Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 4
Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, leikari, lagasmiður og söngkona segir frá
1
„Auglýsingateikning — það er
heimur út af fyrir sig. Samkeppnin er
svo hörð; alveg voðalega hörð og
þetta er hálfgerð leyniþjónusta með
mafíuyfirbragði. Hinn almenna blaða-
lesanda grunar þetta ekki, þegar
hann les dagblöðin og rennir augun-
um yfir auglýsingarnar. Allt er slétt
og fellt og fallegt. Það hefur verið
talað um auglýsingateikningu sem
tízkustarf; eitthvað sem er í líkingu
við að vera flugfreyja eða sjónvarps-
þulur. Sem sagt; spennandi starf og
skapandi. Jú, það er skapandi. En að
öðru leyti er það talsvert frábrugðið
þeim hugmyndum, sem margir virð-
ast hafa. Sannleikurinn eröllu fremur
sá, að hver er að pukrast í sínu horni.
Auglýsingafólk lítur hornauga hvað á
annað. Þar gætir mikillar tortryggni.
Afbrýðisemi er ríkjandi innan þessa
hóps og ótti við að hugmyndum sé
heimsókn til kolleganna og það er
takmarkað, sem þeir geta rætt saman
um fagið. Allir virðast vera á varð-
bergi og samtalið verður einatt mjög
vandræðalegt. Samt er reynt að líta á
okkur sem hóp, sem eitthvað á sam-
eiginlegt og það eru haldnar sam-
komur, teiknaraböll — og einnig þar
pukrast hver í sínu horni. Helst af öllu
mundu menn vilja ræða saman um
hugmyndir, sem skipta mestu máli.
En þeir geta það ekki."
' 2
„Auglýsingateikning já, — það er
skapandi starf og mjög skemmtilegt.
En kjarni málsins er aungvu að síður
sá, að þetta er slagur um peninga og
annað ekki. í skólanum höfðum við
aðeins óljósan grun um, að þarna
væri samkeppni á ferðinni, en við
vissum ekki, að hún væri svona
grimm. Við höfum okkar siðareglur,
sem við erum bundin af. En siðaregl-
urnar banna okkur ekki til dæmis, að
bjóða fram þjónustu okkar og nýjar
hugmyndir hjá fyrirtæki, sem við vit-
um, að er með samning við annan
auglýsingateiknara. Samkeppnin er
frjáls og ekkert við því að segja. Hver
og einn verður bara að standa sig. Á
sama hátt er ekkert sem bannar okk-
ur að auglýsa þjónustu okkar opinber-
lega.
Alltaf er eitthvað um undirboð, en
yfirleitt halda menn sig við taxtann og
svo fer það eftir stærð samnings og
umfangi vinnunnar, hversu mikill af-
sláttur er gefinn. Auglýsingar í blöð-
um ber kannski oftast fyrir augu, en
þesskonar auglýsingar eru aðeins
partur af starfi teiknarans. Þar getur
raunar ótrúlega margt komið til skjal-
anna: Skipulagning og útfærsla á
stórum sem smáum sýningum, pla-
köt, umbúðir utanum hverskyns varn-
ing, allt frá snyrtivörum til stórra véla.
Einnig sjónvarpsauglýsingar, bréfs-
efni, firmamerki, plötuumslög, bóka-
kápurog bóka- og blaðaskreytingar.
Auglýsingasálfræði er mikilsverð. í
rauninni er til þess ætlast, að við
0 Rósa Innólfsdóltir við teikniborðió á vinnustofunni að Snorrabraut 50. Hún er
einvrki og eins ok aðrir slfkir, verður hún sjálf að sinna óllu, sem uppá kemui: Standa f
sambandi við fyrirtæki og prentsmiðjur, finna hugmyndir, útfæra þær og jafnvel að
vera sendisveinn. - Auglýsingateiknarar hafa nú á dögum ýmis hjálpartæki. sem
spara tfma og erfiði. Eitt þeirra er kópiuvélin, sem bæði minnkar og stækkar. 0 Rósa
með gítarinn. „Ég gat ekki einu sinni farið í bað án þess að hafa gítarinn með,“ segir
hún um ást sína á þessu hljóðfæri á yngri árum.
stolið, — í þessu starfi eru hugmynd-
ir nefnilega það dýrmætasta.
Til dæmis: Maður kemur inn á
teiknistofu hjá einhverjum starfsbróð-
ur í stéttinni og þá liggur við að breitt
sé yfir borðin í mesta flýti. Sjálfur
þorir maður tæpast annað en standa
úti í dyrum og forðast að líta framfyrir
sig; annars gæti einhver talið vist, að
ff Auglýsingateikning er
fyrst og fremst slagur
um peninga.
maður væri að reyna að stela hug-
myndum. Hin almenna regla er sú,
að fólk úr sömu starfsgrein á samleið
og hefur að minnsta kosti eitthvað til
að tala um, þegar það hittist. En
auglýsingateiknarar — nei takk. Það
er miklu fremur óþægilegt að koma í
horn "
„Dar
pukrast
hver í sínu
©