Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 12
voru veittar kr. 100.- úr lands-
sjóði og jafnhá upphæð úr sýslu-
sjóði Skagfirðinga. Sýslunefnd
tók að sér yfirstjórn skólans og
setti honum skipulagsskrá og
reglugjörð. Meðan skólinn starf-
aði hafði hann styrk úr landssjóði
sem hækkaði upp í kr. 500,- á ári.
Arlegan styrk úr jafnaðarsjóði
amtsins og sýslusjóði voru venju-
lega kr. 150.- á ári úr hverjum
sjóði.
Ekki eru nú upphæðirnar háar
sem nefndar eru og skólinn varð
að komast af með ef miðað er við
allar milljónirnar og bruðlið sem
nú fylgir hverri skólastofnun. En
árangurinn var ótvíræður. Það
sýnir vitnisburður prófdómara og
námsmeyjanna sjálfra sem gátu
ekki nógsamlega þakkað og lofað
skólavistina. í litla kvennaskólan-
um í Skagafirði var hvorki hugsað
um stuttan vinnudag né heimtað
daglaun að kvöldi. Þar sveif andi
fórnfúsra kvenna yfir vötnunum.
Elín Briem
siglir til náms
Ég drap á það hér að framan að
ég byggist við að það hafi gert
Kristjana G. Hafstein á Lauga-
landi. v
gæfumuninn að Elín Briem réðist
að skóla Húnvetninga. Elín var
sem kunnugt er mikil gáfukona
og full áhuga. Sjálfsagt hefur hún
fundið það, þegar hún kom að
Lækjamóti að hana skorti reynslu
og meiri menntun til að geta
komið kvennaskólamálum í
örugga höfn. Eftir eins árs veru
að Lækjamóti siglir hún til Dan-
merkur og fær inngöngu í skóla
Nathalie Zahle. Þótti það mikið
áræði og dugnaður. En Elín átti
náin skyldmenni í Danmörku og
bræður hennar voru þá við
háskólanám ytra. Dettur manni i
hug að það hafi verið henni
hvatning.
Eftir tveggja ára nám ytra kom
hún heim með kennarapróf frá
skólanum og lofsverðan vitnis-
burð. Tekur hún þá við kvenna-
skola Húnvetninga sem þá er
fluttur að Ytri-Ey á Skagaströnd.
Kennslukonu hafði hún ráðið með
sér, Sigriði Jónsdóttur frá Djúpa-
dal, síðar húsfreyja á Reynisstað,
hafði hún einnig verið við nám í
Danmörku.
Haustið sem skólinn var fluttur
að Ytri-Ey voru skólarnir samein-
aðir, hafði ekki verið kennt í
kvennaskóla Skagfirðinga árið
áður. Lifnaði nú yfir kvenna-
skólamálinu, 21 nemandi sótti
skólann og sýndi forstöðukonan
þegar þann skörungsskap og
kennarahæfileika er hún síðar
varð fræg fýrir. Við vorprófið
vorið 1884 gáfu prófdómendur
sem voru sr. Eggert Ö. Briem á
Höskuldsstöðum og frú Elísabet
Sigurðardóttir á Syðri-Ey svo-
felldan vitnisburð: Okkur sem
höfum verið prófdómendur við
vorpróf í kvennaskólanum er
Ijúft að lýsa því að við álítum að
framfarir í skólanum hafi verið
mjög miklar og vert sé að minnast
þess með sérstöku lofsorði.
Stjórnaði Elín Briem skólanum í
Ytri-Ey í 12 ár og er aðsókn það
mikil að færri komast að en vilja.
Komst nemendafjöldinn sum árin
upp í 38—40 nemendur. Ytri-
Eyjar-skólinn fluttist til Blöndu-
óss rétt eftir aldamótin og hefur
brátt starfað nær óslitið í 100 ár.
Eyfirðingar
hugsa til hreyfings
Þá víkur sögunni norður í Eyja-
fjörð. Þar hafði þjóðhátíðin
einnig komið miklu róti á hugi
fólksins. Sá vorhugur sem ólgaði í
hverju byggðalagi leyndi sér ekki
meðal Eyfirðinga. t Norðanfara
1876 kom fram sú stórhuga tillaga
að stofna skyldi 9 gagnfræðaskóla
og 9 kvennaskóla þannig að gagn-
fræðaskóli og kvennaskóli væri til
skiptis í hverri sýslu allt um-
hverfis land. En slíkt var að von-
um fullmikill stórhugur í skóla-
lausu landi. öllum kom þó saman
um að aukin menntun alþýðu
væri eitt nauðsynlegasta skilyrði
fyrir vaxandi þjóðarmenningu.
Sjálfsagt hefur kvennaskólinn í
Reykjavík verið hvötin að stofnun
hinna norðlenzku skóla, þá loks-
ins ungar stúlkur áttu þess kost
að sækja skóla var engan veginn
fullnægjandi að hafa bara einn
kvennaskóla. Þeir urðu að vera
fleiri.
A gamlaárskvöld 1874 var
haldin skemmtisamkoma að Espi-
hóli í Eyjafirði. Fjölmenntu Ey-
firðingar þangað og var margt til
skemmtunar m.a. álfadans og
mikil álfabrenna. Að lokinni
brennunni fóru menn heim að
Espihóli og var fundur settur. A
dagskrá var að bindast samtökum
til að hrinda í framkvæmd ein-
hverju menningarmáli í héraðinu
til minningar um 1000 ára byggð
Iandsins . Komu þar fram ýms
sjónarmið en þó bar flestum
saman um að nauðsyn bæri til að
stofna skóla hvort heldur væri
barna-, kvenna eða gagnfræða-
skóli. Ekki var þó útrætt um það
mál að sinni en það vakti mikið
umtal í héraðinu og kom róti á
hugi fólks.
I þorrabyrjun sama ár var
haldið þorrablót á Munkaþverá.
Var þar saman komið fólk úr
öllum hreppum sýslunnar og af
Akureyri. Var þá að nýju minnst
á skólamálið og varð þá heizt uppi
á teningnum að byggja kvenna-
skóla. Eggert Gunnarsson um-
boðsmaður frá Laufási var
staddur á Munkaþverárfundin-
um. Hann var um þessar mundir
einn skeleggasti forvígismaður
allra framfaramála í Eyjafirði.
Var honum falin forusta þessa
skólamáls. Er engum einum
manni jafn mikió að þakka að
sigur fékkst svo skjótt. Auðvitað
lögðu þar ýmsir hönd að verki, en
Eggert var lífið og sálin. Sam-
þykkt var á Munkaþverárfundin-
um að bregða skjótt við og efna til
almenns umræðufundar um
skólamálið að Grund í Eyjafirði í
þorralokin.
„Að kvenmenn
færu eigi varhluta...“
Alyktanir þessa fundar birtust
siðan í Norðlendingi. Þar segir:
„Var það sameiginlegt álit að
nauðsynlegt væri að efla almenna
framför og hagsæld fósturjarðar-
innar, að efla þekkingu og mennt-
un því að við ljós upplýsinganna
fengjum vér réttan skilning á öllu
verki voru og þekkingu til að
framkvæma það. Sýndi sagan það
að með upplýsingunni hefðu he'il-
ar þjóðir umskapast úr vanþekk-
ingarmyrkri örbirgð og ómennsku
í voldugar þjóðir.
A fundinum var sem fyrr rætt
um barnaskóla, kvennaskóla og
gagnfræðaskóla. Hölluðust menn
helzt að þvi að hafa farskóla fyrir
börn eins og tíðkaðist í Noregi.
Beitti Framfarafélag Eyjafjarðar
sér fyrir því að ráða strax á næsta
vetri kennara, sem kenndi á
nokkrum bæjum. Gerð var áskor-
un til Alþingis um stofnun gagn-
fræðaskóla á Möðruvöllufn i
Hörgárdal. Fékk Eggert sr. Arn-
Ijót Ólafsson á Bægisá í Iið með
sér og tókst þeim á næsta Alþingi
að fá 10 þúsund króna fjárveit-
ingu til að hefja byggingu skól-
ans. En Eggert hélt fast fram
kvennaskólamálinu. Segir í grein
hans: öllum fundarmönnum virð-
ist að engu síður væri nauðsyn-
legt að kvenmenn færu eigi var-
hluta af að fá tilsögn í því sem
konur þurfa og eiga að kunna . ..,
það er mikið eftirlæti og unaður
að eiga góða, skynsama og mennt-
aða konu, sem maður ávallt getur
haft í ráðum með sér og sem vel
er vaxin stöðu sinni. Mæðrunum
er af náttúrunni meira en feðrun-
um falið á hendur líf og heilsa
ungbarnanna. Ennfremúr er það
venjulegt að konurnar fremur en
mennirnir kenni börnum sínum
lestur og kristindóm og annað
fleira eftir því sem þær hafa föng
á. Þannig er það hlutverk kon-
unnar sé hún annars því vaxin að
leggja hinn fyrsta grundvöll ti
þekkingar barnanna og þó sér i
lagi að laga hjarta þeirra og til-
finningu fyrir öllu sönnu, réttu
fögru og góðu. Sagan sýnir með
mörgum dæmum að margir hinir
mestu og bestu menn hafa orðið
það sem þeir voru af því að þeir
áttu hinar bestu og menntuðustu
mæður. Og hver af oss er sá að
. . . Að kenna þeim
skrift eða reikning, var
mesti óþarfi, sem ein-
ungis leiddi til vand-
ræða .
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi
SYSTURLÁT
Hví dæmdust þitt hjarta þau álög á,
að æska þín féll í rústir,
þá hamingja lifsins þér hörfaði frá
og hverfðist i eyðiþústir.
Á hádegissól þína skyggðu ský,
og skjól þitt varð sjúkrarúmið,
en oftast var þrautin þung sem blý,
er þrúguðu kuldinn og húmið.
Sem vonleysið þjáði um vetrarkvöld.
bjó vorið á næsta leiti,
unz sumarið kom með sigrandi völd
og sendi þér heiliaskeyti.
Ég man, þegar söngstu með sumar um brá,
er sólskinið hafði vakið,
i hæðir þér lyftirðu, himin að sjá
og hlýddir á vorfuglakvakið.
Þótt allt virðist svartara orðið en fyr
og allir þagnaðir hljómar.
ég veit, að nú opnast þér dýrðardyr
og dagur i austri Ijómar.
Pálmi Eyjólfeson
KVÖLD í
FJÖRUNNI
Einn ég hljóður horfi
hér á sólarlagið,
út á opið hafið
upp í giljadragið
leika lágir geislar
lita rauðann sjóinn,
allar öldur sofa
eins og tjörn er flóinn.—
Margir fljúga og fara
fljótt um lönd og álfur,
en aðeins hérna heima
hver er þó hann sjálfur.
Brennheit sólin bakar
búka á hvitum ströndum
en friðlönd ekki finnur
fólk i öðrum löndum.
Værð eröllu yfir
upp úr skerin standa,
ilmi þangs og þara,
þar er gott að anda.
Letilegir máfar
lítt á vængi reyna,—
Sendlíngurinn sefur,
sæll á milli steina.—