Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 10
 Hér sjást nokkrar þær gerðir húsa, sem Bjarki gerir ráð fyrir á flugvallarsvæðinu. Auk þess sem hér sést, gerir hann ráð fyrir litlum einbýlishúsum, en engum stórum blokkum. LOFTLEIÐAHÓTELIÐ og Reykjavíkurflugvöllur. Róttæk- I skipulagstillögu sinni, er að færa flugvöllinn suður fyrir asta breytingin sem Bjarki Jóhannesson gerir ráð fyrir í | Hafnarfjörð, en byggja íbúðarhús á flugvallarsvæðinu. Bjarki gerir ráð fyrir þéttri byggð fremur lágra íbúðar- húsa á svæðinu. þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nu. Hér sést hluti þessa svæðis; austurhornið, sem nær að Nauthólsvik. Þar er gert ráð fyrir baðstað. Sóleyjargatan er lögð áfram austur hjá Loftleiðahóteli, fyrir sunnan Öskjuhlið og síðan inn Fossvog. Við Nauthólsvík tengist hún annarri götu, sem liggur vestur eftir flugvallarsvæð- inu. Reykja- vík árið 2000 Framhald af bls. 8 umhverfinu, það sem við þekkjum ekki, getur valdið okkur kviða. Um- hverfið verður einnig að bjóða upp á persónuleika, hlýleika, fegurð og skjólsæld fyrir vindi. Opin svæði geta verið tvenns konar, annars vegar unnin svæði, svo sem skemmtigarð- ar, iþróttavellir, skógræktarsvæði o.fl., og hins vegar óunnin svæði, svo sem tún, melar, klappiro.fi. Leikvellir eru aðallega tvenns konar, hverfis- leikvellir og smábarnaleikvellir. Hverfisleikvellir eru stærri og fjöl- breyttari, á hinum Norðurlöndunum eru algengir svo nefndir byggingar- leikvellir, sem bjóða m.a. upp á ýmis konar handavinnu og byggingarleiki, og þar eru oft ýmis smærri dýr, svo sem geitur og kanínur o.fl. Smá- barnaleikvellir eru minni og fleiri, og ættu þeir helst ekki að vera lengra en 50 metra frá hverju heimili. Leiktæki mega þar vera fá og einföld, en skjól gegn umferð er mikilvægt. Leiktæki eru einnig víða í skemmtigörðum er- lendis og þurfa alls ekki að vera til óprýði. Það sem einkum vekur athygii á Reykjavíkursvæðinu, er hvað byggð- in er dreifð og vegalengdir miklar. Gatnakerfið er yfirleitt greiðfært, en minna hefur verið hugsað fyrir gönguleiðum. Strætisvagnakerfið er tiltölulega Vel uppbyggt, en tímaáætl- un vagnanna er viða of ströng og flýtirinn of mikill, einkum fyrir eldra fólkið, sem mest þarf þeirra við. Gamli miðbærinn er lifandi, en um- ferð bíla um hann er allt of mikil. íbúðahverfi bjóða yfirleitt ekki upp á mannleg samskipti, umferðaröryggi, góð leiksvæði, skjólsæld, fegurð eða hlýleika. Yfirleitt eru hverfi byggð heldur óskynsamlega með tilliti til veðurs, og oft er lítið vandað til útlits húsa og umhverfis. Undantekningar eru þó víða, eins og t.d. víða í Vesturbænum, Skólavörðuholtinu, eldri Gerðunum, eldri hluta Hafnar- fjarðar og víðar. Opin svæði eru hér oft of stór og óskipuleg og henta illa til útivistar vegna hinnar hörðu veðr- áttu. Betra getur verið að þeina kröftunum að minni, en betri svæð- um, a.m.k. inni í sjálfri borginni, og gæta verður þess að dreifa ekki byggð óskynsamlega mikið. Skemmtigarðar eru hér oftast líflausir og lokka fólk lítið til dvalar Fyrsta skref til úrbótar gæti verið að setja leiktæki í garðana, leikur barna safnar oft að sér fólki. Það virðist þvi miður vera algeng skoðun hérlendis, að leikvellir eigi að vera sem mest ein- angraðir frá umhverfinu, helst með háum múr. Of oft eru einu leiktækin rólur, vegasölt, sandkassar og klifur- grindur. Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.