Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 3
Allir geta stundað einhverjar fþróttir sér til ávinnings, jafnvel fólk,
sem verulega er fatlað eða lamað eins og sá, sem hér kastar kringlu.
tima til þess að brenna 450
hitaeiningum. Hvorttveggja
kemurað sama gagni gagn-
vart vigtinni, en hlaupið hef-
ur þann kost að auka súr-
efnisupptöku lungnanna og
við það vex þrekið.
Það er aftur á móti tómt
mál að tala um hlaup, þegar
þeireiga í hlut, sem komnir
eru yfir fertugt og orðnir eru
of þungir. Yfirleitt finnst
þeim nógu erfitt að ganga og
auk þess er varasamt að taka
slíkar æfingar mjög geyst.
Betra er að byrja varlega og
síga á. Á Norðurlöndum hef-
ur tekizt að gera göngur og
skokk að almenningsíþrótt
og á skógarstígum í nám-
unda við borgir má sjá heilu
lestirnar á misjafnlega hraðri
ferð. Þess ber að gæta, að á
þessum skógarstígum er
ævinlega logn og skilyrðin
eru mun ákjósanlegri en á
íslenzkum berangri.
Sem betur fer er þó I önnur
hús að venda og það í bók-
staflegum skilningi. Fyrir
okkur hafa innanhússíþróttir
augljósa kosti og allstór hóp-
ur notar sér það að geta
leikið badminton að vetrar-
lagi. Flestum þykir skemmti-
legt að leika badminton, en
margir sem komnir eru af
léttasta skeiði, kvarta yfir
því, að þessi íþrótt reynist
þeim of erfið. Skíði eru ákjós-
anleg að því leyti, að sú
iðkun er ekki beint erfið, að
minnsta kosti þar sem lyftur
eru í förum. Aungvu að síður
brennir maður 594 hitaein-
ingum á klukkustund, eða
næstum 10 hitaeiningum á
mínútu. Sund erágæt hreyf-
ing, en gagnsminna að því
leyti, að maður eyðir aðeins
5 hitaeiningum á minútu,
eða 300 hitaeiningum með
þvi að synda i heilan klukku-
tíma. Hjólreiðar eru mjög
mismunandi, en ágæt hreyf-
ing á öllum aldri. Keppnis-
maðuri hjólreiðum fer með
11 hitaeiningar á mínútu eða
660 hitaeiningará tímann,
en með þvi að hjóla rólega á
venjulegan hátt, brennir
maður4,5 hitaeiningum á
mínútu eða 270 á timann. (
golfi fara 5 hitaeiningará
minúfu og með þvi að leika
greitt og klára 18 holur á 3
tímum, þarf þaraf leiðandi
900 hitaeiningar. Algengari
dagleg iðkun er þó að leika 9
holur og vera í tvo tíma og
útheimtir það 600 hitaein-
ingar.
Róður er svo lítið stundað-
ur hér, að hann skiptir ekki
miklu máli, en þar er likt á
ferðinni og í hljólreiðunum,
að kappróðrar\menn brenna
næstum jafn miklu og hlaup-
arar, eða 14 hitaeiningum á
mínútu, en með því að róa
rólega á árabát. fara 5 hita-
einingará mínútu eða jafnt
og i sundi og golfi. Þessar
tölureru byggðará upplýs-
ingum bandarískra sérfræð-
inga og komu fram i timarit-
inu The Saturday Evening
Post. Þar voru teknar til
dæmis íþróttir, sem iðkaðar
eru þar í landi, en ekki
minnst á aðrar eins og knatt-
spyrnu til dæmis eða hand-
knattleik. Afturá móti var
þess getið. að hestamennska
er ekki bara gott trimm fyrir
hestinn, heldur brennir knap-
inn 3 hitaeiningum á minútu,
eða 180 á tímann.
Agúst
Vigfússon
Eru dul-
rænir
hæfileikar
arf-
gengir?
Svo virðist sem dulrænir
hæfilcikar séu arfgengir. Eg
hef áður f Lesbókinni minnst á
Spákelsstaðasystkinin, þau
Sigurbjörn og Guðríði. Aldrað-
ur maður, sannorður glögg-
skyggn og minnugur hefur
sagt mér nokkuð frá afa þeirra
systkina, Jóni Markússyni
fyrrum bónda á Spákelsstöð-
um. Enginn vafi virðist vera á
því að Jón hefur verið dul-
skyggn og forspár. Hér skulu
tilfærð nokkur dæmi eða at-
vik, sem varðveist hafa í minn-
um eldra fólks.
Það var einu sinni að Jón var
staddur úti og var að gera við
ýmsa búshluti, svo sem amboð,
reipi og reiðinga og fl. Hann
sat í skjóli við traðarvegg, því
vestan rok var og hryssings
veður.
Nú bar svo til að Guðríður
kona Jóns kemur út og kallar á
hann að koma í matinn. Verð-
ur henni þá starsýnt á mann
sinn, því andlitssvipurinn var
með öðrum hætti en venju-
lega. Fjarrænn og eins og
hann veitti engu athygli þvi,
sem var í nánasta umhverfi.
AUt ■ einu segir hann: „Skelf-
ing er að sjá þetta. Það er skip
að farast út undir Jökli. Þarna
hangir einn maður f reiðanum.
Nú slitnaði hann af. Voðalegt
er að horfa upp á þetta“ Eitt
var meðal annars sérkennilegt
við sýn Jóns. Hann var alls
ókunnur umhverfinu sem
hann lýsti. Hann hafði aldrei
róið út undir Jökli. Þó er sagt
að hann hafi lýst öllum stað-
háttum svo nákvæmlega að
kunnugir voru ekki í neinum
vafa hvaða stað væri um að
ræða. Sjálfur var hann þegar
viss um hvar þetta væri. Hann
lýsti sýn sinni þannig að það
hefði verið eins og skyndi-
mynd, sem snögglega er brugð-
ið upp, en hvarf skyndilega.
Vitanlega varð þessi sér-
kennilegi fyrirburður til þess
að fóik fór að halda nánari
fyrirspurnum um slysfarir, en
það hefði gert elia, og muna
nákvæmlega þann dag er fyrir-
burðurinn bar fyrir Jón.
Seinna fréttist að einmitt
sama dag og þetta bar fyrir
Jón hafði skip farist við Jökul.
Framburður sjónarvotta stað-
festi að slysið hafði borið að
með svipuðum hætti og Jón
hafði lýst.
Næsti bær við Spákelsstaði
er Vigholtsstaðir. Bóndinn þar
hét Kristmundur Guðmunds-
son. Hann var giftur dóttur
Jóns af fyrra hjónabandi, Guð-
rúnu að nafni. Nú er það eirin
dag að Kristmundur kemur að
Spákelsstöðum. Hann gekk
rakleitt inn I baðstofu og litast
um hvar hann geti fengið sæti.
Þröng var f baðstofunni því
börnin voru ekki komin á fæt-
ur.
Þá segir Jón allt í einu:
„Tylltu þér hjarna hjá henni
Gunnu. Þið eigið eftir að kynn-
ast nánar“. Guðrún þessi var
seinukonubarn Jóns, þá um
femingaraldur. En gamli mað-
urinn reyndist sannspár. Guð-
rún þessi varð seinni kona
Markúsar. Kannské á nú þetta
ekki neitt skilt við dulskyggni,
en einkennileg forspá er það
nú samt.
Einu sinni komu tveir feðg-
ar utan af Fellsströnd að Spá-
kelsstöðum. Sonur mannsins
var eitthvað nálægt fermingu.
Segir nú ekki nánar af þeim
feðgum annað en þeir eru á
Spákelsstöðum um nóttina. En
rétt f þvf að þeir eru búnir að
kveðja segir Jón við konu sfna:
„Þessi drengur á eftir að verða
tenþdasonur okkar“, Þetta
reyndist rétt. Þessi dóttir hans
hét Anna, en pilturinn Jens.
Þau fóru bæði til vesturheims
og eru Iðngu dáin.
Það var eitt haust að þeir
Markús og Jóhannes, synir
Jóns voru að búa sig á stað í
leitir. Þá var réttin fram við
svonefnda Hðlmkotsá sem er á
milli Dönustaöa og Pálssels.
Pálssel er innsti bærinn í Lax-
árdal að sunnanverðu. Nú
löngu kominn í eyði.
Venja var að leitarmenn af
neðstu bæjunum gistu á þeim
fremstu, er leitum var lokið.
Þótti of mikil fyrirhöfn að fara
heim, því göngum var ekki lok-
ið fyrr en mjög seint. Er þeir
Markús og Jóhannes eru að
leggja af stað segir Jón gamli
við Markús: „Þú ferð að Hömr-
um með honum Jóhannesi og
gistir þar“. „Þvf segir þú þetta
pabbi“, segir Markús, „Mér
hefur ekki dottið í hug að gista
neinsstaðar annarsstaðar. Eg
gisti þar eins og ég'er vanur“.
„Mundu mig um þetta", segir
Jón gamli.
Seint um kvöldið segir Jón
upp úr eins manns hljóði:
„Ekki gerði Markús eins og ég
bað hann. Nú fer hann að
Sámsstöðum". Sagði svo litlu
seinna: „Það verður ekkert
nema kiúður úr þessu. Þetta
verður ekki til neinnar gleði
eða hamingju“.
Er þeir bræður koma heitn
frá réttinni segir Markús for-
eldrum sinurn frá því að hann
hafi opinberað með stúlku á
Sámsstöðum. Upp úr því sam-
bandi slitnaði eftir skamman
tíma. Gamli maðurinn reynd-
ist sannspár. Nokkrar fleiri
sagnir um Jón á Spákelsstöð-
um væri hægt að tína saman.
Ótrúlega margt Iifir á vörum
eldra fólks ennþá. En vitan-
lega er margt fallið í gleymsku
þar sem svo langt er um Iiðið
sfðan Jón féll frá.