjóðar-
innar — megi rekja til þess mer|<ilega þjóðflokks,
sem Keltar eru nefndir og enn er að-finna í írlandi,
Skotlandi, Wales í Englandi og Bretanyskaga i
Frakklandi. Þar fer heldur litið fyrir þeim; ekki eru
þeir í heimsfréttunum, en þess í stað halda þeir
tryggð við jörðina og fábrotna lifnaðarhætti. Með
öðrum orðum: Það er af sem áður var, þegar
Keltar voru þjóð þjóðanna í Evrópu; hinir nýju
menn, sem kunnu margföld skil á tækni á við
aðra.
Það voru þeir, sem mynduðu fyrstu fvrópu-
menningu norðan Alpafjalla, hvorki meira né
minna. Sérfræðingar telja, að þeir hafi fyrstir
Indó-evrópskra manna komið til Mið-Evrópu,
hópur skyldra þjóðflokka með sameiginlegt tungu-
mál, trúarbrögð og menningu. Þeirra varð fyrst
vart á áttundu öld fyrir Krist, eða um það leyti sem
Hómer sat við að yrkja Oddýseifskviðu og Hellen-
ar hinir fornu komu saman til hinna fyrstu
Olympíuleika. Og um sama leyti segir sagan, að
þeir bræður, Rómúlus og Remus hafi stofnað
Rómaborg.
Þá er það, að Keltarnir fara að streyma inn i
Evrópu norðan Alpafjalla — kannski einhvers-
staðar að austan. Þeir voru dugmiklir og upp-
finningasamir. Áður en þeir komu, þekktist ekki
járn á þeim svæðum, sem nú hafa hvað
háþróaðastan málmiðnað í heiminum. Svo það er
Ijóst, að koma þeirra markaði tímamót og Evrópa
hefur ekki*verið söm síðan. Keltar kunnu þá þegar
að búa til járn í vopn og verkfæri; helztu hand-
verkfæri sem við þekkjum og nötum til smíða í
dag, höfðu þeir búið til. Þeir kunnu að búa til
léttikerrur á hjólum og settu járngjörð án sam-
skeyta á hjólin. Þeir járnuðu hesta fyrstir manna,
kenndu Grikkjum og Rómverjum að nota sápu,
fundu upp hringabrynjuna, betri plóga en áður
höfðu þekkst, hveitimyllu — og konur höfðu
meðal þeirra þá stöðu og þann rétt, sem kven-
réttindabarátta síðari ára hefur reynt að ná. Keltar
stóðu með öðrum orðum fyrir fyrstu iðnbyltingu
Evrópu.
Keltar munu hafa verið fyrirferðarmestir á 3. öld
fyrir Krist; þeir voru þá hinn ráðandi þjóðflokkur
Evrópu á svæðinu frá „Heimsenda" (Cape
Finisterre á Spáni) og austur að Svartahafi. Þeir
skildu eftir sig örnefni svo sem Dóná, Rín, Signa,
Thamesá, Shannon og gamalgrónir Keltastaðir