Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 2
Hlaup
með langhlaupahraða út-
heimtir 15 hitaeiningar á
minútu, eða 450 hitaein-
ingar á hálftímann. Góð al-
hliða æfing, styrkir hjarta
og lungu, bætir þrek.
að fara niður langa brekku t
svigi er erfiðara en halda
mætti og útheimtir 9,9
hitaeiningará mínútu eða
594 á tfmann.
Tennis
er þvf miður ekki iðkað hér,
en trúlega álika erfitt og
badminton. í tennis fara
7.1 hitaeiningar á mínútu,
eða 426 f klukkutíma leik.
skemmtileg innanhúss-
íþrótt, sem vfða er hægt að
leika. Þar fara 6 hitaeining-
ar á mfnútu eða 180 i hálf-
tfma leik.
Róður
rólegur róður á smábát er
alhliða áreynsla. sem út-
heimtir 5 hitaeiningar á
mínútu, eða 300 á tfmann.
Sund
á rólegu sundi fara 5 hita-
einingar á mfnútu og
klukkustundar sund fer
með 300 hitaeiningar.
Golf
miðað við eðlilegan leik-
hraða þarf 5 hitaeiningar á
mínútu. Oftast tekur 2
tíma að leika 9 holur, sem
þýðir 600 hitaeiningar
Hljólreiðar
á rólegan hátt á venjulegu
hjóli fara með 4.5 hitaein-
ingará mfnútu. Klukku-
stundar hljólreiðatúr: 270
hitaeiningar.
íþróttir og hitaeiningar
Hreyfing er aiger nauðsyn. Þrekið
vex, líðanin batnar og aukakílóin fjúka,
þegar íþróttir og útilíf er stundað að
einhverju marki. Best er að saman fari
æfing og ánægja, enda er um margs-
konar hreyfingu að ræða. Bandarískir
sérfræðingar hafa reiknað út, hvað
klukkustundar iðkun ýmissa íþrótta
útheimtir margar hitaeiningar.
Offita og meðfylgjandi
æða- og hjartasjúkdómar hrjá
íslendinga eins og aðrar vel-
megunar- og háneyzluþjóðir.
Nýlega er afstaðin í sjónvarpi
herferð með það fyrir augum
að hjálpa fólki í baráttunni
við aukakílóin. Mestu máli
skiptir hvað borðað er, en
iþróttir ýmisskonar geta einn-
ig komið að haldi og hafa
auk þess þýðingu á þá veru
að styrkja og stæla viðkom-
andi.
Margur þekkir það af sjálf-
um sér, að hafa með góðum
ásetningi byrjað á skokki eða
einhverri hreyfingu, en aldrei
haft gaman af því og hætt
þessvegna. í annan stað er
veðurfar á íslandi með þeim
hætti, að oft kemur það í veg
fyrir útilif. Fljótvirkasta og
áhrifamesta aðferðin er
gangur og hlaup til skiptis og
útheimtir slík æfing ekki
langan tíma. Aðalatriðið er
að fá sig móðan. Benedikt
heitinn Jakobsson, sem
mældi þrek íslendinga og
leiðbeindi fólki með þrekæf-
ingar, lagði áherzlu á „að
setja vélina i gang" og átti
hann við með því, að maður
yrði að mæðast til að fá aukið
þrek. Sú hreyfing, sem er
svo hæg að maður mæðist
ekki af henni, getur þó komið
að góðum notum til þess að
halda vigtinni niðri, en eftir
þvi sem hreyfingin er hægari
og auðveldari, útheimtir hún
lengri tíma til þess að gagn
verði af. Með öðrum orðum:
Hálftima hlaup útheimtir
450 hitaeiningar, en með
hægum gönguhraða verður
að labba i rúma tvo klukku-
Skautar
með því að viðhalda rólegri
ferð á ísnum þarf 6 hitaein-
ingar á mínútu og 360 á
timann.
Hraður gangur
er góð æfing, sem útheimt-
ir 5,6 hitaeiningar á min-
útu. Klukkutlma gangurfer
með 320 hitaeiningar.
Hægur gangur
er hentug æfing þeim, sem
komnir eru til ára sinna eða
eru lasburða. Sllkur gangur
fer með 3.6 hitaeiningar á
minútu. eða 216 á timann.
3.0
Hestamennska
Það fer að sjálfsögðu eftir
hestinum, hversu mörgum
hitaeiningum maður eyðir á
hestbaki. Á þægum hesti á
rólegu brokki eyðir knapinn
3 hitaeiningum á mlnútu.
eða 180 á tlmann.