Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 4
„Þegar ég var góður strákur og var
að alast upp í úthverfi stórborgar,"
segir Garrick Ohlsson, „minnist ég
þess, að ég fór í verzlunarhús Sam
Goodys í New Vork, og einu píanó-
plöturnar, sem þar voru til, voru eftir
Rubeinstein, Serkin og Horowitz." Nú
hafa orðið á þessu feikileg breyting.
í hljómplötuverzlunum hvarvetna
eru hillur sígildrar hljómlistar fullar af
albúmum með tugum píanóleikara,
þar á meðal margra góðra gamalla
stráka eins og Garrick Ohlsson, sem
nú er 22 ára. Arthur Rubinstein,
Rudolf Serkin og Vladimir Horowitz
ásamt þeim Sviatoslav Richter.
Arturo Benedetti Michelangeli.
Claudio Arrau og Emil Gilels eru enn
hinir viðurkenndu meistarar. En á
síðustu 15 árum hefur ný kynslóð
stórstjarna látið Ijós sitt skína —
Vladimir Ashkenazy, Alicia de
Larocha, André Watts, Lazar Berman,
Alfred Brendel. Og á hraðri leið upp á
við er glæsilegur hópur stjarna, sem
enn hafa ekki náð jafnmikilli viður-
kenningu —” meðal annarra Ohlsson,
Misha Dichter, Murray Perahia og
Emanuel Ax.
Þar sem tónlistarskólarnir útskrifa
fleiri framaþyrsta píanóleikara en
nokkra aðra tegund tónlistarmanna
(aðeins Juillard skólinn hefur tvö
hundruð námsmenn innritaða), er
samkeppnin um ráðningar og
samninga um upptökur geysihörð.
Störf við hljómsveitir eru nær útilok-
uð, svo að ungur pianóleikari getur
aðeins komizt áfram eða náð frama,
ef hann hefur líkamsþrótt og þol til að
þeysast frá Vínarborg til Venezuela
og sálarþrek til að taka þátt i hinum
miskunnarlausu, alþjóðlegu pianó-
keppnum og til að þola gagnrýni
blaðanna, sem oft er duttlungafull.
Þeir eru
gæddir
fágætum
hæfileikum,
eru vel
skólaðir
og margir
Þeirra Þeytast
heimshorn-
anna á milli
vegna tón-
leikahalds. Þetta
eru menn á
bezta aldri og
spara enga
fyrirhöfn
til
að taka sæti
gömlu snillinganna,
Horowitz, Rubinstein,
Richter, Arrau
og Gilels.
Eftir
Charles
Michener.
fyrir aðeins tveimur árum eftir margra
ára „viðfrægt" framaleysi i Sovét-
rikjunum. Landi hans, Gilels, hefur
kallað hann „einstakt fyrirbæri", og
það er einmitt það, sem hann er,
hann beitir töfrandi tækni við að
hleypa af leifturstríði tóna i stórum,
rómantiskum verkum og „tryllir"
þannig áheyrendurna og setur gagn-
rýnendur í mikinn vanda, er þeir eiga
að meta, hve mikið af sannri, raun-
verulegri tónlist hafi verið túlkað
gegnum allan hávaðann.
Það er varla margir meðalungra og
upprennandi píanóleikara sem dást
að Berman — „Hann er bara
hamrari," segir einn þeirra — það er
enginn, sem neitar þvi, að Rússinn
sýnir ótrúlega fágun og næmi við
túlkun verka eins og „Transcendental
Etudes" eftir Liszt Markmiði sinu
sem listamanns lýsir hann á beinan
og óbrotinn hátt, sem segir mikið
bæði um leik hans og hvernig hann
gagntekur áheyrendur: „Ég reyni að
gera tónlistina eins einlæga og
nokkur kostur er, af því að okkar
kynslóð er ekki ýkja einlæg og fólk
þarfnast einlægni ”
Enginn ungur, ameriskur píanó-
leikari jafnast á við Watts, hvað snert-
ir hreina dirfsku á hinn mildari máta,
en 31 árs að aldri er hann nú eftir-
sóttasti ameríski pianóleikarinn eftir
Cliburn. Hann býr yfir framúrskarandi
tækni, sem minna var æfð við strang-
leika Bachs heldur en tilfinningalegar
flækjur Liszts og Chopins og kallar
fram það , sem einn af aðdáendum
hans og starfsbróðir kallar „dýrslega
óþreyju". Hann getur einnig sýnt
háttbundinn stíl, sem ýmsum gagn-
rýnendum finnst tilgerðarlegur. En
Watts hefur þá sérstöðu meðal ungra
pianóleikara, að hann tekur áhættu.
værum við öllu fremur þjónar tónlist-
arinnar en meistarar hennar og um-
ráðendur." Þess konar lítillæti ein-
kennir afstöðu hans út á við, en ekki
pianóleik hans, sem ber kraft og
fyllingu skáldskapar.
Sumum áheyrendum finnst leikur
Alfreds Brendels vera nákvæmlega
útreiknaður, en þessi gáfaði Vinarbúi
jafnast á við Serkin, hvað hæfni
snertir til að sýna greinilega byggingu
meistaraverka Beethovens og til að
beita nákvæmlega réttum tima við
spennu og lausn hjá Schubert. Leikur
hans er ekki fræðilegur, eins og sumir
hafa haldið fram. Hann segir: „Það
gildir hið sama um túlkun mína-og
hringrás rafmagnsins. Ég framleiði
einbeitingu, áheyrendur taka við
henni og magna hana, svo að hún
kemur aftur til mín og gerir mér kleift
að leika betur."
Það er varla ofmælt að Alicia de
Larrocha sé frábærasti pianóleikari
meðal kvenna í heiminum í dag. Hún
er aðeins 143 sm á hæð og hefur
mjög fingerðar hendur, sem ná yfir
litlu meira en níund, en hún er risi
sem pianóleikari, hefur óbrigðult tón-
skyn og hljómfagran, algerlega til-
gerðarlausan stíl. En menn skynja
það, að í stað heilans sé yfirnáttúru-
lega næmt eyra að verki. Hún er nú
54 ára gömul og er ekki aðeins hinn
eini ótviræði túlkandi hinna feikilega
erfiðu verka landa sinna, Granados,
Albéniz og Falla, heldur einn af
fremstu túlkendum Mozarts í heimi,
en kröfur þess tónskálds til túlkenda
sinna skelfa marga hinna ungu
rómantísku píanóleikara.
Þegar Maurizio Pollini, hinn 35 ára
gamli italski snillingur, sigraði í
Chopin keppninni i Varjá árið 1960,
sagði einn af dómnefnarmönum.
Atvinnugreinin er vörðuð brostnum
vonum. Af hverju mistókst Van
Cliburn þrátt fyrir ótviræða hæfileika
sína og toppgreiðslur fyrir hljómleika
að viðhalda frægð sinni og orði sem
hljómlistarmaður, en um tíma naut
hann mestrar hylli allra ungra píanó-
leikara i heimi?. „Hann var fórnar-
lamb frægðarinnar. Hann fékk aldrei
tækifæri til framfara," segir samúðar-
fullur starfsbróðir.
Saga Alexis Weissenbergs er sjald-
gæf, en hann hvarf af ásettu ráði
úr augsýn fyrir tiu árum, eftir að leikur
hans var íarinn að verða daufur eða
þróttlítill, og birtist siðan aftur sem
alvöru snillingur og hélt öllum sinum
upprunalegu vinsældum. Algengari
er saga Lee Luvisi, sem var orðinn
leiður á striti og erfiði hljómleikaferða
og settist að (hinn ánægðasti) í
heimaborg sinni, Louisville, og lét sér
þar nægja frægðina þar sem hinn
heimsfrægi pianóleikari.
Meðal hinna nýju stórstjarna er
enginn píanóleikari eins umdeildur
og Berman, hinn 47 ára gamli,
rússneski björn og snillingur, sem
kom fram í dagsljósið á Vesturlöndum
Hann segir: „Hin almenna athuga-
semd, sem fólk gerir varðandi píanó-
leik minn, er „Hvað í ósköpunum er
þetta?" Mér þykir gaman að því. Mig
langar ekki til að heyra allt ganga eins
og af sjálfu sér." Hann hefur einnig
sagt: „Enginn mun nokkurn tima
kynnast mér betur en með því að
heyra mig leika á píanó."
Dáðustu píanóleikarar heimsins
munu geta tekið undir það með Vladi-
mir Ashkenazy, að „sú tækni, sem
mestu máli skipti við píanóleik, sé í
rauninni í heilanum.” Ashkenazy, sá
frægi píanóleikari, sem ungurvann til
mikilla verðlauna, er nú 40 ára og
hefur náð því að verða einn af beztu
alhliða píanóleikurum, sem nú eru á
lífi. Hann hefur leikið inn á flestar
plötur hljómlistarmanna sinnar kyn-
slóðar, og hin glæsilega verkefna-
skrá hans nær frá Mozart til Chopins
og Prokofievs. Hann er ef til vill eini
keppinautur Horowitz sem túlkari
Skrjabins. En nýlega var sagt frá
Horowitz i svipmynd í Lesbók. Ash-
kenazy sem kaus að fara í útlegð frá
Rússlandi og býr nú á Islandi, segir:
„Ég myndi vilja halda, að nú á dögum
Arthur Rubinstein: „Tæknilega leikur
hann þegar betur en nokkur okkar í
dómnefndinni". Pianóleikurum þykir
gaman að tala um, hvaða tónskáld
„henti vel" höndum þeirra. Hvað
Pollini snertir, þá virðist allt hafa verið
samið fyrir fingurna á honum — allt
ffá Mozart til „Petrouchka” eftir Stra-
vinski. Jafnvel Watts segir: „Hafið
þið heyrt hann leika etýður Chopins?
Guð minn góður, ég mun aldrei geta
leikið þessar nótur svona auðveld-
lega".
Annar píanóleikari, sem eins og
Pollini er að verða stórstjarna i
Evrópu, en er ekki eins þekkt í Banda-
ríkjunum, er Martha Argerich, fædd í
Argentínu, fyrrum undrabarn. Fyrir
skömmu lék hún konserta eftir
Chopin og Schumann ásamt Mstislav
Rostropovich og National Symphony
í Washington með slikum glæsibrag,
að það virtist nærri of áreynslulaust.
Argerich, sem er 36 ára gömul, þri-
gift og þriggja barna móðir, segist
eiga við mörg persónuleg vandamál
að stríða. „Mig langaði ekki til að
verða pianóleikari", segir hún. „En ég
var orðin það, áður en ég áttaði mig á
0