Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Side 13
„Guðmæðurnar”
eiginkonur Mafíuforingjanna fá
lítið að vita um „störf' manna
sinna. Þær sitja heima umkringd-
ar lífvörðum og eru svolítið í
góðgerðarstarfsemi.
Flestir Mafíumenn búa í
kyrrlátum úthverfum og þar
ala eiginkonur þeirra mestallan
sinn aldur. Þær hafa nóg til alls
— nema skemmtunar. Þær fara
varla nokkurn tíma út úr húsi.
Eiginmennirnir eru oftast nær
að heiman, f viðskiptaerindum,
i heimsókn hjá frillum sínum,
ellegar þeir sitja í fangelsi.
Konurnar sitja heima, húsin
umkringd lifvöröum og fáir eða
engir koma. Auk þess vita kon-
urnar harla litið eða ekkert um
starf manna sinna. Þeir ræða
ekki um vinnuna við matborð-
ið. . . . Konur Mafíumanna eru
jafnvel svo einangraðar, að þær
hafa ekki samband við konur
annarra í félagsskapnum. Enda
er körlunum ekkert um það
gefið. Kerlingarnar gætu talað
af sér, og það þykir ekki gott i
Mafíunni, getur m.a.s. verið
banvænt . . . Af þessum sökum
og öðrum svipuðum er félagslif
margra Mafíukvenna bundið
við brúðkaup, skirnarveizlur og
jarðarfarir. . .
Börnin fara náttúrlega í skóla
og flytjast loks að heiman.
Mafíumenn koma sonum sinum
í virðuleg, lögleg fyrirtæki (og
borga með þeim ef þarf) eða
senda þá í háskóla. ,,Ef synirnir
eru hins vegar hálfvitar og geta
ekkert lært er þeim fengið eitt-
hvert starf í Mafíunni," segir
einn Mafíufræðingur okkar.
„Þeir leggja ekki fyrir sig pípu-
lagningar eða fara að vinna í
verksmiðju. Það væri hálfgert
hneyksli". Dæturnar fara marg-
ar í háskóla. En fæstar taka til
starfs að námi loknu. Þær gift-
ast yfirleitt ungar.
Mafíukonur segja sjaldan
hug sinn, varla vinkonum sín-
um, og jafnvel ekki skriftafeðr-
um sínum. „Maður einnar í
söfnuðinum situr í fangelsi",
sagði kaþólskur prestur okkar.
„En við minnumst aldrei á
hann við skriftir. Hún kærir sig
ekki um það. Hann er bara fjar-
verandi, hún saknar hans, og
það er ailt og sumt“. En það
mun sameiginlegt flestöllum
Mafiukonum, að þær telja
menn sina alsaklausa og trúa
engu, sem sagt er um þá í dag-
blöðunum.
I eldhúsi Mafíukonu einnar
sáum við skilti þar sem stóð
gylltum stöfum: Madonna eld-
hússins. Þessar konur sjá flest-
ar um húsverkin sjálfar og eru
hreyknar af starfi sínu. Sú sem
hér um ræðir hafði fengið hús-
hjálp daginn, sem okkur bar að
garði, en það var undantekn-
ing: konan var lasin.
„Við lifum rólegu lífi hérna“,
sagði hún er hún sýndi okkur
heimili sitt. „Við látum lítið á
okkur bera. Anægðust er ég,
þegar nafnið mitt fellur niður
af góðgerðalistum, eins og
stundum kemur fyrir. . . Við
viljum bara vera ifriði“. A
sunnudögum kemur öll fjöl-
skyldan saman til miðdegis-
verðar í stofunni. Allar hillur
þar eru hlaðnar fjölskyldu-
myndum; á veggspjaldi stendur
„Guð blessi fjölskyldu okkar“.
Allir stólar eru setnir —
nema sá stærsti og virðulegasti.
Það er stóllinn hans pabba. En
pabbi, er þvi miður i fangelsi.
A heimili annarrar Mafiu-
konu, sem við hittum að máli,
hékk uppi stór f jölskyldumynd,
nýlega tekin. En fjölskyldu-
faðirinn var ekki á myndinni;
hann var að afplána fimm ára
dóm. „Verst þótti mér, daginn
sem hann var settir inn“, sagði
konan. „Honum þótti aftur á
móti verst, þegar krakkarnir
okkar voru reknir úr klúbbn-
um, sem þau voru i hérna". Um
ástæðurnar til þess, að eigin-
maður hennar var hnepptúr í
fangelsi, var hún fáorð: hún
taldi hann sem sé hafa verið
fangelsaðan að ástæðulausu.
„Hann hafði ekkert af sér
gert“, sagði hún. „Svo eru aðr-
ir, sem hafa mörg mannslif á
samvizkunni — og þeir eru
frjálsir ferða sinna“.
Flestar Mafíukonur hafa lítið
eða ekkert að segja af ofbeld-
inu, sem fylgir starfi eigin-
manna þeirra. Eina hittum við
þó, sem hafði kynnzt því af eig-
in raun. En það var í eitt skipti
fyrir öll. Maðurinn hennar var
drepinn í kjallaranum að heim-
ili þeirra ásamt félögum sínum
tveimur. Morðinginn náðist en
var sýknaður, talinn hafa drep-
ið þremenningana í sjálfsvörn.
Kvað hann þá hafa ætlað að
drepa sig með ísöxum!
„Kvöldið, sem það gerðist",
sagði konan, „ætlaði ég að fara
að elda, þegar hann kom og
sagði mér að hætta og við skyld-
um öll fara út og borða á veit-
ingastað. Við fórum svo út,
hjónin sonur okkar og dóttir.
Eftir matinn sagðist maðurinn
minn þurfa að skreppa aðeins
heim; hann hafði mælt sér mót
við mann, sem vildi kaupa
Kadiljákinn okkar. Hann sagði
okkur að biða sin á öðrum
veitingastað. Við biðum til kl.
10 og ekki kom hann. Þá sagði
sonur minn: Það þori ég að
ábyrgjast að pabbi hefur sofnað
við sjónvarpið eins og hann er
vanur. Við fórum svo heim. Þá
var múgur og margmenni utan
við húsið og krökkt af lögreglu-
þjónum inni. Ég ætlaði varla að
komast inn fyrir fólki. Líkin
lágu enn á gólfinu niðri i kjall-
ara. Ég varð að fara til mömmu
og búa hjá henni í þrjá daga
meðan lögreglan var að þrifa.
I stofunni voru ennþá blóma-
kransar og borðar frá útförinni.
Konan leit á þá og henni vökn-
uðu um augu. „Við bjuggum
saman i 37 ár“ sagði hún. „Og
svo var þvi allt i einu lokið. . .“
Sófasett teiknaS af Tobia Scapa. klætt brúnu leðri. Verð á þriggja
sæta sófa, tveggja sæta sófa og stól er kr. 875.000.00.
Leirmunirnir á brettunum eru eftir Hauk Dór. Stóllinn til vinstri á
myndinni ereinnig eftirTobia Scarpa og kostar 104.000.00 kr.
Borðið er teiknað af Le Corbusier árið 1927. Borðplatan er úr
sérstaklega hertu gleri en hugmyndina að borðfótunum fékk hann
með þvt að nota styrktarbita sem afgangs urðu t flugvélaiðnaði og
eru þeir úr áli. Verð: kr. 165.000.—
Sérkennileg borðstofuhúsgögn teiknuð af Skotanum Mackintosh
árið 1918. Þau eru úr svartbæsuðum aski og hafa til skamms tima
eingöngu verið til sem safngripir. Árið 1974 var byrjað að fram-
leiða þau i takmörkuðu upplagi og hefur hver hlutur sitt fram-
leiðslunúmer. Við borðið rúmast 10 manns. Á stólbökunum er
innfelld perluskel Verð: borðið kr. 176.700,— og hver stóll kr.
71.000,— Staki stóllinn fremst á myndinni er i sama stil en eldri,
teiknaður 1904 fyrir te-stofu í Glasgow sem heitir Willow
Trearooms. Sagt er að gjaldkeri stofunnar hafi setið i slikum stól en
undir sessunni er geymsluhólf. þar sem hann geymdi peningana.
Þessir hlutir eru að miklu leyti handsmiðaðir Verðið á stólnum er
kr. 270.000.-
Borðstofuhúsgögn teiknuð af Mario Bellini. Þau eru allólik þvi sem
við eigum að venjast. Borðið er jafnhliða 1,65x1.65. Borðplatan
er úr hertu gleri i borðfótunum er askur. Verð kr. 252.000.—
Stólamir eru fáanlegir með margskonar áklæði eða leðri. Þeir kosta
kr. 96.000 -
Verzlunin
selur húsgögn teiknuð af
heimsfrægum arkitektum
Húsgagnaverzlunin Casa við Borgar-
tún var opnuð í april síðastliðnum en
þar eru á boðstólum sérkennileg og
vönduð húsgögn ásamt margskonar
listmunum.
Fjórir aðilar eru eigendur verzlunar-
innar en við hittum að máli Sigrúnu
Böðvarsdóttur sem sér um daglegan
rekstur hennar.
„Við höfum umboð fyrir tvö ítölsk
fyrirtæiki", sagði Sigrún „og eitt
finnskt. Þau ítölsku heita Cassina og
Flos. Cassina framleiðir húsgögn en
Flos lampa en sömu arkitektar teikna
fyrir bæði þessi fyrirtæki.
Við höfum lengi haft áhuga á að
koma á fót verzlun sem þessari —
höfum farið víða um lönd og kynnt
okkur húsgagnaframleiðslu svo það
var engin tilviljun að við völdum þessi
ítölsku fyrirtæki. Þau hafa hlotið al-
þjóða viðurkenningu fyrir vandaða
framleiðslu og sérkennilegá" þar sem
leitast er við að samræma notagildi og
fagurt útlit.
Húsgögnin sem þessi fyrirtæki fram-
leiða í dag eru sum teiknuð af heims-
frægum arkitektum, lifs og liðnum. Af
þeim eldri mætti t.d. nefna Le
Corbusiere hinn franska, Mackintosh
sem var skozkur og Rietveld frá Hol-
landi. Teikningar af húsgögnum þeirra
eru sumar allt frá aldamótum og margt
af þvi sem smiðað er samkvæmt þeim
teikningum er til á listasöfnum viða um
heim.
En þarna eru einnig framleidd hús-
gögn teiknuð af yngri mönnum og
núlifandi úr hópi fremstu arkitekta ítala
í iðnhönnun. Það sem þessir húsmunir
eiga þó sameiginlegt er að þeir eru allir
sérlega vandaðir — sumir handsmíð-
aðir. Þessi húsgögn fáum yið beint frá
Ítalíu.
Auk ítölsku fyrirtækjanna höfum við
einnig umboð fyrir finnskt fyriríæki,
sm heitir Artek og framleiðir húsgögn
teiknuð af hinum fræga finnska arki-
tekt Alvar Aalto og munu margir kann-
ast við húsgögn sömu tegundar hér og
sjást í Norræna húsinu í Reykjavík.
Þá er einnig þess að geta að við
höfum hér til söiu leirmuni eftir Hauk
Dór sem þekktur er hérlendis."
„Um verðið er það að segja lað
húsgögnin eru ódýrari hér en víðast
erlendis. Við reynum að hafa húsgögn-
in í ýmsum verðflokkum og okkur
sýnist fólk ekki ofbjóða verðið. Að
minnsta kosti gengur salan vel.
Varðandi innkaupin þá höfum við
þann háttinn á að allir sem aðild eiga
að verzluninni hittast á fundi og síðan
komum við okkur saman um i hvaða
kaup skuli ráðist. Þ^ð hefur gefist vel.
Eitt „prinsip" hefur þó alltaf ráðið. Við
kaupum ekkert nema það sem vil vild-
um gjarnan eiga sjálf".