Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 16
«r
migskoN
%Voody
dUUn
éo
'ATTI BKKI
MIKLA
PBNINGA
T/L A£>
EW£>A í
sraLPup,
þaefiP
ÉG VAR
í Sk'ÚLA.
Y»
FAUM
OKKUR
BG HAFÐ!
MBIKA AÐ
SF&7A EKKI
EFMI 'A A6>
BJÓÐA , ,,
HBNNI I B/O
ÉG GAT
AOBIMS ,
VBITT MER
AÐ LESA
R/TPÓMANA
6 B LÖÐUMUM.
ALDRB! ^
HBFB& NÚ~
V/TAÐ
/ínMAÐ
þ£/R
GÁFU
OKKUR
líka
HELMIN6S,
Afsl'att
'A
EG>
VAPD AÐ
L'ATA
HANA
STANDA
'A þESSUM
„FÓTAHRIST-
AR.A »
í HEILA
KL UKKU-
STUNP .
^ÚFF- é& FÉKK þ'A ^f.-.EF V/Ð LOFUÐUM ^
774 A£> HLByPA OKK- AÐ HL/EGJA BKKI
ur íhl'aturhúsid nema h'alft'a
FiVR/R h'alft VERB-^ |//£> adRA
V/D FEN6-
UM SÖMU
KJÖR A
HR/NGEKJ-
UNN/, NEMA
OKKUR VAR
Bannad
AD /EPA,
FiVRR BN
FERÐ/N VAR
BÚIN.
EN ée VAR
Alltaf.
SVD FHRiR-
HHéGDU-
SAMUR,AD
EIGA AUR
EFT'R t/l
AÐ FARA
GBGNUM
HATURS-
GÖNGIKI.
o
þETTA
VAR
SéRSTÖK
FBRD
FyR/R
PÖR
SBM
þOLPU
EKKI
HVORT
ANNAD-
Hundrað ár frá
stofnun kvennaskóla
á Norðurlandi
Framhald af bls. 13.
Syðra-Laugalandi flutti til
Vesturheims vorið 1877. Sama vor
tók Eggert Gunnarsson bæði
Laugalöndin til ábúðar og flutti
móðir hans frú Jóhanna Gunn-
laugsdóttir Briem sýslumanns að
Grund og systir Eggerts, frú
Kristjana, ekkja Péturs Hafsteins
amtmanns með börnum sínum að
Laugalandi. Flutti frú Kristjana
með sér lítið timburhús frá
Skjaldarvík. Var það endurreist
norð-vestan við bæjardyrnar á
gamla bænum. Húsið var tvær
hæðir og 12 álnir á Iengd.
Sunnanvert við þetta hús lét Egg-
ert byggja jafnstóra viðbyggingu
sumarið 1877. Þar sem ýmsir
meinbugir voru á hinum skóla-
stöðunum tveim buðu þau
systkinin fram húsið á Syðra-
Laugalandi svo hægt yrði að hefja
skólann um haustið eins og fyrir-
hugað var. Um 20 umsóknir um
skólavist höfðu borist um sumarið
og búið að ráða forstöðukonu.
Segja má að þau systkin hafi
greitt fram úr öllum vanda eins
og á stóð.
Var nú skóli settur 12. okt.
1877. Forstöðukona hafði verið
ráðin frú Valgerður Þorsteins-
dóttir frá Hálsi í Fnjóskadal. Fað-
ir hennar var sr. Þorsteinn Páls-
son og fyrri kona hans Valgerður
Jónsdóttir prests í Reykjahlíð
Þorsteinssonar. Þegar hér var
komið var frú Valgerður orðin
ekkja. Hennar maður var Gunnar
Gunnarsson frá Laufási síðast
prestur að Lundarbrekku í
Bárðardal. Dó hann langt fyrir
aldur fram. Frú Valgerður var
gáfuð kona og stjórnsöm. Börnin
á Hálsi ólust upp við nám og starf
jöfnum höndum. Hélt faðir henn-
ar heimiliskennara á vetrum og
kenndi sjálfur börnum sínum
tungumál og önnur fræði er hann
taldi að þeim mundi að gagni
verða. Var Valgerður flugskörp
til náms og hafði snemma yndi af
lærdómi. Hún þótti því vel til
starfsins fallin á Laugalandi. Frú
Valgerði til aðstoðar var ráðin
kennsiukona. ungfrú Anna Mel-
sted, dóttir Páls Melsted sagn-
fræðings gáfuð kona og fjölhæf.
M.a. hafði hún farið utan og lært
meðferð mjólkur og kom það sér
vel. Hafði Anna notið styrks úr
landssjóði og jafnaðarsjóði
Norðuramtsins til að ferðast um
Eyjafjörð og næsta nágrenni til
þess að kenna húsfreyjum með-
ferð mjólkur, smjörs og ostagerð.
Þurfti ekki að kvíða því að vel var
séð fyrir kennslunni á Lauga-
landi.
Fyrsta veturinn voru 12 náms-
meyjar í skólanum auk þriggja
sem tóku ekki þátt í öllum náms-
greinum.
Kennsla og húsnæði
látið í té ókeypis
Ekki verður annað séð en náms-
meyjar hafi verið ánægðar með
skólavistina þótt þröngt væri á
þingi og ýmsu ábótavant. Vorið
1878 birtist í Norðlingi þakkar-
ávarp frá þeim þar sem þær votta
í fyrsta lagi forstöðukonunni og
kennslukonunni þakkir sinar fyr-
ir alúð þeirra og ástundun við
kennsluna, auk þess sem þær
bera fram heillaóskir skólanum
til handa. Ennfremur segja þær:
Það er okkur kær skylda að
votta frú Kristjönu Hafstein vort
innilegt þakklæti fyrir þá miklu
eiskusemi sem við höfum notið
hjá henni og móður hennar elsku-
legu í svo rikum mæli á um-
liðnum vetri.
Við getum heldur ekki undan-
fellt innilegt þakklæti okkar til
alþingismanns Eggerts Gunnars-
sonar því að þess ber að minnast
að hann hefur reynst stoð og
stytta hins norðlenska kvenna-
skóla. Umhyggju hans og óþreyt-
andi áhuga er það að þakka að
þetta lofsverða fyrirtæki er komið
á fót og hefur náð þeim vexti og
viðgangi að framtíð skólans má
nú heita tryggð ef við stúlkurnar
bregðumst eigi þessari okkar eig-
in stofnun sem við vonum og biðj-
um af hjarta að aldrei megi
ásannast. Við getum heldur ekki
undanfellt að þakka hr. Eggert
Gunnarssyni fyrir það hvað hann
hefur stórum ivilnað okkur i
öllum tilkostnaði.
Hér er átt við m.a. að kennsla og
húsnæði var ókeypis í té látið.
Þurftu námsmeyjar aðeins að
greiða fæðiskostnað sem var kr.
0.60 — sextíu aurar á dag. Þá
lagði skólinn til rúm og rúmfatn-
að húsbúnað og öll áhöld. Fyrsta
reglugerð skólans var undirrituð
á Laugalandi 1. okt. 1877 af þeim
Eggert Gunnarssyni og Einari Ás-
mundarsyni í Nesi. En reglu-
gerðin mun samin eftir tillögum
frú Kristjönu Gunnarsdóttur. Er
tekið fram í reglugerðinni að skól-
inn eigi að starfa hvern virkan
dag frá 1. okt. til 14. maí.
Kennslan er bæði munnleg og
verkleg. Iðjustundir dagsins eru
frá kl. 7 að morgni til 10 að kvöldi,
þar af voru 3 til borðhalds en 12
til náms og undirbúnings. Mikil
reglusemi var viðhöfð á Lauga-
landi og lögð áherzla á þrifnað i
orði og verki.
„Nú er hún
Snorrabúð stekkur“
Ekki verður frekar rakin hér
saga skólans, en þess má geta að
árið 1896 er svo komið málum að
Laugalandsskólinn er fluttur til
Akureyrar og starfar þar í 11 ár.
Féll þá skólahaldið niður. Eftir
rúmlega 30 ár var á ný reistur
skóli á sinum gamla stað á Syðra-
Laugalandi en þá starfaði hann
sem húsmæðraskóli. Sá skóli var
mikið sóttur og var mjög vandað
til hans frá upphafi. En örlög
hans hafa orðið hin sömu og
flestra húsmæðraskóla í landinu.
Fyrir nokkrum árum fór að
brydda á því að aðsókn fór
skyndilega þverrandi að þessum
skólum og má segja um þá eins og
forðum var sagt: „Nú er hún
Snorrabúð stekkur". En hvað
veldur? Breyttir þjóðfélagshætt-
ir, skólarnir falla ekki inn í kerf-
ið, o.s.frv. eru svörin. Satt er það
að margt hefur tekið breytingum
með þjóð vorri, bæði til hins betra
og verra, en að gott heimili eigi
ekki rétt á sér og sé þjóöinni ekki
nauðsyn sem fyrr, tel ég fráleitt.
Yfir dyrum þekkts húsmæðra-
skóla í Svíþjóð má lesa: Goda
kvinnor — goda hem. Goda hem
— landets Iycka. Sr. Matthías
sendir Ytri-Eyjarskóla kveðju
eftir 25 ára starf er byrjar
þannig:
Til lítils er að ljóða
um lög og stjórnarbót
ef frelsisdáðin finnst ei
við fólksins hjartarót.
Og til hvers er að tala
um trú og dyggð og ljós
ef þér er Ijósið lokað
þú Ijúfa dalarós.
1 sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna
Og hvað er menning manna
ef menntun vantar snót.
Sigrún P. Blöndal á Hallorms-
stað, sú vitra kona kveður náms-
meyjar sinar eitt vorið með þess-
um orðum: „Það er sannfæring
mín, að enginn maður finnur full-
nægju sína sem ríkisborgari eða
atvinnurekandi — en þó allra síst
konan. Sína innstu helgustu köll-
un sem kona uppfyllir hún ekki
úti í þjóðfélaginu heldur á heimil-
inu, sem móðir og eiginkona. Ég
held að eitt mein vorra tíma liggi í
því að konur vanrækja þessa köll-
un sina og hafa hana ekki nóg-
samlega í heiðri, líta ekki heldur
á hana sem þjóðfélagslega skyldu,
en kasta henni oft frá sér fyrir
falskar frelsiskröfur og annað fá-
nýti. Og margar konur hafa lært
að líta á móðurstarfið sem skyldu,
hjónabandið sem þrælkun og
heimilið sem þröngan hring. En
mig langar til að snúa þessu við
og segja: Allt þetta eru einkarétt-
indi ykkar, sem þið eigið að vaka
yfir, vernda og verja til hinstu
stundar. Og það er af því að þið
eruð hvergi í fullu samræmi við
það besta í sjálfumykkur nema
þar“.
Enda þótt litlu norðlensku skól-
arnir væru ekki háreistir í byrj-
un, engar milljónahallir með vísi
að séríbúð fyrir sálfræðing, höfðu
þeir forystuhlutverki að gegna.
Þeir luku upp dyrum fyrir ungum
stúlkum til mennta og fyrir það
ber íslenzku þjóðinni, ekki síst
kvenþjóðinni, að þakka og minn-
ast þeirra með virðingu og þökk á
100 ára afmælinu.
Skrifað 1. vetrardag 1977.
Hulda Á. Stefánsdóttir