Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 8
Gísli Sigurðsson Konungsvegurinn var lagður frá Þing- völlum að Geysi og Gullfossi og þótti merk framkvæmd og afrek til sam- göngubóta fyrir 70 árum. Nú sést næsta lítið eftir af þessum minjum um hest- vagnaöldina utan grónir troðningar, sem jafnvel kúa- smalar nota ekki lengur. Fyrst var hann konungsvegur, síð- an vagnvegur og reiðvegur; loks voru það einkum kýrnar, sem gert höfðu götur í hjólförunum og mjökuðust þar hátiðlega á leið heim í mjaltir. Síðan komu til sögunnar jarðýtur og þurrk- uðu burtu ásýnd hans af landinu, þegar nýr vegur var lagður Eftir eru aðeins meira og minna uppgrónir götuslóðar, sem hægt er að fylgja austast úr Laugardal, upp með Hlið- um að Geysi. Þegar hans hátign, Friðrik konung- ur áttundi, af guðs náð konungur íslands og Danmerkur, efndi til Is- landsfarar sumarið 1907, var honum tekið með kostum og kynjum og þótti sjálfsagt að konungurinn og fylgdar- lið hans riði með pomp og pragt austur að Geysi og Gullfossi. Þá var upp runnin hestvagnaöld á Islandi; merkilegur millikafli i samgöngumál- um og átti eftir að standa allt til síðari stríðsáranna eftir 1 940 En menn voru þess vanbúnir að taka við hestvagninum. Aðeins voru þá reiðgötur fyrir. Hér varð að vinna stórvirki með skólfum og hökum. Þegar hér var komið sögu, þótti ekki vagnfært frá Þingvöllum austur að Geysi og var nú ráðizt í að ryðja þá braut með handafli, sem lengi síðan var kölluð einu nafni Konungsvegurinn. Þeir menn eru trú- lega allir komnir undir græna torfu, sem svitnuðu við skófluna og hakann í þessari vegargerð og voru orðnir verkfærir menn árið 1907. Aðeins einn maður austur ! sveitum gat kom- ið til greina: Kristján Loftsson á Felli. sem er liðlega níræður og manna elztur í Biskupstungum. Þó hann ætti um tima heima i Haukadal, hafði hann ekki unnið við gerð Konungs- vegarins, en Helgi Ágústsson frá Birt- ingaholti, sem lézt nú í vetur, kvaðst ungur að árum hafa verið lánaður austan úr Hrepp að vinna í veginum. Þar var unninn langur vinnudagur, sagði Helgi; enda voru menn því vanastir á þeim árum að vinna myrkr- anna á milli og þótti ekkert sérstakt við það. Meðal fárra núlifandi manna, sem vel muna eftir konungskomunni 1907, er Sigurður Greipsson, fyrrum glímukóngur og skólastjóri i Hauka- dal. Hann varð áttræður á síðasta ári, — og þó ungur væri árið 1 907, hafði hann veður af tilurð Konungsvegarins og hann fylgdist gerla með þeim undirbúningi, sem fram fór við Geysi. Guðjón Helgason i Laxnesi, faðir Hall- dórs Laxness, var þá vegavinnuverk- stjóri á Þingvallaveginum og Sigurður minnist þess, að hann kom austur að Haukadal, gisti þar og átti lengi tal við Greip bónda. Telur Sigurður, að Guðjón í Laxnesi hafi verið verkstjóri við gerð Konungsvegarins. Nokkru áður, annaðhvort 1901 eða 1902 var byggð timburbrúin á Brúará, þar sem steinboginn hafði áður staðið og brytinn í Skálholti lét fella eftir sögn. Áður hafði aðeins verið brúarfleki yfir gjána, sem skerst inní fossinn ofan við brúna og þótti erlendum ferða- mönnum eftirminnilegt að fara þar yfir. En gamla brúin, sem löngum er nefnd svo, stendur enn og er hluti Konungsvegarins. Önnur brúargerð var nauðsynleg til þess að konungur kæmist án mann- rauna að Gullfossi. Leiðin liggur yfir Tungufljót austan við Haukadal og fljótið er ekki árennilegt þar. Guð- mundur Einarsson múrari úr Reykja- vík var fenginn til að hlaða stöpla úr tilhöggnu grjóti og siðan komið upp timburbrú sumarið 1907 Hún stóð til 1929, að jökulhlaup í fljótinu varð henni ofraun. Skammt frá brúar- staðnum stendur enn steinn, sem þá var reistur og á hann letrað 105 km. Þesskonar steinar voru víðar með- fram Konungsveginum og talan sýndi vegalengdina úr Reykjavík. Sigurður Greipsson telur, að Guðjón i Laxnesi hafi mælt leiðina og látið setja upp steinana. Þó ekki komi það Konungsveqin- um beinlínis við, að var ráðizt á þá framkvæmd sumarið 1907 að reisa tvö hús á hverasvæðinu við Geysi. Var það annarsvegar stór skáli handa dönsku rikisþingmönnunum og hins- vegdar hús handa konungi. Þing- mannaskálinn var rifinn og seldur á uppboði haustið eftir, en Konungs- húsið stóð lengi; var notað til greiða- sölu á sumrin, en flutt að Laugarási sem læknisbústaður 1923. Verkstjóri og yfirsmiður við þessar húsbygging- ar hjá Geysi, var Bjarni Jónsson úr Reykjavík og er Bjarnaborgin við hann kennd. Bjarni gegndi líka því hlut- verki að vera einskonar siðameistari á staðnum; hann undirbjó heimafólk undir þann vanda að heilsa konungi þegar hann riði í hlað og kveðst Sigurður Greipsson hafa skemmt sér vel við þá tilburði. Og um vegagerð- ina segir hann: „Sjálfur var ég lítill karl, en tíndi þó nokkra steina úr götunni frá Múla að Geysi '. Það var nefnilega búizt við því, að konungur kysi sér fremur þau þæg- indi að sitja í kerru en ferðast ríðandi. Raunar voru margir hinna erlendu gesta alsendis óvanir því að ferðast ríðandi um langa vegu. Þvi var það að nokkrar sérsmíðaðar kerrur voru fluttar inn frá Englandi til þessara nota; þar á meðal var sérstakur vagn handa konungi. Þaulvanur ökumað- ur, Guðmundur Hávarðsson, sem bjó í Norðurpólnum í Rykjavík, hafði ver- ið valinn ökumaður konungs og hefur vafalaust þótt töluverð upphefð. En svo fór, að konungur steig aldrei uppí vagninn; hann fékk úrvals reiðhesta og kaus að ferðast riðandi. Um þetta var kveðið: Gvendur með kóngsvagninn setti undan sól á svipstundu komst hann langt út fyrir Pól, Við lagningu Konungsvegarins tóku menn á sig langa króka og brattar brekkur til þess að sneiða hjá mýrunum. En þetta var fallegur reiðvegur á sumardegi og sumstaðar teygði birkið sig yfir hann eins og sést á myndinni, sem tekin er ofan við Hrauntún í Biskupstungum. Á Konungsveginum 1921 — og enn er koi Kristján 10., sem þarna er í broddi fylkin reið einnig með konungi árið 1907. Næstt tekin á Laugarvatnsvöllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.