Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 11
litsdjarfir. Reykjavíkin gerir þetta að umtalsefni 10. ágúst 1907: „Annars kunni fólk sig lítt þar sem konungur fór hjá, konur stóðu eins og dæmdar og karlmennirnir að vanda þegjandi með hendur í vösum. Er það Ijótur siður og leiðinlegur". Það var helst á mölinni, að menn reyndu að tileinka sér hið Ijúfa lif samkvæmt erlendum fyrirmyndum. í þessum sömu blöðum ísafoldar, Lög- rjettu og Reykjavikur, auglýsir Karl Peterson & Co vindil Friðriks konungs „með Havanna og Brasiliutóbaksblöð- um, með rósflúruðum umbúðum og hring með mynd af Hans Hátign". Thomsens Magasín auglýsir veðreið- ará Melunum og engin hætta að ekki verði allt með tilhlýðilegum elegans eins og' á veðreiðunum í Derby, því Verzlunin Edinborg auglýsir i sama blaði stráhattana „marg-eftirspurðu". Þeir sem héldu áfram að nota Kon- ungsveginn voru aftur á móti sára- sjaldan með stráhatta og yfirhöfuð lítill glæsibragur á ferðinni, þegar menn voru í misjafnri færð og veðrum að brjótast áfram með nauðsynjar, — stundum með sameinuðu vöðvaafli manna og hesta. Nú grær grasið yfir þessi spor og fólkið, sem fer í sunnu- dagsbiltúrana hefur ekki hugboð um troðningana, sem liggja einatt í alls- konar krókum og stundum uppi i hlíðum. Eitt er þó sameiginlegt með ferðum þeirra, sem áður héldu Kon- ungsveginn og þeirra, sem nú aka þjóðveginn austur að Geysi: Ryk- og molarmökkurinn, sem upp stígur um leið og þornar af steini og minnir okkur á eftir sjötíu ár, að vanþróunar- bragurinn á fjölförnustu vegum okkar er ekki minni en hann var þá. Jón Jónsson eldri á Laug í Biskupstungum, „vegamálastjóri“ á Konungsveginum, þar til hætt var að halda honum við. Jóhann Sigurðsson HANN KEMUR Hugmyndlr frá Markús 5. ,,Og þeir komu yfir um vatniö í byggö Gerasena. Og óöara en hann var stiginn úr bátnum, kom í móti honum út úr gröfunum maöur með óhreinan anda, er hafðist við í gröfunum, og fékk enginn lengur bundið hann ... og hlekkina hafði hann slitið af sér og brotið sundur fótfjötrana, ... (hann) æþti og lamdi sjálfan sig grjóti.... Og menn komu að sjá, hvað þaðvarsem gjörzt hafði, og þeir komu til Jesú og sjá manninn, sem illi andinn hafði veriö í, sitja klæddan og heilvita. ...” Hann kemurl Hann kemur! Hann stefnir i átt til mín. Ef hann vlssi um hagi mina, mundi hann snúa viö hiö bráöasta. Veit hann ekki, aö ég er óöur, vitskertur, að óhreinn líkami minn er alþakinn sárum eftir barsmiöar, hlekki og fótfjötra, að borgin að baki mér er mér lokuð fyrir fullt og allt, aö allt, sem ég elskaði, var frá mér tekið? Heimiliö mitt, heimiliö mitt, ástrík eiginkona, elskuð börn. Pabbi! Pabbl! hljómaöi hiö innra meö mér sem bergmál i fjarska, lýsti sem kyndill i myrkri, sem deyjandi Ijósbrot í hafdjúpi eymdar og þjáninga, unz hjarta mitt varö sem steinn, tilfinningalíf mitt frosið i helkaldri, vonlausri baráttu. Vonleysiö hlóöst um mig sem þykkur múr þagnar, sem ekkert rauf nema öskur vitskerts vesalings eöa fyrirlitningarhróp vegfarenda: „Variö ykkur á honuml Hann er óöur, hættulegur!” Og þeir beygðu af leiö, hræddust jafnvel sporin min. Veit hann ekki, að ég er útrekinn úr mannheimi, dæmdur úr leik, virtur sem rotnandi lík meöal rotnandi lika hér i gröfunum? Glataöur! Glataöur! Hann nálgast mlg eigi aö sfður, þessi undarlegi maöur. Ég veit svo sem hver hann er. Ef til vill er þarna von? Nei, eitthvað innra meö mér hatar hann. Hann mun aðeins auka á þjáning mina. Skyndilega gerist eitthvaö, sem er likast þvi, aö ég sé kominn undir áhrif frá honum. Þaö er gagnstætt vllja mfnum. Fætur minir taka á rás til móts viö hann. Ég hata hann! Ég hata allt og alla. Ég æpi. öskra. Eitthvað hiö innra meö mér hrópar til hans. Þaö eru ókvæöis orö. Hvaö er þetta? Hann er kominn svo nærri mér, aö ég get horft f augu hans. Hann horfir á mlg. Augnaráð hans er sérstætt. Ósýnilegir geislar koma frá þvf. Þeir þrengja sér inn i veru mfna. Eitthvað gerist, sem er óvenjulegt. Hvers vegna ræöst ég ekki á hann meö öskrum og formælingum? Þaö var ég vanur aö gera, þegar einhver nálgaðlst mlg jafnvel þótt ég bæri slitur hlekkja. Hvers vegna ekki? Hann stóö rétt hjá mér. Hann var óttalaus, horföi á mig rannsakandi augum, fullur samúðar. Hann vissi allt, skildi allt. Getur þaö verið, aö hann elski mig eins og ég er samt útlítandi. Skyndilega veröur mér Ijóst, að viö sjónum hans blasir mannsmynd, sem er hryllilegt afskræmi. Útlit mitt var hræöilegt aö sjá. Ég var sem lifandi beinagrind, ataöur saur frá hvirfii til ilja. Óhreint hár og skegg huldu andllt mitt að mestu. Æöisleg blóöhlaupin augu mín lágu djúpt í augnatóttunum. Hendur minar óhreinar voru sem Ijónshrammar. Hræðilegt hlýtur aö vera aö horfa á slíkt. Er unnt aö elska slíkt afskræmi? Ég var ekki lengur hamóöur. Hatursbálið var að slokkna. Kraftar minir voru á þrotum. Ég skalf allur. Máttvana féll ég til jarðar. Þá brá svo víö, aö ég heyröi rödd sjálfs min hrópa: „Hjálp! Hjálp! Hjálpa þú mér, sonur Guös hins hæsta!” Ofdirfska min var aö engu orðin. Orð hans hljómaði. Ég kipptist viö. Eitthvaö yfirgaf mig, er orö hans barst út yfir rotnandi leifar umhverfis míns. Kyrrö og friöur flæddi yfir mig, þegar krampakenndu æðisköstin hurfu og sviöinn í blæöandi sárum likama mins. Ég teygaði orðin af vörum hans. Þeim fylgdi kraftur, lif. Fyrst lá ég sem í dvala. Þá var sem tjald væri dregið til hliðar. Nýr heimur tók aö birtast mér. Ég var sem staddur á yztu nöf. Að baki mér var myrkur. Fram undan mér var bjarmi risandi sólar viö sjóndeildarhring. Ég reis á fætur. Hann var þarna enn. Hann talaði. Ég þagði. Er hann talaöi, styrktist ég. Þróttur tók aö færast í líkama minn. Ég rétti úr mér, stóö teinréttur, lifi fylltur nýr maöur. Dásamlegtl Ólýsanlegt! Meöan hann talaði jókst mér kraftur. Meira gjöröist en þaö. Ég fór aö elska þennan mann, tók aö bindast honum órjúfandi böndum. Ég tók ákvöröun: Ég ákvaö aö fylgja honum eftir, vera ávallt i návist hans. Hann var meira en sonur hins hæsta. Hann var Guö. Ég tjáöi honum hug minn allan. Þá vakti hann hjá mér nýja hugsun: „Faröu heim til þín og þinna og seg þeim, hve mikla hluti Drottinn hefir gjört fyrir þig og hversu hann hefir miskunnaö þér.” Var ég þá búinn aö gleyma minum nánustu? Vissi hann lika um þjáning þeirra, sem voru heima, andvökur þeirra, tár og sár, sem ég haföi valdið þeim. Auövltaö varö ég aö fara heim, hlaut aö fara heim. Ástvinaböndin styrktust á ný, uröu sterkari en nokkru sinni fyrr. Fagnaðarbylgja fór um sál mína. Þaö var mér brennandi þrá, aö komast heim sem fyrst. Dásamlegar fréttir haföi ég aö færa, svo margt aö tala um. Umhverfis mig var allt i uppnámi. Þar voru hróp og köli, ys og þys. Stefnuna tók ég á borgarhliöið, er ég meö léttum, ákveönum skrefum hélt á leið heim — heim. Nýr fagnaöaróöur hljómaði úr hjarta mins djúpi: „Hann er Guð! Hann er Guð!”

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.