Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 12
Vetrar- feguró Snjór er ekki bara frosin úrkoma, sem veldur óþægindum í samgöngum en skíðamönnum ánægju. Snjór, sem fellur hvítur og mjúkur til jaröar, tekur breytingum eftir veöurfari og getur tekiö á sig næsta fjölbreytilegar myndir, sem bera með sér mikla fegurð pegar betur er að gáð. Sigurgeir Ijósmyndari í Vestmannaeyjum hefur náö góöum myndum af fegurð vetrarríkisins, þegar niður hlóð í vetur meiri snjó en Vestmannaeyingar eiga að venjast. Myndirnar eru í raunínni tilbrigði við eitt og sama stefið: Harðfenni, sem stundum getur orðið eins og steinrunnar skeljar og klakabrynja, sem umbreytist í mjúkar bárur í býðviöri, bverhníptir skaflar, sem minna á hrikalegar jökulsprungur og fannbarðir klettar, sem veröa eins og klasi af kóröllum eða jafnvel blómkálshöfðum. Ein myndin er tekin á hrauninu, par sem snjórinn bráðnar á svörtum vikrinum. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.