Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 15
Lýðræðis- fyllibyttur... Öllu góðu má spilla með óhóflegri notkun — mat. víni, konum — og lýðræði. Hóflegt lýð- ræði hefur sannað ágæti sitt umfram önnur þekkt stjórnarform — þær stuttu stundir mannkynssögunnar. sem það hefur varað í einhverjum stað. Framfarir menningarlegar og efnahagslegar hafa þá orðið mestar í lifi þjóða. En lýðræðið er bara aldrei hóflegt til lengdar. Þessu stjórnarformi er áskapað að vera drepið af vinum sínum, sem gera hóflausar kröfur til þess, þar til það endar í stjórnleysi og ringulreið og jafnvel heitir vinir lýðræðis verða að viður- kenna að ekki sé annað til ráða, en kasta þvi fyrir róða og kalla yfir sig „sterka" stjórn. Þegar svo er komið kemur óvinurinn á vettvang og veitir því náðar stuðið. Lýðræðisformið byggir á frjálsum kosning- um, sem eiga að sýna vilja fólksins. Ókosturinn við þetta fyrirkomulag er sá, að fólkið er misgott, misgefið og misvel upplýst og val þess þar eftir. Útgáfurnar af „vilja fólksins" i kosn- ingum geta vissulega orðið margar, og ekki allar réttlátar. Eitt sinn fyrir mörgum áratugum. var hart barist í kjördæmi hérlendis. Það var komið fast að lokun kjörstaðar i kauptúni nokkru i kjördæminu, þegar þar þeysir maður i hlað og teymir reiðingshest með ábúðarmiklum bagga bundnum ofaná milli klakkanna. Maður- inn hefur snör handtök að losa um böggulinn, tekur hann i fangið og hleypur með hann inn á kjörstað rétt sem skellt er hurð i lokur. Inni tekur hann utan af bögglinum teppi og flikur, og innani þessum umbúðum reyndist vera niðursetningur framan úr afdal. sem vissi ekki hvað hann hét. þegar til átti að taka. En i lýðræðisriki fær fólk að kjósa sér landstjórn, þótt það viti ekki hvað það heitir. Og þessi guðsvolaði veslingur, sem fyrir einhverja mis- lukkan var ekki löngu kominn til himnarikis, þar sem ekki er kosið um stjórn, fékk að kjósa; vitaskuld með löglegri hjálp, þótt enn sé það óráðingáta. hvernig hægt var að kenna honum að teikna krossinn á þeim stað, sem til var ætlazt. Nú æxlaðist svo til, að það munaði einu atkvæði á frambjóðendum i þessu kjördæmi og þegar inn á þing kom einum manni fyrir þá flokka, sem börðust um völdin. Það má þvi segja, að þessi fáráðlingur hafi „representer- að" vilja fólksins næstu fjögur ár i stjórn landsins. Daglegt líf einstaklingsins i nútima þjóðfé- lögum er orðið svo annasamt, að fæstir gefa sér tíma til að afla sér þekkingar. oft sérfræðilegr- ar, sem gerði þá dómbæra á flókin þjóðmál. Til þess höfum við stjórnmálamenn. Flest látum við nægja að mynda okkur skoðun og móta vilja okkar í grundvallaratriðum stjórnmála. Hitt er alger ofætlan — og frekja, að heimta það af okkur almennum kjósendum. að við öflum okkur þekkingar og gerum upp vilja okkar i einu og öðru á stjórnmálasviðinu, sem er alls ekki í okkar verkahring. Það er nú samt svo, að sumir menn eru so útdrukknir af lýðræðishugsjón, að þeir vilja láta kjósa um hvaðeina. „Vilji fólksins" á að koma i Ijós. Nú er það nýjast, að við eigum að velja flokki okkar þingmannsefni i svonefndum prófkosningum. Það er nú fyrst að nefna, að fæst okkar. almennra kjósenda, höfum hugmynd um, hvað þarf til að vera nýtur þingmaður og við þekkj- um heldur ekki mennina sem kosið er um. nema máski tvo eða þrjá af þeim aragrúa, sem eru á prófkjörslistum. Þinglið eins flokks er forystusveit hans. Er það ráðlegt að nota aðra eins happa- og glappaaðferð og prófkjörið hefur reynzt við val manna i þá sveit? Það er Jíklegt að gildi hið sama um flokksskútur og aðrar skútur, að rétt sé, að skipshöfnin kjósi sér skipstjóra. en hitt rangt að hún velji honum menn í brúna eða til verka. Venjuleg skipshöfn er líka skynsamari og ríkari að reynslu en svo, að hún vilji það. Hún veit að slíkt er ekki vænlegt til árangurs við veiðarnar og einnig það að skipstjórinn hefur kynnt sér hæfni manna til hinna einstöku starfa um borð og á mest undir því að val hans lukkist. Hann verður nefnilega rekinn, ef hann fiskar ekki og ekki er um að kenna óviðráðanlegum aðstæðum. Sama á að vera hlutskipti stjórnmálaforingja, og þá er komið að okkur að gera upp dæmið. Það kemur margt undarlegt uppá í prófkosn- ingum. sem sýnir hvað valið er handahófs- kennt. Ég var sjálfur beðinn að kjósa konu. af því hún væri kona. Auðvitað kemur mér ekki við, hvað er milli fótanna á þingmanni. hins- vegar vil ég gjarnan vita, hvað sé í kollinum á honum.Það var ekki vitað í þessu tilviki. Annar var ákafur í að prófa ungan mann. rétt eins og Alþingi væri einhver tilraunastofnun. Einn átti að kjósa, af því að hann „þyrði" að vera á móti foringjum flokksins. Það er þá lofsvert eða hitt þó heldur að snúast gegn foringjum flokksins rétt í þann mund. að flokkurinn er að ganga til forustu. Maður nokkur vann í prófkosningum útá fésið á sér i sjónvarpi og röggsemi við að spyrja aðra. Hvort hann geti sjálfur svarað nokkurri spurningu, vissi enginn. Að mínu áliti á almennur kjósandi ekki að velja flokki sínum þingmannsefni og það kemur ekki fram „vilji fólksins" í prófkjöri, eins og einn spekingurinn prédikaði. Það verður ekki um neinn ráðinn vilja að ræða í kjörinu. heldur happa- og glappa- kosningu, ellegar allt aðrar ástæður heldur en rétt er að ráði vali þingmannsefnis. Ásgeir Jakobsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 3 I ILL ! AP- p1 5VÓ1' |7 rr m’m' 2 H u w 1T u R iT ~n E í> M F jr m Y) T 'A ±L A R nS' A R A R L b 1/ a tUK il£8ar L hA A ráL'HT /H e F K EISP / L jr A R rnan 1 H 1 'A S tTÓi Kcíij L L Cl T l N L 57vw KIWT- Ult ö 5 A 8* Pm'i * C.SLT U X L E a fí d X ÆP iR N Á $•* K N X iouc- IV* Ar R P ( Ruifl* R Ar T A- i MflUMi UhTH £ fí V A R o^' F F) U T I RoMt SK-Ulfi R U N A N . 1? j'. M *f4l fco' F A R A ÚT' A R M 1 N N xetf-p A B H A <A F A R U |R FrTT TfllC- L fttioi- KtT*P ¥ 5 A R N l R P t 0 L t<IOO A L l A N N éfflj A £> l ) £, A \o n (—. r/tfl i L- \ !■ 0.(1- lL ¥ A brT« ~R A u S A PAKI U £ m Híós T A L N ( £ U 4? L A S. To'hp L T <: A <x<L s L A A M A L U R # L 0 lc íc m o?N íLi l li Ð 1 R. -TÍti’lL ft l A F 1 0 MIVCI Ll Ema X?c>N SK nokut- URI T rt-p' íMei H\JÍib KVLf- UR EMO-\ /N&l * R « V* AVÖXfyR -T> 1 |ÁTf1 JflEdF * 1 itt tóu- pýp. vehisfí Hma YlFFUfL HUCKöÐ UM Ue- SX' Ufli) K A ímJ- 0 v-R 5 A? - Ht-7. 'OFHCF.. AR DbR STA'V- AR- LURK -rörR A/?WIR IWDI- Aw/flR UMOÆm / £> | 'Oé fí MflWNí- amfn MCDO- UR Kflpps- FUL.LT K£'i«Ð- U AO A Fuc.Lt Fuc. L- AMfl 'Y 'TiÐ' flST ■ KVflK'- U IR po P- udurz. é Kl P • SKdZDM Á ?8t»uW' aiFr«A>A 5v)\K' I M M Pe epið 5T«f- w<3. B£LT' fí xfí PU4L" /NN MflNNÍ- J/AFAl |<rTA' l-TÉ *- IuHOIN FfíNC* tt. vc BoWft mun- INN Ro SK HcaAJ- Ift «£>U HToM' 1 sr WFW KvJfN- Nfí FsS 3ó kum V«£>Ufc- LXo'í' T~oNN fofJ-Pd ’AHóld fND/Na N • ■ r FVRiL aeFN- IUO- ÍLftTtf) + MIMNKI ■ ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.