Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Blaðsíða 8
Bjarki Jóhannsesson verkfræðingur og arkitekt
Reykjavík
árið 2000
Nokkur atriði um borgarskipulag
— mál sem snertir okkur öll
Borg, hvað er borg? Það vitum við
auðvitað öll, en þó getur verið erfitt
að svara því. Hvernig á borgin að
vera, hverjar eru kröfur okkar til
hennar, og hvernig verða þær helst
uppfylltar? Borgarskipulag er marg-
þætt, og að því starfa m.a. arkitektar,
verkfræðingar, borgarlandafræðing-
ar, þjóðfélagsfræðingar, náttúrufræð-
ingar, hagfræðingar og fleira sér-
menntað fólk. En hvert er þá hlutverk
hins óbreytta borgara I skipulagi, og
getur hann á einhvern hátt haft áhrif
á það? Jú, að vissu leyti, því að áður
en skipulag tekur gildi, er það haft til
sýnis borgurunum, og geta þá allir
komið með sínar athugasemdir.
Skipulagið er gert fyrir okkur borgar-
ana, og það er rétt og skylt, að fólk
beri fram þær athugasemdir, sem
það hefur. Ef það er gert í tíma. getur
það komið í veg fyrir ýmsar óvinsælar
ákvarðanir frá byrjun, og sparað með
því stórfé, með því að koma í veg fyrir
síðari breytingar. En til að geta gert
athugasemdir, verðum við að vita,
um hvað er verið að tala, og hvað við
viljum. Ég mun drepa hér á örfá atriði
og gera grein fyrir tillögu um skipulag
á Reykjavíkursvæðinu, sem ég vann
sem lokaverkefni ! arkitektúr við há-
skólann i Lundi í Svíþjóð.
Borgin er ekki aðeins göturnar og
húsin, sem standa við þær, hún er
líka fólkið, sem býr i borginni, líf þess
og athafnir. Borgin er lifandi, hún er
rammi næstum alls lífs okkar, hvildar-
staður, vettvangur samskipta okkar
við annað fólk, viðskipta okkar, fri-
stunda, menntunar og annara ytri
áhrifa. Við viljum geta ferðast um
borgina með margvislegum hætti. Ef
við viljum aðeins flýta okkur milli
tveggja staða, ferðumst við með bíl.
Þá skiptir mestu máli, að leiðin sé
greiðfær, en tengslin við umhverfið
verða ekki náin. Betra er, að borgin
sé ekki mjög dreifð, svó að leiðir verði
ekki óhóflega langar. Við getum líka
gengið eða hjólað, og þá skynjum við
umhverfið mun nánar, og smáatriðin
verða mun Ijósari. Umferðaröryggi er
mikilvægt, og það má auka, með því
að hafa vissar götur fyrir hraða og
þunga umferð, hraðbrautir. Einnig
má aðskilja gangandi fólk og bíla með
sérstökum gönguleiðum.
Borgin inniheldur vinnustaði, svo
sem verksmiðjur, verkstæði, verslan-
ir, skrifstofur o.m.fl. Flestir munu
sammála um, að atvinnurekstur, sem
veldur mikilli umferð eða mengun,
eigi ekki heima í íbúðarhverfum.
Smærri vinnustaðir geta þó verið
æskilegir í íbúðarhverfum, til að
skapa tengsl við samfélagið og auð-
velda húsmæðrum og öðrum að
vinna utan heimilis. Rétt er að dreifa
vinnustöðum um borgina til að
minnka umferð og minnka ferðatima
til og frá vinnustað. Borgin inniheldur
verslanir, ýmist i stórum og smáum
miðsvæðum eða dreifðar um hverfin.
Miðbær verður að vera aðgengilegur,
en auk þess að- bjóða upp á fjöl-
breytni og möguleika á beinum eða
óbeinum samskiptum fólks. Barna-
skólar verða að vera innan göngufjar-
lægðar frá hverju heimili, og leiðin
má ekki liggja yfir hættulegar
umferðargötur.
Borgin inniheldur heimili okkar,
sum okkar dvelja þar allan sólarhring-
inn, önnur minna. Sérstaklega fyrir
þau okkar, sem eru mikið heima, er
mikilvægt, að íbúðarhverfi bjóði upp
á mannleg samskipti og atvik, leik og
fristundaiðju, en einnig möguleika á
hvíld og einangrun. Til að okkur líði
vel. þurfum við að geta áttað okkur á
Framhald á bls. 10
Bjarki Jóhannesson er fæddur á
Akureyri 1949 og uppalinn þar.
Hann tók stúdentspróf frá MA
1969 og kenndi þar siðan í eitt ár.
Fór að þvi búnu i verkfræði við HÍ
og lauk prófi með fyrsta árgangn-
um, sem héðan útskrifaðist 1974.
Að þvi loknu sneri hann sér að
námi í arkitektúr í Lundi i Svíþjóð
og lauk því námi á þremur árum.
Hann kom heim i nóv. s.l. og hóf
störf á teiknistofu Ingimundar
Sveinssonar. Prófverkefni Bjarka
við háskólann i Lundi fjalíaði um
skipulag Reykjavíkur og skýrir
hann frá skoðunum sinum i með-
fylgjandi grein og úrlausn hans á
skipulaginu kemur fram á meðfylgj-
andi teikningum.
(=□ 'lBÚOAS'
rn HVERFIí
i ! ÁORAR
rzj
m IDMAD/
nn BUANOi
i—i OPIO •
• •• AÐAU&
■H mm | AOAUS
HRA06
—- TEN&I
GATN
=Ct ÖNKIU
. ií