Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 3
Yfir tímans ós ég ræ óralangt til baka, húsvitja á hverjum bæ, hugardreifar raka. I. Inngangur Samantekt þá, sem hér fer á eftir, ber fyrst og fremst aö skoöa sem myhdir, er ég geröi mér ungur í huganum af þeim sveitungum mínum, sem nafngreindir eru. Þetta verða örstuttar mannlýsingar og umsagnir í óbundnu máli, áþekkar þeim, sem hagyrðingar fyrri tíma brugöu á loft í bundnu máli af búendum, þegar ortir voru sveitarbragir. Hvergi er stuðst við ritaðar heimildir heldur ein- vörðungu minni og æskuáhrif, sem geta raunar verið óáreiðanleg, en eru þó djúpstæð í aðra röndina eins og allir þekkja, hvort sem menn hafa gert sér réttar eða rangar hugmyndir út frá þeim. Ég hefi farið þessa „húsvitjunarferð" hálfa öld aftur í tímann, mestmegnis sjálfum mér til gamans og haldið sólar- sinnis um sveitina. Ég þekkti hvern ein- asta mann persónulega, sem ég nefni, þeir standa mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum; þeir voru allir hluti af lífi minu í uppvextinum, svo ólíkir sem þeir voru og minnisstæðir, en flestir eru þeir nú gengnir undir græna torfu fyrir löngu og hvíla í friði. Upptalning búenda er ekki alveg tæm- andi, en þó er einhvers eða einhverra getið á hverjum bæ, þeirra sem ég man gleggst. Hlutur húsmæðra er lítill i þetta sinn, þótt hann væri síst minni en bænda þeirra í lífinu og starfinu á sinni tíð. Þvi er ég svo miklu fáorðari um þær en þá, að ég kynntist húsfreyjunum ekki nærri eins vel og bændum þeirra, nema þeim sem helst komu á mannamót og sinntu félagsmálum. Konur voru sjaldnar gest- komandi en karlar heima í Felli, þótt gestkvæmt væru þar, nema konur á næstu bæjum, og aldrei voru þær í vega- vinnu eða uppskipun, eins og bændur þeirra, eðayið önnur störf utan heimilis- ins, en við þessháttar störf kynntumst við „strákarnir" bændunum ekki hvað síst. Þó man ég margar húsfreyjur vel, en almennt ekki eins vel og „karlana". Það tímabil, sem þessar endurminn- ingar um sveitungana ná yfir, er þriðji tugur- þessarar aldar og nokkur hluti fjórða tugsins. Ég er fæddur haustið 1915, fer eins og aðrir að muna eftir mér að marki 5—6 ára, eða upp úr 1920, flyst að heiman 1932 um vorið og er aðeins heima eftir það veturinn 1933 og sumrin 1936 og 1937. Á því árabili hlýtur það fólk, sem hér stígur nú fram úr endurminningunni, að hafa átt heima í Breiðdalnum. Þótt það hafi stundum hvarflað að mér að festa á blað gamlar myndir af bænd- um í Breiðdal, sem ég hefi geymt í huga mér, kynni það af hafa dregist, ef Guð- jón Sveinsson, rithöfundur á Breiðdals- vik, hefði ekki beðið mig um efni i 40 ára afmælisblað Ungmennafélagsins Hrafn- kels Freysgoða, sem vér ungir menn og konur í Breiðdal stofnuðum sumarið 1937. En við þá upphvatningu lét ég verða af þessari annálsritun, er svo mætti nefna, og tileinka hana Ung- mennafélaginu Hrafnkatli Freysgoða með góðum hug til sveitar minnar og sveitunga, þeirra, sem þá voru á dögum og þeirra allra, sem þetta lesa. II. Persónulýsingar Á Streiti man ég gleggst eftir Guð- mundi Péturssyni, en þar var þá þríbýli held ég. Guðmundur gréri bænda síst við jörðina; hann var oftast á ferð eins og Gyðingurinn gangandi, en ávallt þó ríð- andi, var annálaður hestamaður og átti góða hesta. Guðmundur var glæsimenni í minum augum, hélt sig vel, var oft fylgdarmaður fyrirmanna þeirra tíma, „bohem“ að eðlisfari, kurteis vel og því aufúsugestur hvar sem hann kom. Hann minntist þess t.d. i samtali við mig hér syðra, rétt fyrir dauða sinn, hvað honum hefði verið vel tekið í brúðkaupsveislu foreldra minna í Felli 1. ágúst 1914, er hann átti þá leið þar hjá. Hann var ætíð tákn tiibreytingar og frelsis, sem flestir þráðu undir niðri og glöddust við að sjá einhvern veita sér. Á Ósi var tvíbýli. í neðri bænum bjó Sigurður Jónsson, ímynd traustleika og fyrirmennsku, vel metinn og vel stæður útvegsbóndi, sveitarstjórnarmaður og ferjumaður á ósnum.sem Breiðdalsá fell- ur um til sjavar. Sigurður var dökkur yfirlitum og svipmikill, hlýr og hygginn. vel, vakti tiltrú ungra sem aldinna. Hjá honum steig ég fyrst á fljótandi fjöl. Mikill gestagangur var á báðum bæjun- um á Ósi, m.a. vegna ferjunnar, og kom sér vel að allir húsráðendur voru með afbrigðum gestrisið fólk. Kona Sigurðar var Jóhanna Sigurðardóttir og þótti mik- ið jafnræði með þeim. Meðal barna þeirra er Kristján Sigurðsson, forstöðu- maður upptökuheimilis ríkisins í Kópa- vogi og Pétur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Breiðdalsvík. í efri bænum á Ósi bjó Sigurpáll Þor- steinsson, kvæntur Rósu, systur Sigurð- ar bónda, en þau Rósa og Sigurður voru börn Jóns, sem bjó á undan þeim á Asi og man ég hann og konu hans, önnu, háöldruð. Sigurpáll á Asi (siðar bóndi á Hól í Breiðdal), var lærður söðlasmiður, maður einkar raungóður og gestrisinn, eins og kona hans, skemmtilegur við- ræðu og oft spaugsamur. Þau Sigurpáll og Rósa eru bæði á lífi og búsett í Reykjavík.. Dóttursonur þeirra er Páll Magnússon, yfirsmiður hjá sjónvarpinu. I Eyjum bjó Ólafur Briem og man ég er hann var fyrst kosinn hreppsnefndar- oddviti. Ólafur var ör i lund og gleymdi sér oft í samræðum. Hann var skáld- mæltur og fjölþættur greindarmaður, en gat verið fljóthuga, þegar sálin dansaði, það var áðurnefnd lyndiseinkunn hans. Hann var með hugann við margt fleira en búskapinn, sem ráða má af þessari stuttu lýsingu, bæði af persónulegum áhuga og skyldurækni við sveit sina og samborgara. Hans líkar verða oftast bráðlifandi í endurminningunni, logar á þeim. Kona Ólafs var Kristín Hannes- dóttir. A landnámsjörðinni Skjöldólfsstöðum bjó, er ég man fyrst eftir mér, Sigurður Sigurðsson frá Hoffelli i Hornafirði. Sig- urður var fremur stórvaxinn og þrek- menni eftir þvi að ég hygg. Hann var ætíð hress og glaður í bragði og róm- sterkur, ræðinn og hafði frá mörgu að segja. Hann var alloft gestkomandi heima og mér fannst hann skemmtileg- ur. Sigurður var drengilegur í fram- göngu og mesta valmenni, þótt ekki gældi hann við fólk. Kona hans var Arn- leif Kristjánsdóttir frá Löndum í Stöðv- arfirði, lærð ljósmóðir. Andstætt Sigurði nágranna sínum lá Ólafi Brynjólfssyni i Fagradal lágt róm- ur og svipur hans var hýr og blíðlegur, einkum brosmildur í augunum. Ólafur var alskeggjaður og fjarska afalegur. Hann talaði af meiri vingjarnleik til barna en flestir aðrir fannst mér, emgat líka verið snöggur og beinskeyttur í til- svörum. Mig minnir hann eiga margt sauða, sem þá var fátítt orðið. Kona Ólafs var Kristín Þórarinsdóttir, systir Benedikts Þórarinssonar, kaupmanns, sem lengi verslaði á Laugaveginum í Reykjavík. Helgi, sonur þeirra Ólafs og Kristínar bjó með foreldrum sinum í Fagradal er ég man fyrst eftir mér. Hann hafði lært snikkaraiðn í Kaupmannahöfn og var kvæntur Björgu Guðmundsdóttur, föð- ursystur minni frá Felli. Helgi var sér- stakt snyrtimenni og ásjálegur, vinur minn í uppvextinum og bió mig að ýmsu leyti undir að halda út i heiminn. Á Brekkuborg bjó Gísli Stefánsson lengst eftir að ég mann eftir mér. Þó rekur mig minni til ábúanda þar á undan honurn. Vafalítið var Gisli skrafhreifn- asti maður sveitarinnar á förnum vegi og afbæjar a.m.k. Hann hafði sérkennileg- an talanda nokkuð og færði flest i frá- söguverðan búning, eða í stílinn, eins og það er kallað. Hann var manna hressast- ur í bragði og kvartaði litt svo mér væri kunnugt. Menn efuðu stundum að allt væri bókstaflega satt, sem hann sagði, en það voru þá ekki heldur ósannindi, allra síst að hann segði ósatt öðrum til hnjóðs. Það var heldur að hann byggi eitthvað til, eða Iagaði, til þess að skemmta sér og öðrum, enda var alltaf gaman af að hitta hann. Gisli varð gamall maður. Kvæntur var hann Jóhönnu Jónsdóttur frá Ytri- Kleifi í Breiðdal. Á Randversstöðum var tvibýli, þar bjuggu Guðni Arnason og Ófeigur Snjólfsson, ólíkir menn, enda dró frem- ur sundur en saman með þeim er stundir liðu fram. Guðni var hrekklaus maður og hjálpsamur, e.t.v. ívið trúgjarn, eins og hreinskiptnum mönnum hættir til, ef þeir eiga ekki við jafningja sína að ein- lægni. Mig minnir hann geta funað dálít- ið, ef kveikí var í geði hans, en minnis- stæðastur er mér hann sem góðmenni, sem aldrei lagði til annarra að fyrra bragði en var fús til að rétta hjálpar- hönd. Hinn bóndinn, Ófeigur, var Möðruvell- ingur og mynduðust næstum þjóðsagnir af kunnáttu hans. Menn héldu t.d. að hann kynni að dáleiða fólk, svo að ég varaðist að horfa í augu honum fyrsta daginn í vegavinnunni. Ófeigur var sjálf- sagt greindur að eðlisfari og einnig ef- laust einhver strákur í honum, þó ég láti ósagt að það hafi verið neitt alvarlegt. Eg held miklu fremur að honum hafi með einhverjum hætti verið skemmt yfir því, að menn héldu að hann byggi yfir einhverjum leyndardómum, væri jafn- vel hálfgöldróttur, og þvi öruggara að troða honum ekki um tær. Þess vegna hygg ég að hann hafi fremur alið á þessu áliti fólks. Ég reyndi hann aðeins að góðu. A Skriðu man ég fyrst eftir Þorvarði Helgasyni, bróður Jóns prentsmiðju- stjóra í Reykjavík, en Þorvarður var kvæntur Þórunni Þórðardóttur, frænku minni, og fluttust þau snemma suður. Þá mun Magnús Gunnarsson hafa flust þangað, þar man ég lengst eftir honum. Magnús var hinn vörpulegasti maður og naut trausts sveitunga sinna. Hann var þeirrar gerðar sem menn muna fremur vegna farsælla eiginleika en sérkenna í útliti eða framgöngu. Magnús átti mynd- arlega konu, Aðalbjörgu Stefáns- dóttur, systur Gísla á Brekkuborg, og þóttu dætur þeirra lagiegar og sumar fallegar. Björgvin sonur þeirra fór að búa með foreldrum sinum á Skriðu í ungdæmi mínu, stórmyndarlegur maður, sem margar heimasætur æsku minnar renndu hýru auga til. Björgvin er nú stórbóndi og hefur lengi verið i Hösk- uldsstaðaseli, kvæntur Ragnheiði Hóses- ardóttur, sem þar er fædd og uppalin. Á Skriðustekk man ég fyrst eftir Jóni Gunnarssyni bróður Magnúsar á Skriðu, en síðan fluttist þangað Sveinbjörn Er- lendsson, kvæntur Ingibjörgu Magnús- dóttur sunnan úr Fossárdal í Berufirði. Þótt Sveinbjörn væri ekki eins mikill fyrir mann að sjá og nábúi hans á Skriðu, hefir hann einnig orðið mér minnisstæður. Hann hafði dálítið sér- kennilegan málróm, en hann var líka sérlega orðheppinn stundum, tók glettni vegavinnustráka eins og til hennar var stofnað, enda var hann sjálfur gaman- samur og góðsamur. Ekkja séra Péturs Þorsteinssonar í Ey- dölum, Hlíf Bogadóttir Smith, bjó í Flögu er ég mah fyrst eftir mér. Hún hafói misst mann sinn, á besta aldri rúmlega fertugan. Hann varð öllum sóknarbörnum sínum harmdauði. En kona hans hafði verið jafnvinsæl og til marks um það má nefna, að ég man eftir 4 eða 5 stúlkum í sveitinni, sem höfðu verið látnar heita í höfuðið á henni. Ráðsmaður frú Hlífar í Flögu var Páll Jóhannesson, allmörgum árum yngri en hún. Stígur Jónsson bjó á Anastöðum, sem komnir eru í eyði fyrir mörgum árum. Hann var einhleypur og barnlaus, hæg- látur, hjálpsamur og dugandi. Erlingur bróðir hans bjó á föðurleifð sinni, Þor- grímsstöðum, hinum megin i dalnúm eða norðan, Breiðdalsár, en Þorgfímsstaðír er innsti bær í Suðurdal, undir Breiða- dalsheiði, Erlingur eignaðist mörg börn með Þórhildi Hjartardóttur, konu sinni, og voru þau vel látin hjón. t Höskuldsstaðaseli bjuggu eiginlega 3 braéður, Eirikur, Marteinn og Hóseas Björnssynir, Hóseas kvæntur Ingibjörgu Bessadóttur, þau eru bæði á lífi í Reykja- vík. Meðal barna þeirra eru séra Krist- inn í Eydölum, Helgi smiður í Reykjavík og Ragnheióur, húsfreyja í Höskulds- staðaseli, eiginkona Björgvins Magnús- sonar, sem fyrr var getið. Þeir Selbræð- ur voru smiðir góðir. Þeir voru greindir hæfileikamenn og glettnir, raungóðir, hæglátir í framgöngu en hlutu að vita af Framhald á bls. 13. Ásunnarstadir í Breiðdal. Frá búendum í Breiödal á Þriðja og fjórða tugi ___________________aldarinnar.__________________ Eftir séra Emil Björnsson — Fyrri hluti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.