Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 13
William Saroyan Hvernig rakarinn fékk loksins ritaða um sig dæmisögu Þaö var einu sinni rakari, sem kom aö máli viö dæmisagnaritara og sagöi: „Þú skrifar ekki nógu margar dæmisögur um rakara, maður minn.“ „Hvern, til dæmis? spuröi dæmi- sagnaritarinn og lagði frá sér hamar sinn og meitil. Því hann ritaöi á stein. „Ja, mig, til dærnis" sagði rakarinn. „Eg er rakarinn, sem tók upp á því aö kvarta. Þú átt að segja, aö ég sé Betros frá Gultik og ég sé afar hugdjarfur“. „Hvaö fleira?“ spuröi dæmi- sagnaritarinn. „Ég veiti mönnum alla þá þjón- ustu, sem aðrir rakarar veita“ sagði rakarinn „en ég geri líka dálítið, sem enginn annar rakari gerir". „Hvaö er þaö? spuröi dæmi- sagnaritarinn. „Lofaröu aö skrifa um mig dæmisögu?" spuröi rakarinn. „Nei, en segöu mér þetta samt“ sagði dæmisagnaritarinn. „Jæja, þá" sagöi rakarinn. „Þaö sem ég geri og enginn annar rakari gerir er þaö aö ég tala speki yfir viöskiptavinum mínum.“ „Nefndu mér dæmi um spekina sem þú talar yfir viöskiptavinum þínum“ sagöi dæmisagnaritarinn. „Ég segi þeim“ sagöi rakarinn „ég segi þeim: hlæiö ekki upphátt að krypplingi." „Þaö var og“ sagöi dæmisagna- ritarinn. „Ætlaröu nú aö skrifa um mig dæmisögu?“ spuröi rakarinn. „Nei, ég held ég nenni því ekki“ sagöi dæmi'sagnaritarinn. „Hvers vegna ekki?“ spuröi rakarinn; „ekki hlæ ég aö þér, og ert þú krypplingur. Bakið allt einn kistill, leggirnir bera varla skrokk- inn og er hann þó ekki stór, hausinn á þér hallast á hlið, og fingurnir svo krepptir og snúnir aö maður afber varla aö horfa á þá. Samt hlæ ég ekki. Af hverju viltu þá ekki skrifa um mig dæmisögu?" „Ja“. sagöi dæmisagnaritarinn" sannleikurinn er sá, að ég skal segja þér hann ef þú vilt vita hann, aö ég vil miklu heldur að þú hlæir aö mér en biöjir mig aö skrifa um þig dæmisögu." Rakarinn skók aö honum fingur. Hann stökk í loft upp af bræöi. Svo fór hann aö hlæja. Hann öskraöi af hlátri. „Sjáiö þið“ sagöi hann „Sjáiö þið þennan afskræmda litla apakött! Þetta kallar sig mann og þykist vera dæmisagnaritafi. En hann er bara svikahrappur. Hann varö auðvitaö aö læra eitthvert handverk, af því aö hann er krypplingur, og þá lagöi hann fyrir sig þaö ómerkilegásta sem til er.“ Dæmisagnritarinn horföi á hann og hlýddi á þetta og sagöi svo stillilega: „Áöan reyndirðu aö smjaöra fyrir mér. En þú ert lélegur smjaðrari. Nú ertu hinsvegar einlægur, og það dylst ekki aö þú ert illmenni. Ég kann miklu betur viö þig einlægan. Og nú skal ég skrifa um þig dæmisögu." sér og máttu það. Afi minn var góður vinur Eiríks, þeir voru báðir hestamenn og líkir um fleira. Einar Gunnlaugsson og Margrét Jóns- dóttir, annáluð greindarhjón, og hún auk þess fyrir líknar- og félagsstörf, bjuggu á Höskuldsstöðum er ég man fyrst eftir, foreldrar dr. Stefáns Einars- sonar. Margrét var fyrsti formaður góð- gerðarfélagsins Einingar i Breiðdal, sem hafði liknarmái á stefnuskrá sinni, eink- umttpphaflega að styrkja berklaveika til hælisvistar. Félagið hét ætíð síðsumar- samkomur, svonefndar Einingarsam- komur, í ungmennafélagshúsinu á Stöóulbarðinu á Eydölum, og sóttu þær ungir og gamlir ur Breiðdal og suður- fjörðunum eystra. Fór mikið orð af þess- um samkomum bæði sökum fjörs og fjöl- mennis og stóðu þær ætíð fram á morg- un. Um þær mætti rita sérstaklega. A uppvaxtarárum mínum fluttist Jón Magnússon að Höskuldsstöðum sunnan úr Skaftafellssýslu með konu og 4 börn- um, sem ég man eftir. Jón bóndi var dugnaðarmaður eins og margir Skaftfell- ingar, og vandaður og vel látinn eftir því. Traustur og fastmæltur enda kjör- inn í hreppsnefnd er mér óhætt að segja Hann þótti ágætur búmaður og hafð allstórt bú á þeirra tíma mælikvarða sveitinni. Frá honum stafaði hreinlynd og dáðrekki. I Jórvík bjó ekkjan Guðný Helga me< sonum sinum, Andrési Þórðarsyni, sen fluttist norður í Skagafjörð, og Björgv ini, er síðar tók við búi, og Sigriði dóttu: sinni, móður Dags Þorleifssonar blaðamanns i Reykjavík. Einn Jórvík urbræðra, Hannes Þórðarson, gerðis kennari í Reykjavik. Nú er Jórvik í eigt Skógræktar ríkisins enda meira skóg lendi þar en á öðrum jörðum í Breiðdal nema ef vera kynni í Eydalalandi. Oft voru útisamkomur á flötum undir kjarr brekkum í skjóli við svonefndan og rétt- nefndan Hamar milli Jórvikur og Asunnarstaða,, og er skógarilmurinn þaulsætinn i vitum þeirra, er þangað sóttu. A Asunnarstöðum bjuggu hálfbræð- urnir Stefán Árnason og Pétur Jónsson, litríkir „karakterar“ báðir tveir, en ólík- ir. Stefán hafði ýmist fullar hendur fjár eða var sem næst öreigi, eins og útgerð- armenn í misjöfnu árferði, var rétt- nefndur spekúlant. Hann vissi að vogun vinnur og vogun tapar og tók tapinu eins og vinningnum, naut lífsins er þess var HCS- VITJAB r A HVERJIl BÆ kostur, en æðraðist ekki þó inn kæmi sjór. Hann kærði einu sinni of lágt út- svar á sér. Sonur Stefáns var hinn lands- kunni Lúðvík Kemp og sonardóttir Oddný Thorsteinsson, sendiherrafrú í Reykjavík. Pétur á Asunnarstöðum var ekki eins mikill fjörmaður og Stefán bróðir hans, en minnilega myndarlegur á vöxt og mannkostamaður. Hann átti sæti i hreppsnefnd og var flokksstjóri í vega- vinnu man ég. Gestrisinn var hann og góður heim að sækja, eins og þeir bræð- ur báðir. Kona Péturs hét Herborg Mar- teinsdóttir, virkur þátttakandi í félags- málum sveitarinnar. Meðal barna þeirra er Sigmar í Sigtúni, sem allir Reykvík- ingar þekkja, og 2 synir búa á Asunnar- stöðum. A Hðl (Disastaðahól) bjó Jón Hall- dórsson, ættaður ofan af Völlum á Fljótsdalshéraði, kvæntur Guðbjörgu Bjarnadóttur, ljósmóður, sem mér var kennt að nefna ljósu mína og innrætt að" hugsa hlýtt til, enda var það auðvelt. Jón á Hól var mikilúðlegur með svart al- skegg í barnsminni minu, heiðvirður maður og hress í bragði. En mér leist ekki á bæinn hans við fyrstu sýn, fannst hann hallast undarlega, og ég hafnaði inngöngu, sem mér var boðin af mikilli vinsemd, enda var maður þá ekki hár I loftinu né hugaður. En nú mundi ég kjósa mér að skoða þennan bæ öðrum fremur í Breiðdal, því að þetta var gam- all torfbær að miklu leyti, með þiljaðri framhlið. Bjarni hét sonur Jóns á Hól, og bjó þar eftir hann um hrið. A Dísastöðum, þar sem faðir minn hafði fæðst, bjuggu þrjú öldruð systkini, allskyld okkur. Björn Þórarinsson og Kristín, bæði einhleyp, og Jón, sem varð snemma ekkjumaður. Björn og Kristin voru einkar hógvær og heimakær, en Jón bróðir þeirra var sjaldan heima og átti margt vantalað við fólk hvar sem hann kom. Hann var alltaf í einhverjum skýjaborgum minnir mig, einkanlega á viðskiptasviðinu, og heimsmannslegur, andstætt systkinum sínum. Tvíbýli var á Innri-Kleif, þar bjuggu bræðurnir Runólfur og Þorsteinn Sig- tryggssynir og faðir þeirra með Þor- steini. Það orð lék á, að feðgar þessir, sem fluttust ofan af Héraði, væru sterkir vel. Þeim mun gæfari og jafnlyndari voru þeir, sen samt þótti öruggara, að bekkjast ekki til við þessa kraftamenn. Þess vegna reyndi aldrei á afl þeirra eða sagnir af því. Á Ytri Kleif bjó Jón Arnason, þegar ég man fyrst eftir mér, en síðan Rósa ekkja hans Sighvatsdóttir með sonum þeirra fngimundi, sem kvæntist ekki, og Einari, sem bjó einnig um tíma á Kleif- arstekk og miklu styttra á Kleif en Ingi- mundur. Rósa á Kleif hefir orðið mér einna kærust minna gömlu og góðu sveit- unga, sem stíga allir ljóslifandi fram i hugskoti minu er ég rifja nú upp svip- mót þeirra og sérkenni. Rósa á Kleif tók nefnilega upp á því að halda upp á mig sem barn og gera sér ferð árlega út að Felli til að heimsækja mig og gleðja með gjöfum. Oftast svellþykkum, mjúk- um og hlýjum ullarsokkum, sem hún hafði prjónað og þæft sjálf, og jafnvel fylgdu vettlingar. Það var ekki algengt í þá daga að fullorðið fólk liti á börn eins og fullkomlega sjálfstæðar verur. Hún talaði margt við mig, þegar hún kom með gjafirnar og bað mér blessunar, og varð fyrst manna af bæ til að vekja þá hug- mynd í brjósti mér, að ég væri sérstök persóna eins og fullorðna fólkið. I mín- um augum var hún falleg kona, þótt hún væri hvorki grannvaxin né laus við skegg á efri vörinni. Og það er táknrænt fyrir hjartalag hennar, að ég sá hana síðast ellimóða hlúa að umkomulitlu dýri með nýfædda hvolpa í eldhúsinu sínu. Siðan eru liðin 30 ár. Einar sonur Rósu bjó um tíma á nýbýl- inu Kleifarstekk, sem fyrr sagði, en síð- an bjuggu þar Emil Þórðarson, föður- bróðir Más fiskimálastjóra, og Þorbjörg Jónsdóttir, kona hans, sem var lærð saumakona og er enn á lifi. Emil nafni minn er mér minnisstæðastur sökum einstakrar framkomu til orðs og æðis, hann var bæði góðmenni og prúðmenni. Niðurlag í næsta blaði. ' Suöur- dalur, SkriÖu- blá, Breiö- dalsá og SuÖur- dals fjöll.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.